Morgunblaðið - 15.11.1966, Síða 2
2
MORGUNBLADIÐ
Þriðjudagur 15. des. 1966
Mjólkursamlagshús
á Djúpavogi brennur
I FYRRINÓTT kom upp eldur í
xnjólkurbúi kaupfélagsins á
Djúpavogi og brann það til
kaldra kola á
tímum.
Samkvæmt upplýsingum frétta
ritara Mbl. á Djúpavogi, Dagmar
Óskarsdóttur varð eldsins
vart af starfsmönnum síldar-
Mjólkurstöðin á Djúpavogi
var í húsi, sem byggt var árið
1797 og var það elzta hús staðar
rúmum tveimur ins. Hefur það lengst af gengið
| undir nafninu Síbería, en það var
endurbyggt fyrir nokkrum ár-
um.
í fyrrinótt var mikið hvass-
viðri á Djúpavogi, 8—9 vindstig,
bræðslunnar um fjögurleytið um ■ en veður bjart. í nærliggjandi
nóttina, er þeir voru á leið til húsum, sem tókst ag bjarga voru
vinnu. Kvöddu þeir slökkviliðið | skrifstofur kaupfélagsins og vöru
á vettvang og tókst því að verja
nærliggjandi hús með því að
dæla á þau vatni.
lager. Mjólkursamlagshúsið var
brunnið til kaldra kola um sjö-
leytið í fyrrinótt.
Prinsinn af
Wales myndugur
Gæti nú tekið við konungdémi
London, 14. nóvember NTB. |
Prinsinn af Wales elzti sonur '
Elísabetar Bretlandsdrottningar
og hertogans af Edinborg hélt
upp á átjánda afmælisdag sinn í |
verkamannaflokksins, þar sem
nokkrir þingmenn hafa haldið
því fram, að þessi „launahækk-
un“ fari í bága við stefnu ríkis
stjórnarinnar um, að laun í land
dag í heimavist Gorstounmennta- inu skuli haldast óbreytt. Mun
skólans í Skotlandi með þvi að
bjóða skólabræðrum sínum upp
á te og bollur. Þetta er mikilvæg
ur dagur í lífi krónprinsins, því
að hann er nú myndugur samkv.
brezkum stjórnarskrárvenjum og
getur nú orðið ríkisstjóri í fjar-
veru móður sinnar og einnig
tekið við konungsdómi, án þess
að þurfa að hafa sér við hlið
ríkisstjóra sem þjóðhöfðingi.
Frá þessum degi hækkar ár-
legur lífeyrir krónprinsins um
15.000 pund eða meira en 1,8
millj. ísl. kr. Hefur þetta valdið
talsverði gagnrýni innan brezka
Wilson forsætisráðherra verða að
svara fyrirspurnum varðandi
„launahækkunina" síðar í þessari
viku.
Hækkunin á lífeyri krónprins
ins var hins vegar samþykkt
þegar árið 1952 og hefur tals-
maður hirðarinnar þegar skýrt
frá því, að hér sé ekki um launa
hækkun að ræða, heldur einungis
það, að prinsinn fær nú heimild
til þess að ráðstafa meiri hluta
af tekjum, sem'hann hefur haft
fram að þessu, en voru áður
lagðar inn á sérstakan lokaðan
bankareikning.
Grímsneó jigor leiko Monn og kenn
frunsýnt ó longordng n Borg
GRÍMSNESINGAR hafa undan-
farinn mánuð verið að æfa Mann
og konu eftir Jón Thoroddsen, í
leikmynd Emils Thoroddsen, og
verður það frumsýnt í Félags-
heimihnu Borg kl. 9 nk. laugar-
dagskvöld, 19. nóv. Leikstjóri er
Kristján Jónsson.
Ungmennafélagið Hvöt í Gríms
nesi gengst fyrir sýningum og
eru allir leikendur, 18 talsins, úr
sveitinni. Hafa sumir þurft að
koma 20 km. vegalengd á æfing-
ar. Með aðalhlutverkið, sr. Sig-
valda, fer Gunnlaugur Þorsteins
son.
Önnur sýning verður á sunnu
dag. Ekki er búizt við að aðstaða
verði til að sýna leikinn annars
staðar í Árnessýslu, því leik- j
tjöld og búningar eru umfangs- j
mikil. Aftur á móti er fólk var- (
að við að ferðast langar leiðir, |
án þess að tryggja sér miða, sem j
eru teknir frá i Félagsheimilinu
Borg. En aðeins verður selt
sæti, um 250 manns á sýningu.
Mesa, Arizona, 12. nóv.
— NTB — AP —
F J Ó R A R konur og ein
telpa voru myrtar á laug-
ardag af 18 ára gömlum
pilti, sem neyddi sjö konur
og börn til þess að leggjast
á gólfið í snyrtistofu í borg
inni Mesa í Arizonafylki í
Bandaríkjunum, áður en
hann skaut þær í höfuðið
með skammbyssu. Hinar
tvær munu vera hættulega
særðar.
Pilturinn, sem ódæðisverk-
in framdi, heitir Robert B.
Smith. Ástæðan fyrir verkn
aði hans virðist eingöngu hafa
verið samkv. frásögn lögregl-
unnar, að hann hafði viljað
verða frægur. Hann játaði á
sig verknaðinn,þegar er lög-
reglan var komin á vettvang
til þess að handtaka hann og
var fluttur hlæjandi burt í
lögreglubíl.
Tvær hinna myrtu kvenna
munu hafa látist þegar á gólfi
snyrtistofunnar, en hinar
Myndin er af Robert B .Smith, er hann var færður fyrir
dóm sl. laugardag ákærður fyrir morð á fjórum konum og
einni telpu í' borginni Mesa í Arizona. — AP.
Odæðisverk 18 ára pilts
Yildi verða frægur
og myiti f’mm konur
þrjár, eftir að þær höfðu ver-
ið fluttar í sjúkrahús.
Pilturinn hefur verið hinn
rólegasti eftir morðið með
svipuðum hætti og er hann
framdi þau, svo að þeim, sem
gættu hans hafa, hefur þótt
nóg um. Þegar hann var spurð
ur að því, hvað hann myndi
hafa gert, ef hann hefði upp-
götvað, að móðir hans og
fimm ára systir væru í snyrti-
stofunni, svaraði hann, að
hann myndi hafa skotið þær
sömuleiðis.
Einn lögreglumannanna,
sem fylgdi Robert E. Smith
til fangelsisins í borginni
Phönix, höfuðborg Arizona
fylkis, hefur skýrt frá því,
að Smith hafi hegðað sér á
allt annan veg, en menn af
hans tagi væru vanir undir
slíkum kringumstæðum. Flest
ir reyndu að leyna handjárn-
unum, sagði lögreglumaðurinn
en Smith ekki. Hann hefði
haldið þeim sýnilegum allan
tímómn á leiðinni til Phönix,
og á einum stað, þar sem
lögreglubíllinn nam staðar
fyrir rauðu ljósi, hefði Smith
lyft höndunum upp í loftið
til þess að fólk á götunni gæti
séð handjárnin.
Áður á hann að hafa sagt
lögreglunni, að hann hafi feng
ið hugmynd sína að ódæðis-
verkunum, eftir að hafa lesið
um svipaða verknaði í Hous-
ton og Chicago fyrr á þessu
ári.
Wiíly Brandt:
Enginn grundvöllur fyrir samstarri
jafmðarmanna og krlsti-
legra demókrata
Sjálfstæðis-
kvennafélagið
Edda í Kópavogi
Aðalfundur féiagsins verður
haldinn þriðjudaginn 15. nó/.
kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu
Borgarholtsbraut 6.
Dagskráin: Venjuleg aðal-
fundarstörf. Rætt um vetrar-
starfið. Sýnd verður litkvik-
xnynd um blómarækt og skrúð-
garða. Nýjar félagskonur eru.
boðnar velkomnar. Fjölmennið j stjórn með meirihluta
og takið með ykxur nýja félaga. j manna að baki sér.
Stjórnin. I Brandt snerist harkalega gegn i
Niirnberg, 14. nóv. NTB.
LEIÐTOGI vestur-þýzkra jafn-
aðarmanna, Willy Brandt borg-
arstjóri í Vestur-Berlín, skýrði
frá á fundi með blaðamönnum 1
dag í Niinberg, að enginn grund
völlur fyndist af hálfu flokks
síns til þess að mynda sam-
steypustjórn með kristilegum
demókrötum.
Brandt sagði, að hann myndi
verða mjög undrandi, ef kristi-
legum demókrötum tekst i
þessari viku að finna grund-
völl fyrir samstarfi við tvo hina
flokkana, sem sæti eiga í sam-
bandsþinginu. Hann skirskotaði
til yfirlýsingar Kiesingers kanzl-
araefnis kristilegra demókrata
frá því á sunnudag, þar sevn
Kiesinger hefði sagt, að hann
væri ákveðinn, ef sér tækist að
mynda stjórn, að taka Franz
Josef Strauss í hana. Sagði
Brandt, að með þessari yfirlýs-
ingu minnkuðu greinilega mögu
leikar Kiesingers á því að mynda
þing-
yfirlýsingu sendiherra Banda-
ríkjanna í Bonn sl. laugardag,
þar sem hinn síðarnefndi hefði
sagt, að fulltrúar Vestur-Berlín-
ar í Sambandsþinginu í Bonn
ættu aðeins að vera ráðgefandi
varðandi myndun nýrrar ríkis-
stjórnar en ekkert umfram það.
Flestir þessara þingmanna eru
jafnaðarmenn. Vestur-Berlín er
ekki hluti af Sambandslýðveld-
Hálka í Kömbum
Hveragerði, 14. nóv.
Á SUNNUDAGINN gerði mjög
mikla hálku og dálitla snjókomu
í Kömbum. Er þetta fyrsti dagur-
inn á vetrinum sem hálku gerir
í Kömbum og voru ökumenn þvi
ekki viðbúnir. Olli þetta þeim
miklum óþægindum og truflun-
nm á umferð um Kamba.
Fóik er áminnt að fara ekki
þessa leið án þess að hafa keðj-
ur með í föfinni og verður aldrei
brýnt um of fyrir ökumönnum
að fara gætilega um Kambana í
þessari háiku. — Georg.
inu og venjan er, að þingmenn-
irnir þaðan greiði einungis at-
kvæði í málefnum sem ekki eru
hápólitísks eðlis.
Brandt hélt því ákveðið fram,
að fulltrúar frá bandalagsríkj-
um ættu ekki að vekja þá skoð-
un, að þeir hefðu afskipti af
Sambandsþinginu, sem væri
frjálst að því að taka sínar eigin
ákvarðanir. Hann væri þeirrar
skoðunar, að fulltrúarnir frá V-
Berlín gætu tekið virkan þátt í
kosningu nýs forsætisráðherra,
nákvæmlega með sama hætti og
þeir hefðu rétt til þess að kjósa,
er lýðveldið kysi forseta.
Þess er ekki vænzt, að stjórn-
arkreppan í Bonn leysist fyrr, en
lokið er kosningunum, sem fram
eiga að fara í sambandsríkinu
Bajaralandi nk. sunnudag. Kies-
inger mun ræða við Brandt á
morgun, þriðjudag um stjórnar-
myndun og fyrst á fimmtudag
mun hann eiga sams konar við-
ræður við Erich Mende, lei'ðtoga
frjálsra demókrata. Síðdegis á
morgun mun Willy Brandt og
varamaður hans, Herbert Wehn-
er, ræða við Heinrich Lúbke for-
seta um stjórnarkreppuna.
LÆGÐIN yfir Grænlands- víða um land, en að því búnu
hafi fór mjög dýpkandi í gær gengi hann í norðaustrið og
og áttu menn von á, að henni kólnaði.
fylgdi A-hvassviðri og snjór