Morgunblaðið - 30.11.1966, Page 2
2
MORGU N B LADIÐ
Miðvikudagur 30. nóv. 1966
Frá uppboði Sigurðar Benedikts sonar í gær.
Ferðabók Eggerts og
Bjarna fór á 21 þós. kr.
SÚ bók er fór á hæstu verði á
bókauppboði Sigurðar Benedikts-
sonar sem haldið var í 'Þjóðleik-
húskjallaranum í gær var Ferða-
bók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar en hún var að
lokum slegin á 21. þús. krónur.
Á uppboði þessu voru seldar
margar gamlar og fágætar bækur
og fóru þær flestar hverjar á
allháu verði. Athyglisvert var
hversu flestar bækurnar voru
vel með farnar og í fallegu
bandi. Allar voru bækurnar úr
safni þekkts bókasafnara, en
ekki fékkst uppgefið hver hann
væri.
Af bókum sem á uppboðinu
voru seldar má nefna Islands
Opkomst Páls Vídalíns er seldist
á 4.400 kr., doktorsritgerð Jóns
Eiríkssonar er fór á 5.100 kr.,
Óðinn frá 1905-1936 í skinnbandi
er fór á 10 þúsund krónur, Heirns
kringla Snorra Sturlusonar prent
uð í Leirárgörðum 1804 og seld-
ist á 4000 kr., Tímarit Jóns Pét-
urssonar 1869—1873 fór á 7500
kr., Allt tímarit Bókmenntafé-
lagsins bundið í rexinband seld-
ist á 5000 kr.
Þá voru eftirtaldar bækur
Magnúsar Stephensens seldar:
Eftirmæli 18. aldar er fór á
1200 kr., Ljóðmæli og Graf-
minningar er fór á 3400 kr., Vina-
gleði er fór á 1600 kr., Island i
Franskir náms-
styrkir
RÍKISSTJÓRN Frakklands
býður fram tvo styrki handa
Islendingum til háskólanáms í
Frakklandi námsárið 1967-68.
Styrkirnir nema hvor um sig
480 frönkum á mánuði. Um-
sækjendur, sem hyggja á nám
við háskóla utan Parísar, ganga
að öðru jöfnu fyrir um styrk-
veitingu.
Umsóknum um styrki þessa
skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Stjónarráðshúsinu við
Lækjartorg, eigi síðar en 31.
desember n.k., og fylgi staðfest
afrit prófskírteina ásamt með-
mælum. Umsóknareyðublöð fást
í menntamálaráðuneytinu og
hjá sendiráðnm íslands erlend-
is.
Frétt frá Menntamálaráðu-
neytinu.
det 18. árhundrede á 3800 kr., og
ræður Hjálmars á Bjargi er seld-
ist á 3000 kr.
Feðgaævir Boga Benediktsson-
ar sem er fágæt bók, prentuð í
Viðey 1832 seldist á 6500 kr.,
Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen
seldist á 4500 kr., og Lýsing ís-
lands, einnig eftir Þorvald fór á
4000 kr. Kongs Sugg-Sio, prentuð
í Soröe 1768 seldist á 5000 kr;
Series regum Daniae Þormóðs
Torfasonar með áritun Eggerts
Ólafssonar lögmanns seldist á
5500 kr., Codex regius Sæmund-
ar Eddu ljósprentað í Kaup-
mannahöfn 1937 seldist á 5000 kr.
og Homiliubók eftir elzta ís-
lenzka handritinu fór á 6200 kr.
Aðrar bækur seldust svo á
minna, eða allt frá 100 kr.. Al-
gengast var þó að bækurnar
færu frá 1500—3000 kr.
iizt vil stiérBDc:*
g
Jafnaðarmenn samþykkja Willy
Brandt sem varakanzlara
Bonn, 29. nóv. (NTB).
EKSSI tókst í dag að ganga
endanlega frá samningum kristi-
legra demókrata og jafnaðar-
manna um skipan nýrrar ríkis-
stjórnar í Vestur Þýzkalandi.
Var fundum, sem halda átti um
málið í kvöid frestað til morg-
uns. Ástæðan fyrir frestuninni
er sú, að því er opinberir aðilar
tjá fréttamönnum, að viðræðu-
nefnd kristilegra demókrata hef
ur ekki haft nægan tíma til að
ganga endanlega frá samstarfs-
áætluninni.
Haft er eftir „áreiðanlegum
heimildum" að deila hafi komið
upp milli flokkanna tveggja um
skipan ráðherraembætta, en
fulltrúar flokkanna hafa borið á
móti því.
Fyrr í dag hafði verið skýrt
frá því að jafnaðarmenn hefðu
fyrir sitt leyti samþykkt að leið-
togi þeirra, Willy Brandt borg-
arstjóri Vestur Berlínar, tæki að
sér embætti varakanzlara og
utanríkisráðherra í ríkisstjórn
Kurts Kiesingers, kanzlaraefnis
kristilegra demókrata. Var svo
komið að farið var að spá um
skiptingu ráðherraembættanna
milli flokkanna, og talið líkleg-
ast að hún yrði þannig:
Kanzlari: Kurt Kiesinger
(Kristil. dem., CDU).
Varakanzlari og utanríkisráð-
herra: Willy Brandt (Jafnaðar-
menn SPD).
' Innanríkisráðh.: Paul Liicke
vesturlandi í gær
f FYRRINÓTT snjóaði mikið í
Reykjavík og við sunnanverðan
Faxaflóa. Mest var úrkoman í
Vestmannaeyjum, þar var úr-
koman samkvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar 15 mm frá því
kl. 17. á mánudag til kl. 5 í
gærmorgun.
Jafngildir það um það bil 20
cm af lausamjöll.
í Reykjavík snjóaði á sama
tíma 15 cm af jafnfallinni mjöll.
Á Norður- og Austurlandi var
bjart veður og lítil snjókoma, en
spáð var breyttu veðri með snjó
komu. Lítið hafði snjóað á Vest-
fjörðum. Mest frost var á Norð-
Austurlandi 12 stig í Aðaldal og
á Héraði.
Samkvæmt upplýsingum Vega
gerðarinnar var í gær orðið
þungfært um Suðurlandsveg og
Þrengsli, og Hellisheiði var al-
gjörlega lokuð. I Árnes- og Rang
árvallasýslum var hríðarveður í
gærmorgun. Vegir voru einungis
færir stórum bílum.
í gær og fyrrinótt snjóaði í
Hvalfirði og var Vesturlandsveg-
ur fær stórum bílum 1 Borgar-
firði og á Snæfellsnesi, en í
gærkvöldi leit helzt út fyrir að
vegurinn í Hvalfirði myndi lok-
ast vegna skafrennings.
Að sögn Vegagerðarinnar
var versnandi færð á Suður- og
Vesturlandi, en greiðfært var um
Bröttubrekku, um Dali, og Norð-
urlandsvegur var fær allt til
Akureyrar og þaðan til Húsa-
víkur um Dalsmynni. Þó var
Öxnadalsheiði ekki fær nema
stórum bílum.
Á Strandavegi var dágóð færð
allt til Hólmavíkur.
Á Austurlandi var fært um
I Fljótsdalshérað, Fjarðarheiði var
fær og fært var til Reyðar-
fjarðar, Eskifjarðar, og Norð-
fjarðar frá Egilsstöðum.
Á Suð-vesturlandi var snjó-
létt eða nánast enginn snjór.
Fréttaritari Mbl. á Húsavík,
tjáði blaðinu, að fært hafi verið
til Raufarhafnar, en mikil hríð
var þar norður frá fyrir tveimur
dögum. Á leiðinni til Akureyr-
ar frá Húsavík var frekar þung-
fært í Fnjóskadal og á vegunum
inn með Eyjafirði. um Dals-
mynni. Fréttaritarinn sagði, að
mjög umhleypingasamt hefði
verið að undanförnu, en því eiga
Þingeyingar ekki að venjast.
Á Sauðárkróki var siæmt veð-
ur fyrir tveimur sólarhringum,
að því er fréttaritari Mbl. Guð-
jón Sigurðsson, tjáir. Var þar
stormur og snjókoma linnulaust
í þrjá sólarhringa, en á mánu-
dagsmorguninn slotaði veðrinu.
Allmiklum snjó kingdi niður, en
vegir tepptust ekki og er meira
að segja fært út í Fljót. í
fyrstu hríðum teppist vegurinn
þangað venjulega, nema þegar
hann er á norðan, en í þessu
veðri var hann það. Veður var
gott á Sauðárkróki í gær.
Fréttaritrai Mbl. á Blönduósi,
Björn Bergmann segir:
Norðurleiðarbílstjóri, sem kom
til Blönduóss kl. 17 í dag kvað
veður og færi hafa verið sæmi-
legt alla leið frá Reykjavík, nema
á Múlavegi í V-Húnavatnssýslu.
Þar hefði verið mikil hríð og
nokkrir fólksbílar fastir.
Ekki hefði snjór þó verið til
verulegs baga fyrir háa bila,
en með kvöldinu mætti búast
við versnandi færð. í Hvalfirði og
Borgarfirði væri talsverður
snjór og hætt við, að færð spillt-
ist þar fljótt, ef hvessti.
í Norðurárdal og þaðan norð-
ur að Múlavegi væri mjög lítil
snjór, en víðast svellaður vegur.
Bílstjórar, sem komu hingað
frá Akureyri um kl. 17 í dag
fengu gott veður og færi, unz
þeir komu vestur í Langadal.
Þar var siæm hríð og færð tekin
að þyngjast fyrir litla bila. Þeir
sögðu, að vegheflar hefðu rutt
snjó af nokkrum köflum Öxna-
dalsheiðavegar í morgun. Á
Blönduósi má heita hríðarlaust.
Mjög snjólétt er um allt héraðið
og engar tafir orðið á flutning-
um .
(CDU), eða Helmut Schmidt
(SPD).
Dómsmál: Gustav Heinemann
(SPD).
Fjármál: Franz Josef Strauss
(Kristil. sósíalistar, CSU).
Varnarmál: Gerhard Schröder
(CDU), eða Helmut Schmidt
SPD).
Verkamál: Hans Katzer
(CDU).
Efnahagsmál: Karl Schiller
(SPD).
Landbúnaðarmál: Hermann
Höcherl (CSU).
Samgöngumál: Holger Börner
(SPD).
Húsnæðismál: Georg Leber
(SPD).
Póstmál: Richard Stuckeln
(CSU).
Al-þýzk mál: Herbert Wehn-
er (SPD).
Rannsóknarmál: Gerhard
Stoltenberg (CDU).
Fjölskyldumál: Bruno Heck
(CDU).
Endurvarps-
stöðin á Fjarðar-
heiði
JÓNAS Pétursson alþm. hefur
borið fram á Al-
- þingi fyrir-
spurn til mennta
':!!ls málaráðherra
um það, hve-
nær vænta
jg megi ákvörð-
unar um bygg-
ingu endurvarp3
stöðvar sjón-
varps á Fjarðar
heiði fyrir Austurland.
A-ÞÝZKALAND I S.Þ.
New York, 29. nóv. NTB.
FULLTRÚAR Sovétríkjaima
ítrekuðu í dag umsókn Aust
ur-Þýzkalands um aðild að
Sameinuðu þjóðunum í orð-
sendingu til U Thants fram-
kvæmdastjóra. Segja þeir að
aðild Austur-Þýzkalanda
muni stuðla að þróun alþjóða
samvinnu, og tryggja að sam
tökin verði alþjóðleg.
Bonn, 29. nóv. NTB.
EINN af leiðtogum nýja þjóð
ernissinnaflokksins x Vestur-
Þýzkalandi, fyrrxxm nazistinn
Otío Hess, sagði í viðtali við
vikuritið Der Spiegel í gær,
að í kosningunum 1969 muni
flokkur hans fá 60—90 sæti
á sambandsþinginu í Bonn.
Alls eru þingsætin 496.
fyrradag, var orðin allnærri
í gær og var um hádegið suð-
austur af landinu á hreyfingu
A eftir. Talsvert snjóaði af
henni suðvestan lands um
átt og frosti um allt land.
Norðanlands mun verða élja-
gangur, en bjartviðri á Suður
landi.