Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 12
12 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. nov. 1966 Bragi Ásgesrsson skrifar: Nokkrar málverkasýningar ÞEGAR þessar línur birtast, munu flestar þser sýningar, er ég tek til meðferðar að sinni, vera yfirstaðnar. Ég ætla mér ekki heldur að fjölyrða um þær sjálfar, en frekar ræða um þau áhrif, sem þær höfðu á mig í þá átt að vekja upp ýmislegt, sem ég tel til vandamála í ís- lenzku myndlistarlífi í dag. Fyrir nokkrum árum fór nokk urs konar amatöralda yfir lands byggð, og bar auðvitað mest á henni hér í höfuðborginni, og hún raunar enn í fullum gangi og virðist frekar færast í auk- ana en vera í rénum. í>eir, sem áttu eitthvert pláss til, þar sem hægt var að sýna myndir, fengu nú varla frið fyrir alls konar fólki, er dreif að með myndir — alls konar myndir — lands- lag, abstrakt, fantasíur, eða í öllu falli áttu þær að vera eitt- hvað af þessu. En hér var fátt á ferð, sem til myndlistar í orðs- ins eiginlegu merkingu gat tal- izt, — engin barátta við lit, lín- ur, form eða efni. Liturinn var hvorki takmarkaður né spennt- ur upp. í flestum tilvikum var honum misþyrmt og öllum öðr- um eigindum myndlistar þá líka um leið. Engu að síður þótti blessuðu fólkinu þetta svo jákvætt hjá sér, að sjálfsagt var að kaíla á blaðamenn og hófst þá hugsana — og hugtakaruglingurinn fyrir alvöru, því að sérstakir, sér- hæfðir blaðamenn virðast engir vera fyrir slíka hlusi, og ræður tilviljun ein hver kemur á sýn- ingu í það og það sinn, og kom þetta gjarnan undarlega út á síðum blaðanna, þannig að ó- kunnugir gátu alls ekki greint á milli, hvað voru sýningar manna, er gert höfðu leitandi list að æfistarfi sínu, og hvað voru tækifærissýningar frí- stundamálara. En þetta er mis- skilið lýðræði. Þessir frístundamálarar og dútlarar fengu hina virðulegu nafnbót listmálarar, listamenn °g — konur .. Minna mátti ekki gagn gera, og hófst þá bumbu- slátturinn og vertíðin fyrir al- vöru. Á augabragði voru þurrk- aðar út ótal ágætar setningar úr okkar kæra móðurmáli. Svo sem — efnilegur málari — hæfileika maður í myndlist — hann hefur auga fyrir lit og línum og getur með tíð og tíma orðið ágætur málari. Þetta ómerkt gert. Það var ekki lengur stórt orð að standa við að vera málari. Nú komu menn fullskapaðir og með fastmótaðar skoðanir fyrir augu fjöldans, — og hin fræga setning varð til, sem lengi hef- ur blómstrað á síðum dagblað- og í viðræðum og notið mikilla yinsælda. Með stolti var sagt: ég hef ekkert lært, ég er sjálf- laerður!. Eða: ég hef sótt kvöld námskeið í heilan eða hálfan vetur í þessum og þessum skóla, og var þá stundum eins og við- komandi fyrirverði sig fyrir að hafa þó örlítið lært. Kannski var talað um sumarskóla erlendis, þar sem frægir málarar tóku að «ér að kenna yfir 300 einfeldn- ingum er vel borguðu, en að slíkum skólum er brosað af öll- um alvarlega leitandi málurum. Ögerlegt er fyrir hraustustu menn að kenna fleirum en 20- 30 nemendum í einu þegar list- nám er annars vegar. Allt ann- að hlýtur að vera kák. Það þyk- ir hins vegar stórum fínna að forframast erlenclis í gerfiskól- um, en að stunda nám hérlendis í alvarlegri skólum. AIls staðar er gerður greinar- munur a dilettant (viðvaningi) og autodidakt (sjálflærðum manni). Sjálflærður maður get- ur verið hámenntaður, og sú menntun, sem verður hverjum góðum listamanni drýgst, er sú menntun, sem hann aflar sér utan skóla. Skólar geta bara kennt tækni og alls konar vinnu brögð, allt annað verður hver og einn að viða að sér á eigin spýtur. En stundum eru kenn- arar og prófessorar slíkir per- sónuleikar, að nemendur auðg- ast og þroskast andlega af um- gengni við þá, en slíka menn má einnig finna utanskóla. Hvar á að setja mörkin, hví fyrirverða frístundamálarar sig fyrir að viðukenna sig sem slíka og gera sig um leið seka um að vinna gegn alvarlegum lista- mönnum- Engin hneisa er að þeirri nafnbót, og sízt af öllu ætla ég mér að letja þá, er ánægju og gleði hafa af því að teikna og meðhöndla liti Máli hver og einn af þeim krafti, er guð innblæs honum, en inn- an ákveðinna ramma. Fyrir nokkru kom yfirlýsing frá félagi arkitekta þess efnis, að N. N. væri ekki arkitekt, heldur byggingatæknifræðingur og mætti því ekki kalla sig ai'kitekt. Ekki geta málarar far- ið þannig að, en hve óendan- lega ‘miklu nær er bygginga- tæknifræðingurinn ekki arki- tektinum en amatörinn listmál- aranum? Ég þekki bæði íslendinga og útlendinga, er fylgdust af áhuga með íslenzkri myndlist og sóttu fiestar sýningar. Af fyrrnefnd- um sýningum urðu þeir hins vegar fyrir svo miklum von- brigðum að þeir hreinlega misstu áhugann. Einkum gátu útlend- ingar minna varað sig á þessu og fengu því margir alranga hugmynd um myndlist hér. Sér- st.aklega má benda á Bogasal- inn í Þjóðminjasafninu. Þangað koma ferðamannahópar daglega frá Loftleiðum og inn á milli hámenntaðir menn á myndlist — þeir halda þá að þetta sé úr- valssýning íslenzkra málara. Dútlari N.N og því um líkt í húsi með nafnspjaldi; „The National Gallery of Iceland“! Og sýningarnar þar með undir verndarvæng æðstu manna menntamála, eins og annað á safninu. Einum okkar bezta landlags- málara, Jóni Stefánssyni, fórust svo orð í grein nokkurri, er birtist í stúdentablaðinu Öldin 1935: „Margir, sem hafa tileinkað sér einhver slagorð um list, þykj ast hafa betur vit á myndlist, en við málarar, sem þó höfum varið öllu lífi okkar til að kom- ast eitthvað inn í þessi flóknu mál. Enginn myndi skrifa um stærðfræði eða önnur vísinda- leg efni, né skrifa ritdóma um bækur vísindalegs efnis, sem ekki vissi einu sinni undirstöðu atriðin í þessum vísindagrein- um. En um myndlist þykjast allir geta skrifað og allir vera dómbærir. Hver maður er vit- anlega sjálfráður um það, hvaða myndir hann velur í sín eigin híbýli, að fara þar eftir smekk sínum og tízku, þótt þetta alla jafna gefist misjafnlega. En það eru ekki allir kallaðir til að fræða aðra um list, því það er mikill misskilningur að halda að maður geti dæmt um list af smekk sínum einum. Smekkur manna er reikull og háður ýms- um persónulegum og almennum hégiljum og hugarflækjum, sem einmitt öll góð list reynir að yfirstíga. Öll góð list ristir miklu dýpra en svo, að hún eingöngu eigi að vera smekklegt augna- gaman og stofuprýði. Góð list leitar inn að dýpstu rótum and- legs lífs, auðgar andans kennd- ir og eykur víðsýni. Fyrir okkur sem höfum gert leitandi list að starfi okkar, er það líka skop- legt að tala um smekklega list, sem um smekklegt eldgos. Það eru allt önnur öfl, sem eru starf andi í listaverkum en þau aftur- haldsömu vanahugtök, sem skapa smekk fjöldans. List- hneigðin fer ebfii eftir almennri menntun, þó að menntunin sé á þessu sviði sem annars staðar ákjósanleg og nauðsynleg þeim, sem langt vilja komast. „Enn- fremur segir Jón:: „Mönnum finnast þessar nýju stefnur ó- skiljanlegar og gera gys að þeim og telja þá menn hálfgeggjaða, sem við þær fást, — þó hefur mér vitanlega engin stefna ris- ið, sem ekki fyrirfinnst í verk- um allra góðra málara. Það er ekki söguefni í myndinni, hvort heldur sem það er hlutkennt — konkret — eða óhlutkennt — abstrakt, sem ákveður gildi mynd arinnar, heldur hvernig farið er með það í litum línum og formi. Hjá snillingnum verður jafnvel hið smáa háleitt. Við sjáum að það eru meðfæddir og þjálfaðir hæfileikar málarans, sem gera verk hans verðmæt, og því mun ekki viturlegt að vera hræddur við að missa frumleik sinn við nám og þjálfun. Goethe sagði að það yrði eingöngu sagt um algjörlega vitlausan og allavega gallaðan listamann að hann hefði allt úr sjálfum sér — en um engan góðan yrði það sagt“. Þetta eru staðreyndir sem allir málarar vita meðvitað eða ómeðvitað, en betur verður þetta varla orðað, og því kem ég með þennan útdrátt, að grein Jóns Stefánssonar er af svo miklu viti samin, að hún ætti öll skil- yrðislaust að vera prentuð í lestrarbókum framhaldsskóla við hlið bókmennta og því vildi ég vekja athygli á henni. Hún á jafn mikið erindi til okkar í dag og fyrir rúmum 30 árum. Við eigum margt kornungra og efnilegra listspíra við nám heima og erlendis, og þeirra vegna er aðhald í þessum mál- um nauðsynlegt ef framfara- þjóðfélag á að bera gæfu til síðar meir að nýta starfskrafta þeirra. Því er það ekki skynsam legt að láta allt koðna niður í afskiftaleysi og fáfræði — þeir eiga kröfur á öðru. Grein þessi er ekki skrifuð gegn frístundamálurum einum, heldur gegn ölum þeim er krefjast sæti á málarabekk um- svifalaust og án þess að kunna neitt. Engum dettur í hug að heimta, að hann sé kallaður píanóleikari, sem ekki kann nema 1—2 lög og nær aðeins yfir fjórðung nótnaborðsins með Uppstilling með fiskum eftir Ágúst Pedersen einum fingri, — en alltof margir halda sig málara, sem geta sett lit á pappír eða léreft. Ég tala nú ekki um, ef þeim tekst að láta áhorfandann greina fjall, hús eða belju á fletinum, þá virðist tími til koma fyrir al- þjóð. Ýmsar sýningar undanfarið hafa ýtt undir þessar hugleið- ingar mínar, svo sem sýning Jóhönnu Brynjólfsdóttur í Boga- sal, (sem þó kom fram af óvenju miklu látleysi), Helga Bergmann í Góðtemplarahöllinni, Sólveigar Eggerz, (en hjá henni ber mynd nr. 10 „Hreiðurgerð“ af hvað myndræn verðmæti snertir), í Bogasal og raunar miklu fleiri. Að lokum vil ég nefna eina undntekningu á haustinu, en það er sýning Ágústs Pedersen í Bogasal, en eftir hana er varla hægt að kalla hann frístunda- málara lengur. Verður því að dæma hann sem málara næst, þegar hann heldur sýningu, þró- ist hann eins og hingað til. Misjöfn var sýningin en skemmti leg. Árangur hans er því að þakka að hann málar af innri þörf. Jafnvel hin litla sýning hans í Tröð sannfærir um það, t.d. uppstilling með fiskum. Sem Vestur íslendingur og því hálfur útlendingur stendur Thor Solon Benedikz vafalítið utan ramma þessara vandamála. Mynd ir hans, sem nálguðust að vera prímitívar, natúralískar, abstrakt og expressjónískar, höfðu ekki sterk áhrif og þannig. ekki sýn- ingin í heild. í sumum mynda hans örlaði þó fyrir tilþrifum og í myndum eins og nr. 9 „Vor“ og 22 „Flug“, sást allt í einu sú heild, sem allir málarar leita að. Fannst mér furðulegt, að maður sem málar slíkar myndir, skuli sýna slíkt samansafn mynda og þarna var samankomið. Ann ars er lofsvert, ef Upplýsinga- þjónustan hyggst kynna okkur ýmislegt úr Bandarískri mynd- list, því að sannarlega er af nógu að taka. Bragi Ásgeirsson. Áskoranir KRFÍ Blaðinu hefur borizt eftir- farand frá Kvenréttindafé- lagi íslands: FUNDUR Kvenréttindafélags fs- lands, haldinn 15. nóvember 1906, beinir þeim tilmælum til Borgarstjórnar Reykjavíkur, að hún hlutist til um það, að Barna vinafélagið Sumargjöf leggi taf- arlaust niður þá nýbreytni að loka barnaheimilunum kl. 17, en hafi þau a.m.k. opin frá kl. 8-18. Fundurinn telur, að með þess- ari ráðstöfun félagsins sé þjón- usta þess við einstæðar mæður og aðra foreldra og forráðamenn barna skert að verulegu leyti. Fundurinn vill benda á, að það torveldi atvinnumöguleika kvenna, ef þær þurfa að hverfa af vinnustað kl. 16.30. Fundurinn telur, að eðlilegra væri, að barnaheimili borgar- innar færðu út starfsemi sína, svo að hún kæmi sem flestum að gagni. Fundur Kvenréttindafélags fs- lands, haldinn 16. nóvember 1966, átelur þá ráðstöfun Barna- vinafélagsins Sumargjafar að loka barnaheimilunum kl. 17. Fundurinn beinir þeirri ein- dregnu áskorun til stjórnar Sumargjafar, að lokunartími barnaheimilanna verði hið allra fyrsta breytt þannig, að opið verið framvegis frá kl. 8-18. F.h. Kvenréttmdafélags íslands Lára Sigurbjörnsdóttir formaður Reiðilestur Páls Kolka PÁLL KOLKA birtir reiðilest ur í Morgunbl. 23. nóv. vegna þess að héraðsfundur Rangár- vallaprófastsdæmis leyfði sér þá ósvinnu að vera á annarri skoð- un en hann að því er snerti fram komið frumvarp um skipun prestakalla. Páll er gáfumaður með afbrigðum og lumar ekki á, er allstaðar heima ög hefur méira vit á flestu en aðrir menn. Og vei þeim, sem taka aðra stefnu en hann. Aumingja Hafnfirðinga dæmdi hann á Klepp, en Rang- æinga afgreiðir hann með ein- kunninni: Þvergirðingsháttur. Má það heita vel sloppið. En færi betur, að fleiri vildu þver- girða sig gegn öllum ósóma, lág- kúruhætti og ofstæki. Það hefur verið svo jafnan, að þegar lítilsigldir stjórnmálamenn hafa orðið gripnir af sparnaðar- viðleitni, hafa þeir byrjað á kirkjunni, einni elztu og virðu- legustu stofnun landsins. Og hafa alltaf fengizt menn til að mæla með. Páll Kolka var að þessu sinni skipaður í nefnd, ásamt fleirum, til að vinna verkið. Og til þess að launa bitlinginn, varð einhverja eftirtekju að fá. Þá er bjargráðið að fækka presta- köllum í dreifbýlinu. Það er stuðningur og viðurkenning sveitunum til handa. Ég veit ekki, hvort ríkisstjórnin er öf- undsverð af því að leggja slíkt frv. fram núna fyrir kosningar, jafnvel þó að Kolka sé samþykkj andi. Frv. nefndarinnar var lagt fyr- ir síðustu prestastefnu. Páll seg- ir, að hún hafi fallizt á það í meginatriðum. Það er ekki rétt. Mér fannst prestastefnan gjör- breyta frv. hún dró stórlega úr fækkun prestakalla og sneið af marga skrítna agnúa. — Kirkju- ráð og kirkjuþing fóru eitthvað vægara í sakirnar, þó að ótrú- legt sé. Aftur á móti virtist áhugi sumra kirkjuþingsmanna beinast að því að fjölga biskupum!. Því miður er prestafæð núna, en það réttlætir ekki fækkun prestakalla út af fyrir sig. Það vantar fólk í flestum starfsgrein- um. Þetta er tímabundið. Fólki fækkar í sveitum. Það er líka tímabundið. Þjóðinni fjölgar ört á næstu áratugum. Straumurinn getur snúist við að einhverju leyti. Og ekki ætti það sízt að eiga við um Suðurlandsundir- lendi. Er þá hagkvæmara að vera búið í ótíma að fækka svo og svo mörgum prestaköllum? Við eigum ekki að einblína á dag inn í dag. Kirkjan stendur, jafn- vel þótt Kolka falli, hvað þá ég, aumur sveitaprestur. Við lifum á óráðnum tímum. Þessu máli lá því ekkert á. Það bætir úr engri þörf. Þessvegna óviturlegt flaustursverk skamm- sýnna manna, aumleg sparnaðar- viðleitni, sem kemur niður þar, sem sízt skyldi. — Svo er sóað á öllum öðrum sviðum. Deildir og embætti hrúgast jafnvel upp í sjálfu fjármálaráðuneytinu, eins og gorkúlur á haugi, hvað þá ann arsstaðar. — | öllu þessu fjár- bruðli er beinlínis hlægilegt að leitast við að fækka nokkrum prestaköllum í sveitum, þó að sum séu prestalaus núna. Þetta er kannske ekki gert af andstöðu við kirkjuna, en verkar þannig. Páll Kolka má svo tala um þvergirðingshátt og þakka fyrir, að hann er ekki eins og aðrir menn, t.d. eins og þessir Rang- æingar. Sigurður S. Haukdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.