Morgunblaðið - 30.11.1966, Síða 32

Morgunblaðið - 30.11.1966, Síða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 275. tbl. — Miðvikudagur 30. nóvember 1966 Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins Afli togaranna ennþá mjög rýr . TOGARINN Karlsefni seldi afla sinn, svo og síld í Cuxhaven í gærmorgun. Síldina tók togarinn í Nes- kaupstað í fyrri viku, samtals 90 tonn, sem seldust fyrir 43.860 mörk. Þá seldi togarinn 61 tonn af eigin afla fyrir 65.249 mörk. Afla þennan fékk togarinn á 12 veiðidögum, eða um 5 tonn á dag. Hamrafell afhent 10. des. HAMRAFELLIÐ hefur sem kunnugt er verið selt úr landi og eru kaupendur þess Indverj- Skipið er nú í Hvalfirði, en ráðgert er að það komi til Reykjavíkur n.k. föstudag og fari svo eftir helgina í síðustu ferð sína undir íslenzkum fána. Hamrafell á að vera komið þann 10. des. n.k. til Hamborg ar, þar sem það verður afhent hinum nýju eigendum. Lýst eftir vitnum Sl. laugardag var ekið á Pan- hard- fólksbifreið fyrir utan Kaffi-höll í Austurstraeti, og var hann daeldaður mikið á framan. Sá sem ók á var Willisjeppi, dökkblár að neðan og ljós að ofan, en hann stakk af af á- rekstrarstað án þess að tilkynna um áreksturinn. Skrásetningar- númer náðist ekki. Atburður þessi átti sér stað um kl. 18, og eru vitni að þesu beðin að hafa samband við rannsóknarlögregl- una. Afli togaranna hefur verið mjög rýr að undanförnu og hef ur það m.a. orðið til þess, að nokkrir hafa landað afla sínum í Reykjavík, sem er óvanalegt á þessum árstíma. Einnig hafa markaðshorfur erlendis ekki ver ið sem beztar. í gær var verið að landa úr Þormóði goða í Reykjavík og var talið, að hann væri með 90—100 tonn. í síðustu viku lönduðu í Reykjavík þeir Víkingur, sem var með 210 tonn, Jón Þorláks- son, sem var með 60 tonn og Egili Skallagrímssson, sem var með tæp 90 tonn. Sigríður Gísladóttir — „hver mo ki frá sínum dyrum“. Þung fær5 í Reykjavík og nágrenni þó engar umferðatruf lanir FÆRÐ í Reykjavík og ná- grenni var heldur þung í gær af völdum snjósins. Þó urðu umferðatruflanir ekki mikl- ar þar eð flestir voru með keðjur eða snjódekk á bílum sínum. Lögreglan tók úr um- ferð nokkra bíla, sem hvorgt höfðu og trufluðu umferðina. Snjórinn var jafnfallinn, og tróðst vel. Minni umferð var í gær en vanalega, þar eð margir skildu eftir bíla sína heima í gærmorgun og fóru fótgangandi eða með strætis- vögnum til vinnu. f Reykjavík voru ruddar helztu götur, svo og í Hafnar- firði og Kópavogi. Engin um ferðarslys urðu í Reykjavík og nágrenni í gær, enda voru Samningurinn um landanir í Bretlandi fallinn úr gildi bílstjórar, að sögn lögregl- unnar, varkárari í akstri en ella. Snjór er skemmtilegur þeg ar maður er lítill, ekki leiðin- legur þegar maður er stór, en ákaflega þreytandi þegar mað ur er stór og mikið er af snjó og maður er að reyna að kom Framhald á bls. 3 Aðalfundur LÍU hefst í dag AÐALFUNDUR Landssambands ísl. útvegsmanna hefst í Reykja vík í dag. Verður hann haldinn í Tjarnarbúð og er búizt við að hann standi tvo til þrjá daga. Fundurinn hefst með kosn- Engar londunartakmarkanir lengur - íslenzkir togarar missa forgangsrétt v/ð londun - Enginn nýr samningur Sandgerði Sjálfstæðisfélag Miðneshrepps efnir til félagsfundar í barna- skólanum í kvöld kl. 20,30. Þeger fundnar 250 flöskur áfengís LEIT að smygluðum varn- / ing um borð í Rangá var 7 enn ekki lokið í gær, og taldi \ Ólafur Jónsson, ósennilegt að t henni lyki fyrr en í dag. Voru í gær fundnar um 250 flösk- ur, aðallega viskí svo og tals- vert magn vindlinga og sæl- gætis. I ( SAMKVÆMT ákvörðun stjórn- ar Efnahagsbandalags Evrópu var settur á nýr 2.2% tollur á ísfisklöndunum í Þýzkalandi frá 1. ágúst s.l. alls 10 þús. tonn, þar af 2.300 tonn af grálúðu. Um þessar mundir mun vera búið að landa öllu þessu magni, nema ef til vill grálúðunni. Mun þá koma í staðinn 9% tollur til ÞANN 15. nóvember sl. gekk úr gildi Parísarsamkomulagið frá 1956 um landanir íslenzkra tog- ara í Bretlandi, sem gert var milli Félags ísl. botnvörpuskipa- eigenda og Sambands brezkra togaraeigenda. — Samkomulagið var gert með milligöngu Efna- hagssamvinnustofnunar Evrópu (OECD) og gilti til 10 ára. Samkvæmt samkomulaginu var íslenzkum togurum heimilt að landa í brezkum ihöfnum ísfiski fyrir 1.800.000 sterlingtpund á ári, 40% mátti vera ýsa otg flat- fiskur og 60% þorskur og aðrar tegundár. Var heimilt að landa fyrir 450 þúsund siterlingspund á ársfjórðungi og óleyfilegt var að færa ónotaða söluupphæð milli ársfjórðunga. Þá var einnig áramóta og 13% tollur eftir það. í haust fór þýzka ríkisstjórn- in þess á leit við stjórn Efna- hagsbandalagsins í Briissel, að fá heimild til að hækka þetta magn í 14 þúsund tonn, eða sama magn og landa mátti tollfrjálst í fyrra á þessum árstíma. Síðast er til spurðist hafði stjórn Efnahagsbandalagsins ekki tekið ákvörðun í málinu. m takmarkanir að ræða milli mánaða. Einna iþýðingarmest fyrir ís- lenzka togaraútgerð var 'það á- kvæði samkomulagsins, að ís- lenzkir togarar fengu rétt till löndunar í sömu rö'ð og á sama hátt og brezkir togarar. Þennan rétt höfðu eða hafa engar aðrar þjóðir. Pétur Benediktsson, þáverandi sendiherra íslands í París og hjá Efnahagsstofnuninni, hafði lengi unnið að því, að löndunarbann- inu í Bretlandi, sem staðið hafði í 4 ár, yrði aflétt. í samninga- viðræðum íslenzkra og brezkra togaraúitgerðarmanna í París haustið 1956 tóku þátt, auk Pét- urs, þeir Kjartan Thors, Jón Axel Pétursson og Lotftur Bjarnason. Morgunblaðið átti í gær sam- tal við Loft Bjarnason, formann FÍB, og spur’ðist fyrir um, hvaða viðhorf hefðu skapazt, eftir að löndunarsamningurinn gekk úr gildi. Loftur sagði: — Parísarsamkomulagið var mjög mikilvægt fyrir íslenzka togaraútgerð á sínum táma. Reynslan af samkomulaginu og framkvæmd þess hefiur verið góð og árekstralaus. Það er m'in skoð un, að brezkir útgerðarmenn hafi fyillilega staðið við samninginn að siínu leyti. Þetta má m.a. sjá af því, að þegar samkomulagið um lausn landhelgisdeilunnar var gert 1961 við Breta, töldu brezk- ir togaraskipstjórar a'ð ríkis- I 'stjórn sín hefði brugðizrt þeim, ekki sízt vegna útfærslu á grunnlínum, sem þá var samið um, og fóru í verkfall til að mót- mæla iöndunum á islenzkum •fiski. — Brezkir fogaraútgerðarmenn Framhald á bls. 31 UPPSAGNIR 8 tæknimanna sjónvarpsins taka gildi á mið- nætti í nótt. Ekkert samkomu- lag náðist í gær, en haldið verð ur áfram tilraunum til samninga í dag. Deilan hefur ekki áhrif á útsendingar sjónvarpsins í kvöld, en þær munu leggjast niður í náinni framtíð, hætta tæknimennirnir störfum sínum. Morgunblaðið átti í gærkvöldi tal við Pétur Guðfinnsson fram kvæmdastjóra sjónvarpsins. — Hann sagði, að tæknimennimir átta hefðu sagt upp störfum sínum frá og með 1. desember n.k. vegna óánægju með launa- kjör. Pétur kvað Ríkisútvarpið hafa sent tillögur sínar um launakjör tæknimannanna til menntamála ráðuneytisins, sem hefði mælt með þeim við samninganefnd ríkisins í launamálum. ingu fundarstjóra og nefnda og að því búnu flytur formaður sambandsins, Sverrir Júlíusson, setningarræðu. Að henni lok- inni verður flutt skýrsla sam- bandsstjórnar og lagðir fram reikningar sambandsins og Inn kaupadeildar L.Í.Ú. Þá munu fulltrúar víðsvegar að flytja til lögur sambandsfélaganna og þeim vísað til nefnda, sem munu síðan hefja störf strax að kvöldi fyrsta fundardags. Sú nefnd hefði fyrir viku kom ið fram með tilboð, sem tækni- mennimir hefðu ekki talið nægi legt. Því hefðu þeir ekki dregið uppsagnir sínar til baka, en unn ið hefði verið að því að reyna að finna lausn á deilunnl Hann kvað flesta tæknimenn sjónvarpsins vera í 12. launa- flokki, en hins vegar væru tæknimenn hljóðvarps í 14., 15, og 16. launaflokki. Samninga- nefnd ríkisins í launamálum taldi, að tilboð hennar byði tæknimönnum sjónvarps og hljóðvarps sömu kjör, en tækni- menn sjónvarpsins teldu svo ekki vera. Að lokum sagði Pétur Guð- finnsson, að hann hefði ekki misst alla von ennþá, að sam- komulag næðist. Enn sé dagur til stefnu. 2.2% tollkvótinn í Þýzkalandi fylltur IJppsagnir tæknimanna taka gildi á miðnætti Hafa ekki áhrif á sjónvarp í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.