Morgunblaðið - 30.11.1966, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.11.1966, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. nov. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Joi'annessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. á mánuði innanlands. Áskriftargjald kr. 105.00 7.00 eintakið. FRUMVARP UM VERÐSTÖÐ VUN J^íkisstjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um heimild til verð- stöðvunar en beiting þeirra heimilda, sem ríkisstjórninni _á að veita samkvæmt frum- varpinu byggist á þeirri for- sendu, að ekki verði kaup- hækkanir, sem geri verðstöðv un óframkvæmanlega. — Frumvarp þetta er þáttur í þeim ráðstöfunum, sem ríkis- stjórnin hefur beitt sér fyrir að undanförnu, til þess að koma á almennri verðstöðv- un, en verðlækkanir á þýð- ingarmestu útflutningsafurð- um okkar hafa valdið því, að knýjandi nauðsyn er að koma í veg fyrir frekari hækkun framleiðslukostnaðar útflutn- ingsatvinnuveganna. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnar- innar að hún muni beita sér fyrir verðstöðvun um eins árs skeið, og í því skyni hef- ur hún hafið nokkrar niður- - greiðslur, sem miða að því að vísitala framfærslukostnaðar verði óbreytt um eins árs skeið, miðað við það sem hún var 1. ágúst sL Efni frumvarps þessa er á þá leið, að ríkisstjórninni er heimilt að ákveða bann við verðhækkunum á öllum vör- um og á seldii þjónustu í hvaða formi sem hún er, nema samþykki hlutaðeig- andi komi til, og óheimilt er að leyfa verðhækkanir nema þær sem óhjákvæmilegar eru vegna hækkunar á tollverði innfluttrar vöru. Verði verð- “hækkanir frá þeim tíma, sem frumvarp þetta er lagt fyrir Alþingi og þar til það er orðið að lögum, er slík verðhækk- un ógild, og hlutaðeigandi skyldur að lækka verðið í það sem það var á þeim tíma, sem frumvarp þetta var lagt fram. Mikilvæg ákvæði eru í frumvarpinu um opinber gjöld en samkvæmt því, er ríkisstjórninni heimilt að á- kveða, að álagningarstigar útsvara og aðstöðugjalds - megi ekki hækka frá því, sem ákveðið var í hverju sveitar- félagi 1966, nema samþykki ríkisstjórnarinnar komi til og hún telji hana óhjákvæmi- lega vegna fjárhagsafkomu hlutaðeigandi sveitarfélags. Ennfremur er ríkisstjórninni heimilt að ákveða bann við hækkun annarra opinberra gjalda frá því sem var á ár- inu 1966, svo og hækkun á gjaldskrá ýmissa þjónustu- fyrirtækja hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga. í greinargerð verðstöðvun- arfrumvarps ríkisstjórnarinn- ar segir meðal annars: „Á undanförnum mánuðum hef- ur hin mikla verðhækkun sem orðið hafði á útflutnings- afurðum landsins á tveimur síðastliðnum árum snúizt í verðlækkun á mörgum þýð- ingarmestu afurðunum. Að svo komnu er ekkert hægt um það að fullyrða, hversu mikil þessi verðlækkun muni verða, né hversu lengi hún muni standa. Hækkun afurðaverðs er- lendis á undanförnum árum hefur skapað svigrúm fyrir þeim miklu launahækkunum sem hér hafa átt sér stað. Á hliðstæðan hátt er það brýn nauðsyn vegna verðfallsins, að ekki eigi sér stað frekari hækkun framleiðslukostnað- ar hjá útflutningsatvinnuveg- unum. Það er skilyrði þess að svo megi verða, að frekari hækkanir verðlags séu nú stöðvaðar. í því skyni ákvað ríkisstjórnin að greiða niður hækkun þá á búvöruverði, sem ella hefði orðið í septem- bermánuði sL og hefur hún síðan gert ráðstafanir til lækkunar á vísitölu fram- færs'lukostnaðar niður í það sem hún var 1. ágúst sl. ann- ars vegar með frekari aukn- ingu niðurgreiðslna í síðasta mánuði, og hins vegar að hækka fjölskyldubætur frá og með 1. nóv. sl., svo sem lög heimila. Þessar ráðstafan- ir geta ekki komið að haldi nema unnt sé að koma á al- mennri verðstöðvun og mið- ar frumvarp þetta að því að svo megi verða“. Verðstöðvunarstefna ríkis- stjórnarinnar hefur hlotið mjög ríkan hljómgrunn meðal almennings og engum blöð- um er um það að fletta, að það er vilji almenningsálits- ins í landinu að þessi stefna nái fram að ganga. Með verðstöðvunarfrum- varpinu hefur ríkisstjórnin enn viljað leggja áherzlu á þennan vilja sinn og sýna í verki að hún er reiðubúin til þess að gera allar nauðsyn- legar ráðstafanir, til þess að stöðva allt verðlag í landinu að því tilskildu að verkalýðs- mhv'&m 11 x UTi m 1 Ul \ II ■V" - ■. . IEI IV II Husscin, konungur, sæmir hermann heiðursmerki. Afleiiingar árása Israels á ástandið í Jórdaníu [ Hussein, konungur, á nú í vok að verjast HEFNDARRÁÐSTAFAN- IR ísraelska hersins gegn nokkrum bæjum í Jórd- aníu um miðjan þennan mánuð hafa haft víðtækari afleiðingar en almennt var í upphafi gert ráð fyrir, þótt telja verði, að jafn reyndir stjórnmálamenn og Eshkol, forsætisráð- herra, og Eban, utanríkis- ráðherra, hafi gert sér fulla grein fyrir því, hvað leiða myndi af slíkri vald- beitingu. Atburðir þessir sýna þó betur en margt annað, hve landamæravarnir Ísraels- manna eru flókið og erfitt mál. Einn feunnasti skopteiknari í Israel hefur reynt að lýsa vandamálinu. Hann dró upp mynd af búsi, sean er að því komið að brynja. Húsið á að tákna Jórdaníu. Við húsið stendur lítil stúlka (ihún á að Framhald á bls. 22 hreyfingin knýji ekki fram ó- raunhæfar kauphækkanir. Alþýðusambandsþingi er nýlokið og þar var gerð á- lyktun um kjaramáL í viðtali sem haft var við forseta Ai- þýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson, í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum, lýsti hann því yfir, að skoða mætti ályktun Alþýðusambands- þings um kjaramál, sem viss- an stuðning við verðstöðvun- arstefnu ríkisstjórnarinnar. Það er því fyllsta ástæða til að ætla, að verkalýðshreyf- ingin taki fyrirhuguðum að- gerðum ríkisstjórnarinnar vel, og fallist fyrir sitt leyti á þær aðgerðir, sem nauð- synlegar eru til þess að verð- stöðvun verði framkvæmd. VONBRIGÐI STJÖRNARAND- STÖÐUNNAR að hefur lengi verið aðal- áróðursefni stjórnarand- stæðinga gegn ríkisstjórn- inni, að hún væri ekki nægi- lega skelegg í baráttunni gegn verðbólgunni. Að vísu hefur marg oft verið vakin athygli á þeirri staðreynd, að hún hefur beitt öllum þeim ráð- um, sem tiltæk hafa verið og hentað hafa aðstæðum hverju sinni til þess að takmarka verðbólguna, en þó hefði mátt ætla með hliðsjón af fyrri áróðri stjórnarandstæð- inga, að þeir fögnuðu fram- komnu verðstöðvunarfrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Svo er þó ekki. Vonbrigðin skína út úr forsíðum Fram- sóknar- og kommúnistamál- gagnsins í gær vegna verð- stöðvunar stef nu ríkisst j órn- arinnar. Framsóknarmenn halda því fram, að hér sé um að ræða „nýja löggjöf um verðlagseftirlit" og að „ríkis- stjórnin hafi dregið „frelsis- fána“ sinn í hálfa stöng“, en kommúnistamálgagnið segir, að hér sé um „sýndarráðstaf- anir“ að ræða og „hótanir“ við verka'lýðssamtökin. Það gegnir óneitanlega furðu, að stjórnarandstæðing ar skuli aldrei, hvers eðlis sem málið er, vilja viður- kenna það sem vel er gert. Höfuðkrafa þeirra í mörg ár hefur verið sú að verðbólgan yrði stöðvuð. Nú er það yfir- lýst stefna ríkisstjórnarinnar, að koma á almennri verð- stöðvun um eins árs skeið og til þess liggja augljósar á- stæður. En viðbrögð stjórnar- andstæðinga eru ekki þjóð- hollari en svo, að vonbrigðin eru augljós vegna þess að ríkisstjórnin er ákveðin í að framfylgja þessari stefnu. Að þessu sinni, þegar svo mikið er í húfi, hefði vissulega ver- ið ástæða til að búast við öðr- um viðbrögðum frá hinni ís- lenzku stjórnarandstöðu. LÝÐRÆÐIÐ TREYST F'ullvíst má nú telja, að 1 stjórnarkreppunni í Horm sé lokið og að við muni taKa samstjórn Kristilegra demó- krata og Jafnaðarmanna. Það verður þá í fyrsta skipti síð- an á dögum Weimar-lýðveld- isins, sem Jafnaðarmenn eiga sæti í ríkisstjórn Þýzkalands. Samstjórn hinna tveggja stóru flokka í Vestur-Þýzka- landi mun án alls efa skapa Þýzkalandi trausta og sterka ríkisstjórn og á því er líka fyllilega þörf þar sem öl'l mál efni Evrópu eru nú mjög í deiglunni og ýmis hættu- merki á lofti í vestur-þýzkum stjórnmálum. Það er því á- stæða til að fagna því, að stjórnarsamstarf hefur tekizt með Kristilegum demókrot- um og vestur-þýzkum Jafn- aðarmönnum. — Væntanlega mun það stjórnarsamstarf verða til þess að treysta lýð- ræðið í Vestur-Þýzkálandi og verða grundvöllur traustrar og skynsamiegrar utanríkis- stefnu Þýzkalands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.