Morgunblaðið - 27.11.1966, Side 2
2
M0 H G U $$ B L AÐ HÐ
Sunnudagur 27. nóv. 1966
— segir Fnðrik Olafsson kominn heim frá Kúhu
SKÁKMENNIRNIR, sem verið
hafa á Kúbu og tekið þátt í Hav
anamótinu komu til Reykjavík-
«r á föstudagskvöldið. Eins og
kunnugt er urðu þeir 11. í A'
flokki, fengu 19 vinninga. Mbl.
náði tali af fyrirliða sveitarinn-
ar, Friðriki Ólafssyni, og spurði
hann um mótið og annað, sem að
því laut.
— Ferðin var í alla staði stór-
kostleg — sagði Friðrik — ég er
mjög ánægður með frammistöðu
okkar, hún er eiginlega miklu
betri, en við áttum von á.
— Hver urðu mestu vonbrigði
ykkar?
— Það voru auðvitað alltaf von
brigði, þegar við töpuðum stórt.
Viðureignin gegn Austur-Þjóð-
verjum veldur líklega einna
mestum vonbrigðum, sérstak-
iega hjá mér, því að ég var með
gjörunna stöðu.
— Hvað kom fyrir?
— Það var smáblinda, þær eru
stundum ásæknar.
— Viðurgerningur hefur verið
góður?
— Já, það má segja það, þeir
eru að vísu ekki reyndir á al-
þjóðasviði. Þarna voru auðvitað
margar þjóðir, sem þurfti að
matreiða fyrir. Maður fær leið á
slíkum hótelmat eftir dálítinn
tíma. Þeir hafa ekki úr miklu að
moða, það er skömmtun á mat á
Kúbu.
— Voru miklir hitar?
— Það voru miklir hitar til að
byrja með, en svo var ágætt síð-
ari hluta mótsins, rétt eins og
Ölvaður piltur veld-
ur miklum árekstri
HARÐUR bifreiðaárekstur varð
á Reykjanesbraut í Njarðvíkun-
um í fyrrinótt. Var það með
þeim hætti að ölvaður piltur,
sem var að koma af dansleik,
stal nýrri bifreið af Oldsmobile-
gerð í því skyni að aka þremur
unglingum til Reykjavíkur.
Ekki var pilturinn kominn
langt á bifreiðinni, er hann mæt-
ir vörubifreið. Skipti enguim tog-
tim, að bifreiðarnar skullu saman,
enda virðist pilturinn þá hafa
verið búinn að missa stjórn á bif-
reiðinni, en hún var á geysilegri
ferð.
Enginn slasaðist við árekstur-
inn, og þykir það mikil mildi.
Pilturinn, sem bifreiðinni ók.
hljóp í burtu eftir -áreksturinn,
en náðist skömmu síðar heima
hjá sér. Ekki viðurkenndi hann
brotið, og bar fyrir sig minnis-
leysi.
Bowden og Smith
ræddust við í gær
Tilraun á elleftu stundu til oð ná
samkomulagi
Salisbury, 26. nóv. AP — NTB
Samveldismálaráðherra Breta,
Herbert Bowden, átti í morgun
tveggja tíma langar viðræður
við Ian Smith, forsætisráðherra
Rhódesíu, í Salisbury.
Er hér um að ræða tilraun á
elleftu stundu til að reyna að
koma á samkomulagi milli Breta
og Rhódesíumanna, en Smith,
forsætisráðherra, hefur lýst því
yfir, að sjálfstæði lands síns
verði endanlegt takist ekki samn
ingar fyrir áramót.
Viðræðurnar fóru fram í húsi
brezka landsstjórans í Salisbury,
Sir Humphrey Gibbs. Gibbs er
raunverulega fulltrúi brezku
krúnunnar í Rhódesíu, en stjórn
Smiths viðurkennir hann þó
ekki.
Ekkert hefur enn verið látið
uppi um, hvort heimsókn Bow
den til Rhódesíu hafi leitt til
samkomulags. Samveldismála-
ráðherrann er þó sagðúr munu
halda heim á morgun, sunnudag.
Friðrik Ólafsson
’ gott sumarveður. Oft er hafgola
og hitaskúrir.
— Hótelið hefur verið gott?
— Hotel Havana Li)bra, já það
hét áður Hotel Hilton og er lúx-
ushótel og hefur verið.
— Skákáhugi er hann ekki mik
ill meðal Kúbubúa?
— Hann er gífurlegur, næstum
einum um of, varla nokkur
hemja.
— Skák þín við Larsen var
sýnd á húsgafli við torg í Havana.
Tíðkast það almennt?
— Það var alltaf sýnd ein á
dag á elektrónisku tafli, sem kom
ið var fyrir á húsgafli. Borðið
var um 60—70 fermetrar rétt við
hótelið. Hver taflmaður birtist á
gaflinum, þegar ýtt er á hnapp.
Útbúnaðurinn við þetta tafl er
nokkuð flókinn, því að það þurfa
að vera í hverjum reit allar teg-
undir manna 1 tveimur litum,
hvítir og svartir. Leikirnir eru
sýndir jafn óðum og skákmenn-
irni leika. Svo voru skákir sýnd-
ar út um alla Kúbu og öllu var
sjónvarpað beint úr salnum um
hótelið í alla sali. Áhuginn er
gífurlegur. Það komust færri að
en vildu.
— Fréttir hafa hermt að ykkur
hafi ekki borizt nein bréf?
— Nei, þau voru víst nokkuð
Framhaldsaðal-
f undor Heimdallar
FRAMHALDSAÐALFUNDUR
Heimdallar verður haldinn í
félagsheimilinu í Valhöll við
Suðurgötu á morgun, mánudag,
kl. 5,30.
lengi á leiðinni. Eitthvað slæmar
samgöngur.
— Gestgjafarnir sýndu mikla
kurteisi og urðu síðastir?
— Já, en ég held nú að þeir
hafi gert allt, til að koma í veg
fyrir það. Þeir sýndu ekki eins
mikla kurteisi í undanrásunum,
þá komust þeir upp fyrir Holland
sem varð efst í B-floki.
Það er ekki unnt annað en
hrósa þessu í alla staði. Þannig
hlýtur það líka að vera þegar
ríki stendur að þessu, þá er ekki
fjárskortur. Þarna var skipulagð
ur skákáhugi.
— Vildirðu taka eitthvað fram
að lokum?
— Ekkert nema það, sem ég
sagði í upphafi. Ég er mjög á-
nægður með árangurinn og ég
held að allir hafi reynt að gera
sitt bezta, teflt af fremsta megni,
þótt oft hafi misjafnlega tekizt
tiL Ýmsir hafa litla reynslu og
menn eru misjafnlega upplagðir.
— Ætlarðu að æfa og taka þátt
í skákmótum?
— Nei, nú fer ég í skólann,
þetta er alveg nóg í bili og meir
en það, sagði Friðrik að lokum.
Óeirðii' i
Jerúsalem
Umsátursástand ríkir nú í
Jerúsalem og víða í Jórdaníu 1
eftir óeirðirnar í gær þegar ,
hermenn neyddust til að grípa (
til vopna gegn æsingamönn-
um, sem ólmir vilja segja
Gyðingum stríð á hendur.
Voru tveir menn drepnir í /
óeirðunum í gær og sex særð
ir.
Utgöngubann var sett á i
Jerúsalem í gærkvöldi eftir;
að gerð hafði verið útför mann
anna tveggja sem drepnir
voru. Espaðist mannfjöldinn |
við útförina,, og var efnt til
nýrra mótmælaaðgerða gegn
ríkisstjórninni, en hermenn'
Arababandalagsins voru send I
ir á vettvang til að dreifa I
mannfjöldanum áður en út-
göngubannið var sett á. Eru
hermenn nú á verði á aðalgöt I
um borgarinnar, og allar um-
ferðaæðar til borgarinnar lok ,
aðar. Einnig er símasambands
laust við Jerúsalem, og hefur '
verið lokað fyrir alla frétta-
þjónustu þar í bili.
Suhandrio áfrýjar
dauðadómnum
Vörubifreið steyptist
fram af hafnargarði
Ökumanni tókst að stökkva út úr henni
SEYÐISFIHÐI, 26. nóvember. —
Það óhapp vildi til hér sl.
fimmtudagskvöld, að sex tonna
vörubifreið, sem vann hér við
hafnarframkvæmdir, rann út af
grjótgarði og í sjóinn.
Miklar viðræður um ný|a
stjórn ■ V-Þýzkalandi
Willy Brandt, formaður Sósíal-
demokrataflokks V-Þýzkalands,
og Erieh Mende, formaður
Frjálsa demokrataflokksins,
hittust í morgun í Bad Godes-
berg.
Formennirnir ræddust við eins
lega, en viðræður þeirra snérust
um myndun nýrrar ríkisstjórn-
ar í V-Þýzkalandi.
Fundur þeirra hafði verið und
irbúinn af sérstökum viðræðu-
nefndum flokkanna. Vitað er, að
Frjálsir demokratar, sem eiga 49
fulltrúa á þingi, hafa boðizt til að
styðja Willy Brandt á þingi, á-
kveði flokkur hans að útnefna
hann kanzlaraefni.
Ekkert hefur þó enn verið
ákveðið um samstarf þessara
tveggja flokka, eins og sjá má
af því, að fulltrúar Sósíaldemó
krata áttu í gærkvöldi og nótt
10 tíma langan fund með full-
trúum Kristilegra demókrata,
Voru það fulltrúar úr þingflokk
um flokkanna, sem fundinn
sóttu. Mun þar hafa verið rætt
um samsteypustjórn, sem margir
þingmenn flokkanna telja æski
legt að komið verði á.
Erich Mende mun í kvöld eiga
viðræður við Kurt Georg Kies-
j inger, sem útnefndur hefur verið
j kanzlaraefni Kristiiegra demó-
kratp
Hefur að undanförnu verið
unnið að því hér að hlaða grjót-
garð hér í höfninni, og er hann
orðinn um 200—300 m langur.
Vann vörubifreiðin að því að
afea grjóti í garðinn, og mun hún
annað hvort hafa runnið til í
hálkunni, eða hrunið undan
henni, með þeim afleiðingum að
hún steypist fram af garðinum.
Ökumanninum tókst að stökkva
út úr bifreiðinni áður en hún
féll í sjóinn.
Bifreiðin náðist upp' sl. föstu-
dagskvöld, og var hún mjög
mikið skemmd.
— Fréttaritari.
FEokkaglíma
Reykfavíkur
FLOKKAGLÍMA Reykjavíkur
verður háð í dag að Hálogalandi
og hefst kl. 5 síðdegis. Keppt
verður , öllum þyngdarflokkum
og drengjaflokkum.
Ungmennafélagið Víkverji sér
um mótið.
Jakarta, 26. nóv. (AP)
SUBRANDRIO, fyrrum utan-
ríkisráðherra Indónesíu, var ný-
lega dæmdur til dauða fyrir að-
ild að misheppnaðri byltingar-
tilraun kommúnista í október í
fyrra. Hefur Subandríó nú áfrýj-
að dómnum til Sukarnos forseta,
sólarhring áður en áfrýjunar
frestur rann út. Lögum sam-
kvæmt getur forsetinn staðfest
dóminn eða mildað hann.
Sex menn hafa verið dæmdir
til dauða í Indónesíu vegna upp-
reisnarinnar, og hafa fimm
þeirra, að Súbandríó meðtöldum
áfrýjað dómunum til Sukarnos.
Ekki hefur forsetinn enn sem
komið er látið uppi hvort hann
verður við beiðnum áfrýjenda.
Yfirdómarinn við réttarhöldin
yfir Súbandríó, Ali Said, skýrði
svo frá í dag að ef til vill yrði
Súkarno forseti meðal þeirra 55
Matvælaskortur
á Seyðisfirði
SEYÐISFJÖRÐUR, 26. nóv. —
Allar horfur eru á því, að hér
verði talsverður matvælaskortur,
og er þegar farið að skorta ýms-
ar nauðsynjavörur.
Um nokkurt skeið hefur verið
skortur á mjól'k, þar sem mjög
lítil mjólk berst frá mjólkur-
búinu á Egilsstöðum, og einnig
mun vera orðinn skortur á kaffi
o. fl., vegna stopulla vörucflutn-
inga skipa hingað til staðarins.
vitna, sem leidd verða fyrir rétt
í nýju landráðamáli, sem höfðað
verður gegn Omar Dhani, fyrr-
um flugmarskálki og yfirmanni
flughersins, en réttarhöldin hefj-
ast væntanlega í næsta mánuði.
Við fyrri réttarhöld í sambandi
við uppreisnartilraunina frá í
fyrra, hefur komið fram að þeir
Súkarno, Dhani og Aidit, aðal-
ritari miðstjórnar kommúnista-
flokksins, hafi sézt saman á flug
vellinum við Jakarta, þar sem
miðstöð uppreisnarmanna var,
daginn sem byltingin var gerð.
líópavogur
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN !
Kópavogi efna til fundar í Sjálf-
stæðishúsinu við Borgarholts-
braut nk. þriðjudagskvöld, 29.
nóv. fel. 20,30. Á fundinum mun
Jóhann Hafstein, dómsmálaráð-
herra, flytja ræðu er hann nefn-
ir Viðreisn-, löggjöf og fram-
kvæmdir. Sjálfstæðisfólk í Kópa
vogi er hvatt til þess að fjöl-
menna og taka með sér gesti.
Seltirningar
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisft
lags Seltirninga verður haldin
í Mýrarhúsaskóla (nýja) mánu
daginn 28. þ. m. kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Almennar umræður.
Djúpa lægðin fyrir NA land lægðardragsins á Grænlands-
fór mjög hratt yfir landið hafi. Frostið var þá einna
í fyrrinótt með V og NV mest í Hrútafirði, 7 gráður
stormi, en í gærmorgun kl. en á Suðurlandi var 1—2ja
11 var hann kominn á suð- st. frost.
austan í Reykjavík vegna