Morgunblaðið - 16.10.1966, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.10.1966, Qupperneq 13
Sunnudagur 16. okt. 1966 MORCU N BLAÐIÐ 13 Þörf á breytingum á skemmtunum fyrir unga ÉG VIL hér með nokkrum | orðum vekja athygli Reykvík- I inga á máli, sem ég tel orðið stórt vandamál í foorginni oog tel ég aðkallandi, að reynt verði að baeta þar úr sem allra fyrst. Mál þetta er útivist unga fólks- ins undir 16 ára aldri, sem hvergi má koma inn á almenna skemmti staði borgarinnar á kvöldin, en sem er sloppið að nokkru eða öllu leyti undan foreldravaldi. Löreglusamþykkt borgarinn- ar kveður á um það, að börn 12 til 14 ára eigi að vera komin inn af götunni kl. 21 að vetrar- lagi en kl. 23 að sumrinu. Engar hömlur eru settar á útivist eft- ir þennan aldur og getur lög- gæzlan því ekki skipt sér af útivist ungmenna, sem komnir eru yfir fyrrgreindan aldur. Ég tel mig hafa haft betri aðstöðu en almenningur hefur til þess að fylgjast með þessum málum undanfarin ár og hef ég ekki komizt hjá því að sjá hin miklu vandræði og þá miklu hættu sem virðist geta skapast af því að útiloka þetta unga fólk, dæma það til þess að vera úti á götum, þegar eldra fólk, jafnvel bekkjarfélagar fá að skemmta sér á dansstöðum og öðrum skemmtunum og láta það vera algjörlega handleiðslulaust í stað þess að leyfa því að skemmta sér undir handleiðslu löggæzlu og reyna þannig að þroska félagskennd þess. Undanfarin ár, á þeim árum, sem Lídó var rekið sem skemmti staður fyrir unglinga, virtist nokkuð algengt, að ungt fólk innan 16 ára komst þar inn, enda virtist þar lengst af heil- brigð skemmtun fyrir ungt fólk. Með tilkomu nafnskírt.ema hefur auðveldast allmjög að halda úti fólki innan 16 ára á skemmtistöðum, þótt ýmsra bragða frá hendi unglinganna sé leitað. I>að hefur því aukizt mjög, að sjá hefur mátt hópa ungs fólks í kring um þá skemmtistaði, sem yngsta fólk- ið sækir. Neytt er ýmissa bragða að komast inn eins og áður er að vikið, sem þó flest misheppn ast. Óánægja þessa unga fólks vex, er líða tekur á kvöldið án þess að nokkuð rætist úr. 1 þennan hóp, sem er hin upp- vaxandi Reykjavíkuræska upp til hópa, bætast gjarnan eldri ungir menn með vínlögg eða jafnvel fullorðnir menn og af hreinum brjóstgæðum og til þess að hugga unga fólkið, veita þeir af guðaveigum sínum til þess að gera unga fólkinu eitt- hvað úr hinni annars glötuðu kvöldstund. Nokkrir úr þessum hóp eru e.t.v. svo lánssamir að komast í kunningsskap við þá, sem eiga kost á bílfari upp að Hlégarði eða lengra út fyrir borgarmörkin, en þar er ekki eins auðvelt að útiloka ungling ana. Þar fá börnin okkar for- smekk af hinu almenna sam- kvæmislífi, en mér er sagt, að slíkar samkomur teljist varla eins heilbrigðar og „Lídó“ var á sínum tíma, og fleiri staðir hér í borginni. Ég tel, að þarna sé allstórt gat í uppeldismálum okkar Reyk víkinga, sem þyrfti að fylla í sem allra fyrst. Skapa þarf hér almennan skemmtistað fyrir þetta unga fólk, stað sem hefur fullkomna löggæzlu og reglu- semi, þar sem unglingarnir geta skemmt sér við dans og aðra skemmtan á frjálslegan og heil- brigðan hátt, stað, þar sem skemmtiatriði eru við hæfi ungl inganna og eftirsótt af þeim, og þar sem unga fólkið telur eftir- sóknarvert að koma og skemmta sér saman. Ég efast ekki um, að mörgu foreldri eða uppalanda yrði rórra, ef vitað væri, að hin unga kona eða hinn ungi maður ættu þessa kost og færu til skemmt- unar um helgar á slíkan stað í stað þess sem nú er, að gera verður ráð fyrir, að hinn 15 ára unglingur, sem nú er úti fram eftir kvöldum, sé að þvælast á götunni, kannske í misjöfnum félagsskap og misjafnlega ánægð ur, eða hafi jafnvel fengið tæki færi til þess að skreppa í bíl út fyrir borgina og á skemmti- stað í félagsheimili einhverrar nágrannasveitar. Ég efast ekki um, að erfitt. mun reynast að reka svo að vel sé skemmtistaði fyrir fólk á þeim aldri, sem hér hefur verið rætt um. Erfitt getur v^erið að fá þá skemmtikrafta, sem eftir- sóknarverðir teljast við því verði, sem hæfilegt er að greiða en til þessa þarf sérstaklega að vanda val. Unga fólkið hefur tiltölulega mjög litlu fé úr að spila til skemmtana, sem eðli- legt er og er því vafalaust mjög erfitt að tryggja hina fjárhags- legu hlíð slíks skemmtistaðar. Mér virðist þá ekki úr vegi, að opinberir aðilar styðji að ein- hverju að slíkum rekstri eða jafnvel hafi að verulegu leyti umsjón með honum. Ég tel, að leysa mætti að verulegu leyti þann vanda, sem hér steðjar að, með því að breyta að verulegu leyti þeim samkvæmisreglum, sem nú eru gildandi hér í Reykjavík, og slípa þá um leið af fleiri agnúa, sem ég tei vera á samkvæmis- lífi borgarinnar en sem ekki hafa verið gerðir að umtals- efni hér. Ég vil hér á eftir kynna lesendum þær reglur, sem gilda ættu í aðalatriðum í samkvæmislífinu og tel ég, að breytingar þær, sem þar koma fram, séu verulega til bóta. 1. Setja skal ákvæði um ungl- ingadansleiki, þar sem aldurs- takmarkið er frá 14 eða 15 árum til 17 ára að báðum meðtöldum. Tel ég sjálfsagt, að lágmarks- aldur sé miðaður við skólaár, þ.e. áramót en ekki aldursaf- mæli unglingsins, til þess að bekkjafélagar í skólum þurfi ekki að skiljast að. Tel ég, að leyfa eigi aðgang að unglinga- skemmtunum frá og með 1. júní þeim unglingum, sem hafa orðið eða verða 15 ára á því ári. Unglingaskemmtunum skal Ijúka fyrr en almennum skemmt uum. 2. Ekki skal ungu fólki innan 18 ára aldurs leyft að sækja samkomustaði, þar sem vín er veitt, en samkvæmt núgildandi reglum er 16 ára ungmennum leyfilegt að fara inn á slíka samkomustaði, ef ekki er annað ákveðið af þeim, sem sjá um rekstur samkomustáðanna.. Vafalaust er rétt í þessu sam- bandi að athuga, hvort ekki er orðið tímabært að breyta áfeng- islögunum í það horf sem al- gengast virðist í framkvæmd og treysta 18 ára ungmennum til að umgangast áfengi og neyta þess. Mér þykir eðlilegt, að þau sam komuhús, sem bjóða upp á al- menna dansleiki án vínveitinga, fái að halda sínum rekstri óbreyttum og að fólki frá • 16 ára aldri sé leyfilegt að skemmta sér á þeim stöðum. Til þess að af þeim breyting- um, sem hér hafa verið raktar, geti orðið, verður að breyta ákvæðum lögreglusamþykktar Reykjavíkur um almenna skemmtistaði. Einnig þarf að breyta reglugerðarákvæðum og jafn vel áfengislögum. Ég tel að þær reglur um samkomuhald sem nú eru gildandi, séu all erfið ar í framkvæmd og fullyrði, að viss ákvæði áfengislöggjafarinn ar eru óframkvæmaleg, en ef breytingar þær kæmust á, sem raktar eru hér að framan verð- ur mun auðveldara að fram- fylgja settum reglum. Með þökk fyrir birtinguna. Kristján Sigurðsson. Bifreiðaeigendur Keflavík Stilli stýrisgang og set hjól í jafnvægi. Sel dekk (snjódekk). Scl rafgeyma. Set nagla í dekk. Ég mun aðstoða við að setja dekk á felgu og undir. Einnig rafgeyma í ef óskað er. HÖRÐUR VALDIMARSSON, Skólaveg 16, Keflavík Simi 1426. Hvað er Linguaphone? Bezti málakennarinn Lærið tungumál á ótrúlega stuttum tíma. Innfæddir tungumálakennarar. Linguaphone-kerfið kemur til samstarfs við áskapaða máltilfinningu yðar og veitir yður að stuttum tíma liðnum undraverða leikni í að tala. Aðferðin er hin sama og sú, er gerði yður fært að læra móðurmál yðar fyrirhafnarlítið. Fyrst hlustið þér, síðan talið þér! En samtímis því, sem linguaphoneaðferðin geri r yður auðvelt að læra að tala erlent mál, legg ur hún mjög traustar undirstöður. Á talplötunum koma fram hinir beztu kennarar, sem völ er á í hverju einstöku landi, og þeir veita yður leiðsögn af ótakmarkaðri þolinmæði, unz þér eruð fullkomlega öruggur um yðar eigin framburð og skiinmg á málinu. Fyrst er það hljóðið, því næst mynd in, og síöan hið skrifaða orð. Þetta er hin eðlilega aðferð, sem þér not- uðuð sjálfur — með góðum árangri, — þeg- ar þér sem barn lærðuð að tala móðurmál- ið, og þess vegna liggur það i augum uppi, að þessi aðferð er líka sú bezta, þegar læra skal erlent tungumál. Málið ei nefnilega fyrst og fremst safn hljóða, sem þér aðeins getið tileinkað yður með stöðugri endur- tekningu, og í þessu liggur einmitt leynd- ardómurinn við hinn góða árangur, sem haegt er að ná með notkun iinguaphonsins. íhugið þessa kosti: Linguaplione er fljótvirkt: Stundarfjórð- ungur eða hálftími á nveijum degi í nokkra mánuði mun vera nægileg æfing til að læra að tala erlent mál rétt Linguaphone þreytist aldrei: Þér getið feng ið sömu setninguna endurtekna aftur og aftur, unz þér hafið náð fuilkomnum fram- burði. Linguaphone er þægilegt' Þér getið valið þann tima, sem yður hentar bezt, fyrir kennslutíma. Linguaphone á ekki sinn líka: Þér fáið að hlusta á hina beztu málaker.nara heims í móðurmáli viðkomandi lands Linguaphone er auðvelt: Þér tileinkið yður málið með því að hiusta og lendið ekki í neinum vandræðum með málfræði. Þér getið hagað kennslunni eftir yðar eigin geð þótta heima hjá yður sjálfum, þegar þér eruð sem bezt fyrirkallaður. Fæst á 34 tungumálum. LINGUAPHONE umboðið Hljóðíærohús Reykjavíkur hi Hafnarstræti 1. — Sími 13656.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.