Morgunblaðið - 16.10.1966, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagiir 16 okt. 1966
Vilja ekki fleiri síldar- og
mjölverksmiðjur
nema í samráði við samtök sjómanna
EFTIRFARANDI samþykktir
voru gerðir á þingi Sjómanna-
samþands íslands:
Um byggingu síldarverksmið.ja
5. þing Sjómannasambands
íslands bendir á, að það hefir
nú sýnt sig í reynd, að það var
rétt stefna er síðasta þing mark-
aði, að hagkvæmt væri að leysa
hina svokölluðu veiðitoppa á
síldveiðunum með aukningu þró-
arrýmis verksmiðianna og hafa
sérstök skip til síldarflutninga í
verksmiðjur fjarri síldarmiðun-
um, I stað þess að byggja sí-
fellt fleiri og fleiri verksmiðjur.
Þingið harmar því, að ríkis-
valdið skyldi heimila að byggja
þær tvær síldarverksmiðjur, sem
nú eru í byggingu, þrátt fyrir ein-
dregin tilmæli samtaka sjómanna,
Sjómannasambands íslands og
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands er send voru sjá-
varútvegsmálaráðuneytinu á sl.
vetri um að ekki yrði leyft að
byggja fleiri verksmiðjur í bili.
Þingið bendir á þá staðreynd,
að verksmiðju-kostnaðurinn er
orðinn slíkur, að þrátt fyrir met-
veiði í sumar hefir það tæplega
Eyjólfur K. Sigurjónsson
löggiltur endurskoðandi
Flókagölu 65. — Simi 17903.
GCSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8. Sími 11171.
átt sér stað að skip hafi orðið
að bíða löndunar og að mikið
vantar á, að verksmiðjurnar
fyrir norðan og austan hafi feng-
ið nægilegt síldarmagn til
bræðslu.
Þingið beinir því þeim ein-
dregnu tilmælum til ríkisstjórn-
arinnar, að ekki verði leyft að
byggja fleiri síldar- eða mjöls-
verksmiðjur nema í samráði við
samtök sjómanna, en á þeim og
útvegsmönnum lendir að greiða
verksmiðjurnar þótt féð til fram-
kvæmdanna sé lagt fram af
öðrum aðilum í byrjun.
Um bátakjarasamninga
Þingið telur að ekki verði kom
ist hjá því, að endurskoða gild-
andi bátakjarasamninga og felur
því væntanlegri sambandsstjórn
að kalla saman til ráðstefnu
stjórnir og eða fulltrúa þeirra
félaga sem aðilar eru að samn-
ingunum. Þingið vill í því sam-
bandi benda á eftirfarandi atriði
er það telur sérstaklega þörf
breytinga:
1. Að hlutaskiptin verði athug-
uð og þá sérstaklega á bátum af
stærðinni 30—50 smálestir.
2. að krafan um frítt fæði skip
verja á bátum verði borin fram
og henni fylgt fast eftir.
3. að kauptrygging hækki.
4. að slysatrygging verði hækk
uð að mun og verði jafnhá trygg
ing fyrir alla sjómenn, ourtséð
frá því hvaða þátt sjómennsku
þeir stunda.
íiar vörur frá Hollandi
Vetrarkápur, dragtir, nælonpelsar.
Terylene kápur með loðfóðri.
Rúskinnskápur, rúskinnsdragtír,
rúskinnsjjakkar.
Loðhúfur, töskur og hanzkar.
Benharð Laxdal
Kjörgarði.
5. að ákvæði um sumarleyfi
síldarsjómanna verði komið inn
í síldveiðisamninga í svipuðu
formi og um gat í orðsendingu
Sjómannasambandsins frá 19. maí
1965.
6. að hlutaskipti verði hækkuð
til áhafnar á þeim síldveiðibátum
er ekki hafa aflað sér hinna nýju
kraftblakka og nýjustu síldarleit
artækja.
Um aukinn skatta- og útsvarsfrá-
drátt fyrir fiskimenn:
Þingið felur væntanlegri stjórn
sambandsins enn á ný að vinna
að því að fiskimenn fái aukinn
frádrátt við álagningu skátts og
útsvars og bendir á, í því sam-
bandi, að eðlilegast sé, að skatt
ar verði teknir jafnóðum af tekj-
um, og er meiri nauðsyn á því
fyrir fiskimenn en aðrar atvinnu
stéttir, þar sem tekjur þeirra
geta verið mjög misjafnar frá
ári til árs.
Um netafjölda í sjó.
Þingið telur að nauðsynlegt sé,
að reynt sé með öllum tiltækum
ráðum, að koma í veg fyrir að
bátar séu með fleiri net í sjó en
heimilt er skv .gildandi reglu-
gerð.
Felur því þingið væntanlegri
sambandsstjórn, að beita sér
fyrir því að reglugerðin sé end-
urbætt og gerð skýrari og ákveðn
ari en hún er varðandi heimilað-
an netafjölda og ákvæði sett í
reglugerðina um stór viðurlög
og sektir ef útaf er brugðið.
Þá telur þingið og beinir því til
væntanlegrar ráðstefnu um báta
kjörin að reynt verði að koma í
samninga strangari viðurlögum
í kjarasamninga t.d. með
upptöku afla úr veiðiferð til
viðkomandi sjómannafélags ef
út af er brugðið.
Um ferskfiskmat.
5. þing S.S.Í. ítrekaði samþykkt
ir síðasta þings sambandsins um
kröfu um að matið sé framkvæmt
um leið og fiski er landað og
gerir kröfu til að matið sé fram-
kvæmt í affermingarhöfn en sé
það ekki gert, telur þingið að
sjómenn eigi að gera kröfu til
að allur aflinn sé reiknaður á
verði 1. flokks.
Þá telur þingið nauðsynlegt
að sami matsmaður sé ekki lengi
í sömu verstöð heldur sé þeim
skint frá einni verstöð til annarr-
ar eftir vissan tíma eftir því sem
unnt er.
Sannreynið með DATO
á öll hvít gerfiefni
Skyrtur, gardínur, undirföt ofl.
halda sínum hvíta lit,
jafnvel það sem er orðið gult
hvítnar aftur,
ef þvegið er með DATO.
Um viðgerðarmenn síldarleitar-
tækja.
Þingið felur væntanlegri sam-
bandsstjórn að vinna að því við
sjávarútvegsmálaráðuneytið og
aðra aðila, að á síldarleitarskip-
unum svo og síldarflutningaskip-
unum verði staðsettir menn er
geti annast viðgerðir á síldar-
leitartækjum svo og öðrum ná-
kvæmum tækjum veiðiskipanna
svo þau þurfi ekki að sigla til
hafnar, oft langar leiðir, til að
leita viðgerða og það jafnvel
þótt um smábilanir sé að ræða.
Um sölu á síld miðað við fitu.
5. þing Sjómannasambands ís-
lands telur nauðsynlegt að at-
hugað sé hvort ekki sé rétt, að
samræma verði á síld til bræðslu
þannig, að hætt verði að verð-
leggja síld sérstaklega fyrir
Suður- og Suðvesturland og í
annan stað fyrir Norður- og
Austurland, heldur verði unnið
að því, að verðleggja síld eftir
fitu á líkan hátt og gert er í
Noregi enda verði Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins falið að
annast reglulega fitumælingar og
komið verði á mælingarkerfi
sem bæði kaupendur síldar og
seljendur geti treyst.
Þingið felur væntanlegri
stjórn sambandsins, að vinna að
því að þessu fyrirkomulagi verði
komið á, ef rétt sýnist að lokinni
athugun.
BOIMDEX
BOIMDEX ER ÞAD BEZTA
Vesturgötu 21,- Reykjavík - Sími 21600
Frá öryggismála- og allsherjar-
nefnd.
5. þing S.S.f. minnir á fyrri
samþykktir sínar um áskorun
þess efnis að í samráði við sjó-
mannasamtökin verði ráðnir í
það minnsta tveir menn til skipa-
eftirlitsins er hafi það verkefni
að framkvæma skyndiskoðanir
í skipum, sérstaklega með það í
huga að hafa eftirlit með því, að
öll öryggistæki séu í því lagi er
lög og reglur mæla fyrir um.
Þingið viðurkennir og þakkar
jafnframt að ríkisstjórnin heíir
að nokkru orðið við áskorunum
þingsins í þessu efni með því að
fyrrverandi skipstjóri hefir ver-
ið ráðinn til eftirlits en skoðun
þingsins hefir verið sú, að nauð
synlegt sé, að minnst tveir
menn séu ráðnir til þessa sér-
staka eftirlits.
Fundurinn skorar því hér með
á viðkomandi ráðuneyti að s.iá
svo um, að annar maður til við-
bótar verði þegar í stað ráðinn
til þess eftirlits og þá helzt mað-
ur með þekkingu á vélum.
í trausti þess að orðið verði
við þessum tilmælum og áskor-
unum bendir fundurinn á, að til
þess eftirlitið verði að notum
verði fjárveiting til skipaeftir-
litsins að vera það rífleg að báð
um þessum mönnum sé fengin
bifreið til nauðsynlegra ferða-
laga.
Þingið skorar á stjórn S.S.f að
beita sér fyrir því að komið
verði upp trúnaðarmannakerfi
samtakanna í sem flestum ver-
stöðvum og á sem flestum skip-
um sem verði eftirlitsmanni þess
um til aðstoðar.
5. þing S.S.f. skorar á milli-
þinganefndir þær sem nú fjalla
um öryggismál sjófarenda að
flýta störfum sínum sem mest
og ítrekar í því sambandi fyrri
samþykktir um ráðstafanir til
þess að samband megi hafa við
íslenzk fiskveiði- og flutninga-
skip á ákveðnum tíma sólar
hringsins, svo fylgst verði með
hvar þau eru stödd hverju sinni,
svo hjálp megi berast hið fyrsta,
ef slys ber að höndum eða skipi
hlekkist á.
Þingið harmar það sleifarlag
sem orðið hefir hjá Landssima
íslands á því að útvega opnum
skipum og minni vélbátum hent-
ugar og ódýrar talstöðvar og
endurtekur fyrri kröfur um að
úrbætur á þessu sviði verði gerð
ar hið fyrsta.
5. þing S.S.Í. skorar á skipa-
eftirlit ríkisins, að fylgja fast
eftir reglum um hleðslu síldar
skipa, og krefst þess að mál sem
rí. vegna ofhleðslu verði taf-
arlaust tekin til dóms af þar til
skipuðum dómstóli og vítir harð-
lega þann drátt, sem orðið hefir
á rekstri þeirra mála.
Þá vill þingið benda á, að mjög
tímabært er orðið að eftirlit sé
haft með sjóbúnaði þeirra skipa,
sem láta úr íslenzkum höfnum,
það er að frá lestaropum sé geng-
ið tryggilega svo og þilfarsfarraú
5. þing S.S.f. beinir þeim til
mælum til borgaryfirvaldanna í
Rvík, að þau beiti sér fyrir bygg-
ingu sjómannastofu og verka-
mannaskýlis á athafnasvæði hinn
ar nýju Sundahafnar í Reykja-
vík, og framkvæmdir hefjist það
fljótt, að hún geti tekið til staifa
um leið og höfnin verði tekin 1
Sjómannasamband íslands og
notkun. Þá skorar fundurinn á
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands, að stuðla að þvl
sameiginlega að komið verði upp
mótökustöðvunum á Austurlándi
Sjómannastofu í stærstu sildar-
svo og Vestmannaeyjum og ví'ð-
ar, þar sem mörg skip landa afla
og eða hafa viðlegu. Þá vill þing-
ið þakka hafnarstjórn Reykjavik
ur fyrir framkvæmdir um land-
ganga við togarabryggjurnar en
bendir á að eins þarf að gera við
þær bryggjur sem bátaflotmn
liggur við í höfn.