Morgunblaðið - 22.11.1966, Blaðsíða 25
ÞriSjuðaffur 99. nóv. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
25
— Donsku
kosningarnar
Framhald af bls. 16
til þess, að menn verða einfald-
lega að afla stöðugt meiri tekra
til þess að geta borgað skaíta
hins nýja árs. Borgaraflokkarmr
halda fast við skattfrádráttar-
kerfið af ótta við, að sósíalist-
íska ríkisstjórnin muni „rýja
fólk inn að skyrtunni" með skatt
lagningum.
Flestir flokkarnir hafa þó
smátt og smátt fallizt á, að tekið
verði upp staðgreiðslukerfi, þ.e.
að menn borgi skatta af tekjum
jafnharðan, en ekki af tekjum
síðasta árs. En borgaraflokkarn
ir hafa ekki viljað láta bendla
sig við hina skatttegundina.
Skattborgararnir eiga eftir sem
áður að ganga sjálfir til skatt-
stofunnar og greiða skatta sína.
Telja borgaraflokkarnir, að í
nýju skattakerfi eigi að halda
frádráttarréttinum.
Er skattafrumvarp ríkisstjórn
arinnar kom fram til fyrstu um
raeðu' 2. nóvember sl. stóðu um-
ræður um það allan daginn.
Lýstu allir sig reiðubúna til
samningaviðræðna, en án þess
að styðja hið raunverulega form
á skattagreiðslunum, sem ríkis-
stjórnin lagði til. Árangurinn
varð sá, að Krag forsætisráð-
herra, ákvað að rjúfa þing og
efna til kosninga, sökum þess að
í „umræðunum kom í ljós, að
samstarfsvilja skorti varðandi
að koma á raunverulegum um-
bótum,“ eins og hann orðaði það.
Úr þessu mátti lesa, að ekki var
hægt að fá samstöðu á breiðum
grundvelli um hið „rétta skatta-
form“.
Frá sjónarhóli stjórnarinnar
var tíminn til kosninga mjög
hagstæður. Eftir að Erik Erik-
sen, fyrrum forsætisráðherra,
formaður Venstre, sagði af sér í
fyrra, og Poul Hartling tók við
formannsstöðunni, hafði mjög
kólnað með Venstre og fhalds-
flokknum. Hartling hafði nefni-
lega leitað hófanna hjá Radikale
Venstre, og reynt að fá þann
flokk til þess að láta af þeirri
venju sinni að vinna jafnan með
sósíaldemókrötum. Venstre hafði
einnig tekið harða afstöðu í ýms
um mikilsverðum málum, t.d.
um spurninguna um aðild Dan-
merkur að Efnahagsbandalagi
Evrópu.
Venstre, sem verið hefur
„flokkur landbúnaðarins“, hefur
lýst þeirri skoðun sinni, að Dan-
ir eigi að ganga í Efnahagsbanda
lagið burtséð frá því að Norð-
menn og Bretar gerðu það ekki.
Allir hinir flokkarnir eru á móti
þessu.
Hin ákveðna sjálfstæða stefna
Hartlings gagnvart íhaldsflokkn
um hafði smám saman vakið
mikla gremju á meðal leiðtoga
íhaldsflokksins. Þegar íhalds-
flokkurinn háði landsfund í okt-
óber var gengið svo langt að gefa
út yfirlýsingu um vilja til þess
að ganga til samstarfs við sósí-
aldemokrata varðandi mikilvæg
mál þar á meðal skattamál.
Krag forsætisráðherra hafði
þannig ástæðu til þess að álykta,
að hin borgaralega stjórnarand-
staða væri klofin og það hefur
örugglega átt sinn þátt x því að
vekja óskina um kosningar.
Borgaraflokkarnir gætu sem
sagt ekki gengið sameinaðir í
einni fylkingu til kosninga eins
og í Noregi.
En þegar það var orðið að
staðrevnd, að kosningar skyldu
fara fram, ruddu Venstre og
thaldsflokkurinn fljótt úr vegi
allri ytri misklíð. Samtímis því, 1
sem þeir reyna að fá Radikale
Venstre til þess að lýsa sig
fylgjandi borgaralegri stjórn
eftir kosningarnar, reyna þeir
að forðast alla misklíð í kosn-
ingabaráttunni. Að tjaldabaki
er misklíðinni ekki fullkomlega
rutt úr vegi. Radikale Venstre
er frá gamalli tíð ákveðinn and-
Poul Hartling — verður hann
næsti forsætisráðherra?
stæðingur íhaldsflokksins m.a.
vegna þess að radikelir eru and
snúnir miklum hervörnum en
íhaldsmenn eru hernum fylgj-
andi. Sá möguleiki er fyrir
hendi, að radíkalir muni mæla
með minnihlutastjórn Venstre
eins, en ekki samstéypustjórn
Venstve og ihaldsmanr.a. Eftir
að Erik Eikriksen fór frá eru
íhaldsmenn því hins vegar ekki
fylgjandi að Venstre verði aðal-
flokkurinn í ríkisstjórninni. f-
haldsnienn vilja ekki einu sinni
láta það frá sér fara, að Poul
Hartling verði foxsætisráðherra
í stjórn Venstre og íhaldsflokks
ins, ef slik stjórn yrði mynduð
með stuðningi radikala.
Þessar spurningar hafa hins-
vegar verið látnar hvíla í kyrr-
þey í kosningabaráttunni. Það
sem vonazt er eftir er að stað-
reyna að markmiðið er meirihluti
Venstre og Ihaldsflokksins ásamt
þeim flokki, sem er lengst til
hægri, Óháða flokknum, þannig
að ekki þurfi að styðjast við
hviklyndan flokk radikala í
miðju.
Hverjir eru svo möguleikarn-
ir? 1 Þjóðþinginu eru 179 þing-
menn. Af þeim blanda hinir
tveir þingmenn Grænlendinga
sér venjulega ekki í flokkspóli-
tíkina, né heldur annar þing-
maður Færeyinga. Hinn er í
sveit með sósíaldemokrötum.
Af þeim 176, sem eftir eru hef-
ur flokkur sósíaldemokrata 76
danska þingmenn auk eins fær-
eysks eða 77 alls. Venstre og í-
haldsflokkurinn hafa hvor 36
þingsæti, Radikale Venstre og
Sósíalistíski þjóðarflokkurinn 10
hvor, Óháði flokkurinn 5 og ný-
stofnaður flokkur, Liberalt.
Centrum 2. Síðastnefndi flokk-
urinn er myndaður af tveimur
þiiigmönnum, sem árið 1964 voru
kosnir sem þingmenn Venstre,
en sögðu skilið við þann flokk
í fyrra. Þeir stofnuðu sjálfstæð-
an flokk og hafa síðan komið
á fót flokkskerfi og taka þátt
í þessum kosningum með fram-
bjóðendum víðsvegar um land-
ið. Venstre er að sjálfsögðu í
mikilli andstöðu við þá og neit-
, ar að eiga stjórnarsamstarf við
þá eftir kosningarnar — ef
þessi litli flokkur yfirleitt nær
þvi að fá nokkurn mann kosinn
við kosningarnar.
Samanlagt hafa Venstre og f-
haldsflokkurinn nú íyrir kosn-
ingarnar 72 þingsæti og með
radikölum 82. Ef hinir óháðu
eru ennfremur reiknaðir með
verða alls 87 þingmenn borgara
megin. Það er að segja, það
þarf aðeins þeim megin þrjú ný
þingsæti til þess að ná meiri-
hluta — enda þótt hann væri
naumur. En þar sem radikalir
eru varla hrifnir af því að ganga
til stjórnarsamvinnu við hægri
flokkinn, Óháða flokkinn, verð-
ur maður að álíta, að hinn borg
aralegi armur verði að vonast
eftir verulega auknu fylgi.
Venjulega eiga sér ekki stað
svo miklar breytingar í dönsk-
um kosningum. Radikale Venstre
sem í áratugi hefur verið í
miðju og verið lóðið á vogar-
skálinni getur þannig tekið
þeirri áhættu að verða það enn.
Þess vegna skiptir það svo
miklu máli, hvort leiðtogar
hinna radikölu halla sér til
vinstri — eins cg fram að þessu
eða til hægri. Þar við bætist, að
Liberalt Centrum verður vafa-
atriði kosninganna. Fái flokkur-
inn fulltrúa á Þjóðþinginu, get-
ur hann ásamt Radikale Venstre
orðið sá iiópur í miðju, sem
úrslitum ræður.
Þetta eru spennandi kosning-
ar. Borgaraflokkarnir, sem við j
þjóðaratkvæðagreiðsluna um lög '
gjöf sósíaldemokrata og radikala |
varðandi landareignir 1963 j
kyntu mjög undir óttanum um j
að eignarrétturinn, sem vernd-
aður er af stjórnarskránni,
kynni að glatast að einhverju |
leyti, hafa rekið svipaða kosn-
ingabaráttu og þá. Það þarf
aðeins tvö þingsæti til viðbót-
ar, til þess að meirihluti sósíal-
demokrata verði til staðar í Dan
mörku og þá er eignarrétturinn
í hættu er haldið fram í áróðr-
inum. Þetta virðist munu vera
miklu mikilvægara mál en stað
greiðsluskatturinn, sem ríkis-
stjórnin vildi gera að aðalmáli
kosninganna.
Aukist borgarflokknum mjög
fylgi, verður spurningin um
verðandi forsætisráðherra tví-
sýn. íhaldsmenn hafa ekkert dá
læti á Poul Hartling og þar sem
margt virðist benda til þess
að íhaldsflokkurinn verði að
þessu sinni stærri flokkur en
Venstre, er það líklegt, að í-
haldsmenn muni krefjast þess
að Poul Möller verði forsætis-
ráðherra. Á íslandi er hann eink
um kunnur sem helzti andstæð-
ingur laganna um afhendingu
handritanna í þjóðþinginu,
Flokksforingi íhaldsmanna,
Poul Sörensen hefur tilkynnt
fyrirfram, að hann „sé of gam-
all til þess að verða aftur ráð-
herra*.
En enginn veit, hvort ríkis-
stjórn Krags fellur. Ef borgara-
flokkarnir vinna ckki nema fá-
ein þingsæti, þarf hann ekki að
fara frá. Kosningarnar fara
fram á röngum tíma“, þ.e.s. áð-
ur en fjögurra ára tímabili er
j lokið og þess vegna eigi ríkis-
stjornin ekki að fara frá. Krag
getur haldið því fram, að hann
muni stjórna áfram á þeim
grundvelli, sem stjórn hans var
j mynduð á 1964, það er stuðning-
ur þingmanna sósíoldemokrata,
Sósíalistíska þjóðarflokksins og
Radikale Venstre. Ef radikalir
I vilja fá borgaralega stjórn að
! þessu sinni, þá verða þeir að
| fella Krag með vantraustssam-
þykkt í Þjóðþinginu, og það
þarf mikið til enn, áður en
Radikalir gera það.
Svo tvísýnt er ástandið hér,
þegar kosningarnar hefjast í hin
um 137 kjördæmum Danmerk-
ur.
ISLENZK ÞJOÐFRÆÐI
iRA ER AÐ VERA GÓÐS MANNS FRILLA EN GEFIN ILLA BETRA ER AÐ VERA GOÐS MANNS FRlo.
íLLT ER GANGUR TIL GRAFAR ALLT ER GANGUR TIL GRAFAR ALLT ER GANGUR TIL GRAFAR ALL'.
FÍNA MÁ GULL ÚR GRJÓTI TÍNA MÁ GIILL IIR GRIÓTI TÍNA MÁ GULL ÚR GRJÓTI TÍNA MA GULL U
FÁIR ETJA KAPPI VJD SJÁLFA SIG' FÁIR EJÉlHBMBfek.LFA SIG FÁIR ETJA KAPPI VIÐ SJALFA SIG
ENGINN KEMST LENGRA EN GUÐ VILL HhBhGRA EN GUÐ VJLL ENGINN KEMST LEN
FRÍtX'R ER FIÁÐUR SVANNl FRÍÐUR EI■HH ^^■ÚÐUR ER FJÁÐUR SVANNI FRÍÐUR ER B
OFT KEMUR KVEIN EFTIR KÆTI OFT KlflHS ÍWRæTI OFT KEMUR KVEIN EFTIR K/F.TI OI?
LEYFIST KETTINUM AÐ LÍTA Á KONGlN^V^^Vf B iHPU AÐ LÍTA Á KÓNGINN? LEYFIST KF.T
BETRA ER LÁN EN LIGGJANDI FÉ BETRW ^-^■^NDI FÉ BETRA ER LÁN EN LIGGJANDI F
SÁ LIFIR LENGST, SEM LENGST ÉTUR SÁH IM ■ ^■-ENGST ÉTUR SÁ LIFIR LENGST, SEM LEN
OFT VERÐUR LIÐ Aö LITILMAGNA OFT ^P^WlLMAGNA OFT VERUR LIÐ AÐ LÍTILMAG
ENGINN ER SVO SLÆMUR, AD EKKI V ERENGINN ER SVO SLÆMUR, AÐ EKKI VER.
HÆGT ER LJÚFAN Aö LOKKA HÆGT ER LJUFAN AÐ LOKKA HÆGT ER LJÚFAN AD LOKKA HÆGT ER.
SÆTT ER LOF í SJÁLFS MUNNI SÆTT ER LOF í SJÁLFS MUNNI SÆTT ER LOF í SJÁLFS MUNNI SÆTT ER.
ILLA FÓR NÚ MATUR MINN. ÉG ÁT HANN ILLA FÓR NÚ MATUR MINN, ÉG ÁT HANN ILLA FÓR NÚ M
Bjarni Vilhjálmsson og Oskar Halldórsson
hafa seð um útgáfu ftessarar stórmerku bókar. Hafa þeir
m. a. kannað fjöldann allan af málsháttasöfnum,
sem geymst hafa i handrili, auk ógrynnis af prenluðu máli.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á þá málshœtti,
sem örugglega eru. sprottnir úr íslenskum jarðvegi, og
má fullyrða, að þeim hafi ekki áður verið gerð viðlíka skil.
Sígilt uppsláttarrit með yfir 7000 málsháttum.
Verð til. félagsmanna A.B. kr. 495.oo
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
JÖMBÖ
Teiknari: J. MORA
— Það geröist nú ekkert annað en það
að vinur okkar, Spori, datt út úr rúminu,
og varð honum á að brjóta gluggann, seg-
ir Júmbó. Gestgjafinn lítur tortrygginn
út. — Hvernig átti það sér stað? spyr
hann.
— Spori á það til að ganga í svefni, og
hefur hann sennilega haldið að glugginn
stæði opinn, segir Júmbó. — Nú gengur
hann í svefni. Vesalings pilturinn . . . og
svona ungur, segir gestgjafinn með með-
aumkunartón.
Spora verður á að segja að hann gangi
aldrei í svefni. — Jú, það gerir þú oft,
segir Júmbó. — Spurðu bara skipstjór-
ann. Honum tókst að grípa í þig rétt áður
en þú datzt út um gluggann.