Morgunblaðið - 09.11.1966, Síða 11
MiðvlTmdagur 9. nðv. 19ft8
MORCUNBLAÐIÐ
11
SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA:
ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN
RITSTJÓRI: ÁRMANN SVEINSSON
Glæsilegt byggðaþing í HafnaríírHa:
íslenzka þjóðin sameinist um
steínu víðsýni og framfara
— Hfenniðskóli fyrir Hafnarfjörð,
Suðurnes, Garða og Bessastaðah.
— Efling Iðnlánasjóðs stórt spor
þýðingarmeiri fyrir þjóðarbúið,
bæði sem atvinnugjafi og verð-
mætaskapari. Þrátt fyrir marg-
víslega erfiðleika hafa risið upp
þróttmikil iðnfyrirtæki og ís-
lenzkur iðnaður hefur náð
athyglisverðum þroska.
Hluti þátttakenda byggðaþingsins í Hafnarfirði. Jóhann Haf-
stein, dómsmálaráðherra, í ræðustól.
k rétta átt — Stórbætt leiðbeining
ar- og tilraunastörf í þágu
landbúnaðarins
Byggðaþing ungra Sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjördæmi,
Iháð í Hafnarfirði 30. október
1066, vekur athygli á þeirri stað-
ireynd, að íslenzka þjóðin býr nú
við betri lífskjör og nýtur meiri
velmegunar en nokkur önnur
Ikynslóð, sem lifað hefur í land-
inu. Jafnframt standa fslend-
ingar frammi fyrir stærstu átök-
um í sögu þjóðarinnar til nýt-
ingar allra gæða landsins, þar
sem sækja verður fram af þrótti
til vaxandi velmegunar og hag-
6ældar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á
undanförnum árum haít forystu
um öflugasta viðreisnar- og upp
byggingarstarf, sem nokkru
sinni hefur verið unnið hér á
landi á svo skömmum tíma. Við-
reisnarstefnan hefur losa'ð um
þau höft og þær hömlur, sem áð-
ur hnepptu framtak og fram-
kvæmdamöguleika í fjötra. En
íramundan bíða ný og stærri
verkefni og áfram skal haldið
ftil betra lífs í betra landi. fs-
lendingar standa nú traustari
tfótum og eru nú betur búnir
til átaka, sem beinast þurfa að
hagnýtingu allra auðlinda lands-
ins. Tii þess að ná sem mestum
árangri, þarf að samhæfa þá
krafta, sem búa í hinu frjálsa
tframtaki einstaklingsins, hugviti
©g menntun þjóðarinnar, tækni
I Innritun í hú-
|
j skdlnnn í hnust
■
■
■
■
ij í RÆÐU háskólarektors, próf.
!; Ármanns Snævarr, á Háskóla-
j hátíðinni sl. laugardag skýrði
|j rektor frá fjölda þeirra stúd-
j: enta, er innrituðust í Háskól-
jj ann í haust og skiptingu
j þeirra milli deilda. Innritaðir
jj voru 342 stúdentar þar af 19
j erlendir. Skiptingin milli
p deilda er þannig: Guðfræði 2,
jj Iæknisfræði 68, tannlækning-
fc ar 11, lyfjafræði 5, lögfræði
|j 43, viðskiptafræði 31, heim-
jj speki 145, verkfræði 30, auk
j þess 7 stúdentar, er lesa til
j BA-prófs í stærðfræði og/eða
j eðlisfræði með verkfræðideild
j arstúdentum.
j Samkvæmt kjörskrá þeirri,
j er notuð var við stjórnarkjör
j í Stúdentafélagi Háskóla fs-
j lands hinn 15. okt. sl. voru
j innritaðir stúdentar í Háskóla
j íslands þá samtals 1356.
■
I.......................
og visindaþe-kkingu nútímans og
afli hinna vinnandi handa.
Byggðaþingið lýsir ánægju og
fyllsta stuðningi við verðstöðv-
unarstefnu ríkisstjórnarinnar og
hvetur allar stéttir til að styðja
þá stefnu.
Ungir Sjálfstæðismenn vilja
leggja sérstaka áherzlu á eftir-
talin atriði, sem var'öa áfram-
haldandi þróun Reykjaneskjör-
dæmis:
Reykjaneskjördæmi er nú fjöl
mennasta kjördæmið á landinu
utan Reykjavíkur. Áframhald-
andi velmegun fólksins, sem þar
býr, byggist á vexti og viðgangi
atvinnuvegánna.
Sjávarútvegur og fiskiðnaður
er sá undirstöðuatvinnuvegur,
sem skapar mest verðmæti og
veitir flestum atvinnu. Áfram-
haldandi uppbygging þess at-
vinnuvegar er því þjóðarnauð-
syn.
Minnkandi afli veldur nú erf-
iðleikum í útgerð smærri báta
og togara og hráefnisskorti hjá
fiskiðjuverum. Til úrbóta er
nauðsynlegt að hagnýta nýjustu
tækni í enn ríkara mæli og
auka fiskirannsóknir. í því sam-
bandi er sérstök ástæða til að
fagna tilkomu væntanlegs fiski-
rannsóknarskips, sem ríkisstjórn
in hefur haft forgöngu um að
láta byggja.
Byggðaþingfð áréttar, að stefna
fslendinga í landhelgismálinu
sé áframhaldandi útfærzla fisk-
veiðilögsögunnar að því marki,
að yfirráð íslendinga yfir öllu
landgrunninu verði tryggð.
Jafnframt verði kannað, hvort
tiltækilegt sé og rétt að auka
leyfi til togveiða innan land-
helgi, á ákveðnum veiðisvæð-
um á vissum árstímum, enda
mæli fiskifræðingar með slíkum
veiðum og hafi eftirlit með þeim
eins og öðrum veiðum innan land
helginnar og verði fyllsta tillit
tekið til tillagna þeirra.
Þingið telur varhugavert, að
auknar séu álögur á sjávarút-
veginn frá því, sem nú er.
Fagna ber sérhverri tilraun til
að auka fjölbreytni í íslenzkum
fiskiðnaði. Sökum margvíslegra
byrjunarör'ðugleika, sem alltaf
hljóta að koma upp í slíkum
rekstri, og vegna þess mikilvæg-
is, sem aukin fjölbreytni í sjáv-
ariðnaði hefur fyrir þjóðina, er
eðlilegt að brautryðjandastarf á
þessu sviði sé styrkt með bein-
um fjárframlögum úr ríkissjóði,
ef þess gerist þörf.
Innlendur fðnaður hefur á und
anförnum árum orðið stöðugt
Stóraukið viðskiptafrelsi og
lækkun tolla hafa a'ð sjálfsögðu
veitt iðnaðinúm erfiðari sam-
keppnisaðstöðu. Til þess að auð
velda iðnaðinum aðlögun að
breyttum kröfum og til þess að
iðnaðurinn geti mætt harðri er-
lendri samkeppni, er nauðsyn á
frekari aðgerðum. Hin mikla
efling iðnlánasjóðs er stórt spor
í rétta átt, en hann þarf enn
að auka. Þá þarf að auka bein
leiðbeiningar- og rannsóknar-
störf í þágu iðnaðarins og gera
þau aðgengilegri fyrir hvert ein
stakt fyrirtæki. Ennfremur ber
þegar að færa tollaálagningu í
það horf, að mismunur sé á tolli
af fullunnum vörum, sem flutt-
ar eru inn í landið og efnivörum,
sem notaðar eru til iðnaðarfram
leiðslu.
Fagna ber sérstaklega bygg-
ingu raforkuvers Við Búrfell og
álverksmiðju við Straumsvík.
Þakka ber ríkisstjórninni fyr-
ir þá forystu, sem hún hefur haft
um að auka þar með fjölbreyttni
atvinnulífsins og nýta auðlegð
þá, sem bundin eru í fossafli
landsins.
Landbúnaður hefur frá önd-
verðu verið undirstöðuatvinnu-
vegur þjóðarinnar og aldrei hafa
stórstígari framfarir orðið í
þeirri atvinnugrein en nú á dög-
um. Sú stefna, að stækka búin
og beina fjármagninu í landbún
aðinum fyrst og fremst þangað,
sem mestir möguleikar eru til
ræktunar og markaða, ásamt
stórbættri leiðbeiningarþjónustu
og tilraunastörfum, mun skapa
mestar framfarir í landbúna'ði og
reynast þjóðinni hagkvæmust.
Lofsverð er sú viðleitni bænda,
að auka fjölbreytni í búgreinum.
Þar eru fjölmargir möguleikar
fyrir hendi, sem enn hafa ekki
verið nýttir nema að litlu leyti,
bæði hvað snertir matvæla-
framleiðslu og fleira. Er nauð-
synlegt, að skipuleg athugun
fari fram á þessu sviði og enn-
fremur hvaða búfjár og alidýra-
kyn skuli flytja inn.
Þingið þakkar ríkisstjórninni
margháttaðar lagasetningar til
uppbyggingar landbúnaðinum.
Verzlun og viðskipti eru orðn-
ir þýðingarmiklir þættir í þjóð-
arbúinu og hafa vaxandi hlút-
verki að gegna. Veltur á miklu
fyrir þjóðina, hvernig til tekst
með þá þjónustu. Til að hægt
sé að bæta þessa þjónustu, hefur
verið komið á fót stofnlánasjóði
fyrir íslenzka verzlun, sem ber
að fagna.
Mikilvægi á góðum samgöng-
um og lagningu varanlegra þjóð
vega er öllum ljós. Sérstök á-
stæ'ða er fyrir íbúa á Reykja-
nesi að lýsa ánægju sinni yfir
hinni steinsteyptu Reykjanes-
braut, en lagningu hennar hefur
núverandi ríkisstjórn hrundið í
framkvæmd.
Hraða ber lagningu varanlegs
slitlags á þjóðvegi, og ber að
fagna því, að nú á næstunni
mun fyrirhugað að hefja mal-
bikun Vesturlandsvegar og verði
sá vegur næsti áíangi í varan-
legri vegagerð.
Ungir Sjálfstæðismenn leggja
nú sem fyrr áherzlu á mikilvægi
menntunar fyrir íslenzka æsku.
Minna þeir sérstaklega á sam-
þykktir þær, sem gerðar voru
á þingi Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna á Akureyri 1965.
Jafnframt harma þeir þann
mikla drátt, sem orðið hefur á
endurskoðun á fræðslulöggjöf-
inni og telja áð það mál þoli
ekki frekari bið en orðin er. Við
þá endurskoðun verði þess sér-
staklega gætt, að skyldunámið
fari allt fram í einum og sama
skóla, og jafnframt verði gagn-
fræðanámið tengt síðara fram-
haldsnámi nánar en nú er.
Ungir Sjálfstæðismenn í
Reykjaneskjördæmi telja æski-
legt, að stofnaður verði mennta-
skóli, sem sérstaklega yrði ætl-
aður nemendum frá Súðurnesj-
um, Hafnarfirði og Garða- og
Bessastaðahreppi.
Byggðaþingið fagnar samstöðu
sveitarfélaga í Reykjaneskjör-
dæmi um byggingu og rekstur
skóla í Krísuvík fyrir börn, sem
búa við erfiðar heimilisástæður.
Ungir Sjálfstæðismenn telja
nauðsynlegt, að sveitarfélögin í
Reykjaneskjördæmi efli með sér
samstarf á sviði atvinnu-,
mennta- og félagsmála.
Ungir Sjálfstæðismenn fagna
þeirri forystu, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur haft um lög-
gjöf til stúðnings íbúðarhúsa-
bygginga, sem gefur ungu fólki
í æ ríkara mæli möguleika á
því að eignast eigin íbúðir. Jafn-
framt treystir þingið sveitarfél-
ögum í Reykjaneskjördæmi að
sjá svo um, að ungu fólki gef-
ist jafnan kostur á íbúðarhúsa-
lóðum.
Byggðaþing ungra Sjálfstæðis
manna í Reykjaneskjördæmi
þakkar alþingismönnum Sjálf-
stæðisflokksins í kjördæminu vel
unnin störf í þágu kjördæmis-
ins.
Nú sem fyrr, heita ungir
Sjálfstæðismenn á íslenzku
þjóðina, að sameinast um
stefnu framfara og víðsýni,
stefnu hins frjálsa framtaks
og framfara — Sjálfstæðis-
stefnuna. Keynslan hefur
ljóslega sýnt, að þá farnast
þjóðinni bezt, þegar áhrif
Sjálfstæðisflokksins eru mest.
En fyrst og fremst heitum við
á æsku þjóðarinnar, sem með
dugnaði og djörfung mun
flykkja sér undir merki
frelsis og framfara, og
tryggj8 þannig framtíðarhag
íslenzku þjóðarinnár.
Bjarni Benediktsson tolar d
klúbbfundi Heimdnllar
Klúbbfundurinn hefst kl.
12.30 í Tjarnarbúð (niðri).
Heimdallarfélagar eru hvatt
ir til að fjölmenna á klúbb-
fundinn, senj án efa verður
stúrfróðlegur.
n.k. Iuugnrdng
FYRSTI klúbbfundur Heim-
dallar á haustinu verður hald-
inn næstkomandi laugardag.
Dr. Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, er gestur fund
arins og flytur ræðu, sem
hann nefnir „Breyting á
stjórnmálabaráttu".