Morgunblaðið - 22.11.1966, Side 5

Morgunblaðið - 22.11.1966, Side 5
Þriðjudagur 22. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 ÞaS er angan landsins í „Gamalla blóma angan“. Mörg ný Kjarval á málverk - Angan landslns - og heilsuböð / sveifinni MÁLVERKAUPPBOf) verður nefnast: Venus, Venus og haldið hjá Sigurði Benedikts epli og Venus við þvottaskál- syni kl. 5 í dag á Hótel Sögu ina. Eftir Einar Jónsson mynd og verður þar margur dýr- gripurinn falur til kaups. Selja á samtals 53 málverk eftir 25 málara og í skrá yfir máiverkin má m.a. sjá sem höfundarnöfn: Jón Engilberts, Finn Jónsson, Jón Þorleifsson, Snorra Arinbjarnar, Jón Helga son biskup, Kristínu Jónsdótt- ur, Gunnlaug Blöndal, Einar Jónsson, Jóhannes S. Kjarval og Ásgrím Jónsson. Eftir Jón Engilberts verða seldar fjórar myndir og má til nefna olíúmálverkið Nat- ure morte. Eftir Finn Jónsson eru tvö olíumálverk: Snæfell og Bátar og hús; eftir Jón Þorleifsson eitt olíumálverk: Frá Hornafirði; eftir Snorra Arinbjarnar ein vatnslitamynd af Heklu, eftir Jón Helgason tvær blýantsteikningar, ein vatnslitamynd og eitt olíumál verk er nefnist Skútur á Reykjavíkurhöfn; eftir Krist- ínu Jónsdóttur er eitt olíumál- verk, er nefnist Við Þingvalla vatn; eftir Gunnlaug Blöndal eru þrjú stór oliumálverk er höggvara er afsteypa af vegg- skildi er nefnist Konungurinn í Thule og eftir Ásgrím eru tvö stór olíumálverk: Fjalla- sýn á Þingvöllum og Úr Borg arfirði. Jóhannes Kjarval er höfund ur flestra málverkanna á upp boðinu, eða 17 alls. Elzta mynd hans er frá 1917 og er það vatnslitamynd af segl- skútu. Annars eru flestar myndir hans nýjar og sagði Sigurður Benediktsson okkur að sú nýjasta þeirra hefði tæpast verið orðin þurr, er Kjarval kom með hana í gær morgun, enda hefði hann þá látið þau orð falla, að þá mynd þyrftu menn ekki að kaupa frekar en þeir vildu. Á meðan við gengum um salinn og skoðuðum málverk- in bar Kjarval að í eigin persónu og um leið og hann kom upp stigann blasti við honum eitt af málverkum Gunnlaugs Blöndals. Varð þá Kjarval að orði: Mikil óskap- leg mýkt er í þessu. — Þessi fer á nokkur hundruð þúsund. Svo gengur meistarinn í sal inn og skoðar málverkin og ræðir um þau. Hittir frétta- mann Morgunblaðsins og taka þeir tal saman, enda kunnugir vel. Fréttamaður leiðir Kjarval með sér að tveimur stórum myndum sem hanga á einum veggnum. Myndum sem ekki er hægt að lýsa með öðrum orðum en þeim að þær eru af grjóti gróðri og vatni og eru eftir Kjarval. Við látum freistast og prentum hér á eftir dálítið samtal, þó að Kjarval hafi sagt: Ekkert samtal við mig. Maður er þreyttur á reklami, kominn á þennan aldur. Þið eigið að tala við Sigurð Benediktsson. Fréttam.: Kjarval, þú mál- aðir þessar myndir í sumar, það er skemmtilegt. Kjarval: Nei, nei. Það er ein hérna gömul, síðan nítján hundruð þrjátíu og eitt- hvað........ Fréttam.: En hinar eru nýj- ar? Kjarval: Nei, þú átt ekkert samtal að hafa við mig. Fréttam.: Það verður ekkert samtal. Við bara segjum frá þessu í frétt. Þær eru nýjar þessar myndir hérna. Kjarval: Það gleður mig að sjá þig. Fréttam.: Málaðirðu þessar myndir uppi á Kjalarnesi? Kjarval: Ég náði þessu út úr böðunum. Loksins opnað- ist mér nýr heimur fyrir mótívi. Ég fór uppeftir bara af heilbrigðisástæðum og svo loksins finn ég þetta mótív. Mikið óskapa skelfing er þetta einkennilegt. Þarna hef ur þú fundið nýtt mótív sem passar fyrir myndlist. Fréttam.: Er þetta áin sem listmálarinn baðaði sig í? Kjarval: Já. Fréttam.: Af hverju sést ekki fjallið á þessax-i mynd? Kjarval: Það er af því að það er óþarfi. Aðalmótívið er árbakkarnir og áin sjálf. Annars ættuð þið heldur að taka Blöndal og láta hann í blaðið. Fréttam.: Voru þessar mynd ir málaðar eftir baðið. Var þetta svona hressing eftir það? Alfakroppar ÚR ÖLLUM ÁTTUM . 1 .. . ... V . ______________:__ Kjarval: Nei, nei. Ég var ekki með neitt þegar ég fór í baðið, það var bara af heil- brigðisástæðum, en ég fann mótívið á þessari leið. Fréttam.: Hvaða á er þetta? Kjarval: Hún heitir Bleik- dalsá. Fréttam.: Bleikdalsá? Það er fallegt nafn. Kjarval: Já, ég veit það, en ég held að við ættum ekki að segja frá því, þá kemst upp að ég hef verið þarna að stela mótivum. Fréttam.: Hvað — Held- urðu að þú eigir ekki mótívin eins og hver annar? Kjarval: Það er ég ekki viss um. Og nú færum við ökkur að öndverðum vegg og virðum fyrir okkur mynd sem heitir „Gamalla blóma angan. Fréttam.: Hvaða minning liggur að baki „Gamalla blóma angan?“ Kjarval: Ekkert annað en að finna út mynd eftir þessu kvæði. Það mætti alveg eins kalla myndina eitthvað ann- að. Fréttam.: Er þetta angan minningarinnar, eða angan landsins? Kjarval: Það er sjálfsagt angan landsins. Og síðan ræðum við um myndir annarra málara sem þarna eru uppstilltar og töl- um um dugnað Kjarvals og Kjarval um ferðalög okkar. Kveðskap ber á góma og er ekki að sökum að spurja. Far- ið er út í fjarlægasta horn salarins, stungið saman nefj- um og við erum á svipinn eins og strákar sem eru að undirbúa prakkarastrik. Stönd um þarna um stund með vísur og vísubrot á takteinum. Leiðir skilja. Kjarval býður okkur að sitja í niður á Morg- unblað og lætur bifreiðastjór- ann aka Tjarnarbrúna og hef- ur á orði að þetta sé skemmti legustu krókar í bænum. Kveður stökur og spyr okkur hvort veðrið muni hafa áhrif á málverkauppboðið. Við full yrtum að lægðin færi fram hjá að þessu sinni. Alþýðusamband íslands kært fyrir að veita áfengi f SKÝRSLU forseta Alþýðu- sambands íslands, er dreift var á 30. þingi ASÍ sl. sunnudag kemur fram að Áfengisvarnar- nefnd Reykjavíkur hefur kært ASÍ fyrir Landssambandinu gegn áfengisbölinu, vegna þess að áfengi var haft um hönd á 50 ára afmæli sambandsins, og hinn 5. maí sl. ritar Landssam- bandið ASÍ bréf um þetta mál. Forseti ASÍ ræddi málið við forráðamenn Landssambandsins oe lét hann þess þá getið, að ASÍ þætti miður að ekki hefði verið bent á þetta áður en um- rætt afmælishóf fór fram. ASÍ er aðili að Landssambandinu gegn áfengisbölinu og þótti rétt að gengið væri úr skugga um, hvort styrktarfélög hefðu bind- indisskyldu, en yrðu að hætta aðstoð við bindindissamtökin að öðrum kosti. f bréfi Hannibals Valdimars- sonar til Björns Magnússonar prófessors forsvarsmanns Lands- sambandsins segir m.a.: „Bréf yðar sent að afmælinu afstöðnu getur engu breytt, og hefði verið ólíkt viturlegri vinnubrögð, að senda stjórn AI- þýðusambandsins erindi fyrir afmælið og óska þess, að áfengi yrði ekki um hönd haft í sam- bandi við hátíðahöldin. Alþýðusambandið vildi með aðild sinni að Landssambandinu gegn áfengisbölinu leggja bar- áttunni gegn áfengisbölinu stuðn ing og viðurkenningu. Hitt er ljóst, að hvorki verður krafizt bindindisheita af miðstjórn AI- þýðusambandsins, né af stjórn- um verkalýðsfélaga og enn sið- ur af einstökum félagsmönnum í verkalýðshreyfingunni“. Síðan segir í bréfinu: „En sé það skoðun stjórnar Landssambandsins gegn áfengis- bölinu, að Alþýðusambandið hafi skaðað málsstað Landssam- bandsins með því að hafa um hönd áfengisveitingar og slíkt getur endurtekið sig bæði á þess vegum og sambandsfélaga þess — þá er miðstjórn Alþýðusam- bandsins reiðubúin til að segja sig úr Landssambandinu". A fundi A.S.I. í gær upplýsti forseti þess, Hannibal Valdimars son, að Landssambandið gegn áfengisböJinu teldi ekki, að A.S.Í. hefði brotið gegn sam- bandinu varðandi veitingu áfengis innan A.S.Í. Heldur því Alþýðusambandið áfram stuðn- ingi sínum við Afengisvarnar- i samtökin. Til Erlendar Jónssonar Herra Erlendur Jónsson. í Morgunblaðinu 19. þ.m. segið þér um bók mína, Svefneyjar: „Nú væri kannski vegur að stæla það, sem bezt var og frumlegast ort á síðastliðnum áratug. En að apa eftir þær tilraunir, sem lakast tókust — það finnst mér að bera í bakkafullan lækinn, og er þá vissulega vægt að orði kveðið". Gjörið svo vel að nefna í Morg unblaðinu einhverjar þær „til- raunir, sem lakast tókust“, og sem þér teljið „apað eftir“ í bók minni, og leiða rök að áliti yðar með samanburði. Vonandi kem- ur í ljós, hvort ber að líta á ummæli yðar sem dóm eða þvaður. Reykjavík, 20.11. ’66 Baldur Óskaxsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.