Morgunblaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 18
18
MORCU N BLAÐID
Miðvikudagur 9. nóv. 1966
Glæsitegt einbýlishús
Höfum til sölu nýtt, giæsilegt einbýlishús á eignarlóð
á einum bezta stað á Seltjarnarnesi. Húsið er 146
ferm. á einni hæð 3 svefnherbergi, 2 stofur, hús-
bóndaherbergi, eldhús, bað og gestasnyrting. —
Tvöfalt gler, harðviðarinnréttingar, bílskúrsréttindL
Skipti á 5—6 herb. íbúðarhæð möguleg.
Skipa- og fasteignasaian
KIRKJUHVOLI
Símar: 14916 07 13842
ALLT
fyrir yngstu kynslóðina
Nýkomin dönsk barnarúm,
sem hægt er að stækka.
Sænskar barnavöggur,
fóðraðar og með skermi.
Háir barnastólar, í úrvali.
Höfum ávallt fyrirliggjandi úrval af
barnavöggum og kerrum.
Ennfremur, burðarstóla, burðarrúm
og göngugrindur.
Stórkostlegt úrval leikfanga fyrir börn
á öllum aldri.
Komið, sjáið og sannfærist.
Góð þjónusta og bílastæði.
Fófnir
Klapparstíg 40. — Sími 12631.
Bréf til Morgunblaðsins
Hr. ritstjóri!
MORGrUNBLAÐIÐ er stærsta og
lang víðlesnasta dagblað lands-
ins, enda aðal-málgagn þess
stjórnmálaflokks, er nær helm-
ingur landsmanna veitir að jafn
aði brautargengi við almennar
kosningar. — Svo fjölmennur
lesendahópur hlýtur að vera um
margt mjög sundurleitur í skoð-
unum um ýms þau mál, sem
efst eru á baugi, milli kosninga,
en af því leiðir, að slíku dag-
blaði liggur sú skylda á herð-
um — jafnvel umfram önnur
dagblöð — að forðast einstreng-
BÍLAKAUR^
Vel með farnir bílar til sölu |
og sýnis íbílageymslu okkar
að Laugavegi 105. Tækifæri
til að gera góð bílakaup. •
Hagstæð greiðslukjör. —•
Bílaskipti koma til greina.
Comet einkabíll, árg. 63.
Taunus 17 M, station 1964
Taunus 17 M, 4ra dyra
árgangur 1961.
Zephyr 4, árg. 1966.
Cortina, árg. 1963—1'66.
Peugot, station, árg. 1964
Moskvitch, árgangur 1966
Volkswagen, árg. 1964.
Paf, árgangur 1964.
Trabant, árgangur 1966.
Tökum góða bíla f umboðssölul
Höfum rúmgott sýningarsvæði [
innanhúss. J
UMBOÐIÐ
SVEINN EGILSSON H.F.
LAUGAVEG 105 SÍMI 22466
SVONA AUÐVELT ER ÞAO
GOOD YEAR VINYL GOLFFLISAR
hafa þessa eftirsóttu eiginleika
GOOD YEAR VINYL - GÓLFFLÍSAR þarf ekki að
bóna það er nóg að hreinsa þær með rökum klút.
GOOD YEAR VINYL - GÓLFFLÍSAR endast mjög
vel og litirnir dofna ekki.
GOOD YEAR VINYL - GÓLFFLÍSAR eru heims-
þekktar fyrir gæði — spyrjið þá sem reynt hafa.
Verðið er mjög hagstætt. — Fjölbreytt litaúrval
AÐEINS GÆÐAVÖRUR FRA GOOD YEAR.
MALNINO- & JA'RNVÖRUR LAUGAVEGI 23 SÍMI 11295
islega og einhæfa afstöðu til mál
efna, sem um eru skiptar skoð-
anir á tilteknum deilumálum.
Hins vegar bregður svo við,
síðustu vikur og daga, að upp
hefst mikill og bitur halleljúa-
söngur um myrkraverk heims-
kommúnismans í íslenzka Ríkis-
útvarpinu og Suður Viet-Nam
— í rabbdálkum VÍKVERJA —
með næsta óþvegnum upphróp-
unum og jafnvel strákslegu orð-
bragði. Um þverbak keyrir í
sunnudagsblaðinu 30. október,
þar sem Víkverji þessa dags hell
ir úr skálum sinnar reiði, á
næstu síðu við grein Sr. Jóns
Auðuns, dómprófasts um helgi
hvíldardagsins. Tilefni þess reiði
lestur mun vera heimsókn
sænskrar skáldkonu, Söru Lid-
man — en frétt um þá heimsókn
birtist í Morgunblaðinu 28. okt.
Nú veit undirritaður ekkert um
Söru Lidman, um fram það, sem
segir í frétt Morgunblaðsins —
og má svo vera, að ekki sé á
færi skáldkönunnar, að leiða fs-
lendinga — né aðra — í ALLAN
sannleika um harmleikinn í
Vietnam, en hitt megum við öll
vita, að ÞJÁNING styrjaldar
hefur jafnan hrært beztu menn
til samúðar, svo sem varð um
svissneska mannvininn Henri
Dunant, er hann leit vígvellina
við Solfernio, sumarið 1869 og
ensku hjúkrunarkonuna Flor-
ence Nightingale þegar hún
kynntist aðbúð limlestra her-
manna Krímstríðsins, nokkrum
árum áður. Og það er einmitt
slíkt mat á þjáningunni, sem ráða
ætti skrifum dagblaða (kristi-
legra), en ekki hatur á „banda-
rískum heimsvaldasinnum“ eða
„kommúnistum".
Víkverji sunnudagsins 30. okt.
■^hefur — því miður — mjög
rangt fyrir sér, þegar hann tel-
ur að bandaríski herinn eyði
aldrei sprengjum sínum á skot-
mörk, sem ekki séu „hernaðar-
lega mikilvæg." Slík axarsköft
eru einmitt daglegur viðburður
í sérhverri styrjöld — Banda-
menn, Miðveldi og Öxulríki strá
felldu í fyrri og^síðari Heims-
styrjöld oft á tíðum fjölmennar
liðssveitir úr eigin herjum, með
stórskotahríð eða loftárásum —
eða óbreytta borgara í hernumd
um löndum síðari heimsstyrjald
ar, án minnsta hernaðartjóns
fjandmannsins. Og raunar þarf
Víkverji aðeins að blaða í frétt-
um Morgunblaðsins, t.d. síðustu
vikur og mánuði, til þess að
kynnast herfilegum mistökum
bandaríska hersins í S-Vietnam,
af þessu tagi. Allir, sem hlut
eiga að átökunum í Vietnam,
viðurkenna, að vart geti í hern-
aðarsögunni sóðalegra né ódrengi
legra stríðs — innrásar — og
borgarastyrjöld, sem rekin er
frekar með hryðju- og hermdar-
verkum, en bardögum í fastri
víglínu, svo sem loftárásir cg
sprengjutilræði bera ljósastan
vott, skærustyrjöld, sem enginn
„vinnur“ og engan enda tekur
. . . . Er ekki mál að linni, —•
meðan enn er hægt að Þverfóta
á völlum Vietnam fyrir líkum
ungra bandaríkjamanna, eða
gleðikonur einar og hermangar-
ar byggja Saigon. — Rennur
okkur aldrei til rifja? Gleymum
við drápi og limlestingu xarla
og kvenna, barna og gamal-
menna, hermanna og hryðju-
verkamanna, með þvi einu að
hrópa „kommúnisti".
Tveim dögum áður en reiði-
lestur Víkverja birtist í Morgun
blaðinu, flytur ÞJÓÐVILJINN
gleðiboðskap mikinn yfir þvera
forsíðu: — Fjölmennasta þjóS
veraldar getur nú þeytt sína
helsprengju á loft, halleljúja. . ,
Og nú er mál að linni. Ritstjórar
dagblaðanna þurfa að taka I
lurginn á sjálfum sér og blaða-
mönnum sínum. Vitanlega hefur
hvert dagblað sína sérstöku
skoðun í hverju því máli, sem
á góma ber — en fyrir alla muni
hlífið okkur lesendum við sefa-
sjúkum upphrópunum og óvönd-
uðu málfari, hvort sem það raun
ar kemur úr penna blaðsins eða
lesenda.
Þorleifur Þorleifsson.
Aths.
Misskilnings gætir á einum
stað í bréfi Þorleifs Þorleifs-
sonar. Hann segir: „Víkverji . . ,
hefur — því miður — mjög rangt
fyrir sér, þegar hann telur að
bandaríski herinn eyði aldrei
sprengjum sínum á skotmörk,
sem ekki séu „hernaðarlega
mikilvæg". Slík axarsköft eru
einmitt daglegur viðburður i
hverri styrjöld". — Velvakandi,
sem bréfritari kallar Víkverja
að gömlum sið, veit vel, að slílc
mistök koma fyrir í hverri
styrjöld hjá öllum aðiljum en
hann var þarna að reka ofan i
„Þjóðviljann“ upplogna frétt,
hafða eftir „handarískum her-
manni“ (en hann hefur aldrei
verið í bandaríska hernum),
sem fullyrti, að sprengjum væri
viljandi varpað yfir staði, sem
ekki væru hernaðarlega mikil-
vægir. Slíkt er vitanlega hin
mesta firra.
Gufuketill óskast
Stór, afkastamikill gufuketill óskast.
Steypustöð B. Hl. Vallá
Sími 32563 og 38374.
good/Vear
ALLT Á SAMA STAÐ
Bílastillingnr og viðgerðir
Höfum tekið í notk-
un fullkomið still-
ingartækL
Pantið tíma.
Stillum einnig Ijós-
in fyrir yður.
Ávallt fyrirliggjandi ljósasamlokur, alls konar
perur og kveikjuhlutir.
EGILL VILHIÁLMSSON HF.
Laugavegi 118. — Sími 2-22-40.