Morgunblaðið - 22.11.1966, Side 17

Morgunblaðið - 22.11.1966, Side 17
Þriðjuðagur 22. nou. lð€6 MORCUNBLADIÐ 17 Steingrímnr Steinþórsson fyrrum forsætisráðherrn — Minning í DAG verður Steingrímur Stein þórsson fyrrv. búnaðarmálastjóri og forsætisráðherra til moldar borinn. Hann lézt 14. þ.m. eftir að hafa átt um nokkurt skeið við allmikla vanheilsu að stríða. ' Mig langar til að minnast með nokkrum orðum þessa ágæta rnanns, sem ég var svo lánsam- ur að kynnast og verður mér ávallt ógleymanlegur. Steingrímur Steinþórsson fæddist 12. febrúar 1893 að Álftagerði í Mývatnssveit. Hann var kominn af sterkum, dug- miklum bændastofni og voru foreldrar hans Steinþór Björns- son, Björnssonar bónda á Skál og Sigrún Jónsdóttir, alþingis- manns, Sigurðssonar á Gautlönd um. Steingrímur ólst upp hjá for- eldrum sínum í glöðum bræðra- hóp á Litlu-Srönd í Mývatns- sveit, en þangað fluttust for- elarar hans 1895. Steinþór Björnsson nam á unga aldri steinhöggvaraiðn í Danmörku og stundaði allmikið smíðar utan heimilisins á bú- skaparárunum. Húsmóðirin varð því langdvölum að sjá um heimilið og uppeldi sonanna, sem hún gerði með mikilli ástúð og umhyggjusemi. Stein- grímur unni móður sinni mjög og mat mikils þann gilda þátt sem hún átti í góðu uppeldi þeirra bræðranna. Steingrímur stundaði nám við bændaskólann á Hvanneyri veturna 1914 og 1915. Eftir tveggja ára dvöl í foreldrahús- um, fór hann aftur að Hvann- eyri og gerðist fjármaður hjá Halldóri _ Vilhjálmssyni, skóla- stjóra. Árið 1920 fór hann til Danmerkur til framhaldsnáms í búfræði og lauk burtfararprófi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1924. Eftir það gerðist hann kennari við bænda- skólann á Hvanneyri til ársins 1928, er hann var skipaður skóla stjóri við bændaskólann á Hól- um í Hjaltadal. Árið 1935 varð hann búnaðarmálastjóri og gegndi því starfi til ársloka 1962, að undanskyldum þeim sex árum, sem hann átti sæti í ríkisstjórn. Hann var forsætis- ráðherra frá 1950 — 1953 og síðan landbúnaðarráðherra frá 1953 til 1956. Auk þeirra aðal- starfa, sem hér hafa verið talin voru Steingrími falin fjölmörg opinber trúnaðarstörf, einkum á sviði landbúnaðarins. Hann var nýbýlastjóri á árunum 1936— 1947 og 1 nýbýlastjórn frá 1947 til æviloka. Var settur forstjóri Landbúnaðardeildar Atvinnu- tíeildar Háskólans frá 1937— 1941 og var formaður milliþinga íiefndar árin 1938 — 1939. Hann átti sæti í Tilraunaráði landbún- aðarins og var formaður þess um skeið. Hann starfaði í fjöl- mörgum öðrum nefndum og ráð- um og þótti sæti hans ávallt vel setið. Steingrímur varð þingmaður fyrir Skagafjörð árið 1931 og átti lengst af sæti á Alþingi til ársins 1959. Hann átti miklu fylgi að fagna og naut traustrar vináttu Skagfirðinga alla tíð. • Fyrstu kynni okkar Stein- gríms hófust haustið 1929, er ég byrjaði nám við bændaskólann á Hólum. Ég man gjörla daginn þegar Hólaskóli var settur þetta haust. Faðir minn flutti mig heim að Hólum um morguninn, og þegar við stigum af hestbaki á Hólahlaðinu kom skólastjórinn út og bauð okkur velkomna. Handtak hans var þétt, hlýtt og vingjarnlegt, og ég fékk strax traust á þessum gjörvilega og svipmikla manni, traust sem æ Bíðar fór vaxandi. Svo hófst námið og aukin kynni af skóla- stjóranum. Við nemendurnir fundum strax, að hann var af- burða snjall og skemmtilegur kennari. Ég hefi ekki sterkt minni, en þó man ég glöggt enn þann dag í dag margar kennslu- stundir hans frá byrjun til enda. Skólastjórinn skapaði nem endunum fjörugt og skemmti- legt skólalíf, brýndi fyrir þeim reglusemi og hvatti þá til mann- dóms og dáða. Hann þreyttist aldrei á að efla trú þeirra á íslenzkan landbún- að og framfaramál hans og bjó óþroskaða og ómótaða unglinga sem bezt undir framtíðina. Á sveitaskóla eins og Hólum þurftu nemendur þá, meðal annars vegna lélegri samgangna, í ríkari mæli en nú að leita til skólastjórans með margskonar vandamál, fyrirgreiðslur og ráð- leggingar. Hann leysti ávallt úr þessum vandamálum eftir getu og með góðhug og hreinum vel- vilja. í heild fórst honum skóla- stjórastarfið prýðisvel úr hendi. Á 75 ára afmæli Hólaskóla 1957 færðu nemendur úr skóla- stjórnartíð Steingríms skólanum að gjöf málverk af skólastjóra- hjónunum. Með því vildu nem- endurnir votta þeim hjónum virðingu og þakklæti fyrir störf þeirra í þágu skólans. Steingrímur hafði sterka trú á landbúnaði og helgaði honum starfskrafta sína nær óskerta. Hann vann af einlægum áhuga og kostgæfni að velferðar- og framfaramálum hans og mark- aði þar víða djúp spor. Hann var einlægur samvinnumaður og beitti sér fyrir mörgum fé- lagsstofnunum til eflingar land- búnaðinum. Steingrímur Steinþórsson var gæfumaður. í vöggugjöf hlaut hann góðar gáfur og ólst upp hjá ágætum foreldrum við arin- eld íslenzkra sveitamenningar. Hann var víðlesinn, margfróður og sóttist nám veL Steingrímur var skýr í hugs- un, rökfastur og harður mála- fylgjumaður á málþingum sem annars staðar. Hann var vinsæll og mikilsvirtur af öllum, er hann þekktu og náðu vinsældir hans langt út fyrir raðir sam- herja hans. Hann óx með verk- um sínum og því meira sem þau voru stærri og vandasamari. Eitt sinn heyrði ég þjóðkunn- an stjórnmálamann, sem var andstæðingur Steingríms í stjórn málum, halda því fram, að hann hefði tæplega þekkt dæmi þess að nokkur hefði vaxið eins í starfi og Steingrímur Steinþórs- son, er hann var forsætisráð- herra. í eðli sínu var Steingrímur hógvær og frekar hlédrægur, en í kunningjahópi var hann léttur í máli, skemmtilegur og góður félagi. Hann var skapmikill, en þá sjaldan hann brá skapi, var hressilegur andblær x kringum hann. Ennþá er ótalin mesta gæfa Steingríms, sem honum hlotn- aðist er hann kvæntist hinni stórmerku og glæsilegu konu Theodóru Sigurðardóttur, sem nú lifir mann sinn. Hún stóð sem klettur við hlið Steingríms í blíðu og stríðu. Bjó honum gott og glæsilegt heimili og tók með rausn á móti öllum þeim íjölmörgu gestum, er þangað komu og nutu hlýju og gest- risni húsbændanna. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, eina dóttur og þrjá syni sem nú eru uppkomin og mesta myndarfólk. Við fráfall þessa stórmerka manns sendi ég konu hans og börnum hugheilar samúðar- kveðjur og óska þeim alls vel farnaðar. Pétur Gunnarsson. t F. 12. febr. 1893. D. 14. nóv. 1966. í BYRUN september 1920 hóf ungur íslendingur nám við land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn. I stórum hópi ungra manna frá fleiri þjóðlöndum bar hann með sér svipmót síns heima lands og ættbyggðar, djarfur og sviphreinn með fastmótaða skhp- gerð. Þetta var Steingrímur Steinþórsson, síðar búnaðar- málastjóri og forsætisráðherra. Mér er koma hans til skólans sérstaklega minnistæð af þeim ástæðum, að ég hafði þá dvalið yfir 2 ár í Danmörku og eitt ár á landbúnaðarháskólanum án þess að hafa samskipti við landa mína, sem þá voru í Höfn, og því fagnaði ég komu hans í skól- ann. Frá þeim degi hafa kynni mín af Steingrími um 46 ára skeið staðfest, hve miklum mannkostum hann var gæddur og hve vinfastur drengskapar- maður hann var þeim, er hon- um kynntust og hann vann með. Innan skólans lágu leiðir okkar ekki saman, en utan skólans, í frjálsum stundum, er við höfð- um frá náminu, naut ég sam- vista hans meira en annarra og fann jafnan styrk við það að blanda geði við hann, skiptast á skoðunum við hann og þá einnig um málefni, er við höfð- um í grundvallaratriðum mis- munandi skoðanir á. Hann hafði þá þegar fastmót- aðar skoðanir í félagsmálum og þjóðmálum og fór ekki dult með, hverjar þær voru. Hann ræddi slík mál af áhuga og mikilli þekkingu og færði jafnan sterk rök fyrir málflutningi sínum. Leiðir okkar skildu um eins árs bil frá vori 1923 til haustsins 1924, en þá urðum við í hálft ár samkennarar við bændaskól- ann á Hvanneyri. Hann hafði verið nemandi þess skóla á ár- unum 1913—1915 og starfsmaður skólabúsins um þriggja ára skeið nokkru síðar eða frá 1917 —1920. Hann þekkti því vel kennsluform skólans og starfs- hætti hins mikilhæfa skólastjóra Halldórs Vilhjálmssonar, og veittist því létt að fella kennslu sína í þá farvegi, sem áður höfðu verið notaðir á þessum stað. Hann annaðist skólastjórn hluta vetrarins í fjarveru skóla- stjóra. Það mun einróma álit allra nemenda hans frá þeim tíma og síðar, að hann hafi verið mikil- hæfur og traustur kennari og jafnframt farsæll leiðbeinandi fyrir hina ungu menn, er nutu kennslu hans og samvista. Hann var kennari á Hvanneyri fram til vors 1928. Á því ári tók hann við skólastjórn á Hólum í Hjaltadal og búsforráðum skól- ans. Þeim störfum gegndi hann til ársins 1935, er hann tók við störfum hjá Búnaðarfélagi ís- lands sem búnaðarmálastjóri. Hann tók virkan þátt á þess- um árum í stjórnmálum otg varð þingmaður Skagfirðinga 1931 og sat á 26 þingum sem þingmaður fyrir héraðið, dáður af samherj- um sínum og virtur af þeim, sem stjórnmálalega voru í and- stöðu við hann. Þegar Steingrímur tók við for- ustu og stjórn hjá Búnaðarfélagi íslands, hafði undanfarin ár árað illa um þróun landbúnaðarmála. Þá voru krepputímar í öllu at- vinnulífi þjóðarinnar, og fór landbúnaðurinn ekki varhluta af þeim fjárhagsvandamálum, sem skoðanir voru mjög skiptar um, hvernig bæri að leysa. Margt _ hafði verið gert allt frá fyrri stríðslokum til umbóta í landbúnaðarmálum, þótt þær aðgerðir hefðu ekki getað fyrir- byggt hin lamandi áhrif, sem þetta ástand hafði haft á at- vinnumál þjóðarinnar í heild og á framþróun landbúnaðarins sér staklega. Mín persónulega skoðun var þá og er enn, að það hafi verið íslenzkum landbúnaði til mikilla heilla, að Steingrímur valdist þá til forustu fyrir búnaðarsamtök landsins og Búnaðarfélag ís- lands sérstaklega. t ÉG er einn úr hópi nemenda Steingríms Stein(þórssonar frá skólastjórnatíð hans á Hólum í Hjaltadal. Ég kom þar í sfcólann hausitið 1930, dálítið einlþykkt öraafabarn, en ákveðinn að auka þe-kkingu mína í búfræðinni. Steingrímur tók á móti okkur, ákveðinn og virðulegur, mifciM persónuleiki, sem mér er minnis- stæður. Hann hafði fengið í vöggugjöf þá hugsjón að byggja landbún- aðinum framtíð með eflingu fé- lagshyggju fólksins. í heima- sveit sinni hafði hann frá barn- æsku kynnzt því, hver máttur felst í samvinnu og félagslegu samstarfi. Hann taldi sjálfur, að náið samstarf heimilanna á Litluströnd í Mývatnssveit, þar sem hann ólst upp til 22 ára aldurs hefði mótað þetta lífs- viðhorf sitt í æsku. Önnur og víðtækari félagsmálaþróun í heimahéraði Steingríms mun og mjög hafa mótað viðhorf hans gagnvart þýðingu og mætti fé- lagssamtaka á breiðum grunni til framgangs velferðarmálum almennt. Höfuðkennsi ugrein Steingríms í skólanum var jarðræktarfræð- in. Man ég alia tlíð hina ágætu kennslu hans í þeirri grein. Það var svo afskaplega auðrvelt að læra hjá Steingrími. Stjórn hans í kennslustundum og á skólan- um yfir höfúð var hófsöm en ákveðin. Glæsileiki skóilasitjóra- hijónanna á Hólum var rómaður. Ég minnist verunnar þar með þakklæti og virðingu. Skólastjór- inn skipaði þar sæti sitt með prýði. Síðar hlóðust á hann margvís- leg embætti og trúnaðarstörf. Gáfur, atorka og mikill persónu- 'leiki gerðu það að verkum að hann fyllti ávallt vel sitt rúm. Það er gott að minnast slíkra manna. Þessum kveðjuorðum mínum er ekki ætlað það hlutverk að rekja starfssögu Steingríms sem forustumanns landbúnaðarmála eða sem stjórnmálamanns. Á báðum þessum sviðum fékk hann aðstöðu til mikilla athafna og reyndist á hvoru tveggja þessara sviða hugsjónum sínum trúr og þjóðinni farsæll forustu- maður. Við hijónin sendum frú Theó- dóru og börnum þeirra innilegar samúðarkve'ðjur. Jónas Pétursson. Sameiginlegt fundarkvöld Mér er í dag ríkari í hug minn ingin um manninn, hans sér- stæðu og svipmiklu persónuein- kenni. Á þessari stund ber þó hæst í hug mér þakklætistilfinn- ing fyrir að hafa notið sam- fylgdar við hann og samvinnu í 46 ár. Hann var góður hús- bóndi og traustur vinur. Hann var raunsær á málefni og ör- uggur í athöfnum til úrlausna erfiðra viðfangsefna. Hann var drengskaparmaður sem stjórn- andi, samstarfsmaður og félagi. Nú að leiðarlokum er margs að minnast og mikið að þakka á kveðjustund. Nánum skyld- mennum Steingríms, fjölskyldu hans allri, sérstaklega konu hans og börnum, eiga þessi fáu orð mín að flytja innilegar samúð- arkveðjur. Pálmi Einarsson. I.O.G.T. Góðtemplarar í Reykjavík munu í vetur efna til eins sam- eiginlegs fundarkvölds á mánuði en til þessara kvölda er boðið félögum IOGT og gestum þeirra. Annað kvöldið af þess tæi verð ur í kvöld, þriðj udagskvöld, í Góðtemplarahúsinu. Þá mun Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, flytja erindi um veiði í ám og vötnum og fiskirækt og sýna litskuggamyndir, Guðrún Á. Sím onar, syngur einsöng með undir- leik Guðrúnar Kristisdóttur og Viggó Sparr sýnir töfrabrögð. Að lokum verður kaffidrykkja. Það eru stúkurnar Einingin, Frón og Verðandi, sem sjá um kvöldið, en Steinar Guðmunds- son, æðstitemplar Verðandi, flyt- ur ávarp í fundarbyrjun. Sam- koman hefst klukkan 20:30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.