Morgunblaðið - 15.11.1966, Page 3
Jt'JL'IOJ UU.Ct£, Oi-i
uco.
1ÖUU
Híti tk é Vf 0J> Jfa ** á# á tá*
0!ympiuskákmótið:
Hafa unnið eina skák gegn
Rúmenum, en 3 í bið
Eru í 10 — 11 sæti ásamt Dönum
5. Tékkar 20 og 1 b
6. Argentina 19% og 2 b '
7. Búlgaría 19% og 1 b
8. Rúmenía 17%og3b
9.—10. ísland og
Danmörk 13 og 3 b
12.—13. Spánn og
A-Þýzka. 12% og 4 b
14. Noregur 8% og 1 b
15. Kúba 7% og 2 b
Skák Friðriks Ólafssonar
gegn Miagmarsuren (Mong-
ólíu) úr 3. umferð undanúr-
slita á Ólympíuskákmótinu í
Havana:
í NÍUNDU umferð Olympíu-
skákmótsins á Kúbu tefldi
Island gegn Rúmenum. Lauk
aðeins einni skák, og var það
Guðmundur Sigurjónsson sem
sigraði Drimer á 4. borði, en
aðrar skákir fóru í bið. Eru
íslendingar þá í 10-11 sæti
ásamt Dönum. Sovétríkin
halda forystunni sem fyrr, en
Júgóslavar og Bandaríkja-
menn fylgja fast á eftir.
í sjöundu umferð tefldu ís-
lendingarnir við Sovétmenn,
og eins og áður hefur verið
skýrt frá, gerðu þeir Friðrik
og Guðmundur Pálmason
jafntefli, en Ingi og Gunnar
Gunnarsson töpuðu báðir bið-
skákum sínum. Útkoman varð
því 3 vinningar gegn einum
Sovétmönnum í vil, sem verð-
ur að kallast góð útkoma.
Önnur úrslit í sjöundu um-
ferð urðu: Danmörk 2% —
A-Þýzkal. 1%, Spánn 2 —
Rúmenía 2, Bandaríkin 3 —
Noregur 1, Júgóslavía 1% —
Tékkar 2%, Argentína 2% —
Búlgaría 1%, Ungverjaland
3% — Kúba %.
í áttundu umferð tefldu ís-
lendingarnir við Spán, og
fóru heldur illa út úr því, þar
sem þeir töpuðu 2% — 1V2.
Gerðu þeir Friðrik, Ingi og
Guðmundur Sigurjónsson all-
ir jafntefli, en Guðmundur
Pálmason tapaði. önnur úrslit
í þeirri umferð urðu: Sovét-
Myndin er af Bent Larsen, s kákmeistara, er hann tefldi við
Wolfgang Dahlman á Olympí uskákmótinu á Kúbu. Bent tap-
aði skák sinni á móti Dahlman, sem er A-Þjóðverji.
Heimsmeistarinn Tigran Petrosyan sem teflir á fyrsta borði
fyrir Sovétríkin, slappar af meðan hann virðir fyrir sér varn
arstöðu sína í einni skákinni sem hann hefur teflt á Olym-
píumótinu á Kúbu. Rússar hafa sigrað í sjö síðustu Olympiu-
skákmótum. — AP.
ríkin 2% — A-Þýzkaland 1%,
Argentína 2 — Tékkar 2,
Rúmenar 2% — Búlgarar 1V2,
Ungverjar 3% — Danir %,
Bandaríkin 1% — Júgóslavía
2V2, Noregur 2 — Kúba 2, ein
skák aftur í bið.
Önnur úrslit í níundu um-
ferð: Danmörk 1 — Noregur 0,
og 3 í bið, Búlgaría 2 — Tékk-
ar 1, ein í bið, Sovétríkin %
— Ungverjar %, 3 í bið,
Júgóslavar 2 — Kúba 1 og
ein í bið, Argentína % —
Bandaríkin % og 2 í bið,
Spánn — A-Þýzkal. 4 í bið.
Staðan eftir niu umferðir er
þessi:
1. Sovétríkin 22%og7b
2. USA 22 og 7 b
3. Júgóslavia 22 og 3 b
4. Ungverjal. 20%og3b
Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Miagmarsuren.
I. c4,e6; 2. d4, d5; 3. Rc3, Rf6;
4. Rf3, Be7; 5. Bf4, 0—0; 6. e3,
Rbd7; 7. Hcl, c6; 8. Bd3, dxc4;
9. Bxc4, Rd5; 10. Bg3, Rd7—f6;
II. 0—0, Rxc3; 12. bxc3, Re4;
13. Bf4, Da5; 14. Dc2, Rf6; 15.
e4, c5; 16. Bd3, h6; 17. De2,
He8; 18. h3, Bf8; 19. e5, Rd5;
20. De4, g6; 21. Bd2, Dd8 ‘(Ef
21...... Dxa2; 22. Hal og
Hfbl); 22. h4, h5; 23. g4, hxg4;
24. Dxg4, Bg7; 25. h5, gxh5;
26. Dxh5, f5; 27. Khl, He7; 28.
Hgl, Bd7; 29. Bh6, Be8; 30.
Dg5, Hc7; 31. Bxg7, Dxg5; 32.
Rxg5, Hxg7; 33. Rxe6, Hxglf;
34. Hxglf, Kh8; 35. Bxf5,
Rxc3; 36. Rxc5, Bc6f; 37. Kh2,
Re2; 38. Hg4, Hf8; 39. Hh4f,
Kg8; 40. Bh7f, Kf7; 41. Bd3,
b6; 42. Bxe2, og svart gaf.
Vika til stefnu
NÚ ER aðeins vika þar til dreg-
ið verður í Landshappdrætti
Sjálfstæðisflokksins um banda-
rísku fólksbifreiðarnar þrjár. —
Vinningsbifreiðirnar eru af gerð
unum Dodge Dart, Plymouth
Valiant og Rarnbler American,
allar af árgerð 1967. Samanlagt
verðmæti þeirra er liðlega ein
xnilljón króna.
Segja má, að sjaldan gefizt
fólki kostur á jafn glæsilegum
vinningum fyrir jafn lítið fé,
Árshátíð Sjálf-
slæðisfélaganna
í Borgarfirði
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Mýra
og Borgarfjarðarsýslu efna til
árshátíðar nk. laugardag hinn 19.
nóv., kl. 20. Verður sameigin-
legt borðhald og fjölbreytt dag-
skrá sem nánar verður birt síðar.
því miðinn í þessu happdrætti
kostar aðeins 100 krónur.
Skorað er á þá, sem enn hafa
ekki gert skil á heimsendum mið
um, að draga það ekki lengur.
Skrifstofan í Sjálfstæðishúsinu
er opin alla daga, sími 1-71-00.
Ennfremur er þeim tilmælum
beint til þeirra úti á landi, sem
fengið hafa miða, að gera nú skil
til viðkomandi skrifstofu.
Minnist þess, að 22. nóvember
mun þremur heppnum aðilum
gefast kostur á að setjast undir
stýri bandarískrar lúxusbifreið-
ar — fyrir 100 krónur!
STAKSIEIIVAR
Sovétríkin og
Baltikaíerðin
Greinilegt er, að Guðmundi
Böðvarssyni hefur orðið mikið
um að lesa frásagnir ferðalanga
á Baltika um það sem fyrir augu
bar, þegar komið var til tveggja
borga í Sovétríkjunum. Hefur
Guðmundi orðið svo mikið um,
að hann skrifar heilsíðugrein í
Þjóðviljann til þess að hrekja ‘
umsagnir ferðafólksins um þess-
ar tvær borgir. Tilraunir hans
til þess taka á sig hinar kátleg-
ustu myndir eins og sjá má af
eftirfarandi tilvitnun í grein
hans sem birtist í Þjóðviljanum
s.l. sunnudag. En þar segir hann
meðal annars: „Ég veit ekki hvað
farþega á Baltika hefur van-
hagað hvað mest um, þegar þeir
gengu í búðir í Jalta og Odessa,
kannski kók eða tyggjó, en ég
sá ekki annað en að verzlun
væri í fullum gangi í Jalta þess-
ar vikur sem ég var þar, og
meira að segja gífurlega mikill.
Mjög mikið hefur verið byggt
þar undanfarin ár, og bæði stóðu
yfir miklar framkvæmdir á þvi
sviði og aðrar voru í undirbún-
ingi. Auk þess er vegalagning
um hinar bröttu hliðar Krim-
fjalla bæði dýr og vandasöm, en
hefur verið leyst af hendi með
meiri ágætum en svo, að við höf
um í okkar landi nokkuð til
samanburðar. Fjölbreytni í allri
matvælaframleiðslu er svo sem
eðlilegt er, ósambærileg við okk-
ar eigið getu á því sviði, því
landið er suðlægt og gagnauð-
ugt grænmetis- og ávaxtaland."
Rússar kunna
borðsiði!
„Að fólk þar hafi verið „illa
búið, svekkt og óræstilegt" er
rógur, sem ef til vill er samboð-
inn þessu sögufólki en ekki öðr-
um. Hversdagslega er fólkið
þarna létt og þægilega klætt í
sumarhitunum, en á kvöldin í úti
leikhúsunum er það sízt ver bú-
ið, en hér mundi vera, ef slíkir
staðir væru hér til, og í hinum
stóru og fögru leikhúsum Moskvu
borgar er fólkið klætt á sama
hátt og við Norðurlandabúar, er
við gerum okkur dagamun og
göngum í okkar Þjóðleikhús.
Hvað viðvíkur þeirri yfirlýsingu,
að Rússar kunni x enga borðsiði,
er það helzt að segja að slíku
fjarstæðu bulli um svo gamal-
gróna menningarþjóð sem Rúss-
ar eru, þarf ekki að svara. Aftur
á móti eru slíkar fullyrðingar
táknrænt dæmi um það, hváð
sefasjúkum aumingjum dettur
í hug að bera á borð fyrir les-
endur sína, þegar sneyðast tekur
um áróðursefnið."
“ Gróusögur um
sóðaskap “
„Alveg það sama má segja um
gróusögur þessa Baltikafólks um
sóðaskap í Rússlandi og geig-
vænlegt kæruleysi í þeim efn-
um. Slíkum umsögnum ræður
óskhyggjan ein, ég hef ekki kom
ið auga á sóðaskap, þvert á móti
mikinn þrifnað í þeim rússnesku
borgum, sem ég hef komið í,
bæði er ég dvaldist í Sovétríkj-
unum mánaðartíma 1953 og eins
nú. Hef ég ekki getað séð að borg
ir Norðurlanda stæðu rússnesk-
um framar að lireinlæti og fögr-
um gróðri, nema síður væri, að
minnsta kosti ekki hún Reykja-
vik okkar blessunin — og sjálf-
sagt hefði hundaskíturinn á göt-
um Kaupmannahafnar orðið þess
um vitnum Timans og Morgun-
blaðsins fundið fé og dýrðleg
áróðursnáma ef sú annars á-
gæta borg væri í Rússlandi".