Morgunblaðið - 30.11.1966, Side 1

Morgunblaðið - 30.11.1966, Side 1
32 síður B3. árgangur 275. tbl. — Miðvikudagur 30. nóvember 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins « «■ Borgarsjúkrahúsið séð úr gróð rarstöðinni í Fossvogi. Ljósm. Mbl.: <M. K. M. Loftorrusta yfir fsrael Tvær egypzkar Mig-þofur skofuar niður, segir faBs- * maður Israelshers Tel Aviv, 29. nóv. (NTB-AP) TALSMAÐUR ísraelska hers ins skýrði frá því í dag, að komið hefði til loftorustu yfir ttsrael í dag. Áttust þar við tvær þotur úr flugher ísraels og tvær þotur frá Egyptalandi. Voru báðar egypzku þoturnar skotnar niður. Vamarmálaráðuneytið í Kairó hefur ekki staðfest þessa frétt. Hinsvegar til- kynuti ráðuneytið í dag að ein flugvél úr egypzka flug- hernum hefði týnzt, og gefur enga nánari skýringu né á- stæðu fyrir tjóninu. Einnig kom í dag til á- rekstra á landamærum ísra- els og Jórdaníu, og hefur Hussein Jórdaníukonungur varað yfirvöldin í ísrael við frekari ágengni. Segir kon- ungur að næstu árás ísraels- manna verði svarað með öll- um tiltækum gagnaðgerðum, hverjar sem afleiðingarnar verði. Að sögn ísraelsku yfirvald- anna tilkynntu ratsjárstöðvar í suðurhluta fsraels flughernum, að tvær óþekktar flugvélar væru þar á ferli. Tvær Mirage- orustuþotur, sem smíðaðar eru í Frakklandi, voru sendar á vettvang, og reyndust ókunnu vélamar vera tvær Mig-19 or- ustulþotur úr egypzka flughern- um, en 'þotur þessar eru smíð- aðar í Sovétríkjunum. Israelsku flugmennirnir réð- ust þegar til atlögu, og stóð loftorustan í tvær mínútur í Forsætisráðherra um verðstöðvu narfrumvarpið; Verðum að firra atvinnu- vegina skakkafölium — Æskilegt að samkomulag takist um festingu kaupgjalds VIÐ fyrstu umræðu um Verðstöðvunarfrumvarp ríkis- stjórnarinnar í Neðri deild Alþingis í gær, flutti Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, ræðu, þar sem hann gerði glögga grein fyrir þeim vandamálum, sem að steðja !hjá höfuðatvinnuvegum þjóð- arinnar og leitt hafa til þess að ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að beita sér fyrir verðstöðv un um eins árs skeið, takist samningar um festingu kaup- gjalds til sama tíma. Forsætisráðherra sagði, að ljóst væri, að atvinnuvegirn- ir mundu ekki þola nýjar á- lögur, nýjar kauphækkanir eða annan aukinn tilkostnað. Væri því eðlilegt að gerðar væru ráðstafanir til þess að firra þessar þýðingarmiklu atvinnugreinar skakkaföllum. Um kaupgjaldsmálin sagði forsætisráðherra: „Vitanlega væri það langæskilegast og mest öryggi í því fólgið ef verkalýðshreyfingin teldi sér fært að gera bindandi samn- ing um kaupgjald til nokk- urra mánaða, um festingu ef takast mætti að skapa fest- ingarástand þetta tímabil, í hvaða formi sem það yrði“. Ræða forsætisráðherra fer hér á eftir í heild, svo og úr- dráttur úr umræðum á Al- þingi í gær: íslenzkir atvinnuvegir mótast mjög af því, hvað a.m.k. sumir þeirra og ekki hinir þýðingar- minnstu eru óvissir, hvað þeir gefa mismunandi miklar tekjur af sér, bæði vegna verðbreytinga og eins sökum þess, að afli er Framhald á bls. 23. 4.500 metra hæð. Seinna í dag fengu frétta- menn í Tel Aviv að ræða við Midhael höfuðsmann í flug- her ísraels, seam kvaðsit hafa skotið niður báðar egyzku þoturnar, aðra þeirra með fransk-smíðaðri eldflaug af gerð inni Matra-530, hina með skot- hríð úr fallbyssum flugvélarinn ar. — Eftir að ég hafði skotið ann arri eldflauginni, sáum við báð- ir, flugmaður hinnar orustu- þotunnar og ég, að hún hæfði skotmarkið. Svo varð sprenging og eldur og mikið reykský, sagði hann. Hin egypzka flugvélin steyptist til jarðar eftir að hafa orðið fyrir mörgum skotum úr fallbyssum Michaels. — Þegar ég leit við, eftir að Framhald á bls. 23 AUKIN MEIRIHLUTI GEGN AÐILD KlNA AÐ SÞ ísland meðal 57 þjóða, sem felldu tillögu Albaníu um aðild Kína og brottrekstur Formósa Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. kaupgjalds, framyfir mitt næsta ár, eða helzt til 31. október. En jafnvel þó að slíkt takizt ekki, er á hitt að líta, að sama gagni að nokkru, þó ekki til hlítar, kæmi það, New York, 29. nóv. AP-NTB. ALLSHERJARÞING Sam- einuðu þjóðanna kom saman í dag til að greiða atkvæði um það, hvort Pekingstjórnin í Kína skyldi fá aðild að sam- tökunum. Var tillaga þess efnis felld með 57 atkvæðum gegn 46. Fulltrúar 17 þjóða sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una, og fulltrúi Laos var fjar- verandi. Fyrir Allsherjarþinginu lágu að þessu sinni þrjú frumvörp, er snertu aðild Kína að sam- tökunum. Voru þau þessi, hér talin upp í sömu röð og þau voru lögð fyrir: 1) Tillaga Bandaríkjanna og 14 annarra ríkja um að % hluta atkvæða þurfi til að sam- þykkja aðild Kína að sam- tökunum. Þessi regla hefur verið í gildi að undanförnu, og fengizt samþykkt á fyrri þingum. Var bún einnig sam þykkt að þessu sinni með 66 atkvæðum gegn 48, en sjö ríki sátu hjá. 2) Tillaga Albaníu, Kambodíu og níu ríkja annarra um að veita Kína aðild að samtök- unum, en víkja Formósu úr þeim. Var tillaga þessi felld með 57 atkvæðum gegn 48, eins og að ofan greinir. 3) Tillaga ítalíu og fimm ann- arra þjóða um að skipa nefnd til að athuga málið, kynna sér óskir Pekingsstjórnarinn- ar varðandi aðild að sam- tökunum, og leggja fram til- lögur í málinu fyrir næsta Allsherjarþing. Tillagan var felld með 62 atkvæðum gegn 34, en 25 fulltrúar sátu hjá. Hvað eftir annað hafa verið bornar fram tillögur á Allsherj- arþinginu um aðild Kína að sam Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.