Morgunblaðið - 09.11.1966, Síða 19
Miðvikudagur 9. nóv. 1966
MORCUNBLADIÐ
19
Erlingur Pálsson
Kveðjn
Fæddur: 3. nóv. 1895.
Dáinn: 22. okt. 1966.
En orðstírinn lifir,
þótt maðurinn deyi.
ÞO NOKKUÐ sé nú liðið frá
andláti og jarðarför míns kæra
yfirmanns og félaga, Erlings
Pálssonar, fyrrverandi yfirlög-
regluþjóns, þá langar mig samt
með örfáum línum að færa hon-
um mína hinztu kveðju á þess-
um degi, því það var einmitt í
dag, sem hann sjálfur ætlaði að
senda hlý orð mér til handa. En
enginn má sköpum renna, því
sízt af öllu grunaði mig, er fund
um okkar bar saman skömmu
áður en hann lagðist hinztu leg-
una og gerðum þá að gamni
okkar, eins og svo oft áður, að
það yrði okkar seinasta samtal
hérnamegin grafar. Og nú, þeg-
ar minn kæri Erlingur er horf-
inn sjónum okkar, reika um í
huga mírium ótal minningar frá
okkar mörgu samstarfsárum. Og
þar sem minningarnar eru mér
allar góðar og kærar, þá veit ég
naumast hvað af þeim ég á að
gera hér að umtalsefni, því að
rita má um Erling frá svo mörg
um hliðum, svo margþættur var
hann og vel samansettur. Það
væri til dæmis gaman að vera
þess umkominn að geta rætt um
hagyrðinginn eða norrænumann
inn og sundgarpinn mikla, Erl-
ing Pálsson, en hann var skáld
gott, þegar hann vildi það við
hafa, og hefði máske komizt
langt á þeirri braut, ef hann
hefði haft aðstöðu til að þroska
þá gáfu. Og unun var að heyra
hann þylja fornsögurnar, hversu
skýr og lifandi frásögnin var og
skilningurinn djúpur á söguhetj
unum. Þá var Erlingur, eins og
alþjóð er kunnugt fyrstur til að
synda Drangeyjarsundið á eftir
Gretti Ásmundssyni og liðu
hvorki meira né minna en rúm
900 ár, frá því að Grettir synti
umrætt sund og þar til Erlingur
synti það, og verður manni því
á að halda, að íslendingar á þess
um 900 árum hafi talið það með
öllu óhugsandi, að hægt væri
. að leika þetta eftir Gretti, þótt
vitað sé, að íslendingar áttu góða
sundmenn á öllum tímum. Og
fyrir það eitt að hafa verið fyrst
ur manna til að rjúfa 900 ára
kyrrð á Drangeyjarsundi og þar
með sanna sundafrek Grettis,
munu íslendingar lengi minnast
Erlings Pálssonar.
En þar sem mig brestur getu
til að ræða frekar um skáldskap,
sagnfræði eða sundíþrótt, þá
mun ég staldra ofurlítið við hjá
þeim Erlingi Pálssyni, sem var
minn yfirlögregluþjónn í meira
en 25 ár. Og eins og gefur að
skiija, kynntist ég honum allná-
ið á svo iöngum samstarfstíma.
Minnisstæðastur er hann mér
frá árunum 1932 til 1935, því að
mér finnst, að það hafi verið
hans rismesta tímabil sem lög-
reglustjórnanda. Auk þess sem
hann var þá yfirlögregluþjónn
hinnar föstu bæjarlögreglu, þá
var honum einnig falin stjórn á
fjölmennu varaliði sem þá var
lögreglunni til aðstoðar, ef á
þurfti að halda, og sýnir það
hið mikla traust, sem þáverandi
lögreglustjóri, Hermann Jónas-
son, bar til Erlings Pálssonar,
enda brást hann ekki því trausti,
því að hann var snjall og ákveð-
inn yfirmaður, en þó mildur og
skilningsríkur, þegar því varð
við komið, og reyndi ævinlega
að fá það bezta út úr hverju
máli, sem til hans kom, en þau
voru að sjálfsögðu mörg og marg
vísleg, og sum máske viðkvæm
og vandasöm og ekki nema fyr-
ir snilling að fást við.
Þá eru enn ótalin hin mörgu
Störf, sem Erlingur innti af hönd
um í félags- og kjaramálum lög
reglunnar í Reykjavík en hann
var einn af stofnendum Lög-
reglufélags Reykjavíkur og for-
maður þess í 25 ár og sýnir það
einnig hið mikla traust, sem lög-
reglan bar til hans í þeim mál-
um sem og öðrum, enda var það
óhætt, því að vart mun finnast
meiri málafylgju- og samninga-
maður en Erlingur var, og bar
þar margt til, svo sem glögg-
skyggni hans á mönnum og mál-
efnum, samfara mælsku og mikl
um persónuleika. Og þó máske
surnt af hagsmunamálum lög-
reglunnar hafi ekki öðlazt já-
kvæða afgreiðslu í formannstíð
Erlings Pálssonar, þá held ég nú
samt, að lögreglan sé mér öll
sammála um, að betri fulltrúa
hafi hún ekki átt í sínum mál-
um en hann, og enginn veit,
hvað átt hefur, fyrr en mistt hef-
ur. En maður kemur í manns
stað, því að við yfirlögregluþjóns
störfum í Reykjavík hafa nú tek
ið ágætir menn, sem munu i
hvívetna vera þeim vanda vaxn
ir.
Um hin miklu störf Erlings
Pálssonar í íþrótta- og þó eink-
anlega sundmálum þessa lands
mætti auðvitað margt rita hon-
um til verðugs lofs, en það
læt ég þeim eftir, sem með hon-
um störfuðu að þeim málum.
Ættir Erlings get ég því miður lít
ið rakið, en það er og mun hafa
verið gott og gáfað fólk, sem
fengið hefur í arf norræna reisn
og var Erlingur gott dæmi þess.
Eiginkonu hans, frú Sigríði, og
öllum í íjölskyldu hennar færi
ég samúð mína.
Að síðustu kveð ég svo minn
kæra yfirmann og þakka honum
öll samstarfsárin og vináttu hans
í minn garð, sem aldrei féll
skuggi á. Ennfremur þakka ég
alla þá fyrirgreiðslu, sem hann
lét mér ávallt í té, óverðskuldað,
þegar mest á reyndi.
Og illa hefi ég þá þekkt Erling
minn Pálsson, ef hann verður
ekki framarlega í hópnum hin-
um megin, þegar við gamlir
starfsfélagar hans komum þang-
að, og þá reiðubúinn að greiða
þar götu okkar, ef með þarf,
eins og hann var ætíð hér með-
al vor.
Kjartan Bjarnason.
Erlingur Pálsson er fa'linn frá -,
fjölskyldu-horfinn-sinni.
Áður fyrri ég honum hjá
hafði ein beztu kynni.
Alltaf í mínu minni
mun ég hann glæstan sjá.
Lögregluskóla er lukum, þá
löngum var kempan getin.
Söguljóðum hann sagði frá,
sem voru alltaf metin.
Forboðin, leiðust letin
leitaði fæsta á.
Karlmannlegur á velli hann var
vörður íslenzkra laga.
Æðruieysið hann á sér bar,
ævinnar sinna daga.
Líf hans er liðin saga —,
lýður fær ekkert svar.
Lögreglustarfið hann mikils
meir en oss skyldi gruna.
Orkað svo miklu í því gat
eins og víst flestir muna.
Fékkst ei ólögum una —,
alla tíð við það sat.
Erlingur heitinn var alla
unnandi góðra siða.
Er hann háði sitt ævistríð
aldrei baðst kappinn griða
Hann vildi hugann friða,
hataði last og níð.
Gengið er var um götur og
gott var honum að mæta.
mat, Hagsæld í vorri höfuðborg
hann vildi jafnan bæta.
, Hann kunni hófs að gæta.
Horfinn —, við þjóðarsorg.
Hann, sem æ átti svo heil-
steypt mál,
tíð horfir nú til oss niður.
Guð veri með hans göfgu sál,
geymi hann líknar iriður.
Enginn um annað biður —,
orð geta skapað tái.
torg, Sigurgeir Þorvaldsson,
lögregluþjonr.
Öllum þeim mönnum sem
iðka sund,
er hann í fersku minni.
Ljúft var honum að ljá því
stund,
lífsins á göngu sinni.
Oft var sem eldur brynni
allri í kappans lund.
Flestum vildi hann leggja
sitt lið,
lifsins á hálum brautum.
Oft þurfti hann að amast við
alls konar sökunautum.
Lífsins í þröm og þrautum,
þráði hann réttlætið.
Erlingur sagði mörg orðin hlý,
ýmsum til sálubótar.
Honum tókst að hamla gegn því,
hugsanir gerðust ljótar —.
Allt, sem mennina mótar,
minningum geymist í.
Höfum fengið niikið úrval af
KJÓLAEFNUM
Komið meðan úrvalið er mest.
Austurstræti 9.
Skinn - Skinn
Mikið úrval af sútuðum gærum, kálfs-
skinnum og trippahúðum. -- Hagkvæmt
verð. -- Kjörnar gjafir til vina yðar erlend-
is. -- Sendum um allan heim.
Skinnasalan
Ullarvöruverzlunin FRAMTÍÐIN.
Laugavegi 45.
t
Hugheilar þakkir fyrir samúð og vináttu vegna fráfalls
STEFÁNS Ó. BJÖRNSSONAR
frá Laufási.
Edda Svava Stefánsdóttir, John S. Magnússon,
Hafsteinn Þór Stefánsson, Halla Ólafsdóttir,
Jón Baldvin Stefánsson, Sif Aðalsteinsdóttir,
Kristín María Kristinsdóttir,
Aðalheiður Thorarensen,
Vilborg Oddný Björnsdóttir,
Jón Sigurður Björnsson.
Kópavogur
Sjáifstæðiskvennafélagið Edda, Kópavogi.
Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn
15. nóvember kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu, Borgar-
holtsbraut 6.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Rætt um vetrarstarfið.
Sýnd litkvikmynd um biómarækt
og skrúðgarða.
Félagskonur fjölmennið.
Stjórnin.
Glœsilegt einbýlishús
Höfum til sölu mjög gott einbýlishús við Lang-
holtsveg. Húsið er á tveim hæðum. Á neðri hæð
eru þrjár stofur og eitt herbergi auk eldhúss,
vinnuherbergis og snyrtingar. Á efri hæð eru 5
herbergi og bað. — Stórar geymslur og þvotta-
hús í kjallara. — Rúmgóður bílskúr. — Lóð
snyrtilega frágengin og ræktuð.
3 ja herb. ibúðir v/ð Sœviðarsund
Til sölu eru nokkrar fokheldar 3ja herb. íbúðir
við Sæviðarsund. íbúðirnar eru allar með sér
inngangi þvottahúsi og geymslu. — Góðar svalir.
Bílskúrar geta fylgt.
Eskihlíð
Höfum til sölu mjög góða 4ra herb. íbúð á
þriðju hæð við Eskihlíö. 3 svefnherbergi, stofa,
eldhús og bað. Að auki fylgir rúmgott herbergi í
kjaliara. — Góðir greiðsluskilmálar.
FASTEIGNA
SKRIFSTOFAN i
BJARNI BEINTEINSSON HDL. JÓNATAN SVEINSSON LÖGFR. FTR.
AUSTURSTRÆTl 17 (HÚS SILLA OG VALDA) SÍMI 17466