Morgunblaðið - 27.11.1966, Page 9
Sunnuífagur 27. nóv. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
Sextugur I dag:
Jóhann Frímann
skóiastióri
HAUSTIÐ 1947 hóf ég kennslu
við Gagnfræðaskólann og Iðn-
skólann á Akureyri, en þá voru
S vikur liðnar af kennslutiman-
um. Atvikin höguðu því svo, að
fyrsta kennslustundin mín var
í Iðnskólanum. Ekki var trútt
Um, að í mér væri nokkur geig-
ur, meðan ég gekk upp stigann
í skólahúsinu og augu nemend-
anna mældu þennan nýja furðu
fugl, sem á þeirri stundu var
að ganga til móts við framtíð-
arstarf sitt, reynslulaus og ný-
aloppinn frá prófborðinu.
En í stigaskörinni framan við
kennarastofuna stóð hávaxinn
maður og vörpulegur, góðlegur
og áfulegur, festulegur og fyrir-
tnannlegur. >egar hann sá mig,
gekk hann til móts við mig,
rétti mér hönd sína og mælti,
um leið og hann leit beint fram
an í mig sínu einlæga og und-
irhyggjulauisa augnaráði:
„Komdu blessaður, og vertu vel
kominn til okkar.“
Ég man altaf þetta handtak,
þétt, fast og hlýtt. Mér hvarf
allur geigur. Hór var styrkur
maður, sem gat miðlað öðrum
af styrk sínum. Hér var kominn
skólastjóri Iðnskólans, Jóhann
Frimann. Við höfðum ekki
ekipzt á orðum fyrr, svo að ég
muni, en mér fannst allt í einu
að ég hefði lengi átt hann að
eldri bróður. Eitt veit ég, að frá
þeirri stundu héfi ég átt hann
eð vini og hollráðamanni. Það
vildi ég nú þakka honum og
Öll okkar kynni og samskipti
þá hartnær tvo áratugi, sem
hann hefir verið húsbóndi minn
og samstarfsmaður.
Við því verður ekki rönd
reist, að í dag eru liðnir sex
tugir ára, síðan Jóhann F!rí-
mann leit fyrst ljós þessa
•heims. Hann er sonur hjónanna
í Hvammi í Langadal, Frí
manns Björnssonar og Valgerð
ar Guðmundsdóttur. Jóhann var
enemma bráðgjör, ágætum gáf-
um gæddur og margt til lista
lagt. Hann leitaði sér menntun-
ar innan lands og utan, í Gagn
fræðaskólanum á Akureyri (nú
1M.A.), Lýðháskólanum í Askov
og klausturskóla í Luxemburg
(Clervaux), svo að eitthvað sé
nefnt. Auk þess hefir hann allt
of Jagt stund á sjálfsnám og
og gjörhugall.
Snemma hóf hann ævistarf
eitt við kennslu og skólastjórn
Árið 1927 gerðist hann kennari
við Iðnskólann á Akureyri, varð
ekólastjóri hans ári síðar og
gegndi því starfi til ársins 1955,
nema árin 1939-1942, en hann
var skólastjóri Héraðsskólans í
Keykholti 1939-1941. Þegar
var stofnaður árið 1930, gerð-
ist Jóhann eini fastakennari skól
ans og hefir starfað við skól-
ann allt til þessa að undanskild
um Reykholtsárunum. Hann
varð yfirkennari árið 1952 og
tók við skólastjórn, er Þorsteinn
M. Jónsson lét af því starfi
haustið 1955. Skólastjórastöð-
unni gegndi hann til ársins
1964, en hefir síðan verið stunda
kennari við skólann.
Af framansögðu má marka,
að Akureyringar eiga Jóhanni
mikið og margt að þakka fyrir
langt og giftusamlegt starf við
tvo skóla, sem hafa lengst af
verið í nánu sambýli og jafnan
átt afar vinsamlega samvinnu
og margháttuð samskipti. Báð-
ir voru vaxandi og gróekumikl
ar stofnanir í höndum hans.
Iðnaðarmannafélagið sýndi hug
sinn í verki árið 1956, er það
gerði Jóhann að heiðursfeiaga
sínum.
Gagnfræðaskólinn hefir verið
svo lánsamur að fá að njóta
starfskrafta Jóhanns frá upphafi
Hann studdi skólann fyrsta
fetið ásamt fleiri góðum mönn-
um og tók þegar við hann
tryggð og ástfóstri. Var ómetan
legt fyrir skólann að eiga á að
skipta jafn-fjölhæfum afburða-
kennara á frumbýlingsárunum
og æ síðan. Samvinna hans við
skólastjórana Sigfús Halldórs-
son frá Höfnum og Þorstein M.
Jónsson var jafnan hin bezta og
einkenndist af gagnkvæmri virð
ingu, vináttu og trúnaðar-
trausti. Þegar hann settist sjálf
ur í stól þeirra, hélt hann merk
inu uppi, sótti enn fram og
vann nýja sigra. Það er t.a.m.
verk Jóhanns og fyrir langa og
harða baráttu hans á ýmsum
vígstöðvum, að bætt var úr
hinni knýjandi húsnæðisþörf
skólans með glæsilegu viðbótar
húsnæði, sem tekið var í notkun
haustið 1964. Er vandséð, hvern
ig skólinn gæti nú gegnt þeim
skyldum, sem til er ætlazt, ef
framsýni Jóhanns og baráttu-
hörku hefði ekki notið við.
Þetta ber okkur, sem nú njót-
um verka hans, að þakka og
meta. Því miður var heilsu
hans svo farið árið 1964, að
hann treystist ekki til að halda
áfram skólastjórn. Hlaut það að
verða skólanum mikill hnekkur
og _ vinum hans sár vonbrigði.
Ymsum kynni að finnast um-
svifamikil skólastjórn ásamt
mikilli kennslu vera ærið starf
einum manni, en Jóhann hefir
alltaf gefið sér tíma jafnframt
til að sinna ýmsum hugðarefn-
um sínum, áhugamálum og bar-
áttumálum á öðrum sviðum.
Tvær ljóðabækur liggja eftir
hann auk leikritsins Fróðár og
ljóða og greina í blöðum og tíma
ritum. Nokkrar bækur hefir
hann þýtt úr erlendum málum.
Hann var ritstjóri Dags á Akur
eyri nokkur ár og ritaði lengi
mikið í það blað. Hann var bæj
arfulltrúi á Akureyri eitt kjör-
tímabil, kosinn af sérstökum
lista iðnaðarmanna, og hefir
gegnt mörgum trúnaðarstörfum
öðrum, m.a. átti hann um skeið
sæti í menntamálaráði.
Það var raunar ekki ætlun
mín að rita hér ævisögu Jó-
hanns Frímanns, heldur aðeins
að sýna lit á að greiða lítið
brot af þakkarskuld þeirri, sem
Gagnfræðaskólin á Akureyri,
nemendur hans frá öndverðu
og við vinir Jóhanns og sam-
starfsmenn eigum honum að
gjalda fyrir óeigingjörn störf
hans, löng og merk, bjargfasta
vináttu hans og leiðsögn. Þessi
tilfinningaríki og næmgeðja
drengskaparmaður hefir í senn
verið okkur ráðsvirmur húsbóndi
og ráðhollur og gagnhollur vin-
ur.
Ég veit, að hlýir straumar
þakklætis, virðingar og vinar
þels streyma til hans í dag úr
öllum áttum. Við samstarfsmenn
irnir við G.A. sendum honum
og hans góðu konu, frú Sigur-
jónu Pálsdóttur, sem jafnan hef
ir staðið ótrauð við hlið hans
og stutt hann í blíðu og stríðu,
árnaðaróskir.
Sverrir Pálsson.
lÍIÍiÍIÍIM
Fasteighasalan
Hátúni 4 A, Nóatúnshúsið
Sími 2-18-70
V/ð Njörvasund
Til sölu m. a. :
3ja herb. íbúð á hæð, á
jarðhæð fylgja 1 herb.,
geymsla og þvottahús. Sér-
hitaveita, sérinngangur. —
Útborgun kr. 500 þúsund.
3ja herb. falleg íbúð í há-
hýsi við Sólheima
4ra herb. risíbúð við Hrísa-
teig.
4ra herb. hæð við Nökkvavog.
Bílskúrsréttur, verð kr. 1100
þús.
4ra herb. íbúð við Ásvalla-
götu, laus nú þegar.
5 herb. íbúð við Bogahlíð.
5 herb góð íbúð við Ásgarð.
6 herb. íbúð við Grundar-
gerði.
Höfum í smíðum einbýlishús
og raðhús í borginni, Kópa-
vogi, Garðahreppi og Sel-
tjarnarnesi.
Hilmar Valdimarsson
Fasteignaviðskipti.
Jón Bjarnason
hæstaréttarlögmaðnr.
174 slys og
árekstrar
f YFIRI.ITI lögreglunnar um
árekstra og slys 20 fyrstu dagana
i þessum mánuði kemur í ljós,
að tveimur fleiri slys hafa orðið
en á sama tíma í fyrra, og 19
fleiri árekstrar. Þó ber þess að
gæta að akstursskilyrði hafa yfir-
leitt verið mun verri en á fyrra
á sama tima.
Alls urðu 174 árekstrar og slys
frá 1.—20. nóvember s.l., þar af
slösuðust: 4 börn, sex konur,
þrir karlmenn, 1 hjólreiðamaður,
4 bifreiðastjórar, tveir farþegar,
en dauðaslys varð ekkert á þessu
tímabili. Slysin eru því alls 21.
Á sama tíma í fyrra urðu 153
slys og árekstrar. Þar af slösuð-
ust: 3 börn, sex konur, sjö karl-
menn, tveir hjólreiðamenn, einn
bifreiðastjóri, en enginn farþegi.
Slysin urðu þvi alls 19 þar af
eitt dauðasls.
McCali 6
8438
Cjí'/fF ‘Ty ' Jóla- almanök
í fjölbreyttu úrvali.
Jólavörurnar fáið þér hjá okkur.
Bókoverzlun
Sigiúsoi Eymundssonur
Austurstræti 18. — Sími 13135.
Efni i
buxnadragtir
buxur og
pils
ÍVc
Laugaveg 41.
Strandgötu, Hafnarfirði.
Háaleitisbraut 60.
BJARNI Beinteinssom
lögfræðingu r
AUSTURSTRÆTI 17 (VILLI * VALD0
SÍMI 1353«
íbúðir óskast
26.
Höfum kaupendur að 2ja, 3ja,
4ra og 5 herb. íbúðum til-
búnum undir tréverk í
borginni.
HÖFUM TIL SÖLU :
Nýtízku einbýlishús í smíðum
í borginni.
2—7 herb. íbúð, sumar nýleg-
ar og sumar lausar strax.
Fokheldar sérhæðir 140 ferm.
með bílskúrum.
2ja og 4ra herb. íbúðir, fok-
heldar með hitalögn.
Eignarland 12.200 ferm. innan
borgarmarkanna.
Iðnfyrirtæki með nýjum full-
komnum vélakosti og í nýju
húsnæði með sérstaklega
góðum greiðsluskilmálum.
Hveragerði, nýtt vandað
einbýlishús, 136 ferm. á
einni hæð. Fæst einnig í
skiptum fyrir 4—5 herb.
íbúð í Reykjavik.
Ýmsar eignir úti á landi og
margt fleira.
Komið og skoðið.
Sjón er sögu ríkari
Mýja fasteignasalan
Laugaveg 12
Simi 24300
Til sölu
2ja herb. íbúð á 2. hæð við
Ljósheima.
2ja herb. íbúð á 2. hæð við
Kleppsveg með sérþvotta-
húsi. íbúðin er 75 ferm.,
laus strax
3ja herb. íbúð á 4. hæð við
Hringbraut ásamt 1 herb. í
risi, laus strax.
5 herb. íbúð við Laugarnesveg
í blokk, góð íbúð.
Raðhús í Austurbænum, til-
búið undir tréverk og máln-
ingu.
Höfum mikið úrval af 2ja.
3ja, 4ra og 5 herb. íbúðum.
Einnig einbýlishúsum, raðhús-
um, fokheldum eða lengra
kominn
Austurstræti 10 A, 5. hæð.
Sími 24850.
Heimasími 37272.
Höfum kaupendur að 2ja—5
herbergja hæðum og einbýlis-
húsum. Ennfremur að litlu
iðnaðarfyrirtæki.
Til sölu m.a.
Glæsilegt einbýlishús í Háa-
leitishverfi, næstum fullbú-
ið. Teikning og upplýsingar
í skrifstofunni.
3ja herb. hæð skammt frá
Vogarskóla með stórum bíl-
skúr, laus strax, mjög góð
kjör. Helming útborgunar
má greiða næsta vor.
2ja herb. risíbúð í Austur-
borginni. Laus strax. Útb.
nú kr. 100 þús. og kr. 100
þús. á næsta ári.
2ja herb. nýleg og vönduð 70
ferm. rishæð í Háaleitis-
hverfi, teppalögð með harð-
viðarinnréttingum, suður-
svalir, góð kjör.
AIMENNA
FASTEIGNASAIAN
UWPARGATA9 SlMI 21150