Morgunblaðið - 27.11.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 27.11.1966, Síða 4
* MORGUNBLAÐI& Sunhudagur 27. nov. 1966 BILALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM IMAGNUSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 kðSÍM11-44-44 mmm Hverfisgötu 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31100. LITU bíloleigon Ingólfsstræti 11. Sóíarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzin innifalið í leigugjaldi Sími 14970 BILALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGA S/A CONSUL CORTINA Sími 10586. Kr. 2,50 á ekinn km. 300 kr. daggjald, RAUÐARÁRSTÍG 31 S í MI 220 22' . Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Fjaðrir, fjaðrablóð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir i margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin í’JÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. A.E.G. HÁRÞURRKUR, 2 gerðir. BRAUÐRISTAR, 2 gerðir. K AFFIK V ARNIR STRAUJÁRN Br. Ormsson hf. Lágmúla 9. Útvarpið — og þulirnir Hlustandi útvarps á Norð- urlandi skrifar: „Við hlustendur Ríkisútvarps ins, ekki síst þeir sem eru í mestri fjarlægð frá Reykjavík, verðum að gera kröfur til þess að þuiir útvarpsins lesi skýrt og greinilega. Á því virðist mér vera töluverður misbrest- ur. Jón Múli les of hratt. Hann er stundum ekki búinn að sleppa síðasta orðinu þegar hið næsta er komið af stað áuk þess sem jafnan drynur svo leiðinlega í honum. Hann ætti að flýta sér minna og tala skýrara. Ragnheiður Ásta Pét- ursdóttir ætti að syngja mmna, er hún lés og hafa betri áherzl- ur orðanna. Stundum eru betri þulir og þeir ættu að koma oftar. Veðurfregnir frá Veður- stofunni eru vel lesnar. Ríkis- útvarpið þarf að áminna alla þá, sem flytja þar erindi að tala skýrt og greinilega. Hlustandi útvarps á Norðurlandi". Hótel Borg Á miðvikudaginn birtist stutt klausa um fánann og dóm- inn í bandritamálinu. Bréfritari sagði, að fárii hefði ekki verið dreginn að hún í miðbænum fyrr en seimt og síðar meir — og nefndi Hótel Borg sem dæmi. Pétur Daníelsson, hótelstjóri, hrmgdi til okkar og sagði, að hér væri ekki greint rétt frá. Hann hefði dregið fána að húni klukkan eitt eftir hádegi þenn- an dag. Hitaveitan Á fimmtudaginn birtist smáklausa frá Kjartani Ólafs- syni þar sem hann kvartaði yfir hitaveitunni 1 gamla bæn- um. Bréf þetta var nokkurra daga gamalt. í vikunni tók hita veitan í notkun nýjan geymi og mun ástandið við hafa batn- að til muna samkv. upplýsing- um úr herbúðum hitaveitunn- ar — og vonum við, að Kjart- ani og fleirum sé nú farið að hlýna. Nýr trúflokkur Lesandi skrifar: „Velvakandi — þar sem ég hefi mikinn áhuga á öllum trú- arbrögðum, bið ég þig að upp- lýsa mig um eftirfarandi. í lög- birtingablaðinu 10. nóv. er aug lýsing um skrásetningu trúfé- lags, og er þar m. a. talin upp: Baháitrúarbrögðin. Þessi trúarbrögð hefi ég aldrei heyrt nefnd fyr — og langar því til að vita hvað þetta er, og eru þessi trúarbrögð til hér á landi? Fyrirfram þökk. Sigurlaug". Velvakandi verður að játa fávizku sína, en hann veit ekki nóg um þessi samtök til þess að geta sagt neitt af viti. Þess vegna væri fulltrúum Bahai frjálst að gera grein fyrir sam- tökum sínum hér í dálkunum. Þeir mega ekki vera mjög lang orðir — og bréfið má ekki fara fram úr tveimur vélrituðum síðum. -Ar Togararnir J. J. E. Kúld sendir T. H. H. þetta svar: „Góði Velvakandi. í dálkum þínum 19. nóvem- ber sl. undir fyrirsögninni „Fréttaflutningur“ gerir ein- hver T. H, H. frétt frá Noregi um togarann Akurey, sem ég birti í þætti mínum „Fiskimál“ í Þjóðviljanum, 11. október sl. að umtalsefni. Ég sagði í frétt minni að verið væri að standsetja togar- ann fyrir togveiðar og að fyrir- tækið Findus í Hammerfest, ætlaði að kaupa aflann á haust og vetrarvertíð, ennfremur að það væri haft fyrir satt, í Hamm erfest, að útgerð skipsins væri tryggð ef að það fengi meðal- afla. Þetta var allt rétt og satt þegar heimildarmaður minn sendi mér þessar upplýsingar. Og því til staðfestingar er hægt að vitna í blaðafréttir m. a. Fiskarann frá 14. september s.l., þar sem segir í fréttaklausu „Bjarne Bendiksen, Gibostad, har kjöpt ein islandsk silde- tráler p& 650 br. t., som no skal overhalast ved Tromsö Skipsverft., Tráleren som blid det störste i landet er sjartra av Findus i Hammerfest for haust- og vintersesengen". Þó inn í þessa frétt blaða- mannsins hafi slæðst tvær vill- ur. í fyrsta lagi að kalla tog- arann síldartogara og í öðru lagi að segja þetta stærsta tog- ara Norðmanna, þó er ekki um það að villast, að hér er verið að segja frá togaranum Akur- ey, sem Bjarne Bendiksen var þá nýbúinn að kaupa héðan. Þegar mér hinsvegar barst I hendur fréttin um sölu á Akur- eynni til bræðranna Pettersen í Tromsö og að breyta ætti tog- aranum í úthafslínuveiðara þá birti ég þá frétt strax í Þjóð- viljanum og kom hún á öftustu síðu blaðsins 17. þ.m., eða tveimur dögum áður en at- hugasemdir T. H. H. voru birt- ar. Þó hinn norski útgerðarmað- ur Bjarne Bendiksen selji Akureyna í stað þess að gera hana út til togveiða eins og ætlunin var, og þetta gerist í meðan fréttm er að berast mér frá norður-Noregi þá verður slíkt tæplega flokkað undir lé- legan fréttaflutning. Sé hins- vegar söluverð skipsins rétt og eins og T. H. H. birtir það, þá þarf víst engan að undra þó B. B. seldi skipið því það er óneitanlega fljótteknari gróði, sem fæst með eignasölu heldur en útgerð. Að síðustu þetta. í fyrsta lagi, togaraútgerð býr við miklu betri aðstæður í Noregi heldur en hér, bæði vegna þess að ný- fiskverðið er svo miklu hærra þar, heldur en hér, svo því verður á engan hátt samjafnað. Þá vil ég biðja þá menn sem talið hafa það eðlilegt, að okk- ar togarar væru seldir úr landi fyrir lítinn pening, fyrst ekki væri hægt að gera þá út á tog- veiðar eins og stendur, að at- huga bara hvað hægt er að gera við þessi skip. Dæmið um breytinguna á Akureynni í línuveiðara segir sína sögu. Þetta dæmi svo að segja undir- strikar þann sannleika sem ég hef hamrað á lengi, sem sé þann, að það er hægt og það borgar sig, að breyta íslenzkum togurum fyrir aðrar veiðar, ef menn vilja ekki nota þá til tog- veiða lengur. Með vinsamlegri þökk fyfir birtinguna. Jóhann J. E. Kúld“. Ég hygg að höfundur þess bréfs, sem J. J. E. Kúld vitnar til, hafi fyrst og fremst verið að fetta fingur út í þær full- yrðingar ofannefnds í Þjóðvilj- anum, að rekstur togaranna væri mjög ábatasamur i Noregi. Sendi bréfritarinn tvær norskar úrklippur með bréfi sínu og varð ekki betur séð en Þjóðviljafréttin væri fengin þaðan. f norsku fréttun- um var hins vegar engu spáð um árangur þessarar tilraunar. Þjóðviljinn var þó mjög von- góður fyrir hönd Norðmanna. Það var þetta atriði, sem bréfritarinn vildi einkum vekja athygli á, en kom senni- lega ekki nógu greinilega fram hjá honum. Jólaföndur Námskeið í jólaföndri fyrir böm á aldrinum 7 — 10 ára hefst 2. desember. Föndurskóli Bergþóru Gústafsdóttur Laugavegi 24 — Sími 35562. Sendisveinn óskast Vinnutími kl. 6 — 11 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.