Morgunblaðið - 27.11.1966, Side 11

Morgunblaðið - 27.11.1966, Side 11
Sunnudagur 27. n£v. 1966 MORGU N BLAÐIÐ 11 — Ur verinu Framh. af bls. 3. En jafnánægjuleg og þessi þróun hefur verið og sá mikli síldariðnaður, sem fylgt hefur i kjölfar síldveiða þessara báta, er dapurlegt og meira en það að sjá, hvernig togurunum og smærri bátunum, sem fiskvinnsl an í landi hefur byggzt á, hefur hrakað. Það er jlla farið að hafa ekki gert það, sem þurfti, til þess að koma í veg fyrir þessa þróun, sérstaklega ef ekki hefði nú þurft nema herzlumuninn, til þess að þessi skip skilúðu ágóða. Þá befðu verið keyptir nýir togarar og nýir bátar jafnóðum og hinir gengu úr sér. Enginn togari verður til i landinu eftir 4 ár með sama áframhaldi, og smærri bátunum heldur áfram að fækka. Helm- ingurinn af hraðfrystihúsum landsins verður þá lokaður. Það þarf engan speking til að sjá fyrir þessa þróun. Nú þarf að gera áætlun um smíði 150 báta, 30 á ári næstu 5 árin, sem henta fiskvinnslunni, 70 — 120 lesta. Jafnframt þyrfti að gera áætlun um smíði nokk- urra togara, sem henta vel til Met í kappakstri NÝLEGA sló venjuleg fólksbir- reið af tegúndinni Vauxhall Viva, nýtt met í kappakstri. Ekið var á Zandvoort-brautinni í Hollamdi. Þrír ökumenn, Jetten, Lennep og Gaísonides óku á 4. tíma vöktum. Vegalengdin, 2530,887 km. var ekin á 105,453 km. með- alhraða. Hraðasti hringur bif- reiðarinnar í þessum akstri var ekin á 110,503 km. meðalhraða. Konunglegi hollenzki bifreiða- klúbburinn stóð fyrir þessum kappakstri. hráefnisöflunar fyrir frystihús- in. Þeir þyrftu ef til vill ekki að vera stærri en 500 lestir, það munar svo miklu á útgerðar kostnaði slíkra skipa og 1000 lesta skipanna. 3 skip á ári í 5 ár væri ekki geyst af stað farið. Reglurnar fyrir útlánum Fisk- veiðasjóðs íslands eru að lána % af kostnaðarverði skipa. Eng- inn, sem hefur áhuga á þorsk- útgerð, getur keypt bát með þessum kjörum. Það á að gefa mönnum kost á viðbótarlánum gegn tryggingum í eignum í landi fyrir 20% — 25% af verð- mæti bátsins, þannig að lánin yrðu alls 85% — 90% eins og var við síðustu togarakaupin. Hvaða goðgá væri, þótt varið væri auknu lánsfé, 30 milljón- um króna á ári, til þess að end- urnýja þorkveiðiflotann. Stálbátar af stærðinni 100 — 120 lestir kosta 5—6 milljónir króna, og mætti nota þá til línu, neta- og togveiða eftir því sem verkast vildi. Það er mjög vafa- samt að semja ætti um smíði margra báta í einu lagi, þótt ■þannig væri hægt að fá skip- in ódýrari. Með því að láta marga aðila um þetta, bæði út- gerðarmenn og skipasmíðastöðv- ar, nást örari framfarir, næsti bátur er alltaf fullkomnari og betri en siá, sem smíðaður var á undan, og þannig á það að vera. En það þarf engan mótorbát og engan togara, ef ekki verður séð um, að þessi útgerð skili arði. Þá er bezt að gleyma þessu. Fólkið í sjávarþorpunum og stærsta útgerðarbæ landsins, Reykjavík, getur þá horft á lok- uð frystihúsin og hlustað á'síld- arfréttirnar að austan. Mest seldi rafmótorinn á Norðurlöndum 0,17—20 ha. 1400-2800 snún/mín. Fyrirliggjandi. Johan Rönning h.f. umboðs- og heildverzlun. Skipholti 15. - Sími 10632. Nýkomni? Barnaskór lágir og uppreimaðir. Kaupið aðeins 1. flokks skó á börnin, það er nauðsyn vegna framtíðar barnsins yðar. — Skórnir, sem sérfræðingar mæla með. — Fallegir skór — góðir skór. Nýkomið gott úrval. Laugavegi 17. — Framnesvegi 2. Sírtii-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.