Morgunblaðið - 15.11.1966, Page 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. des. 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur. Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður JBjarnason frá Vigur.
Matthías Joi’annessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglvsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
VERÐSTÖÐVUN
l/'erðstöðvunarstefna ríkis-
" stjórnarinnar hefur fund-
ið svo ríkan hljómgrunn með
al almennings í landinu, að
langt mun síðan aðgerðir
ríkisstjórnar gegn verðbólg-
unni hafa hlotið svo almennt
fyigi.
Þegar í haust var Ijóst, að
grundvöllur var að skapast
fyrir ákveðnum aðgerðum af
hálfu ríkisvalds og Alþingis
til stöðvunar verðbólgunnar
og var brautin rudd, þegar
bændur féllust á hóf-
lega verðlagningu landbún-
aðarafurða. í kjölfarið fylgdi
lækkkun bræðslusíldarverðs
vegna verðfalls á heimsmark-
aði, sem bæði útgerðarmennn
óg sjómenn sættu sig við.
Síðan er vitað, að margir að-
ilar, sem hugðust hækka
verð á þjónustu sinni og vöru,
hafa fallið frá þeim fyrir-
ætlunum, og þar með veitt
verðstöðvunarstefnu ríkis-
stjórnarinnar mikilvægan
stuðning.
Samningar við öll helztu
verkalýðsfélögin hafa verið
lausir frá 1. okt. sl., og enn
sem komið er virðist tiltölu-
lega lítil hreyfing komin á
nýja samningsgerð. Því verð-
ur hins vegar ekki að ó-
reyndu trúað, að verkalýðs-
hreyfingin, sem tekið hefur
upp nýja stefnu í kjaramál-
um á sl. tveimur árum með
ágætum árangri fyrir með-
limi sína, reyni að bregða
fæti fyrir þá ákveðnu til-
raun, sem ríkisstjórnin beitir
sér nú fyrir, til stöðvunar
verðbólgunnar.
Allir aðilar í landinu eiga
svo mikið í húfi að fram-
kvæmd þessarar stefnu tak-
ist, að allir verða að leggjast
á eitt með ríkisstjórninni um
að svo verði. Það á jafnt við
um launþega sem atvinnu-
rekendur.
Það liggur alveg ljóst fyr-
ir, að ef treysta á þann
mikla ávinning, sem náðst
hefur í bættum lífskjörum al
mennings á sl. 7 árum, verð-
ur nú að stöðva verðbólgu-
skrúfuna. Staða allra helztu
atvinnugreina er nú þannig,
að þær geta ekki tekið á sig
írekari kostnaðarhækkanir,
þar sem verðfall hefur orðið
á öllum helztu útflutnings-
afurðum okkar. Það sem í
húfi er, er því annars vegar
að treysta þann ávinning,
sem þegar hefur náðst í bætt-
um lífskjörum fólkinu til
handa, og hins vegar að
stuðla að því að atvinnuveg-
irnir geti haldið áfram að
starfa með þeim blóma, sem
þeir hafa starfað á sl. 7 ár-
um og að næg atvinna haldist
í landinu eins og verið hef-
ur. —
DÝR VELFERÐAR-
ÞJÓÐFÉLÖG
0ft er vitnað til hinna
Norðurlandanna um það
sem til fyrirmyndar þykir og
vissulega er það svo, að bæði
við og aðrar þjóðir getum
margt af þeim lært. Á Norð-
urlöndunum, og þó sérstak-
lega í Svíþjóð, Noregi og
Danmörku hafa verið byggð
upp velferðarþjóðfélög, sem
mikla viðurkenningu hafa
hlotið en skapa þó ó'hjá-
kvæmilega margvísleg vanda
mál.
Tryggingarkerfi er þar orð
ið mjög fullkomið og segja
má með nokkkrum sanni, að
ríkið hugsi vel um sitt fólk,
og grípi alls staðar inn í,
þegar þörf krefur. En vel-
ferðarþjóðfélögin á Norður-
löndum eru orðin mjög dýr,
og þess verður greinilega
vart, að fólkið sem í þessum
löndum býr, kvartar mjög
undan geysiháum sköttum.
Einmitt þessi staðreynd er
þess virði að við veitum
henni athygli. Hér á landi eru
sífelldlega gerðar meiri og
meiri kröfur á hendur ríkis-
valdinu um að það taki að
sér ýmis konar þjónustu og
fyrirgreiðslu við þegnana.
Þess er hins vegar ekki alltaf
gætt, að slíkt kostar mikla
peninga og þeir peningar
geta ekki komið annars stað-
ar frá en úr vösum skatt-
greiðenda sjálfra.
Þess vegna er full ástæða
til þess fyrir íslendinga að
fara varlega á brautinni til
velferðarríkisins og reyna
heldur að veita athafnaþrá
og starfsorku fólksins í land-
inu útrás í eigin framkvæmd-
um og sjálfstæðu starfi þess
heldur en að skapa hér gíf-
urlega yfirbyggingu, sem
reyndist síðan svo dýr í
rekstri að allir kvarta undan
því.
Á markaðstorgi í Riyadh
Daglegt líf í Sauúi Arabíu
Ryadh, Saudi Arabíu
(Roy Essoyan — AP)
EF ÞÉR geðjast að hreinlegu,
óbrotnu líferni, er Saudi Ara-
bía staðurinn fyrir þig.
Hér eru reykingar litnar
hornauga. Drykkja, fjár-
hættuspil og kvikmyndir eru
bannaðar. Kynferðismál og
ofbeldi er klippt úr sjón-
varpsdagskrám. Dagblöðin
draga úr fregnum um stór-
skaða, glæpi og umferðar-
slys. Og þau birta engar
myndir af konum.
Það er lítið eftir, sem vald-
ið getur taugaflækjum í þessu
eyðimerkur konungsdæmi,
sem er næstum því eins stórt
og Vestur-Evrópa.
í Saudi Arabíu er lifað, að
minnsta kosti á yfirborðinu,
samkvæmt kóraninum, orðum
Allah, eins og þau voru rit-
uð niður af spámanni hans,
Móhammeð, fyrir 1300 árum.
Kóraninn er ekki aðeins
biblía Saudi Arabíu, heldur
éinnig stjórnarskrá, refsilög,
borgarréttur og reglur um
eins takl ingshegðun.
Og árangurinn er, að í sum
um afskekktari héruðum
þessa strjálbýla. lands er
hægt áð setja menn í fang-
elsi, ef þeir nást reykjandi
á götum úti.
í sumum hverfum hinnar
konunglegu höfuðborgar má
draga menn á brott og húð-
strýkja þá, ef þeir mæta ekki
við morgunbænir í dögun. Og
alls staðar í landinu er hætta
á að fá 80 högg og sex mán-
aða fangelsi ef menn eru
staðnir að drykkju.
Ólöglegt áfengi er fáanlegt
og bannaðar myndir eru
sýndar, en flaskan af áfeng-
inu kostar um 1100 kr. og
myndirnar eru sýndar að
tjaldabaki á einkaheimilum.
Sjónvarp kom fram fyrir
nokkrum mánuðum, og það
var merkur sigur yfir hinum
íhaldssömu öflum innan
Múslím, sem telja syndsam-
legt að gera eftirmyndir
manna. En ajónvarpsdag-
skrárnar, sem að mestu eru
sóttar úr vesturátt, eru undir
ströngu eftirliti.
Atriði um glæpi og ofbeldis
verk eru ekki leyfð. Einnig er
banna'ð að sýna bikíniföt,
kossaflens og dans, jafnvel
hið sérkennandi arabíska fyr-
irbæri magadans. Nýlega var
felilt úr teiknimynd kossa-
atriði millli Mikka Músar og
Minnie.
Allt þetta leiðir til tilveru,
sem er heilsusamleg, þótt hún
sé ekki æsandi, þar sem að-
aláherzlan er lögð á hinar ó-
brotnu nautnir lífsins.
Fólk kemur saman á gang-
stéttarkaffihúsum til þess að
totta vatnspípur sínar, tefla,
dreypa á kaffi eða ræðast við.
Fullvaxnir menn flykkjast á
ísbari og ræða af alvöru hin
afstæðu gæði hinna ýmsu
bragðtegunda íss þess, sem á
boðstólum er.
Fólk ekur marga kílómetra
til að stunda sérstakan gos-
drykkjastað í úthverfi Jedd-
ah, þar sem það heldur fram
a'ð drykkirnir séu betur kæld-
ir en annars staðar í borgimni.
Ein vinsælasta tómstunda-
iðja unngra og gamalla er að
aka um sólsetur út í hina
opnu eyðimörk og stanza þar,
sem standa fáeinir klunnaleg-
ir bekkir dreifðir um svæði í
auðninni.
Framhald á bls. 19
Á götu í borginni Taif