Morgunblaðið - 09.11.1966, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.11.1966, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. nóv. 1966 Stefán Aðalsteinsson skrifar: Skotlandsbréf HARÐUR vetur — mikill fóðurkostnaður — fáheyrður lambadauði — mjög lágt verð á lömbum — lánamöguleikar litlir. Sauðfjárbændur í Vestur- Hálöndum Skotlands sjá ekk- ert framundan annað en gjald þrot, margir hverjir. Formað- ur búnaðarsamtaka á þessu svæði sagði í viðtali nýlega: „Ef eitt jafn erfitt ár enn bætist ofan á erfiðleikana und anfarið, gerir það út af við flesta þeirra". Búnaðarsamtökin eru að láta fara fram könnun á hög- um bænda á þessum svæðum. Tekin eru dæmi af búum, sem gefa góða mynd af ástand- inu, eins og það er víða, og skulu nokkur þeirra tilfærð. Einn bóndi, sem hefur fjallajörð á leigu,.átti 450 ær veturinn 1964—65 og fékk eftir þær 332 lömb. Nú fær hann 279 lömb eftir 495 ær. Sumar ærnar hjá þessum bónda létu eða báru dauðum lömbum, en mikið af lömbum fórst skömmu eftir burð. Of- an á þetta bætist, að fóður- kostnaðurinn hjá þessum bónda var 50% hærri í vetur en í meðalári. Á öðru búi, þar sem voru 1144 ær veturinn 1964—65, komu 736 lömb til nytja eftir þær það ár, en veturinn 1965—66 voru ærnar 1143 og lömbin aðeins 478. Á þriðja búinu skiluðu 572 ær 329 lömbum árið 1964—65, en nú í ár fengust ekki nema 242 lömb eftir 533 ær. Á mörgum búum er ástand- ið enn verra en þetta, og víða fást ekki nema um 20 lömb eftir hverjar 100 vetrarfóðr- aðar ær. Ástandið er enn alvarlegra fyrir það, hve bændur fá lágt verð fyrir lömbin, en þeir selja þau á fæti til fitunar á láglendi. Undanfarið hefur verðið á haustlömbum úr fjallahéruð- unum verið um 90 shillingar (um 540 kr.), en nú er það komið niður í 60 shillinga (um 360 krónur). Úrgangsær, sem seldar eru til bænda á láglendinu hafa líka fallið í verði. Þær hafa selzt á um 330 krónur undanfarin ár, en seljast nú ekki á nema um 180 krónur. Áætlað er, að bændur, sem hafa haft um 180.000 kr. brúttótekjur undanfarin ár, nái nú ekki nema helmings nettótekjum á við það sem verið hefur. Þetta ástand er „Það er því mikils virði fyrir alla aðila, að þetta land sé nýtt sem bezt, enda þótt fátt fólk búi á því“, segir í leiðara í „The Scotsman" um þessi mál, og síðan segir áfram í leiðaranum: „Fólkið á þessu svæði er flest bændafólk, og hlutskipti þess er ófagurt. Nú er ástand- Áð á efsta tindi. talið svo alvarlegt víða, að ef veturinn í vetur verður erfið- ur, blasir gjaldþrot og upp- gjöf við mörgum þessara bænda. Gagnrýni hefur komið fram á nefnd þá, sem hefur um- sjón með þróuninni í Hálönd- unum og eyjunum kringum Bretland (The Highlands and Islands Development Board). Nefndin þykir hafa sýnt lít- inn áhuga á þessum vandræð- um, sem dunið hafa yfir sauð- fjárræktina í Hálöndunum. Bóndi á þessu svæði komst svo að orði: „Þegar þess er gætt, hve miklu fjármagni við eyðum í að kaupa matvæli frá út- löndum, og þegar haft er í huga hve matvælaskorturinn í heiminum er mikill og fólks- fjölgunin ör, er það fjarri öllu lagi að láta svo mikilvægan þátt í atvinnulífinu og mat- vælaframleiðslunni s t e f n a svona í ógöngur". Um tveir þriðju hlutar af öllu landi í Skotlandi telst óræktað beitiland, en samtals nemur þetta land að flatar- máli um metrum. 50 þúsund ferkíló- ið orðið þannig, að segja má, að bóndinn í Hálöndunum sitji á býli sínu annaðhvort af því að hann getur ekki hugsað sér að breyta til eða þá af því, að hann er þræl- bundinn við jörðina vegna skulda og getur ekki úr þeim losnað. Þessa ábendingu má lesa úr skýrslum yfir ástandið í miklum hluta Hálandanna, og það segir sína sögu um á- standið, að bændur á jörðum, sem liggja lægra og eiga vól á fjölbreyttari framleiðslu, finna tilfinnanlega fyrir erfið- leikunum. Höfum við efni á að láta þetta land fara undir skóg eða til annarra hluta, sem ekki koma landbúnaði við? Það er ekki hægt að neita því, að gildi skógræktar er mikið í landi, sem flytur inn eins mikið af timbri og timb- urvörum og Bretland, en fólk þarf líka að borða. Fyrrum voru fjalllendi þessi forðabúr, þar sem framleidd- ir voru nautgripir og sauðfé, sem seld voru niður á lág- lendið og fituð þar til slátr- unar á frjósamara landi. Á mörgum svæðum er þess- ari veigamiklu framleiðslu haldið áfram, en á stórum svæðum í fjallahéruðunum og á eyjunum eru nú að koma fram áhrifin af sífelldum hækkunum á kostnaði undan- farin ár, sem ekki hefur fylgt tekjuhækkun. Ef ekkert verður gert, er framundan snögg uppgjöf hundraða bænda. Ríkisstjórnin ætti að líta á matvælaástandið í heiminum og gera sér grein fyrir því, hve mikið þarf til að halda við þessari mikilvægu mat- vælaframleiðslu. En ákvörð- un um þessi mál þarf að taka fljótt ‘. Stefán Aðalsteinsson. Sauðfjallaland í Skotlandi. Ásmundur Brekkan, læknir: Um læknamálið Reykjavíkurbréf Morgunblaðs ins á sunnudögum, eru almennt talin túlka hugleiðingar forsæt- isráðherra, Dr. Bjarna Bene- diktssonar, á dægurmálum, og munu, eðlilega og að verðleik- um, víð- og þaullesnasti greina- flokkur er birtist í íslenzku mál- gagni. Yður mun því ekki þykja neitt óeðlilegt, þótt ég biðji yður fyr- ir stutta hugleiðingu af tilefni Reykjavíkurbréfs. í Reykjavikurbréfinu í dag, 6. nóvember, gerir bréfritari að umtalsefni fullyrðingu úr grein eftir Frosta Sigurjónsson lækni, er birtist í Mbl. 2. nóv. síðast- liðinn. — Einn þýðingarmesti þáttur lýðræðis og prentfrelsis er sá, að hverjum þegni heimil- ast að hafa sína skoðun á málum, og kveða svo að orði í rituðu máli, er hann telur réttast, og skal hér ekki fjölyrt um grein Frosta. Bréfritari varpar hinsveg ar fram þeirri spurningu, hvort ekki muni ódýrara, þegar á allt er litið, að leigja lækna erlend- is frá til starfa hér fyrir það verð, sem „alþjóðamarkaður" segtir til um. í næstu andrá telur þó bréf- ritari þessa hugsun sína fjar- stæðu eina, en mig langar til þess a'ð staldra aðeins við og hugleiða, hvort í henni felist ekki talsvart raunhæf uppistaða, og þá á hvern hátt megi hagnýta hugmyndina: Hér er mikill skortur lækna og annars sérlærðs hjúkrunar- fólks; mest hefur opinberlega verið rætt um læknaskort dreif- býlisins, sem vissulega er mjög alvarlegur, og nú er unnið að af öllum aðiljum að finna fram- búðarlausn á. Minna hefur ver- ið rætt um það, að við sjúkra- hús okkar er nú þegar mikill iskortur séi-fræðinga í ýmsum greinum; skortur, sem á eftir að verða enn meiri, og mun skap- ast hreint neyðarástand í ýms- um sérgreinum, ef leitazt skal við áð halda uppi viðunandi gæðum sjúkrahúsanna og þeirr- ar þjónustu, sem þar á að veita. Nægir hér að telja upp, að mik- il vöntun er á svæfingarlækn- um, röntgenlæknum, meinefna- fræðingum, algjör skortur á lyf- læknum með sérmenntun í líf- eðlisfræði (klinisk fisiologi), neyðarástand í sýkla- og ónæm- isfræði, vandræðaástand í geð- lækningum, orkulækningum, taugalækningum, og þannig mætti áfram telja. Við læknadeildir háskóla ná- grannalanda okkar (Norður- landanna) eru kennarastöður jafnan auglýstar í fagtímaritum og „lögbirtingum" hinna ná- grannaríkjanna. Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið gert hérlendis e'ða héðan, en það gæti e.t.v. stafað af því, að ís- land hefir ekki gerzt aðili að Norðurlandasamþykkt um vinnu markað lækna. Æskilegt væri þó þetta, og má jafnvel kveða svo að orði, að framtíð íslenzkra læknavísinda sé lífsnauðsyn að komast í slíka samkeppnisað- stöðu. Á sama hátt tel ég, að ís- lenzku læknastarfi og þar með heilbrigðismálum þjó'ðarinnar í heild yrði ómetanlegur akkur að því, að ráðnir yrðu hingað til starfa, jafnvel þótt til skamms tíma væri, vel hæfir sérfræð- ingar í þeim greinum, sem okkur skortir enn mannafla í, svo og til stuðnings í ýmsum öðrum greinum. Ég tel því, að svara beri fyrr- greindri spurningu bréfritara á þann hátt, að hér hafi verið vakið máls á mjög aðkallandi nauðsynjamáli, og að raunhæf athugun þess og undirbúningur þoli litla bið. Reykjavík, 6. nóvember 1966 Ásmundur Brekkan læknir Ath. A'ð gefnu tilefni skal tek- ið fram, að Reykjavíkurbréf Mbl. er ritstjórnargrein og sem slík birt í ábyrgð ritstjórnar blaðsins. Sydney, Ástralíu 5. nóv. AP. • Bandaríski kafbáturinn TirtU, sem strandaði á fimmtudag á svokölluðu Frederick-rifi, utn 530 km. frá Mackay, hefur ekki enn náðst á flot. Bátur þessi er 1526 lestir, með áttatíu manna áhöfn. Hann er sagður lítt skemmdur og skip- verjar í engri hættu. Þrjú skip eru á leið til aðstoðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.