Morgunblaðið - 30.11.1966, Page 19
Miðvikuðagtrr 30. nóv. 1966
MORCUNBLADIÐ
19
Hallðór Laxness, Gunnar Gunnarsson og Jón Lcifs
sambandsins í Prag varð nokk-
urs ■- konar bylting, sem undir-
búin hafði verið einkum af hinu
franska STEFi.
Framundan er ein endurskoð-
un Bernarsamþykktarinnar um
höfundarétt, og hefir sænska
ríkisstjórnin boðið aðildarríkj-
unum til fundar um þetta mál
í júní 1967 í Stokkhólmi. Al-
þjóðasambandi höfunda varð
ljóst að mest áhrif mundi sam-
bandið geta haft á þessum fund
um Bernarsambandsins,' ef höf-
undarnir sjálfir yrðu áhrifa-
meiri og valdameiri innan höf-
undasambandsins.
Skipulagsbreying sú innan Al-
þjóðasambands höfunda, sem
gerð var í Prag í sumar, var
einkum í því fólgin að deild-
irnar fimm voru leystar upp,
en í stað þeirra skyldu mynd-
uð fjögur höfundaráð, þar sem
ættu sæti eingöngu hinir áhrifa
UM ALÞJÓÐASAMTÖK HOFUNDA
eftir Jón Leifs, tónskáld
Vegna stofnunar alþjóðaráða
höfunda í París nýlega, með
þátttöku Gunnars Gunnarssonar
Halldórs Laxness og Jóns Leifs,
fyrir forgöngu alþjóðasam-
bands „Stefjanna", hefir Morg-
nnblaðið beðið Jón Leifs að láta
lesendum þess í té rækilegar
upplýsingar um alþjóðasamtök
höfunda og forsendur og fram-
tíð þessara stofnana.
Með ánægju verður undirrit-
aður við ósk Morgunblaðsins um
að segja frá upphafi og þróun
alþjóðasambands höfunda. Upp-
tökin urðu með æfintýralegum
hætti:
í>að var eina kvöldstimd árið
1S51 að nokkrir vísnahöfundar
og tónhöfundar sátu að snæð-
ingi á einum helzta skemmti-
Stað Parísarborgar. Borðað var
vel og drúkkið fast, — en þeg-
ar að leikslokum kom og lagð-
i»r var fram reikningur fyrir
yeitinguniun, kom í ljós að höf-
undarnir höfðu gleymt sér gátu
ekki greitt reikninginn. Vand-
ræði voru fyrir hendi, — en þá
datt einum höfundinum í hug
það svar hins hugvitssama góð-
glaða manns, að neita greiðsl-
Unni með öllu. „Hér hafa verið
teikin og sungin okkar verk.
Hvað eigum við að vera að
greiða fyrir veitingarnar?" Að
búnu risu höfundarnir úr
Sætum sínum og hurfu á brott.
Þetta var í þá tíð að engin
feiginleg höfundalög voru til og
©kkert Bemarsamband né al-
þjóðsisamþykktir um höfunda-
lög.
Gestgjafinn undi ekki sínum
hag og höfðaði mál gegn höf-
Úndunum til greiðslu á reikn-
ingnum, — en tapaði málinu!
Þetta bragð höfundanna varð
Upphafið að stofnun hins franska
STEFS, elzta STEFs í heimin-
um. Það nefnist „Société des
Auteurs, Compositeurs et Edi-
teurs de Musique“, skammstaf-
að „SACEM“ og varð síðar stolt
Frakklands. Stofnendur voru
83 ö, en seinna varð félagið heims
Valdi, hefir nú 300 fasta starfs-
menn og er stærra fyrirtæki
Cn Landsbanki íslands. Félag-
ið stofnaði umboðsskrifstofur út
ttn allt Frakkland og síðar út
um öll lönd bæði í Evrópu og
Öðrum heimsálfum. Höfundam-
ir, sem oft eru eins og böm
fi meðferð hagsmuna sinna, nutu
mikillar aðstoðar útgáfufyrir-
tækja, sem keypt höfðu réttindi
margra höfunda, og kunnu tök-
*n á að hagnýta þau, enda var
þeirra réttur löngu fyrr tryggð-
ttr með lögum.
Ekki fyrr en árið 1886, þ.e
86 árum síðar er Bernasamband
fö stofnað með alþjóðasamningi
Um höfundarétt. Úr því fara að
verða til sjálfstæð „STEF“ í
helztu menningarlöndum álfunn
»r. Franska félagið „SACEM“
för með réttindin í mörgum
Kindum álfunnar, en með aðstoð
hinna ýmsu ríkisstjórna tókst
að stofna sjálfstæð „STEF“ í
sumum löndum. í Belgíu, Hol-
landi og Sviss tókst það ekki
fyrr en komið var fram á 20.
öld. Franska félagið og einnig
það brezka reka ennþá eigin úti
bú í sumum löndum álfunnar og
í öðrum heimsálfum.
Þegar fyrirtækjum hinna sjálf
stæðu „STEFJa“ tók að fjölga
var stofnað alþjóðasamband
þeirra, er nefnist „Confédéra-
tion Internationale des Sociét-
és d’Auteurs er Compositeurs",
skammstafað „CISAC“, og hefir
það aðsetur í París. Undirritað-
ur, sem gerzt hafði félagi í þýzka
„STEFi" árið 1922, sat þing Al-
þjóðasambandsins sem áheyrn-
arfulltrúi árið 1927 í Berlín og
gekkst 1928 fyrir stofnun „Banda
lags íslenzkra listamanna“ með
einkum það fyrir augum að
undirbúa setningu nýrra höf-
undalaga á íslandi og inngöngu
Islands í Bernarsambandið.
Gunnar Gunnarsson var fyrsti
formaður Bandalagsins. Bæði
hann og aðrir kunnustu rithöf-
undar íslands eins og Guðmund
ur Kamban og Einar H. Kvaran
voru með áhugamestu stofnend-
um Bandalagsins. Síðar varð
Halldór Laxness ritari í stjórn
Bandalagsins. Loksins tókst árið
1943 að koma á þeim endur-
bótum íslenzkra höfundalaga,
sem gerðu inngöngu fslands í
Bernarsambandið mögulega. Sú
innganga fékkst þó ekki af-
greidd fyrr en haustið 1947 eftir
að reglugerð hafði verið sett
um viss framkvæmdaatriði höf-
undalaganna.
Nú var það hin mikla spurn-
ing hvort á íslandi yrði sett
á stofn útibú eða umboðsinn-
heimta frá erlendu STEFi eða
hægt yrði að stofna hér sjálf-
stætt STEF, sem fengi umboð
frá erlendu systurfélögum sín-
um á sama hátt og hin sjálf-
stæðu STBFin í stóru löndun-
um. Luxemburg og Monaco eru
t.d. umráðasvæði franska félags
ins og írland ennþá umráða-
svæði brezka STEFs. f ljós kom
að mönnum gat fundizt eðlilegt
að eitthvert Stef á Norðurlönd-
um hefði hér útibú, en að ís-
lenzkir höfundar sæu algerlega
sjálfir um sig eða gengu í hið
erlenda félag.
Eftir töluvert umstang tókst
að stofna hér alíslenzkt STEF
í ársbyrjun 1948, sem fékk
nokkurs konar ,biðaðild“ sem
bráðabirgðafélagi (membre
provisoire) í alþjóðasamband-
inu seinna á árinu, en varð
endanlegur aðili (membre def-
initif) nokkrum árum síðar. fs-
lenzka STEF varð síðar viður-
kenndur fastur aðili í fjórum
deildum sambandsins, en því
var skipt í fimm deildir, þe.
deild hinna dramatísku réttinda
(leiklistar), deild hljómleika-
réttinda, deild hljóðritunarrétt-
inda, bókmenntadeild og deild
kvikmyndahöfunda.
Til tals hefir komið að stofna
sjöttu deildina fyrir myndrétt-
indi, en ekki varð af því, og
er undirrituðum vel minnistætt
þegar einn lögfræðingurinn bað
aði út höndunum á alþjóðafundi
og lýsti því yfir að vonlaust
væri að reyna að skipuleggja
réttindabarátu myndlistamanna,
þeir væru „eins og börn“.
f alþjóðasambandinu, sem hef
ir að geyma 64 réttindafélög í
flestum eða nærri öllum heims-
ins menningarlöndum, hafa lög-
fræðingar og þeir eigendur höf-
undaréttar, sem eru stóreigna-
menn útgáfufyrirtækja, verið
einna valdamestir, en á þingi
mestu höfundar, sem „STEFin“
tilnefndu þ.e.:
1. ) Alþjóðaráð leiklistarhöf-
unda (bæði leikritahöfunda og
tónhöfunda dramtískra verka).
2. ) Alþjóðaráð rithöfunda
(einkum skáldsagnahöfunda),
3. ) Alþjóðaráð tónskálda.
4. ) Alþjóðaráð kvikmynda-
höfunda.
Auk þessara höfundaráða
skyldi kjörin ein 28 manna mið-
stjórn, sem ættu sæti bæði höf-
undarnir, svo og forstjórar
„Stefjanna". Þessi miðstjórn var
að mestu leyti kjörin í Prag,
en stofnfundum höfundaráðanna
frestað þar til nú í lok október
í París.
Hið íslenzka STBF tilnefndi
með. samkomulagi þá Gunnar
Gunnarsson í rithöfundaráðið,
Halldór Laxness í Alþjóðaráð
leiklistarhöfunda, en undirritað-
an í tónskáldaráðið, og. mættu
þeir allir á stofnfundum sinna
ráða í París. Haldór var ein-
róma kjörinn forseti Alþjóða-
ráðs leiklistarhöfunda og stjórn
aði fundi þess, en um leið tekur
hann sæti í miðstjórn Alþjóða-
sambandsins. Gunnar Gunnars-
son var kallaður upp á stofn-
fundi rithöfundaráðsins og hélt
ræðu á ensku og þýzku til að
segja frá reynslu sinni í með-
ferð höfundaréttar, en hann hef-
ir alls tapað milljónum vegna
ófullnægjandi meðferðar rétt-
indanna. Á fundi tónskáldaráðs-
ins var undirrituðum falið að
hafa forgöngu um áframhald-
andi athugun á endurbótum á
úthlutun fyrir flutningsréttindi
æðri tónlistar, en hann hefir nú
í tvö ár á forstjórafundum „Stefj
anna“ unnið að málum þessum
og komið á rækilegri rannsókn
á þessari úthlutun frá öllum
félögunum. Hér er ekki um að
ræða listrænt mat, heldur flokk
un eftir tegundum, þannig að
höfundar fái vinnulaun í sam-
ræmi við vinnuafköst þau, sem
að baki liggja hverju verki.
Þessi mál eru ein hin veiga-
mestu til þess að skapa höf-
undaréttarfélögunum alit hjá
löggjafa hvers lands
Það er engan veginn sjálf-
sagt að hin erlendu félög trúi
hinu íslenzka Stefi fyrir sínum
réttindum. Ef íslenzkur heild-
sali, sem hefir umboð fyrir út-
lent firma, stendur sig ekki, þá
missir hann vitanlega umboðið.
Hið íslenzka STEF þarf stöðugt
Framhald á bls. 20
Jóhann Hjálmarsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
SKÖTUSKRAF
Stefán Jónsson, fréttamaður:
GADDASKATA. Einn, tveir
og sjö kaflar um hitt og
þetta. Ægisútg. Rvík 1966.
í BÓK sinni, Gaddaskötu, segir
Stefán Jónsson, fréttamaður, m.
a. þetta um starf rithöfundarins:
„Ég hef lesið lýsingar ófárra af-
kastamikilla rithöfunda á þeirri
kvöl, sem það er þeim að gkrifa.
Ég hef ekki gkilið þær lýsingar
öðruvísi en sem tilraun til að
aúka virðingu lesandans á starf-
inu. Sjálfur hef ég gaman af að
skrifa. Ef það ylli mér kvöl,
myndi ég alls ekki gera það.“
Auðsýniegt er, að Stefán Jóns-
son hefur gaman af að skrifa.
Mér er saimit spurn hvort hann
myndi nokkurn tíma skrifa það,
sem ylli honum kvöl, finna sig
knúinn til að lýsa sárri reynslu.
Stefán Jónsson skrifar yfir-
leitt skemmtilega um skemmti-
legt efni. Hann hefur yndi af sér
stæðum mönnum úr alþýðustétt,
og þegar bezt lætur kann hann
að segja þannig frá viðskiptum
sínum við þessa menn, kækjum
þeirra og frásagnaliist, að athygli
vekur. Lesandinn unir sér vel
í góðum félagsskap, (stundum að
vísu nokkuð Skuggalegum) löng-
unin hefur kviknað til að vita
meira um þetta fólk, en þá hefur
Stefán snúið sér að öðru. Hann
er óþreytandi málskrafsmaður,
og sem slíkur nýtur hann sín
einkura í útvarpi. Segja má að
hvert mannsbarn á íslandi þekki
rödd hans, og hann virðist hafa
fengið flestum eftirhermum
landsims nægilegt ævistarf.
Stefán er orðinn einn af þess-
um „þjóðfrægu" mönnum. Bæk-
ur hans hafa runnið út á jóla-
markaði eftir jólamarkað, og
hann hefur ekki látið bugast við
skriftirnar; síðan 1961 hefur
hann samið fimm bækur. Þetta
gengur samsagt ljómandi og von
að útgefandinn vilji fá meira til
aS selja. Ég er dálítið hræddur
um að þessi bók gjaldi þess.
Skoðun mín er sú, að margt
af því sem Stefán Jónsson lætur
frá sér fara í Gaddaskötu, eigi
ekki endilega heima í bók. Þætt-
ir „um hitt og þetta“ geta verið
ágætt útvarpsefni, og fara vel í
dagblöðum. Málið vandast aftur
á móti þegar farið er að prenta
skrafið, láta myndskreyta það og
binda vandlega inn. Þá vill les-
andinn fá eitthvað fyrir snúð
sinn, ef hann á annað borð tel-
ur það bókmenntir sem eigi að
vera í bókum, en ekki eitbhvað
annað. Þá gæti hugsast að ein-
hver vildi jafnvel fá að vita það,
sem höfundinum væri kvöl að
minnast á. „Kæri Guðmundur!
Hugskotið er mikil ruslakompa“.
Þannig hefst' Gaddaskata.
Þeim lesendum, sem endilega
vilja bara lesa eitbhvað nýtt
eftir fréttamanninn Stefán Jóns-
son, ber að óska til hamingju
með bókina.
Nú er ég ekki að gefa í skyn
að Stefáni sé engin alvara með
bókum sínum: þær séu aðeins
hvít blöð með fyndnum athuga-
semdum um tilveruna og ýmis-
legt kátlegt í þjóðfélaginu.
Stefán hefur oft kaflana með
einhverskonar lífsspeki. Dæmi:
„Það hefur talsverða þýðingu
fyrir frama manns og alla lífs-
hamingju, að hann hafi ekki
mjög lítið álit á sjálfum sér.“
Og enn: „Maður á að tala eins
og honum er eðlilegt, því ef hann
reynir að táía eins og aðrir ætl-
ast til, þá gerir hann sig annað
hrvont að aumingja ellegar segir
einhverja bansetta vitleysu og
stundum hvort tveggja.“ —
Síðan vitnar Stefán í fjölda
manns máli sínu til sönnunar,
laumar inn skrýtlum, og skötu-
skrafið heldur áfram þangað til
kominn er tími til að bjóða
góða nótt.
Ýmislegt í bók Stefáns frétta-
manns er heldur lalkt frétta-
efni, svo oft áður hafa þessar
fréttir verið sagðar. Honum tekst
verst upp þegar hann er að telja
sjálfum sér trú um að hann sé
ekki mjög alvarlegur, hugga sig
við að hann sé ekki að skrifa
svo leiðinlega bók að enginn
vilji lesa hana. Þegar hann leyfir
lesandanum að skyggnast inn !
heim bernsku sinnar, og þann
heim sem er að baki starísins,
þá vekur haun mestan trúnað.
Ég vil í þessu sambandi sér-
staklega geta tveggja kafla: lýs-
ingu á ótta hans sem strák-
hnokka við máva, veiðibjöllur
og aðra herskáa fugla; og sam-
talinu, sem átti sér stað í Bólu
eftir að búið var að fjarlægja
hljóðnemann.
Þetta efni bókarinnar vekur
áhuga, og gefur ef til vill til
kynna, að Sbefán Jónsson geti
meira en rabbað fram og aftur
um „hitt og þetta“, að honum
muni kannski auðnast að smíða
úr reynslu sinni eitthvað í ætt
við alvarlegar bókmenntir, eða
meiriiháttar blaðamennsku.
Sennilega er Stefáni Jónssyni
meinilla við svona getgátur, vill
halda áfram að vera fréttamaður.
Bf hann aftur á móti gerir þær
kröfur, (sem ég tel harla ólrk-
legt) að bækur hans verði i
framtíðinni lesnar sem bók-
menntir en ekki dægurlagatext-
ar sungnir af söngglaðri skötu,
væri þá ekki ráð að hann færi
að hugsa til þess, sem getur vald-
ið rithöfundi kvöl að skrifa. Þar
með er ég ekki að biðja um að
hann hætti að vera skemmtileg-
ur. Að hlíta þeirri forskrift, sem
gefin hefur verið um skemmti-
legan mann, er ekki alltaf æski-
legt, stundum hættulegt. Að búa
yfir góðri greind og töluverðri
lífsreynslu um leið ætti ekki að
koma að sök fyrir þann, sem
hefur tekið sér fyrir hendur að
setja saman bækur.
Hitt getur líka verið nægilegt
verkefni hverjum rithöfundi: að
skemmta. En var ekki verið að
minnast á bókmenntir?
Jóhann Hjálmarsson.