Morgunblaðið - 09.11.1966, Síða 13
Miðvikudagur W. nSv. 1966
MORCUNBLADID
13
Sjötug:
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir
GUÐBJÖRG Vilh j álmsdóttir,
Langaholtsvegi 65 á sjötugsaf-
xnæli í dag.
Til að þakka henni gömul og
góð kynni er henni send þessi
ai'mælisk veð j a.
Hún er fædd á Stóra-Hofi á
Rangárvöllum. Voru foreldrar
hennar Guðbjörg Jónsdóttir (d.
1948) og Vilhjálmur Gíslason,
sem var síðasti ferjumaður í
Óseyrarnesi, kunnur maður um
Árnesþing, síðast járnsmiður á
Eyrarbakka (d. 1959). Bæði voru
þau hjón Rangæingar að ætt.
Ung giftist Guðbjörg Ólafi
C 'mssyni frá Gljúfurholti í
öivesi. Eignuðust þau fjögur
börn, sem öll lifa og eiga he;m-
ili sín hér í borg, í Keflavík og
Garði. Þau Guðbjörg og Ólafur
bjuggu á Suðurnesjum en hann
s undaði sjómennsku og var oft
að heiman. Hann fórst af slys-
förum á Siglufirði sumarið 1926.
Reyndi nú mjög á þrek Guð-
bjargar, því þá voru ekki trygg-
ingar til að létta undir ef fyrir-
vinnan féll frá. En Guðbjörg,
sem er mikil tápkona, komst
áfram með Guðs hjálp og góðra
manna og af eigin dugnaði, enda
var hún forkur mikill til allra
verka og hlífði sér hvergi.
Fimm árum eftir lát manns
síns batzt Guðbjörg heitum við !
Úlfar Diðriksson frá Langholti I
í Flóa, mikinn myndar og dugn- ■
aðarmann, en hann andaðist á
bezta aldri skömmu áður en þau
ætluðu að giftast og stofna heim
[ ili. Eina dóttur eignuðust þau
1 Úlfhildi, sem fæddist eftir lát
I föður síns. Hún er gift Antoni
Guðmundssyni vélvirkja, Hvassa
leiti 8 hér í borg. Þar mun Guð-
björg dvelja í dag. Þar sam-
fagna henni vinir og vanda-
menn á þessum heiðursdegi.
Kynni okkar af Guðbjörgu
Vilhjálmsdóttur hófust fyrir
mörgum árum, er hún kom fyrst
í kaupavinnu að Kirkjubæjar-
klaustri til Soffíu og Siggeirs.
Þar var hún tuttugu sumur en
annan tíma árs var hún lengst-
um fyrir búi hjá föður sínum á
Eyrarbakka.
Vil ég nú nota tækifærið, úr
því ég sendi henni þessa heilla-
Ráðnir forstjórar
EINS og kunnugt er verða
opnaðar áfengisútsölur í Kefla-
vík og Vestmannaeyjum í janú-
ar n.k. Var það samþykkt við
almenna atkvæðagreiðslu, sem
fram fór á báðum stöðunum.
í Keflavík hefir Jón Bárðar-
son, kaupmaður frá ísafirði, ver
; ið ráðinn forstjóri áfengisútsöl-
I unnar, en hann hefir verið for-
I stjóri útsölunnar á ísafirgi. í
I Vestmannaeyjum hefir Óskar
: Gíslason, fulltrúi, verið ráðinn
j forstjóri útsölunnar. Báðir eru
1 forstjórarnir ráðnir frá 1. des.
ósk á afmæli hennar, að þakka
henni góð og löng kýnni og
mikla velvild við okkur hjón-
in. Erum við í stórum hópi vina
og vandamanna Guðbjargar,
sem á þessum tímamótum í lífi
þessarar tryggu, glaðværu, dug-
miklu konu, sendum henni hug-
heilar, hjartanlegar heillaóskir
á sjötugsafmælinu og biðjum
henni Guðs blessunar um ókom-
m æviar.
Geymslurými
Viljum taka á leigu ca. 50 ferm. geymslurými.
Helzt við eða sem næst Suðurlanasbraut.
Ámí Ó 'a'sson & Cu.
Suðurlandsbraut 12. — Sími 37960.
CBr.
Sendisveinn
Óskum að ráða sendisvein hálfan eða
allan daginn.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
■
EGGERT KRISTJANSSON &CO HF
SÍM111400
Hafnarstræti 5.
■
Verzlunin Skemmuglugginn
ihefir opnað í nýjum húsakynnum, og getum við
boðið viðskiptavinum okkar hinar heimsfrægu
snyrtivörur CORYSE-SALOMÉ.
Líiið í SKEMMUGLUGGANN.
Skemmuglugginn
Laugavegi 65.
BRUIMAUTSALA
KJORGARÐI
(IMema í Skeifunni)
hefst í dag kl. 1.00 e.h. og verður aðeins í nokkra daga. — Á fimmtudag verður verzlunin einnig opin
frá kl. 1.00 e.h., en síðan á venjulegum verziunartí ma.
KJÖRGARÐUR