Morgunblaðið - 09.11.1966, Síða 12

Morgunblaðið - 09.11.1966, Síða 12
12 MORCUNBLAÐID Mlífvfkudagur §. nðv. 1988 Ömindur Ásgeirsson, forstjóri: OlillFÉLÚGIN Frjóls verzlnn — Verð- lagseitirlit — Einoknn UNDANFARNA daga hafa olíu- félögin orðið fyrir nokkru að- kasti í sumum dagblaða bæjar- ins vegna hinna nýju söluskil- mála, sem félögin hafa auglýst sameiginlega í dagblöðunum. Megintilgangur þessara reglna hefur verið sá, að koma á sem víðtækustum staðgreiðsluvið- skiptum, en jafnframt hefur verið haldinn opinn möguleiki fyrir viðskiptamenn að halda áfram mánaðarviðskiptum, svo sem áður hefur tíðkazt, en að vísu með nokkuð breyttu formi. Söluskilmálum þessum hefur verið vel tekið af öllum þorra viðskiptamanna, sem kynnt hafa sér þessar reglur, en til- tölulega fáar óánægjuraddir hafa heyrzt — en Við slíku er að sjálfsögðu alltaf að búast þegar breytt er um frá því, sem áður hefur tíðkazt. Ein af þessum óánægju rödd- tim er „Þrándur í götu“ í dag- blaðinu Vísi, sem, hinn 27. f.m. gerir kröfu til þess að stofnað verði nýtt oliufélag til að bæta úr vandræðunum og í sama streng tekur Alþýðublaðið í leið ara 28. f.m., þar sem lagt er til að stofnað sé nýtt almennings- hlutafélag um olíudreifingu í landinu vegna þessara nýju söluskilmála olíufélaganna. Þar sem hér er í aðalatriðum um misskilning að ræða á hinum reglum, sem olíufélögin hafa sett um sölu og útlán á söluvör- um sínum, tel ég skylt, f.h. Olíu- verzlunar íslands h.f., að gera opinberlega grein fyrir á . hvern hátt málum þessum er nú fyrir komið og hvaða sérstakar að- stæður hafa leitt til þeirra ráð- stafana, sem gera hefur orðið sameiginlega af olíufélögunum, 1 því skyni að bæta úr því vand- ræðaástandi, sem þessi mál vora komin í: Söluskilmálar olíufélaganna. Samkvæmt hinum nýju sölu- skilmálum olíufélaganna er það aðalregla að vörukaup skuli vera gegn staðgreiðslu, hvort heldur sem keypt er í smásölu frá benzínstöð eða frá olíustöð. Þó geta þeir, sem þess óska, hafc áfram mánaðarreikninga við olíu félögin, eins og áður, og fengið samandregna mánaðarreikninga gegn því að þeir semji um slík viðskipti og inni af hendi greiðslu fyrir áætlaða mánaðar- úttekt fyrir 15. dag greiðslumán- aðar. Slíkir mánaðarreiknings- menn fá síðan venjulega reikn- inga yfir úttekt sínar í úttektar- mánuði og ber að greiða þá fyr- 15. dag næsta mánaðar eftir út- tektarmánuð. Greiðsluskyldan hvílir þannig á viðskiptamann- inum sjálfum og ber honum því að sjá um að greiðslan sé kom- in i hendur viðskiptafélags hans fyrir lok 15. dag greiðslumán- aðar. Breytingin samkvæmt hin- um nýju reglum er því sú, að olíufélögin krefjast tryggingar af hendi viðskiptamannanna fyr- ir úttektum þeirra og að við- skiptamenn sýni framvegis meiri reglusemi í greiðslum en oft var áður. Með öðrum orðum mætti einnig segja, að hinar nýju reglur samsvari eins mánaðar styttingu greiðslufrests gagn- vart þeim aðilum, sem ekki höfðu áður borgað slíkar fyrir- framgreiðslur í sambandi við reikningsviðskipti sín. Nú er það auðvitað engan veg inn sjálfsagt að allir viðskipta- menn olíufélaganna eða ann- arra verzlunarfyrirtækja eigi rétt á því að hafa ótakmarkaða opna reikninga án tryggingar, svo sem oft hefur tíðkazt í sam- bandi við olíuviðskipti, end'a má eflaust segja með sanni að við- skiptamenn olíufélaganna hér hafi fengið hagstæðari kjör í sambandi við lánsviðskipti en gildir um önnur verzlunarvið- skipti hérlendis og erlendis, þannig að í allmörgum tilfellum má hreinlega segja að um óreiðu hafi verið að ræða. Yfirgnæf- andi meirihluti viðskiptamanna hefur hins vegar jafnan séð um að gera upp viðskipti sín sam- kvæmt þeim reglum, sem um það hafa gilt á hverjum tíma, enda er ekki gert ráð fyrir að þeir verði fyrir neinum veruleg- um útlátum eða óþægindum vegna hinna nýju reglna. Hins vegar er svo ráð fyrir gert, að viðskiptamenn, sem skulda olíufélögnum frá eldri tíma, muni gera upp útistand- andi skuldir sínar á tiltölulega skömmum tíma, eftir því sem frekast verður við komið, og er slíkt að sjálfsögðu ekki nema heilbrigðar og eðlilegar ráðstaf- anir í sambandi við vangreiddar eða seingreiddar útistandandi skuldir. Aukagjöld þau, sem olíufélög- in hafa auglýst vegna bók- færslu og innheimtu reiknings- viðskipta, sem ekki hefur verið samið um sérstaklega og fyrir- framgreiðsla borguð fyrir, verð- ur hins vegar innheimt af öllum slíkum viðskiptum, enda ekki ekki nema sjálfsagt að þeir séu látnir gjalda fyrir greiðsludrátt- inn þar sem þeir að öðrum kosH sætu við betri kjör en þeir, sem greiddu með staðgreiðslu eða samkvæmt fyrirframgreiðslu í mánaðarreikningi. Rétt er að taka fram í þessu sambandi, að þar sem söluvörur olíufélaganna eru háðar verð- lagseftirliti, var vart um aðra leið að ræða en þá, sem að ofan greinir, þar sem vitað var að Önundur Ásgeirsson verðlagsyfirvöld mundu ekki fallast á að hækka almennt sölu verð olíufélaganna á þann hátt, að hægt væri að gefa stað- greiðsluafslætti gagnvart þeim viðskiptamönnum, sem keyptu gegn staðgreiðslu. Ennfremur er rétt að benda á það, að mánaðar reikningsviðskipti með fyrir- framgreiðslu samkvæmt auglýst um reglum olíufélaganna munu verða allmiklu ódýrari í fram- kvæmd en ef hin leiðin hefði verið farin og öll mánaðar- reikningsviðskipti skulduð út á hærra verði. Með núverandi fyr- irkomulagi eru umsamin mán- aðarreikningsviðskipti skulduð út á sama verði og staðgreiðslu- viðskipti, þ.e.a.s., verð sam- kvæmt hinum nýju reglum gagn vart viðskiptamönnum er hið sama og áður gilti. HEIMSINS HRAÐASTA I Innheimta reikningsviðskipta: Nú skyldu menn varast að halda því fram að reikningsvið- skipti á íslandi sé einfaldur hluti í framkvæmd. Fjöldi sölu- reikninga hjá Olíuverzlun fs- lands h.f. á árinu 1965 í Reykja- ^vík nam um 70 þúsund reikning um, þ.e. um 6 þúsund reikninga á mánuði. Augljóst er að að baki innheimtu slíks reikningsfjölda er geysilegt starf og liggur við að, við núverandi aðstæður, sé slík innheima allt að því ófram- kvæmanleg. Þetta stafar m.a. af því að hér á landi hefur aldrei tekizt upp sá háttur að greiða reikningsviðskipti með tékkum, svo sem gert er í öllum öðrum löndum. Misnotkun tékk á und- anförnum árum hefur færzt mjög í aukna og gert það að verkum að margir vilja ekki senda tékka nema senda þá í ábyrgðarbréfi, sem veldur bæði sendanda og móttakanda óþæg- indum. Hér eiga tékkadeildir bank- anna og annarra lánastofnana verulega sök á, þar sem þær hafa ekki beitt sér fyrir því að nota krossaða tékka til greiðslu reikningsviðskipta. Tékkar eru krossaðir með því að sett eru tvö samhliða strik þvert yfir for síðu tékkans eftir að hann hefur verið stílaður á nafn viðtak- anda. Slíkur tékki er ekki fram- seljanlegur og aðeins nothæfur í því eina tilfelli að hann sé lagð ur inn á nafn þess fyrirtækis eða þess aðila, sem hann er stílaður á, hjá viðskiptabanka hans. Slíkur tékki verður ekki hafinn í banka eða notáður á neinn annan hátt og er þetta því full- nægjandi trygging fyrir að greiðslur komist til skila. Greiðsl ur reikningsúttekta með kross— uðum tékkum mundi tvímæia- laust greiða úr miklum vanda í sambandi við innheimtu slíkra reikninga. Ég hefi hér að framan gert í aðaldráttum grein fyrir þeim nýju reglum, sem nú gilda hjá olíufélögunum um reikningsvið- skipti, þannig að þeir sem ekki hafa áhuga eða tíma til að lesa langt mál gætu fengið stutt yfir lit um þessi mál og leiðrétt ýmsa mistúlkun, sem fram hefir kom- ið á opinberum vettvangi ný- lega varðandi það. Fyrir hina sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál nánar, vildi ég bæta við eftirfarandi: Samstaða olíufélaganna. A undanförnum árum hefur mikið verið rætt um eflingu frjálsrar verzlunar á íslandi og nauðsyn þess að koma á sam- keppnisaðstöðu í þjóðfélaginu. Að því er olíudreifingu og sölu varðar eiga þó þessi mál langt í land. Samkeppni I viðskiptalíf inu kemur venjulega fram með eftirfarandi þrennum hætti: a) f innkaups- og söluverðum. b) í gæðum þess varnings, sem seldur er. c) f þjónustu þess verzlunar fyrirtækis, sem selur vöruna. Skulu nú þessi atriði rakin hér nokkuð nánar í sambardi við olíuinnflutning og olíusölu hér á landi. Olíuinnkaup: Það er alkunna að þegar ágústmánuði 1953, settu löndun arbann á íslenzkan fisk í brezk- um höfnum, tókust samningar milli íslenzku ríkisstjórnarinnar og Rússa um að Rússar keyptu mikið magn af freðfiski af fs- lendingum en í stað þess keyptu fslendingar benzín, gasolíu og brennsluolíu af Rússum. Samn- ingar þessir voru á þeim tíma báðum þjóðunum hagstæðir og eðlilegt að slíkir samningar yrðu gerðar á þeim tíma og við þær aðstæður, sem þá ríktu íslenzku olíufélögin voru þeg- ar í stað gefin fyrirmæli um að taka t fangreindar olíutegundir frá Rússlandi og hófst sá inn- flutningur í septembermánuði 1953 og hefur staðið samfellt síðan. Að því er olíuinnflutn inginn varðar var sá samningur mjög hagstæður Rússum. Þeir fengu hér nýjan markað me5 hagstæðum verðum og hafa aldrei þurft að greiða neitt fyr- ir innflutningsaðstöðu, sem var fyrir hendi hjá íslenzku olíu- félögunum. Samningar um olíu- kaup þessi hafa jafnan siðan ver ið gerðir milli viðskiptamála- ráðuneytisins og hins rússneska útflutningsfyrirtækis og síðan verið framseldir olíufélögunum til framkvæmdar. Með þessum samningum er að sjálfsögðu ákveðið af hendi ríkisvaldsins, að öll íslenzku olíufélögin kaupi sömu vöru með sömu kjörum frá Rússum og, samkvæmt nú- verandi samningum, eru kaup þessi miðuð við c.i.f. skilmála. Um frjáls innkaup á þessum vörutegundum hefur þannig ekki verið að ræða á ofan- greindu tímabili. Útsöluverð á olíum: Útsöluverð á olium hefur ver ið ákveðið af verðlagsyfirvöld- um frá því verðlagseftirlit var tekið upp á árinu 1938. Flestir, sem þessum málum eru kunnug- ir, munu þeirrar skoðunar að verðla^seftirlitið á almennum söluvörum hafi reynst neikvætt, þar sem framkvæmdin hefir ver ið fólgin í því að gengið hefur verið úr skugga um það að rétt prósentuálagning væri lögð of- an á kostnaðarverð vörunnar, en starfsmehn verðlagseftirlitsins hafa að sjálfsögðu ekki haft neinn möguleika á því að kanna hvert væri rétt kostnaðarverð. Hefur slíkt verðlagseftirlit þann ig frekar þjónað þeim tilgangi að halda uppi verði en að halda því niðri. Öðru máli gildir um fram- kvæmd verðlagseftirlits í sam- bandi við útsöluverð á olíum. Svo sem áður var frá skýrt er innflutningsverð á olíum ákveð ið með heildarsamningum milli ríkisstjórnar íslands og sovézkra yfirvalda og er því vandalaust fyrir verðlagsyfirvöld að ganga úr skugga um raunverulegt kostnaðarverð vörunnar. Þar sem hér er ennfremur um mjög mikið magn að ræða, er tiltölu- lega einfalt mál fyrir verðlags- yfirvöldin að ákveða verðlag með mikilli nákvæmni, og hefur á undanförnum árum verið geng ið svo langt í þessu efni að olíu félögin öll hafa selt þrjár aðal- sölutegundir sinar, þ.e. benzín, gasolíu og brennsluolíu, án þess að það skilaði nokkrum raun- verulegum hagnaði til að mæta eðlilegri fjármálamyndun og þessu sambandi skal það upp- framþróun í þessum málum. í lýst, að í lok ársins 1965 var gert yfirlit yfir nettóafkomu Olíuverzlunar fslands h.f. af sölu ofangreindra þriggja vöru- tegunda á tímabilinu frá 1. jan- úar 1957 til miðs árs 1965. Yfir- lit þetta bar með sér að á tíma bilinu hafði Olíuverzlun íslands h.f. orðið að greiða með þessum viðskiptum 2 milljónir króna, þ.e. að þessarar fjárhæðar hafði orðið að afla af öðrum viðskipt- um fyrirtækisins til þess að standa undir sölu á þessum þrem vörutegundum, sem verð- lagðar voru af verðlagsyfirvöld- um. Slík framkvæmd verðlagseftir lits hljóti í sjálfu sér að verá það að gæta hagsmuna neytend- anna, þá ber þeim einnig að Framhald á bls. 17. f m r SKRÚFUFESTING Umboðsmaður á íslandi fyrir TIIE RAWLPLUG CO. LTD., Kingston, Surrcy, Englandi: John I.indsay, Austurstræti 14, Reykjavík. Sími 15789. rViuiimgarsala Seljum í dag og næstu daga, allar barna- og ungl- ingaúlpur, þar sem við höfum hætt framleiðslu á þeim. — Verð allt niður í kr. 150,00. Nælonblússur og sloppa og einnig ýmsa gallaða vöru svo sem; rúmteppi, sængur og fleira. Blófeldur hf. Síðumúla 21.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.