Morgunblaðið - 09.11.1966, Side 16

Morgunblaðið - 09.11.1966, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. nóv. 1966 MENN ir vouYe a h l,,y, MENNEN SHAVE CREAMS BATH TALC SHAVE TALC í MÍLLJÓNA - TUGUM NOTA ÁVALLT MENNEN RAKVÖRUR EINGÖNGU. Frnnz A. Andersen — Minningnrorð f DAG er gerð útför Franz A. Andersen, löggilts endurskoð- anda. Síðustu ér ævinnar átti hann við vanheilsu að búa, og eftir margra mánaða þunga legu lézt hann í sjúkrahúsi 31. f.m. Gömul hús, er standa syðst við Aðalstræti, og nefnd eru „And- ersenshúsin“, minna enn í dag á þann mann er þau reisti, en það var faðir Franz Andersens, og þeirra Andersen-systkina, sem voru fimmtán. Hans Ander- sen, sænskur maður, fluttist á unga aldrei hingað til Reykja- víkur og kvæntist ísl. konu, Helgu, en hún var dóttir Jóns Jakobssonar, prests að Glæsibæ í Skagafirði. Var frú Helga af hinni kunnu „f>orvaldsætt“, og eru fjölmargir innan vébanda þeirrar ættar. Lengi hefir gefið að líta H. Andersen og Sön yfir dyrum Andersenshúsanna, sem gefur til kynna starfsemi er löngu hef- ir þar verið rekin, en Hans And- ersen stofnaði endur fyrir löngu klæðskerafyrirtæki, sem mun hafa verið stærzt sinnar tegund- ar á þehn tíma. Nokkra hug- mynd gefur það um athafnaþrá, að jafnhliða því fyrirtæki hafði þessi sænskættaði íslendingur nokkra búsýslu vestan vert bæjarins, að Haga. Franz Andersen settist ungur í „Lærða skólann", eins og hann var þá nefndur. Að loknu námi 4. bekkjar hélt hann til Winni- peg í Kanada. Faðir hans hafði þá látizt fertugur að aldri frá Framtíðaratvinna Stúlka óskast til símavörzlu og almennra skrifstofustarfa í olíustöð okkar í Skerjafirði. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í síma 11425. Olíufélagið Skeljungur hf. sínum stóra barnahóp. Er hér nærtæk skýring ákvörðunar Fr. Andersen, að hverfa frá námi til starfs. — í Kanada vann Fr. Andersen um nokkurra ára skeið í bönkum. í Winnepeg kynntist Fr. And- ersen fjölda íslendinga, en út- streymi hafði þá um hríð verið mikið þangað, sem kunnugt er. Þar kvæntist hann Þóru Guð- mundsdóttur, en hún hafði barn að aldri fiutzt þangað eftir föð- urmissi, ásamt móður sinni og systkinum, frá Esjubergi á Kjalarnesi. Stuttu síðar fluttust þau hjónin til Reykjavíkur. Fyrst í stað rak Fr. Andersen hér ýmsa eigin starfsemi, en áð- ur langt liði réðst hann til starfa í Landsbanka íslands, þar sem hann um langt árabil annaðist bókhald og endurskoð- un. Mun hann samkvæmt feng inni reynslu vestan hafs hafa freistað þess að koma á ýmsum breytingum, en gengið treglega. Þar kom að Franz hætti þar störfum. Síðasta hluta ævinnar vann Fr. Andersen aðallega að endur- skoðun. Mun ekki ofsagt, að mörgum fyrirtækjum einstakra hafi hann verið hollráður, og því margir notið góðs af hans hugmyndaauðgi, sem ásamt frábærum og óvénjulegum hæfi- leikum í margvíslegri meðferð talna skipuðu honum sér á bekk. Er þess að vænta, að margir þakki honum látnum, góð og! raunhæf ráð. Eftir stofnun „Sameinaðra verktaka" og síðar „Aðalverk- I taka“, gegndi Fr. Andersen I þýðingarmiklu starfi í þága þeirra fyrirtækja,' er voru þá líka vel metin og þökkuð. Kunni Fr. Andersen því vel að njóta trausts þess, er þau samtök sýndu honum, og dró á það enga dul. Frú Þóra Guðmundsdóttir, kona Fr. Andersen, sem um 40 ára skeið hafði búdð þeim gott heimili, er látin fyrir átta árum. Frú Þóra var glæsileg kona, sem lifði fyrir heimili sitt. Börn þeirra tvö eru, frú Ebba og Hans G. Andersen sendiherra. Þriðja barn þeirra, sonur, dó ungur, harmdauði foreldranna. Fyrir fjórum árum kvæntist Fr. Andersen öðru sinni. Frú Jóhanna Stefánsdóttir lifir mann sinn. Franz Andersen var um margt óvenjulegur, hlédrægur og ekki allra. Það lætur að líkum, sú nauðsyn að stað- og tímasetja menn með svipuðum hætti og skáldverk. Skírist þá margt út frá umhverfi og tíðaranda. Líklegt má t.d. telja að með- fæddir eiginleikar Fr. Ander- sen, hefðu notið sín enn betur væri hann að vaxa upp í dag a tímum ótakmarkaðra möguleika. 7/11. ’66 Helgi Hallgrímsson. Góoar samgöngur v/ð Stykkishólm VEGIR eru allir með ágætum hér og hefur áætlunarbifreiðin sem ekur milli Reykjavíkur og Stykkishólms aldrei teppst. Hún OLIVETTI OLIVETTl Hún tekur toilsKýrslur og víxlablöð. Hún hefur 46 ásláttarlykla. Hún véiritar 840 slög á mínútu. Hún hefur ásláttargeymslu. Hún hefur 5 síritandi lykla. Hún hefur sérstaka stafalæsingu, þannig að ómögulegt er að tveir stafir klessist saman. Hin nýja glæsilega rafritvél — sameinar yfirburða gæði, styrkleika og stílfegurð. — Verð aðeins kr. 13.860,00 m. s.sk. — Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta á eigin verkstæði tryggir langa endingu. G. Helgason & Melsted hf. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644. hefur nú breyttan áætlunartíma og fer frá Reykjavík alla þriðju daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 10 árdegis, en frá Stykkis- hólmi kl. 9,30 árdegis alla sunnu daga, miðvikudaga og föstudaga. Þá er ein ferð milli Stykkishólms og Búðardals í hverri viku og er hún farin á vegum Bifreiða- stöðvar Stykkishólms og farið frá Stykkishólmi kl. 8 að morgni. í sumar tók Bifreiðastöð Stykkis- hólms að sér að annast áætlunar ferðir milli Reykjavíkur og Grundarfjarðar og verða nú í haust tvær ferðir í viku, þ.e. farið til Reykjavíkur á sunnu- dögum og miðvikudögum kl. 9 árdegis og frá Reykjavík kl. 10 árdegis, eða á sama tíma og Stykkishólmsleið. Þessi áætlun mun gilda til áramóta. M.b. Baldur hafði áætlunar- ferðir milli Stykkishólms og Brjánslækj ar með viðkomu í Flatey á hverjum mánudegi í sumar. Voru þessar ferðir mjög vinsælar og oftast um 100 far- þegar í ferð, um hásumarið. Nú hefur Baldur breytt um áætlun og fer þessar ferðir á laugardög- um og leggur af stað frá Stykkis hólmi kl. 8 að morgni. Nýtt póst- op; síma hús á Siglufirði Siglufirði, 3. nóv. — HINN 1. nóvember sl. var tekið í noktun hér nýtt Póst- og síma- hús. Er það um 290 fermetra að grunnfleti, tvær hæðir með við byggingu við neðri hæð. Er það að rúmmáli um 1800 rúmm. að stærð. \ Húsið stendur á lóð nr. 24 við Aðalgötu, þar sem gamla síma- stöðin stóð áður, — Stefán.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.