Morgunblaðið - 09.11.1966, Qupperneq 15
Miðvikudagur 9. n&v. 1988
MORGUNBLAÐIÐ
15
HEIMA OC HEIMAN
■ ■■■■■■■■■■■■■ «>■■■■■■■■■■■■■■■■■
Fyrsta flugvél Boeing var B-l, eins hreyfils flugbatur.
XJM sama leyti og Flugfélag
Islands gerði kaupsamning um
fyrstu íslenzku þotuna við
Boeing-flugvélaverksmiðjurn-
ar bandarísku s.l. sumar héldu
þessir flugvélaframleiðendur
upp á fimmtíu ára afmæli sitt.
Nú á dögum þekkja allir, sem
komnir eru til vits og ára,
nafnið Boeing, enda kemur
þessi „fjölskylda" víða við á
ferðum sínum fram og aftur
um allar heimsálfur. Auk tug-
þúsunda herflugvéla, sem
Boeing-verksmiðjurnar hafa
framleitt í þessu 50 ár, nota
nær 60 flugfélög Boeing-þotur
á flugleiðum sínum milli
meira en 300 borga í 121 landi.
Nær 150 'milljónir farþega
hafa flogið með Boeing-þot-
unum — og í rauninni virðist
þetta aðeins upphafið.
Þannig hugsa menn ætíð,
þegar mikið er í vændum —
þegar framtíðin blasir við
full af ævintýrum, sem enginn
lét sig dreyma um í „gamla
daga“. Hið liðna virðist þá
ekki stórbrotið, enda er óhætt
að segja, að Boeing-félagið
hafi fyrst og fremst grund-
vallazt á bjartsýni, þegar það
var stofnað í Seattle árið 1916.
Framsýnir menn töldu sig
hafa hugboð um, að flugið
ætti framtíð fyrir sér, en í þá
daga var það ævintýraþrá
framar öllu öðru, sem hvatti
flugvélasmiðina.
ÞAÐ var William E. Boeing,
sonur efnaðs timburkaup-
manns, sem stofnaði Boeing-
félagið. Hann byrjaði að læra
að fljúga að gamni sínu, þeg-
ar hann var 34 ára að aldri
— og eftir að kynni hans af
fluginu urðu nánari taldi
hann sér trú um að hann
gæti smíðað betri flugvélar
en þær, sem honum voru
fengnar í hendur, þegar hann
var að hringsóla yfir nágrenni
Seattle um helgar.
Boeing fékk aðstöðu til
flugvélasmíðinnar í gamalli
skipasmíðastöð í nágrenni
Seattle og starfsliðið var 21
maður. Honum tókst að búa
til litla sjóflugvél, sem nefnd
var „B&W“ — og hún gat
flogið, var meira að segja eklci
lakari en þær, sem aðrir
gerðu.
BANDARÍSK hernaðaryfir-
BOEING hélt að hann
gæti búið til betri flug-
vél en hinir og hann
byrjaði í skipasmíða-
stöð.
völd höfðu vaxandi áhuga á
flugvélinni og flugvélafram-
leiðendur gerðu það, sem þeir
gátu til þess að glæða þann
áhuga enn meira. Samkeppni
var hörð um framleiðslu flug-
véla, sem orðið gætu hernum
að liði. Farþegaflug var þá
ekki hafið, en menn höfðu
komið auga á að hægt yrði
að nota flugvélina til póst-
flutninga. Þegar bandarísk
stjórnarvöld gerðu fyrsta
samninginn um póstflug milli
landa (Bandaríkjanna og
Kanada) tókst Boeing að
selja flugbát sinn B-1 til
þeirra flutninga. Nokkrum
árum síðar gerðu póstmála-
málayfirvöldin samning við
Boeing verksmiðjurnar um
póstflug milli San Fransisco
og Chicago — og hófst þar
með fyrsti kafli langrar sögu,
sem ekki hefur aðeins haft
áhrif á flugvélasmíði og sam-
göngumál í Bandaríkjunum
fram til þessa dags, heldur á
þróun þeirra mála um heim
allan.
Boeing-vélin 40-A var fljót-
lega tekin í notkun á þessari
nýju flugleið og gat hún flutt
tvo farþega auk hálfs tonns
af pósti. Og þetta varð fyrsta
flugvélin, sem búin vai* radio-
tækjum — og gerði flugmann
inum kleift að hafa talsam-
band við jörðu.
LAUST eftir 1930 voru í
Bandaríkjunum samþykkt lög,
sem höfðu þau ákvæði, að
póstflutningafélögin mættu
engin tengsl hafa við flugvéla
framleiðendur. Boeing-verk-
smiðjurnar höfðu þá tekið
saman höndum við nokkur
fyrirtæki um þessa flutninga
ásamt flugvélaframleiðslunni
— og varð nú að endurskipu-
leggja alla starfsemina. Sam-
steypan klofnaði í þrennt.
Félagið, sem hélt póstflutning
unum áfram, hlaut nafnið
United Airlines — og er nú
stærsta flugfélag Bandaríkj-
anna. Um verksmiðjur þær,
sem samsteypah átti í austur-
fylkjum Bandaríkjanna, var
stofnað félagið United Air-
craft, en Boeing fékk í sinn
hlut verksmiðjurnar í vestur
hluta landsins. Eftir að þetta
stóra fyrirtæki var þannig
neytt til þessarar endurskipu-
lagningar féll William Boeing
allur ketill í eld og þótti hon-
um syrta í álinn. Seldi hann
sína hluti í fyrirtækinu síðar
og eftirlét öðrum mönnum —
þeim, sem hann hafði upp-
runalega fengið í lið með sér,
forystuna. Þeir reyndust vand
anum vaxnir.
Á 50 ÁRA afmælinu hafði
mikið breytzt síðan mennirn-
ir 21 hófu að smíða fyrsta
flugbátinn í skipasmíðastöð-
inni í Seattle. Voru starfs-
mennirnir orðnir 95,000 og
starfrækti fyrirtækið nú verk
smiðjur víða um Bandaríkin
— og hafði í rauninni afskipti
af framleiðslu alls, sem flogið
getur. Auk flugvélaframleiðsl
unnar, sem stöðugt fer vax-
andi, hafa Boeing-verksmiðj-
urnar fengið fjölmörg verk-
efni í sambandi við eldflaug-
ar, geimferðaáætlanir og ann
að slíkt. Svartsýni Williams
gamla Boeing var ekki á rök-
um reist.
UPPGANGUR Boeing-verk-
smiðjanna hófst raunverulega
með síðari heimsstyrjöldinni.
Þegar árásin á JPearl Harbour
var gerð voru B-17 (Fljúg-
andi virki) nær einu sprengju
flugvélarnar, sem Bandaríkja
menn áttu til þess að beita
gegn Japönum. Nær þrettán
þúsund slíkar vélar voru fram
leiddar áður en yfir lauk.
Næsta skrefið var B-29,
sprengjuflugvél, sem hafði
meira burðarþol og meira flug
þol en aðrar vélar og kom því
sér einkar vel, þegar farið var
að gera loftárásir á Japan.
Ýmsar aðrar gerðir flugvéla,
sem nafntogaðar urðu í stríð-
inu, framleiddu Boeing-verk
smiðjurnar. Og þegar ófriðn-
um lauk var þeim ekkert að
vanbúnaði til þess að hefja
framleiðslu farþegavéla — og
Stratocruiser varð upphaf
þess kafla.
SÍÐAN kom röðin að þot-
unum — og það er sá þáttur
Boeing-sögunnar, sem íslend-
ingar tengjast næsta vor, þeg-
ar fyrsta Boeing-727 þotan
bætist í hóp „Faxanna“. Þetta
er sú Boeing-þotan, sem hvað
mest hefur selzt — og alltaf
lengist pöntunarlistinn. Þeir,
sem koma á stóra flugvelli í
Bandaríkjunum, sjá stöðugan
straum þessara þota og fara,
dag og nótt. Og enn er þetta
aðeins upphafið.
Boeing-727 tekur ekki
„nema“ 131 farþega. Okkur
þykir þetta nógu stór hópur,
en hann er ekki lengur stór
á teikniborðum verkfræðinga
Boeing-verksmiðjanna. B-747
er næst á dagskrá og skyggir
alveg á hina „litlu“ B-737, sem
ætluð verður til ferða á stutt
um flugleiðum og rúma mun
99 farþega, B-747 á að geta
flutt 490 farþega á löngum
flugleiðum —s og menn spá
því, að þúsund farþega þotur
séu ekki langt undan. En það
er önnur saga, sem einhver
segir síðar — og hún verður
þá jafnhversdagsleg og okkur
finnst 50 ára Boeing-sagan
núna. Framfarirnar eru það
örar, að við fáum varla tíma
til þess að melta það, sem
gerist. Við byrjum þá að bíða
eftir því, sem kemur næst.
Har. J. Hamar.
Innan nokkúrra ára kemur þessi risaþota, Boeing-747, á
markaðinn. Hún getur flutt 490 farþega.
UM LÆKNA
Sýslumannaæfir
fóru á hæsta verði
I>AÐ virðist áhorfanda furðuleg
ráðstöfun af hálfu ráðherra í
ríkisstjórn og síðan samtökum
lækna, að þeyta upp slíku mold-
viðri um launadeilu hinna síðar-
nefndu. Báðum ætti að vera
ljóst að við birtingu talna um
laun, sem eru með þeim hærri
hérlendis, gæti hæglega leitt af
sér töluverða verkfallaskriðu. En
þar sem skaðinn er nú skeður
væri ekki úr vegi að reyna að
fá fram heldur réttari mynd en
sézt hefur af blaðaskrifum um
þetta mál. í greinargerð frá
læknafélaginu kemur fram hver
árslaun lækna við Landsspítala
íslands eru, samkv. núgildandi
samningum, svo og kröfur þeirra.
Aftan við greinina er hnýtt at-
hugasemd sem segir: „Af þessum
launum greiða læknar sjálfir í
lífeyrissjóð, utanfararkostnað til
náms, veikindatryggingu, bif-
reiðakostnað og fá ekki greidd
laun í sumarleyfum.“ Þessi
grein þarfnast nánari skýringar
við. Sé það svo að laun þau er
hér um ræðir lækki við þá frí-
daga er læknirinn tekur, þá eru
tölur þær er fram koma talsvert
of háar, miðað við aðra starfs-
hópa. Það er hins vegar undar-
legt ef læknar fara fram á að fá
greiddan bifreiðakostnað, þegar
launakröfur byggjast á því að
þeir þurfi ekki að vinna aðra
vinnu með spítalastörfunum. Er
það ekki svo, að þeir starfs-
menn, sem í lífeyrissjóðum eru
almennt, greiði í þá sjálfir?
Þá mætti einnig koma fram
fyrir hve mikla vinnu launin
eru.
I grein í Morgunblaðinu 2.
nóv. er nefnist „Að gefnu tilefni"
setur höfundur fram skrá um út-
skrifaða lækna, og hve margir,
af hvaða árgang fyrir sig, starfi
hérlendis og erlendis. Telur hann
tölur þær, er sýna versta útkomu
fyrir ísland „táknrænar", en það
er árið 1959. Hann tekur ekki
með árin frá 1962—1966, sem og
er réttlætanlegt, vegna „þegn-
skyldunnar“. Höfundi láist hins
vegar að geta þess að flestir
kandidatar fara utan til fram-
haldsnáms er tekur allmörg ár.
Þetta gerir það að verkum að
fjöldi lækna erlendis frá síðari
árunum samkvæmt töflunni er
svo mun meiri en fyrri áranna.
Hitt er svo annað mál að slæm
kjör lækna, án sérmenntunar,
gæti hafa orðið hvatning ungum
kandidötum til sérmenntunar,
og sennilega alltof mörgum, sé
þjóðarheill höfð í huga. Vissu-
lega eru það sterk rök í um-
ræddri grein að launakjör sér-
menntaðra manna verða að vera
slík að landið standist sam-
keppni á alþjóðlegum vinnu-
markaði.
Að lokum þetta:
Gífurleg ásökun fólst í um-
mælum hæstvirtra ráðherra í
garð læknastéttarinnar, og væri
þess vegna fróðlegt að fá að
vita:
1. Hefur verið framkvæmd
könnun á meðallaunum lækna
hérlendis, sé tillit tekið til allrar
vaktavinnu og aukastarfa?
2. Liggja fyrir tölur frá öðrum
löndum, sem hægt væri að
byggja á grundvöll, er væri sam-
keppnisfær?
Helgi Hákon Jónsson.
Osló, 8. nóv. — NTB.
FINN T. Isaksen forstjóri norsku
kjötvörumiðstöðvarinnar sagði á
fundi með blaðamönnum í dag,
að hann harmaði að norska land
búnaðarráðuneytið hefði sam-
þykkt innflutning á 7 tonnum
af íslenzku lambakjöti á þessu
ári. Þetta hefði í för með sér
ónauðsynlegan þrýsting á verðið
á markaðnum í Noregi á sama
tíma og framleiðsla kjöts af sauð
fé væri þar mikil.
„VIÐ fleygjum ekki bókum
svona út til að gera þær verð-
Iausar“, sagði Sigurður Bene-
diktsson, þegar ein bókin á upp-
boðinu, ætlaði að fara fyr-
ir spottprís. „Þetta er ekki einu
sinni fyrir bókarspjaldi öðru
megin“.
Sigurður hélt bókauppboð i
Þjóðleikhúskjallaranum á þriðju-
dag fyrir fullum sal, og mátti
þekkja þar margan kunnan bóka
manninn, sem vafalaust ætluðu
að gera góð kaup.
Enda fóru margar bækurnar á
hlægilega lítið verð, og einn
uppboðsg'- ’-om fram með þá
skýringu ;tir þeirra bóka-
manna, sem ^arna kæmu, ættu
þessar bækur, og væru því ekki
ginkeyptir fyrir að gefa hátt verð
fyrir tvítök. Taldi þessi maður
ekki úr vegi að gefinn yrði út
bæklingur, sem markaðsverð á
helztu bókum og tímaritum á
uppboðum til leiðbeiningar ungu
fólki, sem væri að byrja bóka-
söfnun.
Sýslumannaævir Boga Bene-
diktssonar fóru á hæsta verði,
gott eintak, sem fór á kr.
16.000.00, en það var úr safni
Snæbjarnar Jónssonar, en úr því
safni voru raunar 50 númer af
101, sem þarna voru boðin upp.
Þá má geta verðsins á Sunnan-
fara, kr. 12.000.00 og Dýravin-
inum kr. 6.000.00, Islandica
Halldórs Hermannssonar fór á
kr. 9.000.00, Manntal á íslandi
1703 á kr. 6.500.00, en aðrar bæk-
ur fóru á miklu lægra verði, og
fór þar mörg bókin og margt
tímaritið á ótrúlega lágu verði,
svo sem öll Blanda á kr.
2.300.00, innbundin og heil.
Þetta var 133. uppboðsskrá
Sigurðar. Stóð uppboð þetta í
fulla tvo tíma.