Morgunblaðið - 10.12.1966, Side 17

Morgunblaðið - 10.12.1966, Side 17
I^augardagur rt. des. 196« MORGUNBLAÐID 17 — Mæla með Framhald af bls. L orðið erfiðara að fá nægilega marga menn til að fylla þá tölu og því hefir orðið að laga sig eiftir þeim aðstæðum. Ef samanburður er gerður við atærð áhafna á sams-konar tog- urum frá öðrum þjóðum, sem stunda veiðar á sömu miðum og fainir íslenzkiu þá kemur í ljós, að á brezkum togurum er stærð áhafnar 20 manns en á hinum þýzku 24 menn. Ekki virðist raunhæft að gera ráð fyrir færri möruxum á ís- lenzku skipunum en tíðkast á fainum þýzku, þ.e. 24 alls og þar af 14 á þilfari Ef litið er á aflabrögð skip- anna þá virðist ekiki um að ræða meinn teljandi mun og þá helzt í þá átt, að þýzku togararnir bafa á undanförnum árum a.m.k. veitt meira, miðað við hvern reiðidag. Með tilliti til afla- magnsins, sem koma þarf frá, •etti því ekki að vera þörf á fleiri mönnum á hinum íslenzku •n þeim þýzku. Með breytingu þeirri, sem gerð var á lögskipuðum hvíldar tíma á íslenzku skipunum árið 1956, var talið nauðsynlegt að fjölga mönnum á þilfari um 7. iÞegar tekið er tillit til þess hversu aflinn hefir farið minnk- andi undanfarið og einnig þess, að á undanförnum áium hafa átt sér stað ýmsar breytingar ▼ið togveiðarnar, sem auðvelda meðferð vörpunnar og gera vinn una léttari, telur nefndin, að mögulegt ætti að vera, að ljúka þeirri vinnu, sem þörf er á með *óðu móti, þó ekki væru fleiri menn á þilfari en nú tíðkast á •ambærilegum þýzkura togur- Bm. Sú sikoðun kom fram hjá þeim tveimur reyndu togara- •kipstjórum, sem störfuðu í nefndinni, að á ísfiskveiðum •ettu að vera þrískiptar vaktir *g þó vöktum yrði þannig fyr- ir komið yirði án efa raunveru- lega um 12 klst. favfld hjá háset um að ræða vegna svonefndra »trollvakta“, sem aðeins einn há ■eti stendur í einu, þegar tillit er tekið til þess hversu aflinn faefir farið minnkandL Telja þeir, að með því fyrirflcomulagi ! væri nægjanlegt að hafa 24 manna áhöfn á ísfiskveiðum, «ins og áður segir. Út frá þessu hefir nefndin gert i því ýtmsar athuganir hver éfarif það mundi hafa á afkom- una, ef fækkað væri um 6 menn á þilfarl Eí byggt er á þeirri áætlun, «em áður getur og gengið út frá Óbreyttum kjarasamningum frá því, sem nú er, þ.e. aflaverðlaun In renna öll til mannanna, einnig þótt þeim yrði fækkað næmi bú upphæð, sem sparaðist í fasta kaupi o.fl. hinna sex manna kr. T48 þús. Til viðbótar kærni svo •á sparnaður, sem yrði á þeim •ukagreiðslum, sem bundnar eru við mennina eða launagreiðslur þeirra þ.e. lífeyrissjóðsgjöld, fæð iskostnaður, tryggingar og launa •kattur og mundi það nema alls kr. 2i3il þús. Samanlagt nemur < það því kr. 979 þús., sern mundi •parast í fastakaupi o.fl. til binna 6 manna og aukagreiðsl- «an vegna þeirra. Ef hinsvegar, til viðbótar þessu, yrði farin sú leið, við út- reikning aflahlutar, að taka til- lit til faekkunar manna og hver faáseti fengi hið lama og nú er, tniðað við fulla tölu áhafnar, þ.e. 0,55% af brúttóverðmætL án «Uits til fjölda þeirra, mundi Ifaeflckun um sex menn á þilfari Bema um kr. 372þús. Er dregið saman í sérstakt yfirlit hvernig þessar greiðslur •flciptast, miðað við fækkun um •ex menn á þilfari: L Fastakaup o.fl., sex manna fcr. 748 þús. X. Aukagreiðslur, sem renna éklki tíl i i manna _ 231 — Kortiff sýnir þau svæffi, sem Togaranefndin gerir tHlögur um að togveiffi verffi leyfff fyrir innan fiskveiffUögsöguna. í hægra horni ern skýringar á merkingu línanna, en í greininni sjálfri er grein frá á hvaða tímabili togveiffi sknli leyfff innan hvers svæðis. 3. Aflaverðlaun 0,55% og fækkað um sex menn — 372 — AUs kr. 1951 þús. AI þessu er ljóst, að hér er um tvennskonar greiðslur að ræða, þar sem annars staðar eru bein laun mannanna ýmist í formi fastakaups eða aflaverð- launa (1. og 3.) en hins vegar aukagreiðsd'Uir, sem renna ekki til mannanna, en eru greiðslur til sjóða, skattar eða fæðiskostn- aður (2.) Gera má ráð fyrir því, að við þá fæflckun manna á þiifari, sem esr miðað við, muni aukast vinna þeirra, sem eftir verða. Ætti þetta einkum við þegar bjarga þyrfti afla, sem væri umfram hið venjulega. VirðLst því eðli- legt, að samið yrði um það milli aðila, að hluti af þeirri upphæð, sem saimkvæmt því, sem að ofan segir, sparaðist beinit í launa- greiðslum til manna, rynni til manna á þilfari í hækkuðum launum. Er þess einnig að vænta að slíkt gæti stuðlað að því að auðveldara yrði að fá menn á togarana. Þaff er skoffun nefndarinnar, aff þær breytingar, sem hér hafa veriff ræddar séu eðlilegar miff- aff viff breyttar affstæffur og, aff þær geti leitt til verulegrar lækkunar á rekstrargjöldum tog aranna, en jafnframt til hækk- unar á launum þeirra, sem vinna á þilfari. Við þetta atriði skilar Jón Sig urðsson fraimkvæmdastjóri, sér- áliti og segir hann m.a.: Ég er því mótfallinn að lögum um hvíldartíma á togurum sé breytt, enda álit mitt það, að ekki eingönigu sé það óþarft vegna reksturs togaranna, held- ur og beinlínis skaðflegt, þar sem erfitt myndi reynast að manna togarana, nema þá með stór- hækfkuðum launuom, og myndi þá fjárhagslegur ágóði fyrir útgerð ina enginn verða, eða jafnvel or- saka enn meiri halla á útgerð- inni. Ég hef látið athuga um tölu manna á 12 togurum í Reykja- vík á þessu ári, í samtals ©1 veiði ferð og reyndist áhöfn vera mjög mismunandi í hinum ýmsu veiði menn í veiðiferð en meðaltal varð 29,2 átogara, svo ég tel ferðum eða frá 21 manni í 34 réttara að miðað sé við 29 manna áhöfn í stað 30, þegar reikna Skafl ágóða fyrir útgerðina af fæflckun manna á skipi. Að öllu óbreyttu þarf ekki að mínu áliti, nema 26 menn á tog- ara ef um vanan og sæmilegan mannskap er að ræða, þar af væru 16 á þilfari, þ.e. 8 menn á hvorri vakt, en fleiri þarf éldki til þess að taka inn vörp- una með góðu móti, og afli hef- ur í fiestum tiflfellum, eflcki verið þaff milcill, að sá mannskapur nægði efloki til að kama honura undan, þ.e. að gera að fiskin- um, þvo hann og ísa í lest.“ Eins og fyror segir telur netfnd- in ekki mögulegt að draga svo neinu nemi úr öðrum kostnaðar- liðum, og því sé efcki til önnur leið en að auka tekjurnar, ef minnka á halflann. Verði það efcki gert nema með tvennu móti, þ.e. með hækkuðu fiskverði eða með auknu aflamagni. Telur nefndin litla möguleika á því að fiskverð ið hækfci, og sé því ekki önnur leið en aukning aflamagnsins. Er ra-kin stuttlega hin óhagstæða þróun aflamagns togaranna á N-Atlantshafi á undanförnum árum, og að hún gefi ekki til kynna að vonast megi eftir bætt um aflabrögðum þar, að óbreytt um aðstæðum. Spurningin sé þvi sú, hvaðan hugsanlegt sé að aflaaukning geti komið á næstu árum, og bendir nefndin þar heflzt á nýtingu fiskveiðiland- hel'ginnar. Segir í álitinu að nefndin hatfi mlkið rætt um þetta atriði og komizt að þeirri niðurstöðu að breyta ætti regl- um, sem nú gilda um botnvörpu veiðar innan fiskveiðilandhelg- innar, þar sem slík breyting ætti að geta leitt tii aukins atfla á þessu svæði með betri nýtingu veiðisvæðanna en gildandi regl- ur gera möguiegt. Segir í áliti nefndarinnar um þetta atriði: Eins og fiskigöngur hatfa verið á undanfornum árum mó ætla, að togararnir gætu aukið atfla- magn sitt ekki hvað sízt á hin- um verðmeiri fisktegundum með því að fá rýmri heimildir til að veiða innan 12 mílna, þó erfitt sé að áætla hve mikiu það gæti numið. f»að mundi því verða nokkur úrlausn á vandamálum beggja þessara skipafloflcka ef rýmkað yrði um þau áikivæði, sem gilt hatfa síðan 1968, um botn- vörpuveiðar innan fiskveiðiland helginnar. Slík ráðstöfun mundi þó án alls efa sæta allmikilli andstöðu og mundu helztu rökin gegn henni m.a. vera þessi: 1. Botnvarpan er veiðarfæri, sem er skaðlegt fiskistofninum, og einfcum eyðileggur hún mikið ungviði og hindrar þannig eðlilegan vöxt fiskistofnanna. 2. Elf botnvörpuveiðar eru leyfð ar innan fiskveiðilandhelginn ar og þó einkum ef þær verða auknar frá því, sem nú er, leiðir það til skerðingar á at- hafnatfrelsi línu- og netjabáta, skapar öngþveiti á miðunum og orsakar ófyrinsjáanlegt tjón á veiðarfærum þeirra báta, sem þessar veiðar stunda. 3. Aðstaða ókkar út á við mundi veikjaist mjög og þau rök okk ar, að útfærslan hatfi fyrst og framist verið til þess gerð að vernda fiskistofna, yrði lítils virði. Um þessar mótbárur má segja: 1) Uim áhrif botnvörpunnar hefur Jöngum verið deilt eg sitt sýnzt hverjum. En tveimt kem- ur hér tifl, sem taka verður tillit tiL Ekki er unnt að bera sam- an þær botnvörpur, sem nú eru notaðar og þær, sem notaðar voru hér við land fyrir 10 árum og þar áður. Þá voru engin á- kvæði til um lágmarksstærð möslkva í botnvörpum og var al- gengt, að hún væri alflt niður í 70—90 mm. Nú er möskvinn miðað við sama efni 120 mm. og á næsta ári ganga í gifldi ný ákvæði alþjóðasamnings um lág marflcssmörkvastærð og verður möskvastærðin þá 130 mm. Hafa ýtarlegar ranneóknir vísinda- manna frá mörgum Jöndum m.a. hér við land, leitt í ljós, að stækk un möskvans hefur mikil áhrif í þá átt að vernda ungviðið, frá því að verða botnvörpunni að bráð. Aulk þess kemur það til, að. aldrei kœmi tii greina að leytfa botnvörpurveiðar á þeim svæðum, þar sem þýðingarmikl- ar uppefldisstöðvar eru. 2) f>að er ljóst og margreynt, að veiðar, með föstum veiðar- færum og hreyfanlegum, á sömu veiðisvæðum skapa vandamál vegna þeirrar hættu, sem á því er, að árekstrar verði þax á milli og er þá helzt hætta á tjóni á hinum föstu veiðarfær- um. En veiðar með línu og þors'k netjum á sömu svæðum hafa einnig, sem kunnugt er, skapað vandamál. Ekki er unnt að koma í veg fyrir, að slík vandamál komi upp nema með því, að svæði séu asfimörícuð þannig, að á tilteknum svæðum og/eða tímabilum séu eingöngu leyfðar veiðar með einni tegund veiðar- færa. Á þessu er sá megingalli, að fiskigöngur eru mismunandi frá ári til árs, bæði að því er snertir þann tima, sem aðalgöng urnar koma á og einnig þau svæði, sem þær fara yfir. Af slíkri fastri skiptirxgu er því hætt við að leiða mundi óeðlilegar hömlur á veiðimöguleíka flotans og minnkandi heildarafla, auk þess misræmis og misréttis, sem atf því mundi leiða. Allar fisk- veiðar byggjast m.a. á því, að fiSkimennirnir geta hatft hæfilegt frjálsræði til að keppa sín á milli um þann fisk, sem í sjón- um er og hætt er við, að of sfrangar hömlur á því sviði gætu leitt til stöðnunar í þróun veiði- tækninnar og þar með veiðanna sjáMra. Þetta útilokar þó ekki að nauðsynlegt geti verið að setja vissar reglur um veiðarnar, þar sem mismunandi veiðartfæri eru notuð á sama svæði og sama tíma. Auknar togveiðar, frá því sem nú er, innan fiskveiðiland- vandamál, sem fyrir er að þessu leyti, en það er að sjáliflsögðu afligert matsatriði hvar hin hent- ugustu mörk liggja í þessu til- liti, þegar stefnt er að sem hag- kvæmastri nýtingu fiskistotfn- anna. Hér ber þó að gæta þess, að ástandið á miðunum hefur tekið allmiklum breytingum frá því, sem var áður en fiskveiði- landhelgin var stækkuð í það sem hún er nú. Þá voru hér Shundruð erlendra togara auk annarra veiðiskipa, einkum fær eyskra, sem stunduðu veiðar inn an um íslenzka flotann, auk þeirra íslenzku togskipin, sem þá voru. Bátar með föst veiðarfæri- urðu að vísu þá fyrir veiðar- færatjóni en óhætt mun þó að segja, að slik tjón af völdum íslénzkra togskipa hafi verið næsta fátíð. Nú hefur að vísu sá íslenzki floti, sem veiðir með föstum veiðarfærum aukist veru lega eða réttara sagt veiðarfæra magn hans, en vegna þess hversu togveiðiskipin yrðu miklum mun færri en áður og auk þess ein- göngu íslenzk, ætti hættan á árekstrum að vera minni en þá var. 3. Ein megin rök okkar fyrir útfærslu fiskveiðilandlhelginnar haaf ávalt verið þau, að brýn* nauðsyn bæri til að veita fiski- stofnunum við ísland aukna vernd og yrði bezt gert með þvi að takmarka botnvörpuveiðar innan landhelginnar. Þetta spor var stigið til fulls við útfærsl- una 1952, en þá voru einnig bann aðar botnvörpuveiðar íslenzkra skipa innan 4 mílrta landhelginn ar, svo og dragnótaveiðar. Við útfærsluna 1958 var hinsvegar breytt um stefnu og íslenzkum togveiðiskipum veittar vissar heimildir til að veiða innan land helginnar. Þær heimildir voru að vísu mjög takmarkaðar og ekki til mikils gagns fyrir þessi skip, en höfðu að því leyti þýð- ingu, að þá var greint á milli ís- lenákra og erlendra skipa, og íslenzkum togveiðiskipum gef- inn meiri réttur. Þetta hefir ver ið notað erlendis til að gera tortryggileg meginrök okkar fyrir útfærslunni, sem áður get- ur. Því hefur réttilega verið svarað af okkar hálfu, að á því væri mikill raunur hvort erlend um togaraflota, hundruðum skipa, væri heimilað að veiða innan landhelginnar, eða fáum tugum íslenzkra skipa, sem við ættum mjög auðvelt með að fylgjast með á allan hátt og auð velt að breyta reglum, sem um þau giltu, með litlum fyrirvara, ef ástæður gerðu það nauðsyn- legt. Auk þess hefir það og ver- ið fært fram af okkar hálfu, að enda þótt friðunarsjónarmiðið væri þýðingarmikið í þessu til- liti þá miðuðust þó allar aðgerð- ir okkar í landhelgismálinu við það, að efnahagsafikoma þjóðar- innar byggðist algerlega á fisk- veiðunum og það væri því óhjá kvæmileg nauðsyn að tryggja, að afrakstur af fiskistofnunum væri það mikill, að eðlileg efna hagsþróun gæti átt sér stað. Þá hefir það einnig verið réttilega sagt, að með útfærslu fiskveiði- landhelginnar hafi íslendingar tekið á sig þá skuldbindingu að iryggja eðlilegt viðhald þeirra fiskistofna, sem segja má, að séu bundnir við ísland að mestu eða öllu leyti, en jafnframt að sjá svo um, að eðlileg og skyn- samleg hagnýting þeirra eigi sér stað. Heimild til dragnótaveiða, sem veitt var með lögunum frá 1960, byggðist einnig á þessu sjónarmiði. Þetta er það sjónar- mið, sem stefnan í þessum mái- um hlýtur að byggjast á og þau rök, sem færa má fram gegi» þeirri gagnrýni, sem kynni að koma erlendis frá, ef horfiö verð ur að því að leyfa auknar veið- ar með botnvörpu innan fisk- veiðilandhelginnar. Um þetta atriði segir ennfrem- ur í skýrslunni en enda þótt nefndarmenn væru sammála um að æskilegt væri að breyta nú- gildandi reglum um togveiðar, voru þeir ekki allir á einu máfli um hversu langt skyldi gengið í Iþeim efnum, og margar tilflög- ur lagðar fyrir nefndina, og tók hún afstöðu tiil hverrar fyrir sig. f fyrstu tiliögunni er lagt til að gerð verði sú megin breyting á Framhald á bls. 91.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.