Morgunblaðið - 30.11.1966, Qupperneq 5
Miðvlkuðagur 30. nóv. 1966
MORCUNBLAÐ fO
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
Það er betra að vera vel búinn þegar unnin eru jafn kulsöm störf og að moka snjó.
Byggja hallir sumarlandsins úr snjó
■ur. Mæður þeirra standa hjá
og fylgjast með.
Fyrst spurðum við Garðar
hvort hann geti sagt pabbi og
mamma. Hann leit á okkur
stórum augum og brosti svo
yfir þessari fádæma heimsku.
Sagði síðan af lítillæti:
■— Nei, ég er svo lítill.
— Er gaman í snjónum?
— Já.
— Vildir þú að það væri
alltaf snjór?
— Já.
— Heldurðu að þér yrði þá
ekki kalt?
— Já.
Svo tekur Garðar til við
fyrri iðju og má ekki vera
að því að tal-a lengur við
okkur.
Niður við Stakkahlíð hitt-
um við svo nokkra hraustlega
stráka sem voru að leika sér
í rólum. Þeir sveifluðu sér
hátt í loft upp og stukku
síðan niður úr rólunum.
Snæábreiðan sá um að þeir
meiddust ekki. Þarpa voru
Jóhann Þór Sigurðsson, Jens
Valur Ólafsson, Tryggvi
Gunnar Sverrisson og Jón
Kristinn Sveinsson. Allir voru
sammála um hversu gaman
það væri að leika sér í snjón-
um, skemmtilegra en að vera
í skólanum, enda lágu skóla-
Bless! Unga stúlkan kveður okkur og hverfur aftur til leikja
sinna í snjónum.
ist í snjónum rétt hjá okkur.
Og auðvitað bregðum við all-
ir vel við að hjálpa til við að
losa hann.
*
töskurnar hálfgrafnar í snjó.
Þegar við nöldum aftur nið
ur á Morgunblað er ekki alveg
laust við að spurning komi
upp í hugann. Nefnilega þessi:
Væri ekki gaman að vera
bara 4-5 ára og leika sér í
snjónum?
Það var dálítil hál'ka í Ár-
túnsbrekkunni, en við kom-
ust slysalaust upp í Ártúns-
hverfi og á leikvellin-um þar
hittum við tvo unga herra-
menn, Garðar tveggja ára og
Þorkel sem er bara eins árs.
Þeir sitja þarna í sandkassa
og moka snjó í marglitar föt-
ÞAÐ eru fóir sem kunna að
meta snjóinn — nema börn-
in. Þau fagna líka þessum
dúni loftsins og velta sér upp
úr honum, hnoða bolta og
kasta, renna sér á sleðum eða
krossviðarplötu, ef annað er
ekki til. Þau eldri fara á
skíði. Svo koma þau inn á
kvöldin og þá nefur snjórinn
bráðnað inn í fötin og mömm
Strákamir sveifluðu sér i rólunum og stukku síðan í snjóinn.
urnar hafa nóg að gera við
að þurrka og þvo. Og dagur-
inn var vel notaður, því að
ekki er víst að þeir snjó-
menn og konur, þau virki og
hús sem voru reist af svo
miklum stórhug og myndar-
skap í dag, standi á morgun.
Slíkur er hverfulleiki heims-
ins.
>f
Við erum á leið upp Hverf-
isgötu og myndir vetrarins
líða hjá. Bifreið sem spólar,
önnur snævi hulin að mestu,
kuldalegt fólk sem bíður eftir
strætisvagni, gömul kona sem
hreinsar gangstéttina fyrir
framan hús sitt. Einu sinni
hefur hún líka verið barn og
byggt úr snjó og átt drauma
tengda honum. Ef til vill öðru
vísi drauma en börn nútím-
ans. Hennar draumur hefur
verið um magasleða og
hrossleggjaskauta, í stað snjó
bolta og skíðasleða sem börn-
in dreymir nú um.
>f
Og mitt í vetrinum og snjón
um er hlýja, því að það eru
börn að leika sér á gangstétt-
inni. Fyrst reynum við að
tala við tvo unga herramenn,
en þeir vilja ekki við okkur
tala og annar reynir eftir
mætti að teygja sig upp í
bjölluhnappinn heima hjá sér.
Hræddur við þessa stóru
ókunnugu menn. Þegar fyrsta
tilraun heppnast ekki er bara
að gera aðra. Þarna skammt
frá eru tveir ungir menn að
bjástra við að moka snjó í
kassa og draga hann á eftir
sér. Þetta heppnast ekki sem
bezt, enda kassinn úr pappa.
Mér dettur í hug saga Jónas-
ar Hallgrímssonar um legg og
skel þegar ég sé kassann.
Hann hefur eitt sinn verið
umbúð um dýra og fína vöru.
Það er roði í kinnum strák
anna og þeir virðast hafa
gaman að því að tala við okk
ur og skýra frá áformum sín-
um. Þeir ætla að fylla kass-
ann af snjó og draga hann
síðan lengst upp eftir. Strák-
arnir heita Guðjón og Ólafur
Pétur, sem vill alls ekki táta
kalla sig Svarta-Pétur. Báðir
lofa snjóinn. Þeir segjast
eiga sleða en snjórinn sé svo
laus að það sé ekki hægt að
renna sér. Við spyrjum hvar
þeir renni sér þegar færi
gefist. Þeir svara að það geri
þeir port megin. Annars ber
Guðjón sig hálf illa sökum
þess að hans sleði er úti í
Vastmannaeyjum og því ekki
handhægur. Sem hann hefur
sagt okkur þessi tíðindi ber
vel í veiði fyrir okkur og
strákana því að bifreið fest-
7936 - 30 ár - 7966
FLLGMÁLAIiÁTÍÐIN
verður haldin í Lídó og hefst með borðhaldi kl. 7,30. — Meðal skemmtiatriða verður: Ulla Bella hin
vinsæla stjarna kemur fram með forvitnislegt atriði: Danssýning undir stjórn Hermanns Ragnars.
Kl. 12 óvænt skemmtiatriði. — Veizlustjóri Þormóður Hjörvar. — Smóking eða dökk föt.
Aðgöngumiðar fást hjá: Flug-
félagi íslands, Loftleiðum, skrif
stofu flugmálastjóra, Flugþjón-
ustunni og Tómstundabúðun-
í Aðalstræti og Skipholti.
Skemmtinefndin.