Morgunblaðið - 27.11.1966, Side 3

Morgunblaðið - 27.11.1966, Side 3
Sunnudagur 27. nóv. 1956 MORGUNBLADIÐ 3 UR VERINU EFTIR EINAR SIGURÐSSON Reykjavík Ótíð var alla vikuna, þó komst eini línubáturinn, sem rær frá Reykjavík í einn róður og aflaði 1 lestar. 2 síldarbátar komu til Reykja- víkur með síld, Gísli Árni með 210 lestir og Örn 190 lestir. Þor- steinn kom til Þorlákshafnar með 150 lestir, sem var ekið til frystingar í Reykjavík. Togarinn Víkingur kom með 210 lestir af fiski, sem landað var í Reykjavík, Egill Skalla- grímsson með 85 lestir og Jón Þorláksson 60 lestir. Sigurður kom til Reykjavíkur með um 160 lestir af fiski og fór strax áleiðis til Þýzkalands með aflann til sölu. Karlsefni og Marz tóku báðir síld á Austfjörðum til viðbótar við eigin afla til sölu í Þýzka- landi. Úranus seldi í vikunni 114 lestir í Þýzkalandi fyrir DM 113.985 og Surprise 116 lestir í Englandi fyrir £ 12.445. Keflavík Stöðugar ógæftir voru framan af vikunni og aðeins róið á fimmtu- og föstudag. Afli var mjög rýr 3 — 6% lest. Tveir bátar komu með síld til Keflavíkur, Keflvíkingur með 190 lestir og Helga frá Reykjavík með 170 lestir. Akranes 5 bátar eru nú byrjaðir línu- veiðar, Skírnir hiefur bætzt vi'ð, en hann hefur verið á síldveið- um og er, sem kunnugt er, 150 lesta stálbátur. Fékk hann í út- drættinum 9% lest, sem er ágætt. Aflinn hjá hinum bátunum var líka ágætur, 6—7 lestir. 2 bátar voru grynnra og fengu minna. 3 síldarbátar komu að austan í vikunni, Sólfari með 100 lestir, Haraldur með 130 lestir og Höfrungur IH. með 170 iestir. V estmannaey jar Ekkert var róið alla vikuna sökum ógæfta. Gjafar kom um fyrri helgi með 110 lestir af síld að austan og svo aftur um þessa helgi með aðrar 110 lestir. Ennfremur komu með síld að austan í vik- unni Halkíon með 150 lestir, Bergur 115 lestir, Sigurey 220 lestir og Engey 160 lestir. Sandgerði Róið var með línu 3 daga vik- unni, og var aflinn 1% — 4% lest, sem er heldur tregt. Troll- bátar gátu ekki verið úti að neinu gagni, en þeir eru tveir, sem stunda togveiðar. íslenzkir hugvitsmenn Þó nokkuð er um það hér á landi, að menn finni upp eitt og annað. Er skemmtilegt fyrir þessa litlu þjóð, að hér skuli vera menn, sem geta skarað þannig fram úr á tæknisviði að vekja myndi jafnvel athygli á alþjóðavettvangi. Þótt ekki sé það beinlínis upp- fynding, er viðurkennt, að það voru íslendingar, sem hófu síld- veiðar með kraftblökk í norð- anverðu Atlantshafi, kenndu þær öðrum Evrópuþjóðum og hafa síðan haft forystuna. Ársæll Jónsson kafari hefur fundið upp, hvernig dæla á síld beint úr hafinu án veiðarfæra. Þótt það hafi ekki enn sýnt hag- nýta raun, er mjög trúlegt, að þessi uppfynding eigi eftir að gera það, þegar meiri tækni, svo sem ljóstækni, sem nú er að ryðja sér til rúms, verður tengd uppfyndingu hans. Ólafur Þórðarson frá Lauga- bóli fann upp roðflettivélar, sem voru árum saman notaðar í fjölda frystihúsa og spöruðu feikna vinnu á sínum tíma, þótt aðrar vélar hafi nú komið til sög- ■unnar. Hann fann einnig upp hausingarvél, sem reyndist prýði leg, og eru nokkrar í notkun á ýmsum stöðum, m. a. ein á Akra- nesi. Sigmund Jóhannesson í Vest- mannaeyjum, sem er Færey- ingur og teiknar myndir í Morgunblaðið, sem taldar eru jafnast á við góðar erlendar skopmyndir, hefur fundið upp ágæta vél, sem flokkar humar og sparar mikla vinnu og stórfé í betri nýtingu. Hann er nú einnig búinn að smíða humar- hreinsunarvél. Þá hafa nokkrir menn fundið upp vél til að flokka síld, sem hefur valdið byltingu í þessum vinnubrögðum, bæði á söltunar- stöðvum og í frystihúsum. Telja margir, að söltun hefði verið óframkvæmanleg á síld, sem var jafnblönduð og síldin fyrir aust- an nema með þessum vélum Haraldur Haraldsson Reykjavík, rann á vaðið með smíði þessara véla, en einhverjir fleiri komu á eftir, svo sem Steinar Steins- son, Raufarhöfn. Oddgeir Pétursson í Keflavík hefur fundið upp vél til að hausa fisk. Fyrsta vélin var notuð í allan fyrra vetur í Hraðfrysti- stöð Keflavíkur og reyndist ágætlega. Nú er Oddgeir að smíða 7 vélar fyrir næstu vertíð. Vélarnar hausa 35—40 fiska á mínútu, og þar*f einn mann til að mata vélina og annan til að tína fiskinn á færiband, sem flytur hann að vélinni. Svipuð haus- ingarvél var síðastliðinn vetur í notkun hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem Haraldur Haraldsson hafði fundið upp. í frystihúsunum hefur mörg uppfyndingin verið gerð. Ein þeirra var uppfynding Karls Bjarnasonar á pönnum til að frysta í blokk. Fram að því, að Karl kom með þá einu pönnu, sem hefur dugað, voru blokk- irnar skakkar og skældar og nánast ekki verzlunarvara, þótt verið væri að reyna að selja þær. Það fór óhemju hráefni til spillis með gamla laginu. Jón Guðmundsson, Reykja- vík, hefur fundið upp vél til að kinna hausa, og er búið að smíða nokkrar og farið að nota þær. Þá hefur Jón Þórðarson, Reykjavík, fundið upp vél til þess að draga með fisk á færi, og hefur hún gefið mjög góða raun. Vafalaust er hér enn margt ótalið í þessum efnum og á líka áreiðanlega eftir að koma fram. Islendingar eru rétt að stíga fyrstu skrefin sem hugvitsmenn. 5 ára áætlun Eðlilegir atvinnuvegir íslend- inga eru fiskveiðar og vinnsla Sr. Jón Aubuns, dómprófastur VIÐ DYRNAR í DAG er fyrsti sunnudagur í að- ventu, en einn af textum hennar er þessi: „Sjá, ég stend við dyrn- ar og kný á“. Út frá þessum texta hafa fleiri predikanir verið fluttar en töl- um verður talið. Og þó hefir eng in þeirna náð slíkri frægð né á'hrifum sem málvehk Hunts: Ljós heimsins. En mótívið er þetta: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á“. Sjálfsagt skipta þeir milljón- um, sem skoðað hafa frummynd þá, sem geymd er í Pálskirkj- unni í London: Fyrir dyrum, sem eru vafðar gómlum vafningsviði og hanga á ryðbrunnum hjörum, og við þröskuld, sem er þakinn göml- um gróðri vegna þess, hve iengi sjávarafurða, iðnaður byggður á ódýrri orku, sem fæst við hag- nýtingu vatnsaflsins, siglingar á sjó og í lofti og svo landbún- aður, a. m. k. til þess að full- nægja þörfum þjóðarinnar og að sjálfsögðu til útflutnings, ef hann væri samkeppnisfær. Unnt er að stunda fiskveiðar með ýmsum hætti. Þær geta verið einhæfar eins og ansjósu- veiðarnar í Perú. En þær geta líka verið fjölbreyttar eins og þær hafa lengst af verið hjá ís- lendingum og Norðmönnum Sama er að segja um fiskiðn- aðinn. Þorskveiðarnar voru lengi burðarásinn í veiðunum, þótt síldveiðanna hafi á tímabilum gætt mikið. Þáttur togaranna. þegar þeir komu til sögunnar. var ekki hvað minnstur, þótt hlutur bátanna hafi sjálfsagt alltaf verið bróðurparturinn Þetta á bæði við þorskveiðarnar og síldveiðarnar, hvað togarana snertir, því að áður fyrr stund uðu togararnir síldveiðar sumrin. Ör breyting hefur orðið síð- ustu 4 árin á fisk- og síldveið- um landsmanna. Togurunum hefur fækkað úr 48 niður í 22 og bátum undir 100 lestum hefur fækkað á sama tíma úr 652 620 í árslok 1965. Þessar tölur um minni bátana segja lítið um ástand þorskveiðiflotans. Stór hluti þeirra eru smábátar, og allir eru þeir gamlir. Á sama tíma og þessi sam- dráttur hefur skeð með togar- ana og minni bátanna, hefur langsamlega stærsta stökk í ís lenzkum sjávarútvegi verið tekið með smíði æ stærri og fullkomnari síldveiðibáta, sem hefur fjölgað á sáðustu 4 árum úr 100 í 172 báta. Smálestatalan segði þó enn meira um þessa öru þróim en tala skipanna, en þau eru nú að komast fram úr stærð eldri togaranna, sem voru um 350 lestir algengast, þangað til nýsköpunartogararnir komu til sögunnar, sem voru um 650 lestir að stærð, og 1000 lesta togararnir, sem komu fyrir 6 ár um. Svo ótrúlegt sem það er, má segja, að nýju stálbátarnir hafi stækkað um 50 lestir á ári. og nú eru í smíðum bátar upp í 500 lestir. Framhald á bls. 11 A.LLT FRA HATTI OIMI SKO H E E ? RA D E 1 LD j >essar dyr hafa verið læstar, stendur Kristur með logandi ljó« ker í hendi og ásjóna hans ljóm- ar í næturmyrkrinu. Ástúðin og þodinmæðin Ijóma af þessari fögru ásjónu. Hann hefir staðið við þessar dyr í 19 aldir, og stendur við þær enn. „Sjá, éig stend við dymar og kný á“, — er aðventuboðsikap- ur kirkju hans. Hún minnir á (það, að hann er sjálfur í nánd. Hún minnir á það, að hugsjónir hans knýja hjá osis dyra. Hú«n rninnir á þáð, að harmsaga allra landa og lýða er sú, að dyrun- um hefir ekki verið lokið upp. Um þá tregðu er kirkjan sjáM einnig sek, og þvú á húri. að beina áminningunni einnig gegn sjálfri sér. Hefir hún verið nægilega hreinn farvegur fyrir sannleika Krists? Hefir hún sjáilf lifað þvf Mfi, sem hún boðar og Kristur kom til að vekja á jörðu? Ætti hún ekki að halda dómsdag yfir sér sjálfri hverju sinni sem hún boðar aðventu, komu Krists? Endurspeglar hún það samfiélaig, sem Kristux stofnaði með fiski- monnunum við Genes a retva tnið? Hér má enginn öðrum lá oig hér ætti enginn að ætla sér sess öðrum hærri. Svo víðs fjarri er- um vér því öll að hafia opnað honum dyrnar, hugsjónum hans, lífi hahs í hreinleika, heilag- leika, auðmýkt og bróðurást. Við heyrum að þa£ er barið. Við göngum til dyra og ljúkum upp varlega lítilli gætt. En við lok- um aftur, þegar við sjáum, hvex það er sem stendur við dyrnar. Við vitum, að það kostar mikið að bjóða þessum gesti inn. Þess vegna lokum við. En hitt vit- um við ekki, hvað við lókium úti og hvers við göngum á mis. Fegurri huglbilæ er naumast á öðrum sálmum en fegurstu að- ventusálmunum. Fegurstur er e.t.v. aðventusálmur Helga Hálf- danarsonar: Gjör dyrnar breiðar, hMðið hátt Hugmundin er tekin úr æva- gömlu hebresku helgiljóðd. Þeg- ar konungurinn nálgaðis.t átti borgin að búast bezta skrúða og opna hliðin nátt hinum tigna gestt Þessi hugmynd var heimfiærð tiil Krists: Borgin varð kirkja hans. Hann var konungurinn, sem kom. í myndlist, Ijóði og lauisu máli hefir þessi hugmynd verið tekin upp að nýjiu og nýju. Það er þrá mannssálarinnar eftir Kristi, sem segir hér til sín, þráin sem í innsta eðli er ein, þótt trúar- brögðin tjái hana á ýmsa lund. í Stjörnu-Odda-idraumi, hiniu stóra Ijóði, lýsir Grímur Thom- sen kirkjunni „einu“ og „undra- háu“, sem svalar þessari þrá. Sú kirkja er enn ekki veruileikur á jörðu. En hún er til í hiugar- heimiM margra göfugustu manna, og sá heimur kann að vera þús- und sinnum raunverulegri en jörðin, sem þú stendur á. VIÐ DYRNAR, — stendur hann, sem hjarta þitt ex eilífum örlögum bundið, — hann sem sál þín hlýtur að mæta á nýjium og nýjum krossgötum, unz leið þín ligg.ur loks til fullrar fylgd- ar við hann. A fjórum su'nnudögum að- ventunnar, til jóla, minnir kirkj- an þig á hann, sem stendur víð dyrnar og knýr á. Þrá mannkyns ins eftir honum lýsir E. H. Kvar- an í ljóði á striðsjólunum 1915 svo: Kom, þó að við aðhyllumsit þrjózku og tál, þá þráir þig, Kristur, hver ein- asta sál frá sólskini suðrænna landa til næðinga nyrztu stranda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.