Morgunblaðið - 27.11.1966, Side 8
8
MORCU N BLAÐIB
Sunnudagur 27. n6v. 1968
Séð yfir hluta Vatnsdalsins.
ViSamikið landamerkjamál
dæmt í hæstarétti
Fjallcu um landbrot Vatnsdalsdr hjd Hofi
NÝLEGA lauk í Hæstarétti
einu umfangsmesta landa-
merkjamáli, sem rétturinn
hefur haft til meðferðar, en
það var mál Gísla Pálssonar,
eiganda Hofs í Vatnsdal, gegn
Benedikt Blöndal og Krist-
jáni Sigurðssyni, eigendum
Brúsastaða.
Talið er að þetta sé efnis-
mesti dómur að lengd til, sem
kveðinn hefur verið upp í
Hæstarétti, því að dómsfor-
sendur og dómsorð þekja um
50 blaðsíður í folio-broti.
Deilan stóð um landamerki
Hofs og Brúsastaða, þar sem
Vatnsdalsá rennur á mörkum
þessara jarða.
(Eigandi Hofs krafðist staðfest
ingar á línu þeirri, er dregin var
af landamerkjadómi Húnavatns-
sýslu í september 1965, og var nið
urstaðan sú, að kröfur Hofs voru
teknár til greina næstum að
öllu leyti.
Eftir uppsögn héraðsdóms var
lagður fram mikill fjöldi skjala
og mörg vitni yfirheyrð. Rakinn
er í Hæstaréttardómnum fram-
burður 33 vitna, sem borið hafa
um rennsli Vatnsdalsár á deilu-
svæðinu og afnot þess lands, sem
um er deilt. Þá voru einnig lögð
fram gögn frá Árnasafni í Kaup
mannahöfn varðandi kæru Sig-
ríðar Þorvaldsdóttur, eiganda
Hofs, vegna framkomu Lauritz
Gotttrups, sýslumanns í Húna-
vatnsþingi og Þingeyrarklaust-
urs forvaltara, varðandi þrætu-
land milli Hofs og Brúsastaða,
en þræta þessi átti sér stað á
árabilinu 1686 — 1795. Ýmsir upp
drættir og ljósmyndir lágu
fyrir, svo sem herforingjaráðs-
kort frá 1914, uppdráttur af
Vatnsdalsá gerður af Ásgeiri
Jónssyni, vatnsvirkjafræðingi
1940, amerískt herkort eftir Ijós
myndum frá 1945 og 1946 og
sérstakur uppdráttur af deilu-
svæðinu, gerður af Ragnari Árna
syni, verkfræðingi að tilhlutan
Hæstaréttar. Lágu og frammi
Ijósmyndir teknar af Vigfúsi Sig
urgeirssyni, ljósmyndara 1937.
Þá var og vitnað í jarðarbók
topographisk beskrivelse af Is-
land“, útg. 1879 — 1882 eftir
Christian Kárund og fyrir milH-
göngu íslenzka sendiráðsins í
Kaupmannahöfn var útvegað
frá bókasafni þar í borg upp-
drættir ýmsir eða teikningar,
sem Daniel Bruun gerði skömmu
eftir síðustu aldamót.
Bárður Daníelsson, arkitekt og
verkfræðingur, var staddur á
vettvangi, er mörg vitna mættu
þar og báru um rennsli árinnar
um og fyrir 1920 á þrætusvæð-
inu, og teiknaði inn á kort, eftir
fyrirsögn hvers vitnis, hvernig
rennslið var þar þá á þeim tíma.
Að fyrirmælum Hæstaréttar
báðu lögmenn aðilja jarðfræð-
ingana Guðmund Kjartansson og
Þorleif Einarsson að láta í ljós
álit sitt um hver hefði frá fornu
fari verið farvegur Vatnsdalsár,
á milli jarðanna Hofs og Brúsa-
staða, og láta uppi álit sitt um
rennsli árinnar um svonefndan
„vestasta farveg", sem mjög var
um deildur í málinu. Þeir skiluðu
ítarlegu áliti.
Eitt hið athyglisverðasta, til
lærdóms fyrir aðra, er eiga land
að á, sem brýtur niður bakka og
færist til, svo sem Vatnsdalsá
gerir á nefndu svæði, er tilvitn-
un Hæstaréttar í ákvæði Jóns-
bókar, landsleigúbálk, 56. gr. og
nú í 3. og 8. gr. vatnalaga nr.
15/1923, þ.e. að markalína eigi
merki, þótt farvegur breytist. í
Jónsbók, landsleigubálki 56, sem
var gildandi lög á þeim tíma, er
hér skiptir máli (skv. forsendum
Hæstaréttar) segir:
„Hverr maðr á vatn ok veiði-
stöð fyrir sinni jörðu ok á sem
at fornu hefir verit, nema með
lögum sé frá komit. Vötn öll
„ Orustan um Brefland “
kemur út samtímis I Bretlandi cg hér;
bók, sem Þorsteinn Jónsson, flugstjóri
MARGAR og viðburðaríkar or-
ustur voru háðar í síðari heims-
styrjöldinni, en vart leikur á
tveimur tungum, að það var orust
an um Bretland — háð síðsumars
1940 — sem varð afdrifarikust
allra.
Þetta verður greinilega Ijóst
af bók þeirri um þetta efni,
„Orustan um Bretland“, sam nú
er komin út á vegum bókaút-
gáfunnar Fífils. Höfundur er
brezkur blaðamaður, Richard
Collier, en íslenzku þýðinguna
gerði Hersteinn Pálsson.
Bók þessi kemur samtímis út
í Bretlandi og á Islandi, en hefur
til þessa ekki komið út í öðrum
löndum. íslenzka þýðingin var
gerð eftir próförkum, sem jafn-
óðum voru sendar frá BretlandL
Þegar orustan um Bretland
hófst, í ágúst 1940, virtust Þjóð-
verjar ósigrandi, og Hitler aUir
vegir færir. Flugher Þjóðverja
átti aðeins eftir að sópa brezka
flughemum úr loftinu yfir Erm-
arsundi og Suður-Bretlandi, og
þegar því væri lokið, gæti inn-
rás hafizt. Nazistar þóttust viss-
ir um, hvernig henni myndi
ljúka. Að sjálfsögðu töldu Þjóð-
verjar, að þetta myndi verða
leikur einn. Á undanförnum mán
uðum hafði þýzki flugherinn unn
ið slík afrek, að það átti ekki
að verða miklum vandkvæðum
bundið að ganga milli bols og
höfuðs á þeim litla flugher, sem
Bretar áttu enn eftir.
Þjóðverjar reiknuðu dæmið
skakkt. í fyrsta lagi héldu þeir,
að Bretar ættu eftir miklu færri
orustuvélar en raun var á. Auk
þess gerðu þeir sér ekki grein
fyrir seiglu Breta, sem er óvið-
jafnanleg, þegar þeir eiga í vök
að verjast. Orustan varð þess
vegna miklu harðari en menn
höfðu gert ráð fyrir — og úr-
, segir álit sitt á
slitin önnur en flestir bjuggust
við.
Dag eftir dag sendu Þjóðverj-
ar ótölulegan grúa flugvéla af
öllu tagi til árása á Bretland,
og alltaf var árásunum hagað
þannig, að sækjendur hefðu sól-
ina í bakið, en verjendur beint
í augun. Slíkt var vænlegt til
góðs árangurs.
Flugmenn Breta uxu með
hverjum vanda. Því fleiri, sem
árásirnar urðu, þeim mun fleiri
ferðir fór hver brezkur flug-
maður. Þess voru dæmi, að ein-
stakir flugmenn færu átta flug-
ferðir á dag, þegar mest gekk
á. Þess vegna var ekki að furða,
þótt Churchill kæmist srvo að
orði um hetjuskap brezkra flug-
manna, að „aldrei hefðu jafn
margir átt jafn fáum eins mikið
að gjalda“.
í bók þeirri, sem hér um ræð-
Framhald á bls. 25
^BrúsosbMr
Áin rann nálægt því sem beina línan er.
skulu svá renna sem af fornu
hafa runnit; veiti þat engi maðr
af bæ eða á bæ annars, nema
þat brjóti sjálft. En ef þat er
veitt, þá skafl veita aptr og
gjalda jarðarspell eiganda ok
landnám ofan á. Nú ef á rennur
rétt ok brýtr á hvárskis land, þá
geri svá hvárr veiðivél af sínu
landi sem gert hafi at fornu fari.
Nú er á brýtr af annars þeirra
jörð, þá á sá á er jörð átti þá
sem hon braut, en hinn granda
eða eyri eptir þangat til -sem hon
var mið, meðan hon rann rátt
at fornu. En ef hon brýtr meirr,
þá á þá er jörð átti bæði á ok
granda þangat til er hon var mið
þá hon rann rétt. Engi skal fyrir
öðrum veiði spilla eða banna þá
sem hann hefir haft at fornu
fari. Hvervetna er menn eigu
fiskiá saman, þá á hvárr at veiða
sem vill, meðan úskipt er ánni,
ok draga váðir at hváru landi
er þeir vilja, en eigi skal hann
öðrum veita“.
Sannað þótti í málinu að Vatns
dalsá hafði gengið nokkuð á
Hofsland á seinni árum. Með til-
vísun til álits jarðfræðinganna
og annarra gagna málsins verður
að ætla, segir Hæstiréttur, að
farvegur Vatnsdálsár hafi „at
fornu tekið yfir þrætusvæði 1
máli þessu og vestur fyrir sýki
það, sem í máli þessu er nefnt
vestasti farvegur og allt vestur
undir börð hjá Brúsastöðum."
Eigi var talið um það að tefla,
skv. gögnum málsins og vottorð-
um, að eigendur Brúsastaða hafl
unnið eignahefð á þrætulandinu.
Málið flutti af hálfu Hofs Páll
S. Pálsson, hrl. og af hálfu Brúsa
staða Sigurður Ólason, hrl.
Þorsteinn stígur út úr orustuflug vél, að lokinni orustu.