Morgunblaðið - 13.12.1966, Blaðsíða 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
ÞrHIJudagur 13. de*. 1968
3toa*0ttttWnl*tfr
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Ejarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480.
í lausasölu kr. á mánuði innanlands.
Áskriftargj ald kr. 105.00 7.00 eintakið.
KIRKJAN
1 llmiklar umræður hafa
orðið á Alþingi um frum
varp ríkisstjórnarinnar um
skipun prestakalla og pró-
fastsdæma og kristnisjóð, en
kjaminn í frumvarpi þessu
er sá, að prestaköllum utan
Reykjavíkur er fæfekað úr
109 í 89 og prófastsembætt-
um ór 31 í 15. Hins vegar
eru í frumvarpinu heimildir
til þess að ráða nokkra presta
án kalls, m.a. til starfa með-
al sjómanna, til sjúkrahús-
. þjónustu í Reykjavík, til efl-
ingar æskulýðsstarfi og
fleiru.
Breyttir þjóðfélagshættir
hafa af eðlilegum ástæðum
knúð á um breytingar á starf
semi stofnana á borð við
hina íslenzku þjóðkirkju og
nýir hættir gera það einnig
naiuðsynlegt, að kirkjan
breyti starfsaðferðum sínum
til samræmis við nýjar að-
stæður og með það fyrir aug
um að ná sem beztum árangri
í umfangsmiklu og mikil-
vægu starfi.
Vera má, að fólki út um
landsbyggðina þyki það mið-
ur að prestaköllum er fækk-
að, en þá er á það að líta, að
þau prestaköll, sem lögð
skulu niður skv. þessu frum-
. varpi, eru nú prestslaus og
hafa verið lengi og ekki fyrir
sjáanlegt, að prestar fáist til
þjónustu í þeim. Hins vegar
er efni frumvarpsins það að
sameina þessi prestaköll öðr-
um, þannig að fólkinu í þeim
héruðum, sem um er að ræða
verði tryggð prestþjónusta.
Og í þessum efnum verða
menn einnig að líta á þá stað
reynd, að samgöngur allar
hafa batnað til mikilla muna
á okkar landi, þannig að
prestar hafa nú mun betri
aðstöðu til þess en áður að
ferðast um prestaköU sín
og þjóna fólkinu á mismun-
andi svæðum þess.
Akvæðin um fjölgun presta
til æskulýðsstarfa og heim-
ild tii þess að ráða presta
til starfa meðal sjómanna, til
sjúkrahússþjónustu í Reykja
vík og til prestsstarfa meðal
íslendinga í Kaupmannahöfn,
hníga í þá átt að aðlaga starf
semi kirkjunnar nýjum að-
stæðum. — Enginn vafi er
á því, að kirkjan hefur
unnið þýðingarmikið starf
meðal æskulýðs landsins á
undanförnum árum og full
■ ástæða til að efla þá starf-
semi. — Ekki ættu menn
heldur að amast við því að
ráðinn verði sérstakur prest
ur til starfa meðal sjómaima,
öllum ætti að vera ljóst að
slíkur maður getur í þeim
efnum unnið gott starf, og
þegar hefur sannazt hver
nauðsyn er á presti íslend-
inga í Kaupmannahöfn
í frumvarpinu er mfkil-
vægt atriði um stofnun
Klristnisjóðs, en í hann skulu
renna Kirkjugarðasjóður,
söluverð kirkjugarða og gjald
úr ríkissjóði, sem samsvari
koetnaði við þau prestaköll,
sem lögð eru niður. Jóhann
Hafstein, kirkjumálaráð-
herra, sagði í umræðum um
þetta mál á Alþingi, að sjóðn
um yrði varið til þess að
styrkja kirkjuna og gera
hana lífrænni til starfa í land
inu, meðal annars ætti hann
að launa menn til aðstoðar-
þjónustu í víðlendum og fjöl
mennum prestaköllum, auk
þess, sem ráða mætti menn
til sérstakra starfa innan
þ jóðkirkj unnar.
Þegar á allar þessar um-
bætur í frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar er htið, er efeki
ástæða til annars en að fagna
því, að það er fram komið.
Kirkjan hefur mikilvægu
hhitverki að gegna á Islandi,
en ef tii vill hefur hún fram
trl þessa ekki gert sér nægi-
lega grein fyrir breyttum
þjóðfélagsháttum og ekki ver
ið nógu fljót til að taka upp
nýjar starfsaðferðir, sem á-
rangursríkari eru nú á tím-
um en þær, sem notaðar voru
fyrir nokkrum áratugum.
Frumvarp þetta stefnir að
því að gera kirkjuna hæfari
til starfa í hinu flókna og
margbrotna nútímaþjóðfélagi
og færi vel, ef það yrði kirkj
unni hvatning til þess að
færa alla starfsemi sína í nú
tímalegra horf eins og kirkj
an hefur gert í fjölmörgum
öðrum löndum.
ÍSLENZKUR
VEFNAÐUR
Tll'eðal merkari bóka, sem út
hafa komið á þessu'
hausti er bók Halldóru
Bjarnadóttur, „Vefnaður á ís-
lenzkum heimilum á 19. öld
og fyrra hluta 20. aldar“. —
Þessi mikilhæfa kona, sem nú
er á tíræðis aldri, er óþreyt-
andi í baráttu sinni fyrir ís-
lenzkum heimilisiðnaði og
öllu því sem verða má til
fremdar og nytsemdar íslenzk
um konum, og raunar þjóð-
inni í heild.
Fyrir um það bil 30 árum
gaf Halldóra Bjarnadóttir út
kennslubók í vefnaði fyrir
almenning eftir Sigrúnu P.
Blöndal á Hallormsstað. Var
þetta í fyrsta skipti, sem gef-
in var út vefnaðarkennslubók
Iiér á landi.
Nú er það Menntamálaráð,
sem gefur út hina nýju bók
Halldóru Bjarnadóttur. Er
þar rakin saga vefnaðar á ís-
landi að fornu og nýju. Eru
þar dregnar fram í dagsljósið
Vínlandskortið.
Vínlandskortið er
örugglega ósvikið
segir forstöðumaður kortadeildar
Konunglegu bókhlöðunnar
ALLT frá því að vísindamenn
við Yale-háskólann banda-
ríska skýrðu frá þvi í fyrra-
haust, að fundizt hefðu áður
óþekkt kort af Vínlandi, sem
teiknað hefði verið árið 1440,
hafa deilur staðið um það
hvort kortið gæti verið
ósvikið. Nú er nýlega lokið
fundi vísindamanna á vegum
Smithsonian-stofnunarinnar í
Washington, og er ákVeðið að
láta kolefnarannsaka kortið
og bera niðurstöðurnar sam-
an við samskonar rannsóknir
á öðrum gömlum handritum.
Dönsk blöð skýra frá fund-
inum hjá Smithsonian-stofn-
uninni fyrir helgi, og hafa það
eftir Ib Rönne Kejilbo, for-
stöðumanni feortasafns Kon-
unglegu bófehlöðunnar í
Kaupmannahöfn, að Vínlands
feortið frá 1440 sé örugglega
ósvikið. En Kejilbo var
kvaddur til ráðstefnunnar í
Washington ásamt tveimur
sérfræðingum öðrum frá Evr
ópu, George Painter frá
British Museum og Cortesao
prófessor frá Portúgal.
Kemur það fram í frásögn
dönsku blaðanna að Kejlbo
hefur lagt fram ljósprentanir
af korti Sigurðar skólameist-
ara Stefánssonar frá 1590, á
ráðstefnunni. Er kortið með-
al annarra íslenzkra hand-
rita, sem geymd eru í Kon-
unglegu bókhlöðunni, og var,
þar til Vínlandstoortið frá
1440 feom í leitirnar, talið
elzta kortið af byggðum ís-
lenzkra víkinga í Vestur-
heimi.
Kejlbo hafði einnig með-
ferðis ljósprentanir af dönsku
Vínlandskorti frá 1005, sem
Hans Reesen teiknaði. Telur
Kejlbo fullvíst að feolefna-
rannsóknir muni leiða í Ijós
að Vínlandskortið er ósvik’ð
og teiknað 52 árum áður en
Kólumbus „fann“ Ameriku.
fornar heimildir um vefnað,
rætt um listhneigð íslend-
inga, tóvinnuáhöld, almennan
vefnað, listvefnað, hraðskyttu
vefnað og fleira.
í formála sínum fyrir bók-
inni kemst höfundur meðal
annars að orði á þessa leið
um ullarvinnuna og vefnað-
inn á íslenzkum heimilum:
„Þessi starfsemi vár svo
mikils virði fyrir þjóðina í
heild, efnalega og menning-
arlega, að það er þess vert,
að minningu hennar sé á lofti
haldið, hún sé ekki látin falla
í gleymsku. — Hún jók leikni
og snilli þjóðarinnar, svo
frægt er orðið. — Auk þess
að halda í henni lífinu — bók-
staflega.“
Þessi bók Halldóru Bjarna
dóttur er merkilegt framlag
til íslenzkrar menningar og
atvinnusögu. Rík ástæða er
til þess að táka undir lokaorð
bókar hennar, en þar kemst
hún meðal annars að orði á
þessa leið:
„Hin fjölbreytta og merki-
lega framleiðsla ullarefna á
íslenzkum heimilum á öld-
inni sem leið, og nokkuð fram
eftir 20. öldinni, sýnir list-
hneigð þjóðarinnar og fjöl-
hæfni, og þá ekki síður áhuga
hennar, kapp og nýtni.
Það er von og trú, að ull-
inni okkar verði á komandi
árum sómi sýndur, að ullar-
vinnubrögð verði iðkuð til
ÉG var alvag hissa, er ég las
grein Sigurjóns Einarssonar í
Morgunblaðinu 29. nóvember.
Sigurjón hefur oft ritað ágætar
greinar um hagsmunamál sjó-
manna og útvegsimanna, og er að
mínu áliti þessubm málum það
feunnugur, að grein, sem slíka
hefði hann átt að spara sér að
skrifa.
Það eru breytrtir tíma síðan
Sigurjón Einarsson var hér einn
af mestu aflaimönnium togaraflot-
ans. >á mátti heita svo, að ekki
væri fiskað í þorskanet á vetrar-
vertíð nema á svæðinu frá Dyr-
hólaey til Reykjaness.
A ð e i n s Vestmannaeyjabátar
stunduðu veiðar á Selvogsbanka
með þorskanetum og höfðu
gæzluskip (Þór) til þess að bægja
toguiunum frá netjasvæðinu. Á
grunnslóðinni, venjulega innan
við 3 mílur, voru bátar frá hin-
um verstöðvunum með net sín.
Nú er ástandið þannig, að netja-
girðing má heita samfelld frá
Vlkurál og alit austur að Hjör-
leifshöfða frá 1. febrúar til 15.
maí, bæði djúpt og grunnt. Á
heilla landi og þjóð, að skól-
arnir okkar stundi og haldi
við íslenzkum vefnaði og ís-
lenzkum listsaum, — og að
listamennn okkar leggi rækt
við þær greinar“.
þessu svæði er að mínu áliti elkki
pláss fyrir önnur veiðarfæri án
þess að afhljótist árekistrar og
veiðarfæratjón. Ætlast Sigurjón
til þess, að bátarnir fari með
netin vestur á Hala eða Horn-
banka? Eða til Grænlands?
Ég heid, að hagkvæmara
myndi, að togararnir hefðu þau
svæði áfram. Ég er viiss um, að
útgerðarmaður, sem ætti bæði
báta og stóra togara, myndi láta
bátana fiska á grunnmiðum en
togarana á djúpmiðum.
En ég myndi eftirláta íslenzk-
um togurum og línuveiðurum
fiskimið utan við 100 faðma jafn-
dýpislínuna, því að ég álít, að
fisk eigi etoki að veiða í net á
meira dýpi, ef fiskurinn á að
vera góð vara.
Fiskur veiddur í þorskanet er
ágætis hráefni í hvaða verkun
sem er, en þó sérstaklega góður
í salt og skreið.
Það er stórhættuleg firra hjá
Sigurjóni og fleirum, að halda
því fram, að Skreið, sem fer á
Afríhumarkað sé einhver óþverri.
Framlhald á bls. 25.
ATHUGASEMD