Morgunblaðið - 30.11.1966, Page 30
30
MORGU N BLAÐIÐ
MiSvíkudagur 30. nðv. '196t
Landsleikurinn í gœrkvöldi:
Isl. fiðið náöi 4 marka for-
skoti - en tapaði 20-23
klaufaleg mistök og úthalds-
leysi riðu baggamunimi
ÞAÐ rofaði sannalega aftur til bjá íslenzka handknattleikslands-
liðinu í gær er landsleikur íslands og V-Þýzkalands fór fram —
sá fyrri. Með glæsilegum handknattleik, leifturfaröðum og skemmti-
legum leik komst íslenzka liðið í 4 marka forskot á tíma í byrjun
leiksins og hafði tveggja marka forskot í leikhléi, 11-9. En allmörg
glappaskot í sendingum og loks úthaldsleysi komu í veg fyrir að
tækizt að varðveita unnið forskot. Og svo fór að Þjóðverjar sigruðu
með 23-20. Það má því betur ef duga skal — en lengst af sýndi
íslenzka liðið mjög góðan leik. Það var ekki fyrr en 8 mínútur
voru eftir að Þjóðverjar náðu forystu — og hefði það einhvern
tíma þótt saga til næsta bæjar.
•fr Þorsteinn gaf liðinu traust
Laukurinn byrjaði rólega, en
ísl. liðið þó fálmandi, einkum
í sendingum. Þjóðverjar skoruðu
fyrsta markið úr víti er hálf önn
ur mínúta var liðin. Og þegar
Gunnlaugur skaut framhjá og
skot Ingólfs var varið litlu síðar,
fór kurr um áhorfendabekki.
En Þorsteinn virtist strax í ess
inu sínu í markinu. Og það skap
aði liðinu traust — og færi til
nýrra sókna.
Eftir 5 mín. skoraði Hermann
af línu fallega og er 6% mín.
vou af leik náði Ingólfur forystu
fyrir ísland — greip inn í send-
ingu Þjóðverja og brunaði að
markinu.
Þorsteinn skapaði traustið í
markinu og þegar Hermann
hafði skorað þriðja mark íslands
var ísl. liðið búið að ná tökum á
leiknum. Það sýndi ágætt sam-
spil, með hraða og góðum stöðu
skiptingum leikmanna, sem rugl
uðu Þjóðverja svo að þeir urðu
að beita sér í vörninni. Komst
liðið í 3. marka forskot og yfir-
vann með því alla þá veikleika,
sem það hefur sýnt í tilrauna-
leikjunum að undanförnu.
Er 14 mín. voru af leik varði
Þorsteinn vítakast og ekki spillti
það leikgleði ísl. liðsins.
Á þessu tímaíbili átti ísL liðið
sinn bezta leikkafla, hafði yfir-
burði í hraða, notaði breidd vall
arins dável og tilraunir til línu-
spils voru ógnandi.
Vel skipt inn á
Ragnar Jónsson, sem sá um
skiptingar leikmanna, fór klók-
lega að láta hina snöggu Hafn-
firðinga, bræðurna Geir og örn
hvila í byrjun en koma síðan
báða inn. Eldsnögg skot þeirra
uku forskot ísl. liðsins í 4-mörk
eða 9—5 og síðar 10—6.
Var þá Guðjóni vikið af velli
hörmulega klaufalega sendingu
— en af þeim var heldur mikið
og þó ekki hefði tekizt að lag-
Ææra annað en aðeins þær, þá
var þýzki sigurinn ekki sitað-
reynd. ~
★ Forystan helzt
Fyrstu mínúturnar síðari hálf
leiks hafa oft reynst liðinu ísl.
erfiðar. Svo virtist ætla að verða
nú. Mark Hermanns var dæmt
ógilt — en þó aukakast á Þjóð-
verja. Skrítinn dómur. Og sið-
an skoyuðu Þjóðverjar, svo
munurinn var 1 mark.
En Ingólfi tókst að skora
fallegt mark — litlu síðar var
Þorsteinn vel og Ingólfur skor-
ar aftur — svo forskotið er aft-
ur orðið 3 mörk 13—10 fyrir
ísland.
HRUNIÐ
Þannig hélzt munurinn fram
Hermann Gunnarsson framkva:mir vítakast — og skorar.
Myndir Sv. Þorm.
stöng, en knötturinn hrökk svo
í fót Þorsteins og í markið. Geir
skoraði síðasta mark íslands —
og tryggði á þann hátt að liðinu
tókst að fylla tvo tugi marka hjá
þessu einu af sterkustu liðum
Evrópu.
Mörk fslands skoruðu: Gunn-
laugur (eitt úr víti), Ingóifur 5
Hermann, Örn og Geir 3 hver,
Sigurður Einarsson og Guðjón
Hér er Gunnlaugur kominn í gegn en á honum brotið. Sjá nr. 4 — Hans Schmidt (áður í ung-
verska heimsmeistaraliðinu) og Gunlaugur eltu grátt silfur saman á köflum leiksins. Takið eftir
þeim nr. 13, sem undirbýr þegar hraðsókn, þó ekki tækist í þetta sinn.
í 2 mín og á síðustu 9 mín fyrir
hlé skora Þjóðverjar 3 mörk gegn
1 svo staðan í hálfleik var 11—9
fyrir Ísland.
Var raunar klaufalegt — og
alger óþarfi — af fá síðasta
markið, en það kom fyrir eina
Sagt eftir leikinn
A Ð loknum - landsleiknum í
gærkvöldi gengum við til bún
ingsklefa og leituðum álits
nokkurra um leikinn:
Werner Vick, þjálfari vest-
ur-þýzka landsliðsins: — fs-
lenzka liðið var betra liðið í
fyrri hálfleik en okkar lið í
hinum síðari. í íslenzka lands
liðinu fannst mér beztir nr.
10 (Ingólfur Óskarsson) og
nr. 2 (Gunnlaugur Hjálmars-
son) er mjög góð skytta, en
spil hans ekki eins gott.
Annað kvöld munum við
leika með talsvert breyttu
liði, því að nú munum við
láta sex menn leik í liðinu,
sem ekki voru með í kvöld.
Ástæðan til þessa er sú, að við
gerum nú miklar tilraunir í
sambandi við lið okkar til
undirbúnings heimsmeistara-
keppninni.
Sigurður Jónsson (einræðis
herra): — Ég er eftir atvikum
ánægður með leikinn, við hefð
um unnið með meira úthaldi.
Hvað snertir leikinn annað
kvöld, þá munum við reyna
að sigra, en það verður erfitt.
á 12. mín — staðan varð
14-11 og síðar 15-12. En þá
gerðist slysið. Birgir Björns-
son skaut tvívegis í vonlítilli
stöðu lausum og saklausum
skotum og í 3. sinnið föstu
skoti sem var varið. En á
milli brunuðu Þjóðverjarnir
upp og skoruðu — forskotið
tapaðist á örskammri stund.
Staðan var 15-15 og 15 mín til
loka.
Og þegar ver fór að ganga og
mótlætið að setja sín mörk á
leikinn kom þreyta leifcmanna í
ljós.
Gunnlaugur fyrirliði gerði þó
heiðarlegar tilraunir og árang-
ursríkar til að halda lífsneistan-
um í liði sínu. Fram til þessa
hafði hann átt aðeins tvö mis-
heppnuð skot að marki. Nú tók
hann fjörkipp, skoraði 16. mark-
ið úr víti, síðaii það 17. og 18.
En Þjóðverjunum tófcst ævinlega
að jafna á milli og forystunni
náðu þeir er 8 mín voru eftir
af leik — 18-19. Og í lokin voru
þeir hinn sterkari aðili — út-
haldið greinilega betra hjá þeim.
Ofan á bættist óheppnin — mest
þegar einn Þjóðverja skaut í
sitt hvor.
Mörk þjóðverjana: H. Lubking
6, Hans Smidt og H. Honnige
4 hvor, Mueheisen 3 Heger 3,
Bartels 2 og Feldhoff 1.
Liðin.
Isl. liðið sýndi Iofsverðan leik
lengst af. Að vísu virtist út-
haldið ekki fyllilega nógu gott.
Afdrifaríkustu mistökin voru
hinar lélegu sendingar milli
manna — og þau kostuðu reynd
ar sigurinn. Leikhraðin og skipt
ingarnar framan af voru með
ágætum og eins var yfirvegurn
leikmanna um samspil góð —
þar til þreytan fór að segja til
sín.
Liðið sýndi í upphafi bæði ógu
andi langskot og vakti einnig
yfir möguleikum á línu, svo að
unun var á að horfa. En þessi
ágæti kostur hélzt ekki út leik-
inn.
í síðari hálfleik vantaði mikið
á léttleika í spili og eins að
nýta möguleikana. Þá voru
línumennirnir ekki nógu hreyf
anlegir og urðu að litlu gagnL
Skot í tíma og ótima skemmdu
og. Jón Hjaltalín virtist ekki
falla í liðið og mætti sannar-
lega gera aðra tilraun.
Þýzka liðið sýndi ekki þann
hraða sem búizt hafði verið við
í upphafi. En inn á milli komu
hraðir kaflar hjá liðinu sem
sköpuðu hættu. Þýzka liðið virfc
ist ekki búa yfir jafn leikandi
léttum og ógnandi sóknarleik og
hið íslenzka — en hraðhlaupin
og nýting þeirra færði þeim sig-
urinn.
Athygli vakti og úthald liðs-
ins, en það hafði og sín áhrif
er á leið.
Dómari var T. Janerstam.
Hann dæmdi vel að vanda, en
virtist ekki sjálfum sér sam-
kvæmur varðandi brotin er
leiddu til hrottrekstrar tveggja
íslendinga í 2 mín. oig þrota er
Þjóðverjar gerðu.
— A. St.
20 köriuknattleiks
tnenn heija ætingar
— fyrir lanndsleikinn v/ð Skota
Ákveðið hefur verið, að Skot-
ar og íslendingar leiki lands-
leik í körfuknattleik hér á ís-
landi í endaðan janúar. Undir-
búningur þessa leiks er þegar
hafinn og hefur landsliðsnefnd
Körfuknattleikssambands Is-
lands valið eftirtalda leikmenn
til æfinga undir handleiðslu
landsliðsþjálfarans Helga Jó-
hannssonar og úr þessum hópi
verður síðan valinn 12 manna
hópur til að keppa fyrir fslands
hönd í fyrrgreindum landsleik.
Fyrsta æfingin verður í kvöld
(miðvikudag) kl. 9.30 og verður
æft í íþróttahúsi Réttarholts-
skólans. Leikmennirnir eru þess
ír:
Frá Armanni: Birgir Birgis og
Hallgrímur Gunnarsson,
Frá ÍR: Birgir Jakobsson,
Hólmsteinn Sigurðsson, Agnar
Friðriksson, Pétur Böðvarsson,
Skúli Jóhannsson. Tómas Zoega,
Frá ÍS; Björn Ástmundsson
og Hjörtur Hannesson,
Frá KFR: Einar Matthíasson,
Marinó Sveinsson og Þórir
Magnússon.
Frá KR: Ágúst Svavarsson,
Einar Bollason, Gunnar Gunn-
arsson Guttormur Ólafsson, Kol
beinn Pálsson, Kristinn Stefáns
son og Hjörtur Hansson.
(Fréttatilkynning frá KKÍ).