Morgunblaðið - 09.11.1966, Page 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
1
Miðvikudagur 9. n’óv. 1966
Fimm nýjar bæk-
ur frá Helgafelli
„L.JÓÐAÞÝÐINGAR Poul P.
M. Pedersen á ljóðum Steins
Steinars hafa gert mikla lukku
í Danmörku. Liggur við, að selzt
haf» helmingi fieiri bækur en
búizt hafði verið við“, sagði
Ragnar Jónsson forstjóri Helga-
fellsútgáfunnar í. gær, þegar
hann kynnti fyrir blaðamönnum
hinar nýútkomnu bækur útgáf-
unnar.
„12 bækur eru áður komnar
út frá Helgafelli á þessu ári, og
í þetta sinn bætast við 5 bækur,
en a.m.k. 4 bækur eru á leið-
inni fyrir jól.
Bækurnar, sem koma út núna
eru þessar:
Ný ljóðabók, Svefneyjar, eftir
Baldur Óskarsson. f bókinni eru
28 ljóð, en zókin er alls 50 blað-
síður. Dóttir höfundar, 4 ára,
teiknaði kápumynd“.
Þetta er fyrsta ljóðabók
Baldurs, en áður hefur hann
gefið út smásagnasafn (1960)
og skáldsöguna Dablað (1963).
Þá gat Ragnar um annað
bindi á ljóðaþýðingum Poul P.
Baldur Óskarsson
M. Pedersen á dönsku en þar
eru á ferðinni ljóð eftir Hannes
Pétursson, en um þá bók hefur
áður verið getið hér í blaðinu.
„Og hér er svo bók, sem álíta
mætti, að ætti að vera til á
—
Steinunn Þorsteins-
dóttir — Minning
y1*' • ••■•V'-*" ■■W'V • ,■ '•'■■*,wt' 'VTVT'.i
HINN 3. þ.m. andaðist Steinunn
frænka mín Þorsteinsdóttir á
Elliheimilinu Grund hér í bæ.
Steinunn fæddist hinn 7. febrúar
1884, að Steinaborg á Berufjarð-
arströnd, dóttir hjónanna Þor-
steins Marteinssonar og Jóhönnu
ófeigsdóttur. Var hún systir
Marteins Þorsteinssonar kaup-
manns á Fáskrúðsfirði. Átti hún
ættir að rekja til traustra aust-
firzkra og skaftfellskra stofna.
Steinunn giftist Sigurjóni frá
Hálsi í Hálsþinghá á árinu 1920.
Sigurjón var hinn mesti myndar-
og öðlingsmaður, bæði í sjón og
raun. Bjuggu þair hjón lengi í
Búðakauptúni við Fáskrúðsfjörð
en síðar í Neskaupstað. Stundaði
Sigurjón skósmíðar á báðum þess
um stöðum — vel metinn í starfi
og vinsæll. Þeim hjónum varð
einnar dóttur auðið — Vilborg-
ar, sem gift er Jóni Pálssyni, mat
reiðslumanni.
Steinunn missti mann sinn á
árinu 1944 og bjó síðan hjá dótt-
ur sinni og tengdasyni, þar til
fyrir fáum árum, að hún flutt-
ist á Elliheimilið Grund,
Þetta eru í stuttu máli helztu
æviatriði Steinunnar Þorsteins-
dóttur, þau sem að okkur snúa.
Hún hefur lifað á einhverju
mesta umbrotaskeiði íslandssög-
unnar — sá fátækt og umkomu-
leysi fólks á fyrstu uppvaxtar-
árum sínum — sá þjóðina smám
saman rétta úr kútnum — sá
sjálfstæðisbaráttuna til lykta
leidda 1918 og 1944 — lifði
kreppuárin, sém þó voru betri
öllum almenningi en fyrstu ævi-
ár hennar, þrátt fyrir atvinnu-
leysi og örvæntingu margra.
Steinunn var kona vel gefin,
las mikið og fylgdist af áhuga
með því sem var að gerast í
kringum hana. Hún var því virk
ari áhorfandi og í sumum til-
vikum þátttakandi en margir
aðrir. Hún hafði mikinn áhuga
á landsmálum, einkum stjórn-
málum og ákveðinn fylgjandi
Sjálfstæðisflokksins. Hún hafði
yndi af kappræðum og var víg-
fim vel.
Steinunn gekk ekki heil til
skógar og átti við erfiðan sjúk-
dóm að stríða allt frá barns-
aldri. Bar hún byrðar sínar án
þess að mögla. Ég flyt aðstand-
endum hennar, einkum barna-
börnunum, sem voru henni mjög
kær, innilegar samúðarkveðjur
mínar og minna.
Már Elísson. •
Úlfar Þormóðsson
hverju heimili, en það er
Rímnasafnið, sem Sveinbjörn
Beinteinsson hefur tekið sam-
an. Er sú bók í flokki klassískra
útgáfuverka Helgafells, „sagði
Ragnóir,“ og hafa áður komið
út í þessum flokki, heildarút-
gáfa á verkum Tómasar Guð-
mundssonar, á verkum Steins
Steinars og ljóðasafn Arnar Arn
arsonar.
Höfundar rímnanna eru alls
70 og gerir Sveinbjörn grein
fyrir hverjum fyrir sig. Þetta er
safn rimna frá 1400 og allt til
okkar daga því að Sveinbjörn
sjálfur og Jón Rafnsson eiga
þarna rímur. Bókin er 276 blað-
síður að stærð.
Þá er hér á ferðinni fyrsta
skáldsaga ungs rithöfundar,
Úlfars Þormóðssonar, sem er
Keflvíkingur að uppruna, 22 ára
gamall, nú kennari í Njarðvík-
um. Skáldsagan heitir Sódóma
— Gómorra, og gefur nafnið
strax hugmynd um efnið, en
bókin fjallar um ungan guðfræð-
ing og svallara, Sigmar að nafni,
sem stundar skemmtanalíf borg-
arinnar af helzt til miklu taum-
leysi. Höfundurinn Úlfar, er
ekki að baki dottinn, því að
hann er langt kominn með aðra
bók sína.
Síðasta bókin að þessu sinni
er bók handa smákrökkum,
Skjóni, eftir Nínu Tryggvadótt-
ur listmálara, sem gert hefur
bæði myndir og texta bókarinn-
ar.“
Að lokum upplýsti Ragnar
Jónsson um bækur sem væntan-
legar eru á næstunni frá forlag-
inu. Nefndi hann fyrst bók eftir
Gísla Jónsson alþingismann,
sem nefnist: „Úr lífi foreldra
minna.“ ljóðabók eftir Rósu B.
Blöndal, sögusafn eftir Jakob
Thorarensen og loks ljóð eftir
Jón Óskar. Þessar bækur koma
allar fyrir jól á bókamarkaðinn.
Læknisstaða
Staða sérfræðings í geðlækningum er laus til um-
sóknar við Kleppsspítalann. Laun samkvæmt
samningum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnar-
nefndar ríkisspítalanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, námsferil
og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna,
Klapparstíg 29 fyrir 31. des. 1966.
Reykjavík, 7. nóvember 1966.
Skrifstofa ríkisspitalanna.
Einbýlishús við miðborgina
Höfum til sölu vandað einbýlishús á kyrrlátum
stað rétt við Miðborgina. — Húsið er steinhús, 90
ferm., kjallari og tvær hæðir og stendur á eignar-
lóð. í kjall-ara eru þrjú herbergi, þvottahús og
geymslur og væri hægt að gera þar 2ja herb. íbúð.
Á 1. hæð eru stofur WC og eldhús, á 2. hæð eru
4 svefnherbergi, bað og stórt altan á móti suðri og
er útsýnið þaðan yfir Tjarnarsvæðið. — Einnig
fylgir nýr. rúmgóður bílskúr. — Allar nánari upp-
lýsingar gefur:
Skipa- og íasíeignasalan
KIRKJUHVOM
Símar: 14916 oir 1 3H4S
/ sm'iðum
2ja herb. íbúð við Kleppsveg,
undir tréverk.
2ja herb. íbúð við Hraun-
tungu, fokheld, bílskúr.
3ja herb. íbúð við Reynimel,
undir tréverk.
4ra herb. íbúð við Hraun-
tungu, fokheld, bílskúr.
4ra herb. íbúð við Hraunbæ,
undir tréverk.
5 herb. íbúð við Kópavogs-
braut, fokheld.
5 herb. íbúð við Þinghóls-
braut, næstum fullgerð, alls
sér, gott verð. Útborgun
500 þús. kr.
5 herb. íbúð í Garðahreppi,
fokheld.
6 herb. íbúð víð Kársnesbraut,
fokheld. Bílskúr. Gott verð.
Einbýlishús við Sunnuflöt, —
fokhelt.
Parhús við Skólagerði, langt
komið undir tréverk. Gott
verð.
Raðhús við Barðaströnd, fok-
helt.
Fiskbúðarhúsnæði í Austur-
borginni, fokhelt.
Stór hornlóð í Garðahreppi.
hentug fyrir iðnaðarhús-
næði.
114 hektari lands í Kópavogi.
Gott verð.
Iðnaðarhúsnæði í Kópavogi,
fokhelt.
Málflutnings og
fasteignasfofa
j Agnar Gústafsson, hrl.
Björn Pétursson
fasteignaviðskipti
Austurstræti 14.
, Símar 22870 — 21750. J
Utan skrifstofutíma; j
35455 — 33267.
Fiskiskip óskast
til sölumeðferðar
Okkur vantar fiskiskip af
flestum stærðum til sölumeð-
ferðar nú fyrir vertíðina. —
Höfum kaupendur með mikl-
ar útborganir og góðar trygg-
ingar. — Vinsamlega hafið
samband við okkur áður en
þér takið ákvörðun um kaup
eða sölu á fiskiskipum.
Upplýsingar í síma 18105 og
utan skrifstofutíma 36714.
Fasteignir og fiskiskip,
Hafnarstræti 22.
FasteignaviðskiptL
Björgvin Jónsson.
Til leigu
stórt og bjart herbergi á góð-
um stað í borginni fyrir þann
sem gæti tekið að sér að ann-
ast kött og fugla á sama staðl
nokkrar vikur í fjarveru fjöl-/
skyldu. Aðeins algert reglu-
fólk og umgengnisgott kemur
til greina. Tilboð og upplýs-
ingar sendist afgr. blaðsins
fyrir 13. þ. m., merkt „Dýra-
vinur — 8070“.
\
Raðhús
Fokhelt raðhús á tveim
hæðum við Látraströnd á
Seltjarnarnesi ásamt bíl-
skúr. Húsið verður pússað
og málað að utan. Tilbúið í
maí á næsta ári. Hagstæð
kjör og greiðsluskilmálar.
5 herbergja
fokheld hæð í Kópavogi,
140 ferm. Gott verð og hag-
stæðir greiðsluskilmálar.
Parhús
Fokhelt parhús við Norður-
brún. -x
4ra herbergja
íbúð á 1. hæð við Framnes-
veg, sérhiti. Útb. 750 þús.
500 þús. fyrir áramót. Eftir-
stöðvar á næsta ári af út-
borgun.
5 herbergja
íbúð í blokk á 3. hæð við
Laugarnesveg. Útb. 700 þ.
3ja herbergja
jarðhæð í Kópavogi. Seld
tilbúin undir tréverk og
málningu.
Einbýlishús
við Bakkagerði í Smáíbúða-
hverfi með tveim íbúðum.
í risi eru þrjú herbergi og
eitt herbergi, sem á að vera
eldhús með öllum leiðslum.
Geymsla og W.C. Niðri eru
4 herb., eldhús og bað. Bíl-
skúr og ræktuð lóð. Flatar-
mál hússins er 86 ferm.
Einbýlishús
Fokheld 6 herb. einbýlishús
við Melheiði í Kópavogi.
Beðið verður eftir öllu hús-
næðismálaláninu. Teikning-
ar liggja fyrir í skrifstofu
vorrL
Einbýlishús
5 herb. á tveim hæðum við
Sogaveg. Ræktuð lóð, bíl-
skúr. Útb. 500 þús.
Höfum mikið úrval af 2ja, 3ja,
4ra og 5 herb. íbúðum, ein-
býlishúsum, raðhúsum og
parhúsum í Rvík, Kópav.,
Seltjarnarnesi.
Austurstræti 10 A 5. hæð.
Sími 24850. Kvöldsími 37272.
Óskum ai) ráða
stúlku til starfa strax. Vakta-
vinna. Upplýsingar í síma
21837 frá kl. 3—6 í dag. —
ÍSBORG, Austurstræti.
Opel Caravan 196Z
Einkabifreið til sölu af sér-
stökum ástæðum. Útlit og
ástand sem nýtt. Bifreiðin
verður til sýnis og sölu að
Ránargötu 32, eftir hádegi í
dag (miðvikudag).
GÚSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8. Sími 11171.