Morgunblaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIO
MiSvilcudagur 9. nðv. 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Joi'anoessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innantands.
J lausasölu kr. 7.00 eintakið.
HIN NEIKVÆÐA
STJÓRNARANDSTAÐA
ÉLtM
IHS/ J
UTAN ÚR HEIMI
GEIMFERD GEMINI -12
rAðgerd í oag
að sem fyrst og fremst hef
ur einkennt stjórnarand-
stöðu Framsóknarmanna og
kommúnista undanfarin ár
er það, að hún er ævinlega
neikvæð. Þessir tveir flokk-
ar hafa staðið hlið við hlið
og barist gegn því að viðreisn
arstjórninni tækist að skapa
og viðhalda jafnvægi í efna-
hagslífi landsmanna. Þeir
Jiafa barizt gegn friði á vinnu
markaðnum, þeir hafa barizt
gegn hyggilegri afgreiðslu
fjárlaga, þeir hafa haft allt
á hornum sér gagnvart skyn-
samlegum breytingum og lag
færingum á tolla- og skatta-
löggjöf.
Þetta hefur ekki verið gæfu
samlegt atferli. Það er aldrei
gæfusamlegt að geta aðeins
barist gegn einhverju en
leggja ekkert af mörkum til
þess að berjast fyrir fram-
faramálum og uppbyggingu
í þjóðfélagi sínu.
Hlutskipti Framsóknar-
manna og kommúnista hef-
ur því verið hið ömurlegasta
í stjórnarandstöðu þeirra s.l.
7 ár.
En á hverju ríður íslenzku
þjóðinni mest í dag?
_ Henni ríður mest á því að
hún sjálf og stjórnmálamenn
hennar líti raunsætt á hag
hennar, geri það sem gera
þarf til þess að bjargræðis-
vegir landsmanna séu rekn-
ir á heilbrigðum grundvelli,
framleiðslan aukizt og lífs-
kjaragrundvöllur þjóðarinn-
ar verði tryggari.
Fyrir þessu berst Viðreisn-
arstjórnin ákveðið og hik-
laust.
En Framsóknarmenn og
kommúnistar berjast gegn
þessu. Þeir hafa valið hina
neikvæðu leið. Það er í raun
og sannleika „hin leiðin“. Sú
leið, sem ekkert jákvætt legg
ur til málanna en miðar að
því einu að þvælast fyrir já-
kvæðu starfi og uppbygg-
ingu.
Innan raða kommúnista
ríkir nú hin mesta ringul-
reið. í Framsóknarflokknum
gætir einnig mikils leiða
meðal almennra flokksmanna
á stefnuleysi og hringlanda-
hætti flokksforustunnar. Eng
um hugsandi manni getur því
komið til hugar að kommún-
istar ög Framsóknarmenn
_séu líklegir til þess að veita
þjóðinni þá forystu, sem hún
þarfnast. Ekkert vandamál
verður leyst með yfirborðs-
hætti og stefnuleysi. Fyrsta
skilyrðið til þess að geta ráð-
ið fram úr nokkrum vanda,
er að hann sé krufinn til
mergjar og á hann litið raun
sæjum augum.
Viðreisnarstjórnin sagði
þjóðinni sannleikann um-
búðalausan um gjaldþrot og
uppgjöf vinstri stjórnarinn-
ar. Hún réðst beint framan
að vandamálunum, gerði þær
ráðstafanir sem gera þurfti
og ekki voru allar vinsælar
á sínum tíma. En þjóðin sá
og skildi að þær voru nauð-
synlegar, þess vegna veitti
hún Viðreisnarstjórninni ótví
ræða traustsyfirlýsingu í Al-
þingiskosningunum 1963.
Þjóðin kýs hina jákvæðu
uppbyggingarstefnu en hafn-
ar hinni neikvæðu glundroða
og niðurrifsstefnu Framsókn
armanna og kommúnista.
MAÐURINN OG
NÁTTÚRUÖFLIN
|?lóðin miklu á Ítalíu síðustu
daga sýna, að þrátt fyr-
ir allar vísinda- og tækni-
framfarir hefur manninum
ekki enn tekizt að ná stjórn
á náttúruöflunum. — Flóðin
hafa skapað hörmungarástand
á Ítalíu^ þriðjungur landsins
verið meira eða minna undir
vatni, fjöldi fólks látið lífið,
verðmæti eyðilagst og mik-
ill fjöldi sígildra listaverka í
hættu í Flórenz.
Þannig hafa náttúruöflin
enn yfirhöndina í baráttunni
við manninn, vísindi hans og
tækni og sýna honum í tvo
heimana, þegar þau vilja svo
vera láta.
FYLKISKOSNING-
ARNAR í HESSEN
Cíðastliðinn sunnudag fóru
^ fram kosningar til fylkis-
þingsins í Hessen í Vestur-
Þýzkalandi og var úrslita
þeirra beðið með nokkurri
eftirvæntingu vegna hins ó-
vissa stjórnmálaástands í
landinu.
Niðurstaða kosninganna
varð sú, að Kristilegir demó-
kratar og Frjálsir demókrat-
ar töpuðu nokkru fylgi, en
Jafnaðarmenn bættu við sig.
Það sem hins vegar hefur
vakið langmesta athygli er
það að flokkur ný-nazista hef
ur náð töluverðu fylgi í þessu
fylki.
Ýmsar hreyfingar Ný-naz-
ista og Ný-fasista hafa komið
fram í Þýzkalandi og á Ítalíu
frá stríðslokum, og stöku sinn
um hefur athygli beinzt að
þeim vegna ótrúlega góðrar
frammistöðu þeirra í kosning
um, en þeir hafa yfirleitt
reynzt bóla, sem litla þýð-
ingu hefur haft. Vonandi
GEIMFERÐ Gemini 12., sem
hefjast á í dag, og er siðasta
geimferð í Geminiáætlun-
inni um geimferðir tveggja
manna, kann að verða ein at-
burðarikasta og hagnýtasta
ferð, sem framkvæmd hefur
verið hingað til í áætlun
Bandaríkjamanna um mönnuð
geimför.
Skjóta á geimfarinu á loft
í dag, 9. nóv. frá Kennedy-
höfða kl. 19,45, að ísl. tíma.
Það verður tuttugasta og
fjórða mannaða geimferðin,
sem farin hefur verið og 16. i
röðinni af hálfu Bandaríkja-
manna. Það mun einnig vera
10. mannaða geimskot Banda-
ríkjanna á síðustu tuttugu
mán. og hið 5. á þessu ári.
Flugstjóri í þessari ferð
verður geimfarinn James A.
Lovell, 38 ára, og sem tók þátt
í Gemini 7. förinni í des. 1965,
en hún stóð í næstum tvær
vikur. Aðstoðarmaður hans
verður geimfarinn Edwin E.
Aldrin, 36, ára, sem nú fer
sína fyrstu geimferð.
Einum og hálfum klukku-
tíma, áður en þeir hefja ferð
sína, verður skotið Agena-
eldflaug á braut umhverfis
jörðu, einnig frá Kennedy-
höfða. Geimfararnir munu
reyna að draga þessa eld-
flaug upp á þriðju hringferð
þeirra umhverfis jörðu, og
tengja geimfar sitt við hana,
þannig að þessi tvö tæki verði
að einu.
Reynsla í tækni varðandi
slíkar samtengingar var á
meðal þeirra markmiða, er
frá upphafi hefur verið unn-
ið að með Gemini-áætlun-
inni. Öllum þessum tæknilegu
markmiðum, sem þannig var
verið að vinna að, hefur tek-
verður einnig svo í Þýzka-
landi að þessu sinni, að sá
Ný-nazistaflokkur, sem þar
hefur nú skotið upp kollin-
um eigi ekki verulegu fylgi
að fagna þegar fram í sækir.
Vestur-Þjóðverjar hafa kom-
izt langt á braut lýðræðisins
izt að ná í hinum tveimur
mannlausu og tíu mönnuðu
Geminiferðum til þessa.
Þegar Gemini 12 ferðin var
fyrst ráðgerð, var ætluhin, að
hún yrði aðallega tæknilegs
eðlis með þeim hætti að
leggja aðaláherzluna á til-
raunir, sem þurftu enn frekar
könnunar með og til þess að
leysa vandamál, sem komið
höfðu upp í fýrri Gemini-
ferðum.
Þetta mun eftir sem áður
verða aðalmarkmið Gemini
12 ferðarinnar. Á hinn bóg-
inn virðist mögulegt, vegna
þess tíma, sem geimskotið fer
fram á, að geimfararnir geti
nú framkvæmt ýmsar vísinda
legar athuganir, sem ekki
var gerlegt áður, en nú verð-
ur unnt vegna tveggja atvika,
sem eiga sér stað um leið.
Á þriðja degi ferðar sinnar
kann svo að fara, að geim-
fararnir verði fyrstir manna
til að sjá utan úr geimnum
sólmyrkva. Þann sama dag er
þess einnig vænzt, að þeir sjái
annað athyglisvert fyrir-
brigði á himninum. Það mun
hins vegar verða af manna-
höndum, því að franskir vis-
indamenn munu skjóta frá
stöðvum í Alsír Kentáreld-
flaug, sem mun, þegar upp er
komið, búa til stórt ský.
En stærstar vonir við þessa
ferð felast í því, að þar munu
verða notfærðar bókstaflega
allar tæknilegar framfarir,
sem náðst hafa með Gemini-
áætluninni, er staðið hefur 1
hálft þriðja ár. Eitt helzta
verkefnið fyrir geimfarana
nú verður því að fást við pá
þætti fyrri verkefna, sem
þarfnast endurbóta. Aldrin
mun til dæmis fara í 2 tíma
á þeim tveimur áratugum,
sem liðnir eru frá stríðslok-
um, og það ber fyrst og
fremst að þakka hinum
mikla leiðtoga Vestur-Þjóð-
verja, Konrad Adenauer, sem
manna mest vann að upp-
byggingu lýðræðisins í Þýzka
gönguferð út í geiminn og
ganga úr skugga um það,
hvað það var, sem torveldaði
þrjár af fjórum fyrri göngu-
gerðum Bandaríkjamanna í
geimnum og varð til þess, að
þær urðu styttri en ráðgert
hafði verið.
Meðan á gönguferð Aldrin
stendur, mun hann tengja
saman 30 metra langt tjóður-
band milli Geminifarsins og
Agenaeldflaugarinnar. Eftir
að þeir hafa skilizt aftur við
eldflaugina, munu geimfar-
arnir stjórna fari sínu þann-
ig, að það strengist á tjóður-
bandinu, og síðan sveifla fari
sínu á hringbraut umhverfis
eldflaugina. Þeir munu
reyna að ná það miklum
hringhraða, að miðflóttaafl-
ið skapi tilbúna þyngd, sem
verði nærri því hálft eins
mikil og venjulegt þyngdar-
afl jarðar.
Geimfararnir munu einnig
reyna að endurtaka á annan
tug læknisfræðilegra, vís-
indalegra og tæknilegra til-
rauna, sem framkvæmdar
voru í fyrri Geminiferðum.
Eftir að hafa verið nær 100
tíma úti í geimnum, mun
geimfarið halda aftur til jarð
arinnar, og mun lending
þeirra verða sjálfstýrð, reikn
uð út af töluvísi og verður
það í fyrsta sinn, sem slíkt er
gert af mönnuðu geimfari.
Innan fárra vikna frá því
að þessari geimferð líkur.
e.t.v. snemma í desember,
mun næsta tilraun gerð í
áætlun Bandaríkjamanna um
mönnuð geimför. Það mun
verða fyrsta mannaða geim-
farið af Appollógerð, 3ja
manna geimfar, sem á urn
síðir að fara með geimfara til
tunglsins.
landi eftir stríð. Að óreyndu
verður ekki ætlað, að Vestur-
Þjóðverjar veiti nazistahreyf-
ingum fótfestu á ný í Vestur-
Þýzkalandi og væntanlega er
hér einungis um lítilvæga
bólu að ræða, sem hjaðnar
aftur innan skamms.