Morgunblaðið - 10.12.1966, Page 28

Morgunblaðið - 10.12.1966, Page 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Lautfíirdagur 10. des. 1966 Lydia Eftir ■ E. V. Cunningham sviði sem er hjá stóru fyrir- tseki. iÞegar við faöfum slika menn, ættum við að reyna að faalda í þá — nema sú stefna leiði aí sér of mikla erfiðleika. Með öðruim orðum, hr. Krim, þá bað ég yður að koma hingað, til þess að grennslast eftir, hvort ekki væri haegt að nema burt einfaverja slíka erfiðleika. Kunn ið þér vel við vinnuna yðar? — Stundum. — Þykist þér hafa oflítið kaup? — Já.svaraði ég, einbeittur. — Við skiljum vel slíkar til finningar. Framgjarnir menn láta oft í ljós óánægju með kjör sín. En ef við nú létum yður fá tíu prósenta hækkun? Ég faristi höfuðið. — Ég er ekki að sækjast eftir neinni hækfcun. — Hverju eruð þér þá eigin- lega að sækjast eftir, hr. Krim? spurði hann kuldalega. — Oað er óg búinn að segja hr. Hunter. — Nei, vitið þér nú hvað sagði Smedley og gaf til kynna umburðarlyndi sitt með veiku brosi, — yður er væntanlega ekki alvara með þessa fimmtíu þúsund dali? Jafnvel þótt það bryti ekki í bága við reglurnar, er upphæðin alveg ofsaleg. — Að vísu. En ávísunin, sem þér verðið að skrifa í vikulokin, ef menið finnst ekki ar bara fimm sinnum ofsalegri. — En hvernig vitið þér, að þér getið haft uppi á meninu? — í>að veit ég eflckert. Og ég veit heldur ekki, faversu mikið af þessum fimmtíu þúsundum ég yrði sjálfur að léta af hendi. En ég vil bara trygigja mig fyrir fram. — Og þér haldið, að svona krafa geri það tilvinnandi að missa stöðuna yðar hérna? Ég hef enga stöðu hérna. Ég hef vinnu og fæ fyrir hana eins og sæmilegur pípulagningamað - ur mundi hafa upp úr sér. Fund- arlaunin eru á við laun mín í fimm ár. — Ég skil. En favað segið þér ef við skyldum bjóða yður fimm þúsund dala uppbót fyrir verk- ið? Ég hristi höfuðið. — Gerið yður ljóst, hvað fimmtíu þúsund dalir er mikið fé, far. Krim. — Nei, ekki almennilega, sagði ég, — en þegar ég fer að eiga þá upphæð í banbanum eða telja hana á kvöldin, býst ég við, að ég venjist við það. Ég er námfús og á gott með að læra. — Ja svo? Hr. Smedley and- varpaði og lagði hendurnar fram á borðið svo að fingurbroddarn- ir mættust. — Ég vil, að þér vitið, hr. Krim, að ég met vel- ferð fyrirtækisins framar öllurn tilfinningum og jafnvel starfs- reglum og venju. Ef ég léti reka yður út héðan, þá fullnægði ég kannski tilfinningum mínum en ékki j'afnvægiskennd minni. En eitt verðið þér að gera yður Mosfellssveit, Árnesingar í Reykjavík Sýnum „Maður og kona“ að HLÉGARÐI, sunnudagskvöld, 11. des. kl. 21.00. — Pantið miða að Hlégarði eða í síma 35487, laugardag kl. 2—6 e.h. U. M. F. HVÖT. r\ í T—3' 1 SKARTGRIPIR -T~~p . L=. Höfum opnað skartgripaverzlun að Lauga- vegi 70. Höfum á boðstólum úrval skart- gripa úr gulli og silfri. — íslenzk handsmíði. — Gjörið svo vel að líta inn. MODELSKARTGRIPIR Sigmar & Pálmi, Hverfisgötu 16 A og Laugavegi 70. Ijóst: Ef lögxeglan eða F!B1, eða einhv®; önnur opinber eða hálf- opinber' stofnun skyldi finna menið, eða hjálpa til að finna það, verður yðar krafa til fund arlaunanna að sjálfsögðu búin að vera. Fundarlaunin eru við það bundin, að þér — jafnvel i sambandi við þjófa og verndara þeirra. Skiljið þér það? — iÞað vona ég. Hann kallaði síðan á ritara sinn og las honum fyrir minnis- grein. Ég beið meðan hún var vélrituð, og síðan stóð ég upp með blað í hendinni, sem gæti orðið mér fimmtíu þúsund dala virði, ef allt gengi vel, og lét 4 það eftir mér að senda hr. Hunt glettnishros um leið og ég gekk út. 2. kafli. Ég hef mína sérstöku vinnu- aðferð og faún er ólík aðferðum lögreglunnar að því leytí, að hún beinist að allt öðru marki. Lögreglan er að sækjast eftir þjófum, en ég eftir þýfinu, sem tryggt er hjá okkur. Ef þjófur- inn fylgir með þýfinu, get ég auðvitað verið þjóðfélagssinnað- ur, alveg eins og lögreglan skil- ar þýfinu þegar þjófurinn er fundinn. En svo skilur fleira á með okkur: lögreglan hefur helj armikið starfslið, sem er í sam- bandi við lögregluna í öllu land inu — og að vissu marki í heim inum. Og enda þótt ég geti feng- ið lítilsháttar hjálp frá þessum aðilum, þá ræð ég ekki yfir þeim — og svo vill lögreglan líka helzt ekki gleyma því, að ég er alltaf reiðubúinn til að fara í brask við þjófa og þjófshylma. Blaðið, sem ég hafði fengiö frá Smedley nefnir slíkt ekki á nafn og hann og Hunter mundu reiðu búnir að sverja á heilli hrúgu af biblíum, að þeir geri ekki kaup við þjófa. En þegar spæjari ger ir slíkt, eiga þeir faægt með að loka augunum á meðan. Ég nota því mínar aðferðir og stundum gengur það en stund- um ekki, Hvernig það gekk í málinu í sambandi við Lydiu Anderson, en í sambandi við hana man ég eftir þessu máli, verður tjáð í þeim línum, sem hér far á eftir. Þjófnaðurinn hafði verið fram inn á sunnudagskvöld og það, sem ég hef verið að segja frá gerðist morguninn eftir. Eftir því, sem ég hafði heyrt um þjófn aðinn, fannst mér eins ráðlegt að lofa lögreglunni að rannsaka hann í smáatriðum til fimrntu- dags. Það trúlegasta var, að hún mundi að minnsta kosti ekki koma með hvorttveggja, þjófinn og menið. Ef hún gerði það, gæti ég ekkert gagn gert með því að ónáða hana. Ég hafði áhuga á meninu — meira að segja fimm tíu þúsund dala áhuga — en bara því aðeins ég næði í það sjálfur. Ég lét því lögregluna alveg eiga sig en fór í alrnenn- ingsbókasafnið — Donneldeild- ina. Ef maður þarf á að halda erlendum staðreyndum, er kannski betra að fara í aðal- deildina, en þar má ekki gramsa í bókunum og þar eru allskon- ar reglur og serimoníur. Það eina, sem ég þurfti á að faalda, var fimrn ára gömul útgáfa af „Hver er Maðurinn?“, og hana gat ég fundið í Itonnelldeild- inni og lesið faana þar í f-riði. Ennfremur er Donnelldeildin rétt hjá Nútíma-listasafninu, en þar er hægt að fá ódýrasta há- degisverð, sem hægt er að finna í allri New York borg. Ég er búinn að vera meðlimur í tíu ár, og hef komizt að því, að eitt af beztu kostum mannkynsins er sá að geta framleitt almenni- lega list. Lucill Dempsey er ein bóka- v-arðanna í Donnell, og er áreið- anlega höfuðprýði þeirra stofn- unar. Ég hafði aðeins einu sinni átt við hana stefnumót, og fund- ið mér til mestu gremju, að húa hafði bæði til að bera hákristi- lega siðsemi og vilja til að snúa mér frá villu míns vegar. Eftir það urðum við rnestu mátar og borðuðum oftast hádegisverð saman einu sinni í mánuði, hinu megin götunnar. í dag heilsaði hún mér með viðkunnanlagu brosi. Klukkan var þá næstum orðin tólf og ég setti hemú stefnumót í hádegismat klukkau faálfeitt, og faún tók boðinu andvarpandi. Það er til kven- fólk, sem þarf alltaf að and- varpa, ef það þiggur eitt'hvað sem því er boðið. Ég náði í „Hver er maðurinn?" fyrir 1957 og sló upp Ritíhard Ootter, og fann það, sem hér segir: „Cotter, Richard Henry, byggingameistari, f. Boston 9. marz 1912, sonur ames Jog Anna 100 hestamyndir eftir Halldór Pétursson, við ljóð og sögur margra helztu ritsnillinga þjóðarinnar, er jólagjöfin til vina yðar erlendis. Andrés Björnsson og Kristján Eldjárn hafa valið efni bók- arinnar, sem er allt frá fornsögunum og fram á okkar daga. Bókin HÓFADYNUR sýnir í myndum og máli ýmis atriði úr sögu hestsins okkar, þessa hreinræktaða og kynborna íslendings, sem hér nam land með forfeðrum vorum og barðist með þeim harðri baráttu fyrir tilverunni í þúsund ár. Þetta er bók, sem ekki má vanta á nokkurt íslenzkt heim- ili, ekki aðeins vegna efnisins og þeirra 100 mynda, sem hana prýða, heldur og fyrir fagurt útlit og vandaðan frá- gang. Bókaútgáfan LITBRÁ Húsgagnamarkaðurinn SVEFNSÓFAR 2 ja manna — SVEFNSÓFASETT Eins manns SVEFNSÓFAR — SVEFNBEKKIR — KASSABEKKIR — SVEFNHERBERGISSETT — SÓFASETT — SÓFABORÐ — Stillanlegur HVÍLDARSTÓLL með skammeli. Munið 20% afsláttinn gegn staðgreiðslu Islenzk húsgögn hf. Auðbrekku 63, Kópavogi — Sími 41690.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.