Morgunblaðið - 22.11.1966, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. nðv. 1966
HfikKðr umræður um húsnæðism ál í borgarst|árn:
AUKIÐ FRAMBOD LBGIMlSIMDI
OG HÖflEG HÖSALBGA
— nátengd víðtækari umbotum á sviði hús-
næðis- og byggingamála
|Á FUNDI borgarstjórnar
Reykjavíkur sl. fimmtudag
urðu miklar umræður um hús
næðismál og vandamál leigu-
taka. Umræður þessar spunn-
ust út frá tillögu eins borgar-
fulltrúa Alþbl. um að borgar-
stjórn skoraði á Alþingi að
setja lög um hámarksákvæði
um húsaleigu.
Borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins töldu, að aukið
framboð á leiguhúsnæði og
hófleg húsaleiga væri ná-
tengt víðtækari umbótum á
sviði húsnæðismála og bæði
borgarfulltrúar Framsóknar-
flokksins og Alþýðuflokksins
létu í ljós efasemdir um, að
hámarksákvæði um húsa-
Ieigu væru lausn á þessu
vandamáli.
Hér fer á eftir stuttur úr-
dráttur úr umræðum í borg-
arstjórn sl. fimmtudag en
þær stóðu nokkuð á fjórða
tíma,
Jón Baldvin Hannibalsson (K)
sagði húsnæðismálin stórfellt
þjóðfélagslegt vandamál, yfir-
gripsmikið og vandleyst. Hann
sagði, að því væri oft haldið á loft
og með ærnu stolti, að ótrúlega
mikill fjöldi borgarbúa býr í eig
in húsnæði, eða 65—70%. En
þess væri þá látið ógetið, að
flestir eignist þak yfir höfuðið
með striti og áratuga skulda-
áþján. Upplýsti ræðumaður, að
um 33% launþega byggi í leigu-
húsnæði og taldi hann það mjög
hagstætt hlutfall í samanburði
við aðrar þjóðir. I>að væri fyrst
og fremst ungt fólk, sem ætti
í húsnæðiserfiðleikum, og hefði
iðulega ekki efni á að festa kaup
á húsnæði í upphafi starfsferils
síns, þrátt fyrir þá miklu að-
stoð, sem þegar er veitt í þessu
þjóðfélagi. f>ess vegna bitnaði
húsaleiguokrið mest á ungu
fólki og sjúklingum.
Vék ræðumaður að ásigkomu-
lagi leiguhúsnæðis óg taldi það
vera að jafnaði lélegra en eigin
húsnæði. Fullkomin ástæða er
til að gerð sé ítarleg könnun
á leiguhúsnæði, en engin slík
könnun hefur verið gerð, þó er
vitað hvað slík könnun leiðir í
ljós. En það er m.a. að mikill
hluti leiguhúsnæðis er heilsu-
spillandi húsnæði.
Hæðumaður taldi eðlilegt, mið
að við aðstæður, að húsaleiga
nýrra eigna væri há, vegna þeirra
mörgu, sem þurfa að leigja út
frá sér fyrst eftir að byggingu
er lokið, til þess að standa straum
af lánaafborgunum.
Hann lagði áherzlu á, að leigu
miðlun gæti hamlað gegn húsa-
leiguokri.
ítæðumaður lauk máli sínu
með því að segja, að allsherjar-
skipulagsleysi r.íkti í húsnæðis-
málum, sem hefði í för með sér
stórhrakandi menningarástand
í landinu.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, talaði og minnti á samiþykkt
borgarstjórnar frá 19. nóiv. 1964,
þar sem borgarfulltrúar hefðu
verið sammála um, áð húsaleigu-
lögin þáverandi væru orsök leigu
íbúðaskorts. Sagðist ræðumaður
vera sannfærður um að lagasetn
ing í þessu efni geti ekki verið
raunhæif. Danir, Norðmenn og
Svíar hafa ueynt húsaleigulaig
mieð þeim árangri, að þau hafa
ekki orðið raunihæf. Hefur
.reynslan alls staðar orðið sú, að
sMk löggjiöf hefur dregið úr bygg
ingu leiguíbúða, sem orsakar
miögnun búsnæ'ðisskortsins.
Ræðumaður tók dæmi um
leigu og markaðsverð íbúða og
italdi, að ekki væri hægt að taka
tillit til þess þó eign væri fyrir
iöngu afskrifuð, húseigandinn
yrði ætíð að fá leigu í þolanlegu
hlutfa'lli við markaðsverð eign-
arinnar.
Skortur leiguíbúða er mikið
vandamál og kemur ekki sízt
niður á unngu fólki, sem er að
hefja búskap. En lausn þessa
máls liggur ekki í því, að taka
einn þátt þess út og ætla áð gera
honum skil án frekari samhengis
við ráðstafanir, sem miða að því
að endurskipuleggja byggingar-
iðnaðinn í landinu.
Flutti ræðumaður frávisunar-
tillögu við tillögu Jóns B. Hanni-
balssonar.
Einar Ágústsson (F). f>að er
hin mesta nauðsyn að lækka
byggingarkostnað. Að öðrum
kosti er vonlítið að vinna bug á
verðbólgunni og lækkun bygg-
ingarkostnaðar er forsenda lækk
unar húsaleigu.
Mér finnst vera breytt afstaða
hjá borgarfulltrúum Sjálfstæðis
flokksins gagnvart hámarkslög-
um um húsaleigu frá því sem
var fyrir 2 árum. >á var sam-
þykkt tillaga hér í borgarstjórn
um, að ný lög yrðu sett um
leigu íbúðarhúsnæðis. Enginn
sem hér var inni taldi að sam-
þykkt þessarar tillögu fæli það
eitt í sér að fella gömlu lögin
úr gildi. Ég lýsti þá áhyggum
mínum yfir því, að erfitt væri
að setja hámarksákvæði um
leiguhúsnæði. Fyrir 2 árum var
ég í vafa um það hvering hægt
væri að koma slíkri laga-
setningu fyrir. Lögin mega ekki
verða til þess að húsaleiga
hækki og þau mega ekki verða
þannig, að vonlaust sé að þeim
verði framfylgt.
Jón Hannibalsson: (K) Birgir
Gunnarsson viðurkenndi vanda-
málið og að það bitnaði á ungu
fólki, en hann færði hins vegar
engin haldbær rök fyrir þeirri
afstöðu sinni, að hámarkslög um
húsaleigu gætu ekki verið einn
þáttur í lausn þessa vandamáls.
Ástandið kallar á skjótar aðgerð
ir og ég sé engin rök fyrir því
að menn geti ekki stutt þessa
tillögu. Borgarfulltrúinn taldi að
lög um hámarksleigu mundu
draga úr byggingu leiguhúsnæð-
is. Samkv. þessu á þetta verk-
efni t.d. að vera utan við verk-
svið borgarstjórnar Reykjavík-
ur. Hann afneitaði sem sagt því,
að beitt sé því úrræði, sem leyst
getur þetta vandamál, það er
að Reykjavíkurborg byggi leigu-
húsnæði.
Birgir ísleifur Gunnarsson (S)
Ég hef ekki beitt minni afstöðu
til þessa máls frá því 1964. í>á
voru í gildi tvenn lög um húsa-
leigu frá 1943, gömul og úrelt,
og frá 1952 um hámark húsa-
leigu. Ég skildi mína samþykkt
svo frá 1964 að endurskoða bæri
lögin frá 1943 og tel enn að
það eigi að endurskoða þessi
lög.
Spurt er um, hvað gert hafi
verið til þess að framfylgja sam
þykkt borgarstjórnar frá því
fyrir tveimur árum. Ég veit
ekki annað en Alþingi hafi ver-
ið send sú samþykkt, svo og
félagsmálaráðuneytinu.
Um ummæli Jóns Hannibals-
sonar skal ég vera fáorður. Ég
endurtek að vandamálið er til
staðar en vafalaust er fleiri en
ein leið til, til þess að finna
lausn á þessu vandamáli. Borg-
arfulltrúinn bendir aðeins á eina
leið, hún er að mínum dómi
engin lausn og hefur hvergi
reynst vera það, þar sem hún
hefur verið reynd.
Guðmundur Vigfússon (K):
Sjaldan hefur meirihlutinn í
borgarstjórn sannað betur óheið
arleik sinn. Meirihlutanum þótti
gott 1964 að eygja þann mögu-
leika að losna við úrelt leigu-
ákvæði en áhuginn náði ekki
lengra. Tillaga borgarfulltrúa
Jóns Hannibalssonar er ekki
lausn alls vanda, hún er þátt-
ur x lausn hans. I>að er alveg
rétt, að það þarf að endur-
skipuleggja byggingariðnaðinn
en þau úrræði snerta víðtækari
þætti þessa máls.
Ég er þeirrar skoðunar, að
almenn leigumiðstöð, sem tryggði
að það væri farið eftir settum
reglum væri betri en núverandi
ástand, þar sem leiguokrurum
er hleypt á varnarlausan alrnenn
ing.
Það er enginn vafi á því, að'
skortur á leiguhúsnæði og há
húsaleiga er alvarlégt vandamál
í Reykjaví'k og nágrenni. Þetta
vandamál kemur fyrst og fremst
niður á ungu fólki á fyrstu bú-
skaparárum þess, ungu fólki
sem hefur ef til vill nýlokið við
nám, eða er enn við nám, og
hefur ef, til vill þegar hafið að-
gerðir til þess að eignast eigin
íbúð en verður að búa í mjög
dýru leiguhúsnæði á meðan.
Það er ágreiningslaust, að hér
er um mikið vandamál að ræða
en ég er sannfærður um, að
lausn þess liggur ekki í hámarks
lögum um húsaleigu. Slík leið
mundi leiða til stöðvunar á fram
boði leiguhúsnæðis og sprengja
upp húsaíeiguna á því leiguhús-
næði sem fyrir væri, en al-
kunnugt er að það er mjög mikl-
um erfiðleikum bundið að fram-
fylgja lögum um hámarkshúsa-
leigu.
Spurningin um aukið framboð
á leiguhúsnæði og hóflega húsa-
leigu er nátengt og samofin úr-
bætum á málum byggingariðn-
aðarins í heild.
Ég tel, að það mark, sem
ungir Sjálfstæðismenn settu í
þessum málum á s.l. vori sé
mjög eðlilegt framhald af þeim
tillögum, sem framkvæmdanefnd
byggingaráætlunar vinnur eftir.
En við verðum auðvitað að gera
okkur grein fyrir því, að það
tekur nokkurt árabil að koma
slíkum hugmyndum í fram-
kvæmd.
Annar þáttur í heildarlausn
þessara mála er lækkun bygg-
ingarkostnaðar og í því sam-
bandi vil ég benda á þrjú atriði.
í fyrsta lagi tollalækkun á bygg-
ingarvörum, í öðru lagi endur-
skoðun á uppmælingartöxtum
iðnaðarmanna sem talsvert mis-
ræmi er í og í þriðja lagi nauð-
syn þess, að húsbyggjendur
sjálfir njóti að einhverju leyti
ávinnings nýrrar tækni í bygg-
ingariðnaðinum, en það hefur
viljað bregða við á undanförn-
'um árum, að sá ávinningur hafi
einungis komið fram- í auknurn
tekjum iðnaðarmanna. Loks vildi
ég svo benda á nauðsyn þess,
að byggingariðnaðurinn sem
slíkur verði endurskipulagður á
þann hátt, að grundvöllur skap-
| ist fyrir stórum og öfluaum
byggingarfélögum, sem hafi
yfir nægu fjárm.agni og nægi-
iegri tækni að ráða til þess að
geta byggt fjölda íbúða á hag-
kvæman hátt og væri hægt að
hugsa sér myndun slíkra bygg-
ingarfélaga þátttöku allra þeirra
iðnaðarmanna, sem þátt taka í
byggingu húsa og í formi opinna
hlutafélaga.
Öll þessi atriði eru nátengd
'því vandamáli, sem hér er um
að ræða. Ef þessi þrjú megin-
atriði, sem ég ihef nefnt kæmust
til framkvæmda að einihverju
leyti að minnsta kosti er liíklegt
a‘ð framboð á leiguhúsnœði
myndi aukast og húsaleigan
verða hóflegri en nú er.
Einar Ágústsson (F): Ég
þrátta ekki við Birgi Gunnars-
son um það, hvað hann hafi
meint 1964 en spyr: hvað var
það í búsaleigulögunum, sem svo
erfitt var að framkivæma? Við
vitum hvað það var. Það voru
ákvæðin um hámark hiúsaleigu.
Borgarstjórnin hefur samiþykkt
áskorun um að sett verði ný
húsaleigulög. Ég rengi ekki að
skrifstofa borgarstjóra hafi rækt
sínar skyldur í þessum efnum,
sem öðrum en það er enginn reki
að málinu áð senda Alþingi og
félagsmála ráðuneytinu tillögurn-
ar og iflyt ég tillögu um að þessi
ályktun verði ítrekuð.
Borgarfuilltrúi Stynmir Gunn-
arsson sagði hér áðan að ungir
Sjálfstæðismenn hefðu ályktað
um lausn húsnæðisvandamál-
anna og þar með væri allt gott.
Þessi ályktun heifur víst ekki
farið fram hjá neinum okkar.
ýmsir aðrir hafa gert svipaðar
ályktanir um húsnæðismál, en
munurinn er þó sá, að ungir
Sjálifstæ'ðismenn krefjast hærri
fjárhœðar en aðrir hafa treyst
sér til að gera.
Jón Hannibalsson (K): Mér
þykir leitt, að borgarful'ltrúar
meirihlutans skuli víkjia sér und
an því að svara því með rökum
hvers vegna vísa eigi tillögu
minni frá. Þetta er tillaga um
skjóta iausn á vandamálum
‘leigutaka. Þeir tala um, að hún
feli ekki í sér neina „patent“
lausn á húsnæðismálum en hún
er lausn á aðkallandi vandamál-
um fólks, fólks sem þartf að
leigja húsnæði. Það er tvemnt
ólíkt að leysa vandamálin á
skjótan hátt eða í heild eins og
Sjálfstæðismennirnir tala um.
Úlfar Þórðarson fS): Það hef-
ur verið siður sígildra manna
að gera lítið úr því, sem gerist
í þeirra eigin landi, þegar þeir
koma heim frá löngu námi. Ég
vil ekki hlusta orðalaust á um-
mæli borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins um byggingarmál
á Norðurlöndum og að þau séu
í miklu betra horfi en hér. Ég
vil nefna sem dæmi, að í Háskói
bæ í Svíþjóð, sem tekur 15
þús. stúdenta voru 3 þús. stú-
dentai-, sem ekki gátu fengið
inni í borginni. Og í Kaupmanna
höfn eru húsnæðisvandræðin
þannig, að kennsla hefur verið
felld niður í ýmsum deildum
Háskólans þar. Ég efast um að
hin Norðurlöndin séu sérstak-
lega á undan okkur í húsnæðis-
málum. Þvert á móti tel ég lík-
legt, að við eigum að elta Norð-
urlöndin blint í þessum efnum
fremur en öðrum.
Birgir Gunnarsson; Ég man ekkl
betur í þeim umræðum, sem hér
urðu fyrir 2 árum en að ég
fengi litla hugmynd um það,
hvort Einar Ágústsson vildi
setja hámarks ákv. um húsa-
leigu eða ekki. (Það er rétt kall
aði Einar Agústsson frammí og
í þessum umræðum hér hef ég
heldur ekki orðið var við á-
kveðna skoðun borgarfulltrúans
er á málinu. Er það rétt? (Það
er rétt sagði Einar Agústsson).
Þá sé ég ekki hver meiningar-
munurinn er.
Björgvin Guðmundsson: Ég
hef ekki trú á löggjöf um há-
marks húsaleigu sem lausn á
þessu vandamáli. Ég hef meiri
trú að ráðstöfunum til að auka
framboð á leiguhúsnæði. Alþýðu
flokkurinn hefur flutt margar
tillögur í borgarstjórn og nú
síðast 3. marz sl. um byggingu
leiguíbúða fyrir ungt fólk. Hér
er mikið vandamál á ferðinni
og borgarstjórninni ber að gera
nýtt átak í þessum efnum.
Kristján Benediktsson (F):
Athygiisvert er, að Sjálfstæðis-
flokkurinn virðist ekki standa
við samþykkt, sem gerð var hér
fyrir 2 árum. Húsaleigulög eru
að mínum dómi nauðsynleg enda
var borgarstjórnin öll þeirrar
skoðunar íyrir tveimur árum.
Það voru 2 stórir gallar á gömlu
lögunum, annars vegar hámarks
ákvæði um húsaleigu og hins
vegar uppsagnarákvæðin en
það er margt fleira sem þarf
að vera í husaleigulögum og i
lögunum sem voru áður voru
mörg slík atriði, sem nauðsyn-
legt er að ákvæði séu um í lög-
um.
Að loknum þessum umræðum
var tillögu Jóns Hannibalssonar
um hámarks ákv. um húsaleigu
vísað frá með rökstuddri dag-
skrá. <
EFTIR RAKSTtR
„HIÐ FULLKOMNA
ANDLITSBAÐ.
MENNEN
Skin bracer
JV^skinbmcctil
» * r *•
■3 « C c