Morgunblaðið - 15.11.1966, Qupperneq 31
Þriðjudagur 15. des. 1966
MORGUNBLAÐÍÐ
31
— Stórátök '
FramhalcJ af bls. 1
Her ísraeismanna hélt yfir
landamærin inn í Jórdaníu,
skömmu eftir dögun á sunnudags
morgun. Skiptist hann í tvær
fylkingar, sem héldu að þorpun-
um Samu, Khirbet Markaz og
Khirbet Jinawa. Var árásin gerð
á svæði, þar sem ísraelsmenn
fullyrða, að hermdarverkamenn
hafi komið frá til þess að koma
fyrir jarðsprengjum í vegum inn
an landamæra ísraels. Síðasta
sprengingin af því tagi hafi orðið
aðfaranótt laugardagsins, er þrír
ísraelskir hermenn hafi beðið
bana, en að undanförnu hafi ver-
ið framkvæmd 13 skemmdarverk
af hálfu Jórdaníumanna og var
skýrt frá því af hálfu ísraels-
hers, áð hernaðaraðgerðirnar nú
væru framkvæmdar til þess að
svara þessum skemmdarverkum.
Af hálfu. ísraelskra yfirvalda
var því haldið fram að einn ísra
elskur hermaður hefði fallið í
bardögunum en.hernaðaryfirvöld
in í Amman halda þvi fram, að
meira en 50 fallnir og særðir
Israelsmenn hafi legið _ eftir í
valnum, er her fsraelsmanna dró
sig til baka.
Þá hefur talsmaður jórdanska
hersins enn fremur tilkynnt að
þrír skriðdrekar ísraelsmanna
hafi verið eyðilagðir innan landa
mæra Jórdaníu og að sjö skrið-
drekar til viðbótar að minnsta
kosti og 12 brynvagnar hafi verið
eyðilagðir rétt við landamærin.
Auk hinna tveggja flugvéla ís-
raelsmanna, sem skotnar hafa
verið niður og voru af gerðinni
Mirage, hafi þriðja Miragevélin
orðið fyrir skotum Jórdaníu-
hers.
Samkvæmt hinn opinberu til-
kynningu JórdaníuherS féllu af
honum sex menn en ellefu særð-
ust. ísraelsmenn hafi beitt skrið
drekum og enn fremur heilli
sveit af Mirageþotum.
Sjónarvottur af átökunum hef-
ur sagt svo frá, að ísraelsmenn
hafi fyrst orðið fyrir skotum frá
víggirtri lögregluvarðstöð við
Rajaa E1 Madfaa á leiðinni til
Samu. Eftir að skothríð þaðan
hófst, hafi ísraelsmenn þegar
svarað í sömu mynt og skrið-
drekasveit þeirra skotið varð-
stöðina í rúst. Síðan hafi geisað
án afláts skothríð á milli ísraels
hers og hermanna og lögreglu-
varðmanna Jórdaníu.
Arásin var framkvæmd þannig <
að lið Jórdaníu var neytt til I
þess að hörfa frá einni hlið- I
inm og orðið að hörfa til staðar,
þar sem hinn hluti hers ísraels
þeið tilbúinn til þess að taka á
móti því.
Ayub Khan forseti Pakistans,
sem á sunnudag byrjaði opin-
bera heimsókn í Jórdaníu, hefur
fullvissað yfirvöld þar, að land
hans muni veita Jórdaníu fuil-
an stuðning í átökum þess við
Israel. Þá hefur verið tilkynnt
af hálfu stjórnarinnar í Ku-
wait, að landið muni láta Jórd-
aníumönnum í té allt það, sem
landið má, í því skyni að unnt
verði að hrinda hverri árás
ísraelsmanna. Þá hefur ríkis-
st.iórn fraks ennfremur tilkynnt,
að hún muni veita Jórdaníu all-
an bann stuðning, sem henni er
unnt.
Frá því hefur verið skýrt, að
skothríð hafi átt sér stað á milli
hermanna fsraels og Sýrlands á
landamærum ríkjanna í Dan-
héraðinu í Norður-fsrael á sunnu
dag.
ísraelsstjórn reyndi fyrir
skemmstu að fá því framgengt,
að Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti ályktun, þar
sem sýrlenzk yfirvöld væru
gagnrýnd og á þau skorað að
vinna betur að, því að hindra, að
árekstrar yrðu á landamærum
landsins og ísraels, en tillagan
var felld, þar eð Sovétríkin
beittu neitunarvaldi sínu gegn
henni og rökstuddu þá ákvörð-
un á þann veg, að ekki væri
unnt að skella allri ábyrgðinni á
átökum þeim, sem orðið hefðu
á landamærum ríkjanna á sýr-
lenzk yfirvöld einsömul.
Samkvæmt síðustu fréttum
hefur Jordaníustjórn farið þess
á leit, að öryggisráðið komi
saman og ræði árás ísraelshers
á sunnudag. Sýrlandsstjórn hef-
ur hvatt Arabaríkin til þess að
beita sér sameiginlega gegn ísra-
el, en á það hefur verið bent, að
erfitt muni verða að skapa sam-
stöðu þeirra í þessu skyni, því
að mörg Arabaríkjanna munu
þess mjög ófús að vita af her-
liði sumra annarra Arabaríkja á
eigin grund.
Mikil ölvun í bænum
Drukkinn maður tekinn á
reiðhjóli
SkóBccfónleikar
Á MIÐVIKUDAGINN, 16.
nóvember, verða aðrir tónleikar
D-flokksins kl. 2 í Háskólabíói.
D-flokkurinn er, eins og áður
hefur verið frá skýrt, fyrir skóla
AÐ þvi er lögreglan tjáði Mbl. i
gær, var óvenjulega mikil ölvun
um helgina, og var Síðumúli
löngu orðinn yfirfullur af ölkær
um borgurum, þegar aðaltimi
BhBetl'r sjiían-
legir berum
augum
Bochum, 14. nóv. — NTB:
Á SUNNUDAG sáust í stjörnu
rannsóknastöðinn í Bochum í V-
Þýzkalandi mjög stórir sólblett-
ir, svo stórir að sjáanlegir voru
berum augum. Sumir voru blett
ir þessir svo stórir að þvermál
þeirra nam 12 sinnum þvermáli
jarðar. Einn stærsti blettanna
mældist 156.000 km. í þvermál
en minni blettir voru um 43,000
km. Sólblettir þessir verða sjáan
legir berum augum næstu daga,
að því er stjörnurannsóknastöðin
hermir.
ölvunarinnar á laugardagskvöld
rann upp. Hluiust af því nokkur
vandræði.
Meðal þeirra sem fengu gist-
ingu í Síðumúla var herramaður
einn úr Hafnarfirði, sem lög-
reglan tók syngjandi glaðan á
reiðhjóli við Nesti í Fossvogi.
Kom í ljós við yfirheyrslur á
staðnum, að maðurinn var að
koma úr nætursamkvætjii í bæn
um og hafði háft í huga að fá
sér gönguferð til Hafnarfjarðar.
En er hann komst að hitaveitu-
stokkunum í Öskjuhlíð rakst
hann á reiðhjól, og ákvað að
fara hjólandi, það sem eftir var
leiðarinnar. Eins og áður segir,
greip lögreglan í taumanna áð-
ur en hann komst svo langt, og
var hann fluttur í fanga-
geymslur lögreglunnar.
. fram á skólatónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar og vakti verð-
skuldaða hrifningu jafnaldra
sinna, er á hlýddu. Tónleikunum
lýkur með Scherzói úr 7. sin-
fólk á aldrinum 16 til 21 árs, en ! fóníu Beethovens.
vitanlega er öllu áhugafólki Skólatónleikunum fyrir yngra
heimill aðgangur á meðan hús- skólafólk úr barnaskólunum
rúm leyfir. Verkefnaval á tón- verður haldið áfram á fimmtu-
leikum þessum miðar sérstaklega j daginn kl. 10.30 og k 1.2.30, og
að því að kynna og rekja hin daginn eftir, föstudaginn 18.
ýmsu stílbrögð í hljómsveitar- I nóvember kl .2.30. Þar verða
tónlist frá upphafi til okkar j fiuttir „Barnaleikir" eftir Bizet,
tíma. Fyrstu tónleikarnir í D- j þáttur úr konsert fyrir tvær fiðl-
flokknum fluttu verk frá „rena- . ur Dg hljómsveit eftir Bach, en
issance“ og „barokk" tímanum. einleikararnir verða tvéir ungir
Á þessum næstu tónleikum verða nemendur úr Tónlistarskólanum,
eingöngu flutt klassísk verk þeir Sigurður Rúnar Jónsson og
Þ.e.a.s. frá síðari helmingi 18. Einar Hjörleifsson, og þetta
aldar og fram yfir aldamótin j verður hin fyrsta eldraun þeirra
1800. Þar má heyra, hvernig j á hljómleikapalli. Tónleikunum
sónatan þróast á sviði hljóm- j lýkur með sögunni um Töfrá-
sveitartónlistar upp í sinfón- j verzlunina með tónlist eftir
íuna og klassíska konsertinn. Rossini. Stjórnandi allra skóla-
Miarðvíkingar
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags
Njarðvíkur verður í Stapa í
kvöld og hefst kl. 8,30.
Lauk viðgerö á vél
Hamrafells í nótt ?
ÞEGAR MBL. hafði síðast frétt-
ir af Hamrafellinu, sem eins og
kunnugt er, varð fyrir vélarbil-
un um 100 mílur suður af Vest-
mannaeyjum aðfaranótt laugar-
dags, var viðgerð í vélarrúmi
skipsins enn ólokið, en gert ráð
fyrir að vélin yrði komin í lag
íþróttir
Framhald af bls. 30
mann sem skoraði sigurmarkið
örfáum mínútum fyrir leikslok,
og þar með var björninn unninn
— 16:15 Völsurum í vil.
Fram — Ármann 17:12
Yfirburðaliðið Fram hafði enga
yfirburði gegn Ármanni, og lét
þetta lið, sem orðið hefur fyrir
hvað mestum „blóðmissi“ á und-
anförnum árum, lengi vel ógna
sigrinum. Þeir hafa eflaust verið
voðalega sigurvissir fyrir leik-
inn, og það mátti líka sjá það
allan tímann að sú hugmynd
hvarflaði ekki að þeim að þeir
kynnu að missa stig yfir til Ár-
manns, enda þótt staðan í hálf-
leik hafi verið 10:9.
Og það var stundum ekki ör-
grannt um að þeirri hugsun skyti
upp í kollunum á manni, að
Þorsteinn markmaður bæri ein-
hvern bræðrahug til Ármanns,
er maður horfði á öll möguleg
og ómöguleg markskot lenda í
netinu. Það skyldi þó aldrei ver-
ið hafa?
Ármenningar léku oft prýði-
legan handknattleik, og sérstaka
athygli vakti Hreinn, hinn há-
vaxni línuspilari, sem skoraði
mörg falleg mörk. I síðari hálf-
leik þéttu Framarar vörn sína
mikið, og létu Armenninga ekki
komast upp með neinn moðreyk.
Sá maður á þessu tímabili oft
kunnáttusamlega útfærð sóknar-
upphlaup, enda þótt oft upp-
skæru þau ekki árangur sem
erfiði. Ármenningum tókst þó
nokkrum sinnum að lauma knett
inum í netið, og var Grímur
hvað seigastur við það. Lauk
leiknum 17:12 fyrir Fram.
með kvöldinu ef vel gengi.
Að því er Hjörtur Hjartar for-
stjóri skipadeildar SÍS tjáði
Mbl. var skipið statt um 70-80
sjómílur suður af Vestmanna-
eyjum. Hafði viðgerðinni seink-
að meira en búist hafði verið
við, og sagði Hjörtur að kæmi
aðallega til af tvennu, að menn-
irnir væru farnir að þreytast
eftir stöðuga vinnu, og veður
væri fremur óhagstætt, enda
þótt það færi batnandi. Sagði
Hjörtur, að hann vonaðist til að
viðgerð myndi ljúka með kvöld-
Fluttir verða þættir úr verkum,
sjaldheyrðum, svo sem Sinfóníu
fyrir tvær hljómsveitir eftir
Johann Christian Bach, en á
sínum tíma þótti hann bera af
föður sínum Jóhanni Sebastian.
Vitanlega verður einnig fluttur
sinfóníuþáttur eftir „föður sin-
fóníunnar“ eins og Haydn hef-
ur oft verið kallaður. Þá verður
leikinn tilbrigðaþáttur úr Con-
certante sinfóníu Mozarts, fyrir
blásarakvartett og hljómsveit,
þáttur úr fyrsta píanókonsert
Beethovens, en einleikari þar
verður Anna Áslaug Ragnars-
dóttir. Anna hefur áður komið
tónleikanna verður að
sinni Bohdan Wodiczko.
þessu
Tel Aviv, ísrael 12. nóvem-
ber AP.
ÞRÍR ísraelskir hermenn biðu
bana í dag er bifreið þeirra ók
yfir jarðsprengju, sem sundraði
henni. 6 særðust alvarlega. Talið
er fullvíst að hermdarverkamenn
frá Sýrlandi hafi komið sprengj-
unni fyrir. Svipaður atburður
átti sér stað fyrir nokkrum vik-
um og olli mikilli ólgu í fsrael,
sem kærði málið fyrir öryggis-
ráði S.Þ.
Kfíll brennur
oj ónýtlsf
AKUREYRI, 14. nóv.
Á laugardagskvöldið kviknaði
í fimm manna fólksbíl inni í
nýja skipasmíðahúsinu í Slipp-
stöðinni h.f. Eigandi bílsins og
annar piltur óku inn í húsið til
þess að lita á verk, sem þar var
nýunnið. Þegar þeir stigu út úr
bílnum, fundu þeir reykjar-
lykt úr farangursgeymslu bílsins,
opnuðu hana og sátu þá eldgloð
í mottu á botni geymslunnar.
Rifu þeir mottuna úr og annað
lauslegt dót og töldu sig hafa
slökkt eldinn að mestu. Til ör-
ygis fóru þeir og sóttu sjó til að
slökkva eldinn til fulls, en þegar
þeir komu aftur með sjóinn var
eldur kominn í sætin í bílnum
og í því sprakk bensíngeymirinn,
sem var undir farangursgeymsl-
unni. Skipti engum togum, að
bíllinn varð alelda á svipstundu.
Piltarnir brenndust lítilsháttar á
höndum og bíllinn er talinn ó-
nýtur. Ekkert tjón varð á hús-
inu.
Enginn sími er þarna í húsinu
eða í næsta nárgenni, svo að
engin tök voru á að kalla á
slökkviliðið, fyrr en um seinan.
Billinn var nýuppgerður og
hafði komið af sprautuverkstæði
daginn áður. — Sv. P.
— Steingrímur
Framhald af bls. 1.
við Mývatn. Foreldrar hans voru
Steinþór bóndi þar Björnsson
bónda á Bjarnarstöðum Björns-
sonar og konu hans, Sigrún Jóns
dóttir bónda og alþingismanns
á Gautlöndum Sigurðssonar.
Hann lauk prófi frá bændaskól-
anum á Hvanneyri árið 1915,
vann á búi foreldra sinna á
Litlu-Strönd við Mývatn 1915—
1917 og var fjármaður á Hvann
eyri 1917—1920. Því næst fór
hann utan til frekari náms í bú
fræðum og lauk prófi frá bú-
naðarháskólanum í Kaupmanna-
! höfn 1924. Hann var kennari
I við bændaskólan á Hvanneyri
I 1924—1928 og skólastjóri bænda
| skólans á Hólum 1928—1935. Bú
| naðarmálastjóri varð hann á
( miðju ári 1935 og gengdi því
! embætti til ársloka 1962, að
undanskildum þeim tímabilum,
er hann átti sæti í ríkisstjórn.
Auk þeirra aðalstarfa, sem hér
hafa verið rakinn, kom Stein-
grímur Steinþórsson víð^ víð
sögu og sinnti margvíslegum á-
byrgðarstörfum á sviði félags-
mála og þjóðmála. Hann var ný-
býlastjóri á árunum 1936—1941,
átti sæti í nýbýlastjórn frá 1941
til æviloka og gengdi þar um
skeið formannsStörfum. 1 skipu
lagsnefnd atvinnumála var hann
1934—1937, átti sæti í veiðimála
nefnd frá 1935, var settur for-
stjóri landbúnaðardeildar At-
vinnudeildar háskólans 1937-1941
og átti sæti í sýningarráði ís-
landsdeildar heimssýningarinnar
í New York 1938—1940. Hann
var formaður milliþinganefndar
í tilraunarmálum landbúnaðar-
ins 1938—1939 og átti síðar sæti
og var formaður í tilraunarráði
landbúnaðarins. f nýbyggingar-
ráð var hann skipaður 1944.
Hann átti sæti í bankaráði Lands
banka íslands frá 1957. Á árinu
1957 var hann skipaður í orðu
nefnd og var jafnframt formað-
ur hennar. Hann tók sæti í nátt-
úruverndarráði 1956 og dýra-
verndarnefnd 1957. Hann átti
lengi sæti á Alþingi, var þing
maður Skagfirðinga á tímabil-
inu 1931—1959, þó ekki sam-
fleytt en hann sat á 26 þingum
alls Hann var kjörinn forseti
sameinaðs Alþingis haustið 1949
en lét af því starfi 14. marz 1950,
er honum var falið myndun ríkis
stjórnar. Var hann síðan forsætis
og félagsmálaráðherra til 11. sept
ember 1953, en tók þá sæti land
búnaðar- og félagsmálaráðherra
i nýrri ríkisstjórn, er sat til 24.
júlí 1956.
Þótt hér hafi verið getið
margra mikilvægra starfa Stein-
gríms Steinþórssonar, er enn ó-
talið margt af því, sem haffn
vann á sviði landbúnaðarmála
og annarra félagsmála. Á starfs
árunum í Borgarfirði og Skaga
firði kvað mjög að honum á
vettvangi félagsstarfa í hérað-
og var hann þar víða valinn
til forustu. Eftir að hann gerð-
ist búnaðarmálastjóri, var hann
oft kvaddur til starfa í nefndum
til að vinna að samningum laga
frumvarpa um landbúnaðarmál.
Hvarvetna þar, sem hann lagði
hönd og hug að verki, þótt vel
skipað málum.
Steingrímur Steinþórsson átti
skammt ættar að rekja til gáf-
aðra og mikilhæfra manna og
var gæddur mörgum beztu kost-
um ættar sinnar. Umhverfi það,
sem hann ólst upp í, var þroska
vænlegt gáfuðum og þróttmikl-
um unglingi. Bókmenning var
þar mikil og ríkur áhugi á félags
málum. Hann var því vel að
heiman búinn, er hann hóf bú-
naðarnám tvítugur að aldri, þótt
efnahagur foreldra hans muni
hafa verið fremur þröngur. Með
atorku sinni og hæfileikum
brauzt hann síðan áfram til frek-
ara náms. Að námi loknu var
honum ekki starfa vant, svo sem
ráða má af því, sem rakið hefur
vei ið hér að framan. Hann stund
aði fjármennsku að alúð, meðan
hann bjó sig undir utanferð,
kennsla og skólastjórn fór hon-
um með afburðum vel úr hendi,
en um störf hans síðar í forustu
landbúnaðarmála og þjóðmála er
ekki þörf að fjölyrða, svo alkunn
ugt er, hvernig þau voru af
hendi leyst.
Steingrímur Steinþórsson var
svipmikill og skörulegur. Hann
var vel máli farinn, rökfastur
°g fylgdi fast fram þeim málum,
sem voru honum hugfólgin. Skap
maður var hann, en hafði vald á
skapi sínu. Hann var ósérhlífin
samherji og drenglyndur andstæð
ingur, fús til samstarfs að þeim
málum, sem hann taldi horfa
til heilla. Við fráfall hans á
bændastétt lands vors á bak að
sjá mikilhæfum forustumanni og
þjóð vor öll merkum þjóðskör-
ungi.
Ég vil biðja háttvirta alþingis
menn að votta Steingrími Stein
þórssyni virðingu ína með því að
rísa úr sætum.