Morgunblaðið - 18.12.1966, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 18. des. 1968
Jól á íslandi
Vonc/oð áramófahefti lceland Review
JÓLA- og nýáráheíti ICELAÍND
BEVIEW er nýlega kiomið í bóka
búðir og er það fjölbreytt að efni
og vandað að fráganigi sem fyrr.
Af efni þess er fyrst að nefna
grein um jól á íslandi að fornu
og nýju, eftir Sigurð Hreiðar
blaðaimann, en myndskreytingar
eru eiftir Friðriku Geirsdóttur.
Vestur-íslendingum eru gerð góð
skil í þessu hefti ICELAND
REVTEW með grein og fjölmörg
um myndum af íslendingum í
Kanada. Vestur-íslenzka blaða-
konan Caroline Gunnarsson er
höfundur þeirrar greinar og segir
hún þar frá ýmsum nafntoguð-
um mönnum af íslenzfoum ætt-
um og bregður upp svipmynd af
landnemunum og affoomendum
þeirra.
Ennfremur er viðtal við kana
dfska sendiherrann á íslandi,
John P. SigvaMason, sem er af
fslenzlkum aettum eins og kunn-
ugt er. Er þar einnig fjallað um
Vestur-lslendingana srvo og sam
skipti íslands og Kanada á öðr-
um sviðum.
í þessu nýja hefti er ennfrem
ur löng grein um íslenzka mynt
frá öndverðu, skrifuð af saensk-
um myntfræðingi, Staffan Björk
man. Hluti af ræðu utanríkisráð
herra, Bmils Jónssonar, á allsherj
arþinginu í haust svo og myndir
af íslenzkum fulltrúum. Grein
Enginn tognri
ó Nýhmdna-
landsmið
ENGINN togari fer á Nýfundna-
landsmið fyrir áramót, og kom
síðasti togarinn, sem þar hafði
verið, til Reykjavikur í gaer. Var
J>að Víkingur frá Akranesi. Má
geta þess, að til umræðu er nn
að breyta Víkingi þannig, að
hann geti stundað sildveiðar með
hringnót.
Fyrir skömimu kom togarinn
Maí af Nýfundnalandsmiðum
með 466 tonn af karfa og var
verðmæti aflans 1.701.000,00 kr.
eins og Mbl. skýrði frá í gær.
Mjög stonmasamur árstími fer
nú í hönd við Nýfundnaland og
hafa togararnir efoki leitað á mið
þangað á þessum tíma síðustu
árin.
| um samgöngur á Islandi með
fjölmörgum myndum — eftir ann
an ritstjóra ICELAND REVIEW
og ennfremur má nefna smá-
söguna „Á friðartímum“ etfir
Indriða G. J»orsteinsson með
myndum eftir Baltasar. Er þetta
fyrsta smásagan, sem ritið birtir
í enskri þýðingu, liður í kynn-
ingu þess á bókmenntum íslend
inga.
Af öðru efni má nefna Hótel
Sögu — í máli og myndum —
stutta frásögn af handritamálinu
og lokum þess — og myndir á-
hugaljósmyndara af landi og
þjóð. Ennfremur er grein um
KEA áttatíu ára.
Af föstum liðum ICELAND
REVIEW eru í þessu 'hefti frétt-
ir í stuttu máli, eitt og annað
um sjávarútveg, frímerkjaþátt-
ur, fróðleiksmolar fyrir ferða-
menn og sitthvað fleira.
Nýstárleg káputeikning, jóla-
stemning, er eftir Banböru
Stasoh, en Gísli B. Björnsson sá
um útlit blaðsins. í»að er prent-
að hjá Setbergi.
Með þessu hefti lýkur fjórða
árgangi ICELAND REVTEW. AU
mörg fyrri hefti ritsins eru nú
uppseld hjá útgáfunni, en vax-
andi áhuga gætir hjá fólki innan
lands sem utan á að safna rit-
inu frá upphafL Ritstjórar eru
Haraldur J. Hamar og Heimir
Hannesson.
SJÓNVARPIÐ
SUNNUDAGUR 18. desember,
16,00 Fréttaþáttur um efna-
hagsbandalögin > Evrópo.
16.20 Japan — land morgun-
roðans.
í myndinni er stiklað á
stóru í sögu Japans, fyrr
og nú, en aðaláherzlan er
lögð á hinar öru framfar-
ir, sem orðið hafa í Jap-
an eftir síðari heimsstyrj-
öld, hvílíkt stórveldi þeir
eru orðnir á sviði ýmis
konar iðnaðar, og hvernig
fornar heí'ðir berjast við
nýja, innflutta siði með
þessari sérstæðu þjóð.
17.20 Heimsmeistarakeppnin i
knattspyrnu.
Norður-Kórea og PortúgaiL
18,55 Dagskrárlok.
Þulur e> Ása Finnsdóttir.
Meðferð jólatrjáa
Orðsending frá Landgræðslusjódi
ÍJÓLATRÉ þau sem hingað
flytjast, eru aðallega rauð-
greni. Þeim hættir til að
missa barrið eí þau standa
lengi í heitum stofum við
mikinn loftþurrk. Erlendis
er það siður að benda jóla-
trjám út fyrsta eða annan
jóladag. Hér á landi vilja
menn láta þau standa inni
sem allra Iengst.
Til þess að svo megi verða
eru þessi ráff: Tréð skal
geyma úti fram á aðfangadag.
Það verður að vera á skjól-
góðum stað, t.d. á svölum
þannig að ekki næði um það.
Bezt er að láta það liggja og
ýra það með köldu vatni þeg
ar frostleysa er. En allra bezt
er að breiða striga yfir það
og halda honum ávallt vel
rökum.
Eftir að tréð er komið inn
er sjálfsagt að loka fyrir hit-
1 ann í stofunni um nætur og
gæta þess, að loftið sé rakt
með þvi að hafa opin vatns-
ílát við miðstöðvarofnana.
Einnig má fá sérstaka fætur
undir trén, þar sem þau
standa í vatni. Slíkir fætur
auka á endingu trjánna, svo /
fremi sem þess er gætt, að
vatnið gufi aldrei upp.
Þinir þeir, sem ýmsir kaupa
þótt þeir séu sex sinnum dýr-
arl en venjuleg tré, haida
barri sínu lengi. Samt er ráð-
legt að fara eins með þá, svo
og þau jólatré önnur, sem
sprautuð hafa verið í þeim
tilgangi að þau haldi barri
lengur en ella. Blaðfóturinn
á þeim þornar nærri jafn-
hratt og á ósprautuöum
trjám, og þá fellur barrið.
Um þinina er það annars
að segja, að þeir eru alveg
ilmlausir og greinar þeirra
ekki eins stífar og á rauð-
greni. Þvi bera þau tré minna
skraut. Og ennfremur skal
þess gætt, að þau eru miklu
eldfimari en venjuleg tré
þegar þau ná að þorna. Þess
vegna er nauðsynlegt að hafa
látið þau drekka vatn í sig
áður en þau eru sett upp.
, Xryggvi og Katnn vildu bila braut og dukku. (Myndir Sv. Þ.)
Börnin verzla fyrir jólin
inni og horfði hugfanginn á
stóra bílabraut — það var
auðséff hvers hann óskaði sér.
Katrín systir hans sem er
fjöggurra ára hélt fast í hend
ina á honum og skimaði var-
lega eftir dúkku, útundan
stórri hettunni.
Og úrvalið er svo sannar-
lega nóg. Það er varla hægt
annað en dást að hugvits-
semi leikfangaframleiðenda.
Dúkkur geta orðið bæði geng
ið óg talað og auk þess er
hægt að láta hárið á þeim
„vaxa.“ Slökkviliðsbílar eru
útbúnir sírenum og vatns-
dælum, flugvélar hafa hreyf-
anlega vængi eins og nýj-
ustu tilraunaþotur, og hrað-
bátar hafa rafmagnsknúna ut
anborðsmótora.
En það er fleira en leik-
föng sem þarf að hugsa um.
Lilja Ósk var í bókabúð Lár-
usar Blöndal og velti því
mikið fyrir sér hvernig jóla-
pappír hún ætti að kaupa ut-
an um pakkana, og hvort
bandið utan um þá ætti að
vera rautt eða blátt. Hvert
sem litið var sáust ung áköf
andlit með rjóðar kinnar og
björt augu. Það var greini-
legt að þau ætluðu ekki að
láta neinn fara í jólaköttinn.
ÞAÐ var blik í augum
barnanna, sem gengu um bæ-
inn í gær og skoðuðu verzl-
anirnar. Aðeins sjö dagar til
jóla og kominn tími til að
kaupa gjafirnar. Tryggvi Pét
ursson sem er tíu ára, stóð
við borðið í Tómstundabúð-
Lilja Osk valdi bönd á jólapakkana.
Rhodesia tapar
helmingi gjald-
eyristekna sinna
á Haft er eftir sérfræðingum um
efnahagsmál í Salisbury, Rhod-
esiu, að landið kunni að missa
um helming gjaldeyristekna
sinna, verði úr því að Sameinuðu
þjóðimar beiti sér fyrir bindandi
efnahagslegum refsiaðgerðum
gegn Rhodesíu, eins og Bretar
hafa lagt til.
Reiknað hefur verið út, að
verði bannaður útflutningur á
tóbaki, ascbesti, krójni, jámi, keti,
skinnum, húðum og fleiri vörum,
muni tapið nema um 80 milljón-
um sterlingspunda á ári, en ár-
legur útflutningur landsins hef-
ur numið um 1©5 milljúnum
punda.
Áður en hinar sjálfviljugu
efnahagsrá'ðstafanir gegn Rlho-
desíu hófust fyrir uJþJb. ári, nam
tóíbaksútflutningur um 46 milljón
um sterlinigspunda. Síðan er tal-
ið, að hann hafi minnkað veru-
lega, — hversu miikið er ekki vit-
að því að s-tjórn Smiths gefur ei
upp neinar tölur um það og gæt-
ir þess vei, að ekkert vitnist um
efnahagsástandið yfirieitt.
Sumir segja, að þrátt fyrir ráð-
stafanirnar hafi um 80% tófoaks-
uppskemnnax selzt, aðrir segja
það fráleitt
Þá segir I frétt frá Salisfoury,
að brezku sunnudagsfolöðin „The
Sunday Times“ og „OBSÍERVIE',
hafi verið gerð upptæk nú eftir
helgina, vegna greina, er þai*
foirtu um viðræ’ður þeirxa Wil-
sons, íorsætisráðherra Bretlands,
og Ians Smiths, um borð í „Tig-
er“ á dögunum.
17.12.19tt kl. s
1 gærmorgun var hæg norð
læg átt og léttskýjað á land-
inu, en fyrir norðan sums
staðar éL Hiti var víðast um
eða undir frostmarki. Klukk-
an 8 vax þó 7 stiga frost á
Eyrarbakka, Þingvöllum og
Hveavöllum.
Utlit var fyrir, að norðan-
áttin héldist um helgina og
frostið aukast