Morgunblaðið - 09.11.1966, Qupperneq 26
6JV
an v at y V ii ft* á+ á* á á*
uiiiuvii*.uuagur y. nov. 'íyoo
Oluggað í afrekaskrá Rvíkinga
Á AFREKASKRÁ frjálsíþrótta-
manna í Reykjavík á liðnu
sumri kemur í ljós, að í kast-
greinunum er árangurinn hvað
jafnastur, en jafnframt má
kannski orða það á annan hátt
— að hann sé þar jafnlélegastur.
í kastgreinum er mjög langur
vegur frá því að nokkur Reyk-
víkingur myndi með sínu bezta
afreki í sumar komast á blað i
nokkurri keppni erlendis.
í kúluvarpinu er Guðmundur
Hermannsson í sérflokki og
meira en hálfum öðrum meter á
undan næsta manni. En með
sína 16.22 m skortir hann rúm-
an hálfan meter á hið 16 ára
gamla met Husebys, sem eit
sinn var Evrópumet, en myndi
nú ekki nægja til úrslitakeppni
á nokkru stórmóti.
Næstir Guðmundi koma Er
lendur Valdimarsson 14.58, Jón
Pétursson 14.48, Kjartan Guð-
jónsson 14.37 — og síðan kemur
rúmlega metersbil í kastlengd,
en þá kemur Arnar Guðmunds-
son (sonur Guðm. Hermansson-
ar) með 13.32. Meðaltal 10
beztu er 13.747.
í kringlukastinu er Erlendur
Valdimarsson efstur á blaði í
Reykjavík með 48.20, en síðan
Þorsteinn Löve með 47.58, Jón
í>. Ólafsson 46.56, Guðm. Her-
mannsson 43.54 og Valbj. Þor-
láksson 41.93. Meðaltal 10 bezt.u
er 42.884.
í spjótkasti hafa tveir náð 60
m köstum, sem í 2—3 áratugi
hefur verið eins og einhver ó-
yfirstíganlegur þröskuldur spjót
Dynamo Kiev
vann „tvöfolt"
• Knattspyrnuliðið Dynamo
Kiev vann „tvöfalt“ í sovézkri
knattspyrnu í ár með því að
vinna Torpedo Mskva í úrslitum
bikarkeppninnar 2—0 í gær-
kvöldi. Leikurinn fór fram í
Moskvu og voru áhorfendur 60
þúsund. f hálfleik stóð 1—0.
Kiev liðið hafði yfirburði í
léiknum. Fyrr í sumar unnu þeir
meistarakeppnina og höfðu
tryggt sigur sinn þegar nokkrar
umferðir voru eftir af keppn-
inni — svo öruggir voru þeir.
Næsta ár mun Kiev liðið taka
þátt í Evrópukeppni meistara-
liða, en hitt liðið í bikarúrslit-
unum, Torpedo Moskva, mætir í
Evrópukeppni bikarmeistara.
kastara. Valbjörn er efstur með
63.91 m og Hjörgvin Hólm með
60.61. Næstir koma svo Kjartan
Guðjónsson 58.82, Páll Eiriksson
57.35 og Gylfi Snær Gunnars-
son 53.98 og Ólafur Guðmunds
son 53.31. Meðaltal 10 beztu er
54.13 — og ná því þó aðeins 4
menn.
f sleggjukastinu eru 50 metr-
arnir álíka erfiðir okkar mönn
um og 60 m í spjótkastinu. Að-
eins tveir eru yfir 50 m Jón
Magnússon 51.79 og Þórður B
Sigurðsson 50.55. Næstir koma
Þorsteinn Löve 48.85, Friðrik
Guðmundsson 44.95 og Óskar
Sigurpálsson 42.80 — og fleiri ná
ekki meðaltali 10 bezti, sem er
42.604 m.
Eins og sjá má þarf því átaks
við í kastgreinunum til að gera
afrekaskránna þannig að hún
verði plagg sem æskilegt er að
sýna út á við. Þarna sem svo
víða annars staðar koma tug-
þrautarmennirnir mjög við sögj,
en þrautirnar eru okkar beztu
greinar eins og vikið verður að
síðar.
Mega ekki ræða
við blaðamenn
ENSKA liðið Newcastle Utd að-
varaði liðsmenn sína í gær og
kvaðst mundi sekta þá um 100
pund, 12000 kr., ef þeir ættu við-
töl við blaðamenn.
Þetta er algjörlega nýr siður
í enskri knattspyrnu. Það er orð-
ið allalgengt að liðsmenn reki
raunir sínar við blaðamenn ef
þeir eru t.d. teknir úr A-Iiði um
stund, og heimti á opinberum
vettvangi að verða settir á sölu-
lista.
Það var forseti félagsins,
Westwood lávarður, sem til-
kynnti aðvörunina. Fylgdi hún
í kjölfar óverulegrar deiiu milii
félagsins og Lyn Davies mið-
herjans, sem á dögunum var
keyptur til Newcastle fyrir 80
þús. pund.
Frúorleikfimi
ÍR hefur byrjað æfingar fyrir
kvenfólk í leikfimi. Frúarleik-
fimi félagsins er í Langholts-
skóla og eru æfingar á þriðju-
dögum og fimmtudögum kl. 8,30.
Kennari er Aðalheiður Helga-
dóttir íþróttakennari.
ffi :jyggf$m
ðflugt starf hjá HSÞ
2 isl. met og 27 hérabsmet i frjálsum
og 3 knattspyrnulið í keppni
SUNNUDAGINN 23. okt. s.l.
boðaði stjórn HSÞ til fundar
að Laugum með formönnum
sambandsfélaganna og fleiri
gestum. Formaður HSÞ Óskar
Ágústsson setti fundinn og tal-
aði meðal annars um starfsemi
sambandsins, fjármál og fl.
Verður nú rakið það helzta sem
kom fram á fundinum.
Haldin voru 4 íþróttamót að
Laugum og 1 íþróttamót í Kinn,
þar sem vígður var nýr íþrótta-
völlur, ennfremur tók HSÞ
þátt í mörgum mótum utan hér-
aðs. Á fundinum var lögð fram
10 manna afrekskrá í frjálsum
íþróttum, kom þar fram að sett
höfðu verið 27 héraðsmet, þar
af 2 íslandsmet og 117 persónu-
leg met. íslandmetin voru þessi:
Sigríður Baldursdóttir setti met
langstökki án atrennu stökk
2,52 og Lilia Sigurðardóttir
setti met í 80 m. grindahlaupi,
hljóp á 12.7.
Knattspyrna var mikið stund-
uð á félagssvæðinu voru send 3
lið á norðurlandamótið í II.
deild og varð lið umf. Mývetn-
ings í fyrsta sæti.
Handknattleikur er lítið stund
aður nema á Húsavík, sent var
lið frá Völsung á íslandsmeist-
aramót í II. flokki kvenna.
Sundáhugi er mikill meðal
unglinga í sýslunni og eigum
við þar margt efnilegt sundfólk.
Haldið var héraðsmót í sundi á
Húsavík auk þess sem sundfólk
okkar fór til keppni út úr hér-
aði. Um 600 manns syntu á sund
I stöðum sýslunnar í -norrænu
^ sundkeppninni.
Haldið var bindindismót í Vagla
skógi um verzlunarmannahelg-
! ina, ásamt öðrum aðilum úr
' Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum
og Akureyri, tókst þetta mót
mjög vel.
Fjárhagur HSÞ er ekki sem
beztur eins og er. Skuld er nú
um kr. 17.600,00. Var mikið rætt
um fjáröflunarleiðir og meðal
annaxs útbýtti stjórn HSÞ á
fundinum reglugerð fyrir æfi-
| félaga HSÞ, hún er í aðalatrið-
um á þá leið að allir þeir sem
orðnir eru 65 ára geti gerzt
æfifélagar HSÞ gegn 1000 kr.
gjaldi. Margt fleira var rætt á
fundinum m. a. um útgáfu árs-
rits og fl. Dvöldu menn í góðu
yfirlæti og rausnarlegar veiting-
ar á heimili formanns til kl. 1,
er fundi var slitið.
Fram, Valur
*
og IX unnu
ÞRÍR leikir í meistaraflokki
karla í Rvíkurmótinu fóru fram
í gærkvöldi. Úrslit urðu:
Fram — Víkingur 15- 9
Valur — Þróttur 14-10
IR — KR 20-16
OFT má sjá góð tilþrif hjá !
handknattleiksstúlkunum.
Hér er Fram-stúlka að skora ;
lijá Ármanni.
M0LAX
BÚLGARÍA vann Júgóslavíu
í knattspyrnulandsleik í Sofíu
á sunnudag með 6-1. Sýndi
heimaliðið mjög góðan leik og
var Iið þeirra skipað 9 af þeim
mönnum sem þátt tóku í HIM
í sumar.
Lyn varð norskur bikar-
meistari í knattspyrnu. í úr-
slitum lék liðið við Rosenborg
(liðið sem tvívegis sigraði KR
í fyrra með 3-1 í Evrópubikar
keppni bikarmeistara). Lyn
vann með 9-0 og sýndi yfir-
burði á blautum og hálum
velli.
Lokomotiv (Leipzig) er
komið í 3. umferð messu-
borgarkeppni Evrópulanda.
Sigraði liðið í gær belgiska
liðið Liege með 2-1 á heima-
velli þess í Liege. Fyrri leikn-
um lauk með 0-0.
Aveiro, Porúgal, 2. nóv — AP
Frá því var skýrt í dag, að
portúgalskur knattspyrnudóm
ari og tveir línuverðir væru
hér á sjúkrahúsi vegna
meiðsla, sem þeir hefðu hlot-
ið af hendi óánægðra knatt-
spyrnuunnenda á mánudag.
Fram hafði farið knattspyrnu
leikur milli félaganna Estarr-
eja og Alba, sem síðarnefnda
liðið vann 1-0. Hópur stuðn-
ingsmanna Estarreja sat síð-
an fyrir dómaranum og línu-
vörðunum, er þeir héldu burt
frá vellinum með framan-
greinum afleiðingum.
Arangur í kastgreinum
jafnastur, en slakur
Opnum i dag kl. 1,00
með nýjum vörum í nýstandsettu húsnæði. Vara sú er skemmdist í bruna hefur verið seld og
fer því engin brunaútsala fram.
SKEIFAN
Kjörgarði — Símar 16975 og 18580.
i