Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. des. 1966 60 millj. til barna- og gagnfrœðaskóla í R.vík Á NÆSTA ári mun Reykja víkurborg verja 60 milljón- um króna til bygginga barna og gagnfræðaskóla. I»etta kom fram í ræðu Geirs Hallgrímissonar í borg- arstjórnarfundi í gær og sagði hann að áherzla yrði lögð á byggingu Vogaskóla, Gagnfræðaskóla verknáms og nýs áfanga við Álftamýr- arskóla. Borgarstjóri sagði m.a.: Skólar. Áætlun sú um skólabyggingar, sem birt er í framkvæmdaáætl- uninni, byggist á undanfarandi greinargerð um skólabygginga- þörf og éiætlun um nemenda- fjölda. Greinargerðin er hin sama og fylgdi áætluninni fyrir tímabilið 1966-1969 og lögð var fram í vor. Áætlunin gerði ráð fyrir 46 m. kr. fjárveitingu til barna- og gagnfræðaskóla. Nú er sýnt, að kostnaðurinn fer ekki mikið fram yfir 40 mkr. Ástæðan til þess er bæði sú, að tæknilegur undirbúningur hefur verið á eft- ir og erfið greiðslufjáraðstaða borgarsjóðs. Ég vík nú að fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum á næsta ári, en þá er áætlað að fari 60 m. kr. til barna- og gagnfræða skóla. Þá er einkum fyrirhugað að legja áherzlu á byggingu Voga- skóla og Gagnfræðaskóla verk- náms, og ennfremur nýs áfanga Alftamýraskóla. Til Álftamýrarskóla er gert ráð fyrir að verja 10 m. kr. og helzt Ijúka þar kennslustofum, þar af eru tvær stórar sam- liggjandi stofur, sem notaðar verða einnig sem samkomusal- ur. Til mála kemur að bjóða út íþróttabygginguna jafnframi þessu húsnæði, þótt aðaláherzl- an verði lögð á kennsluhúsnæð- ið. Á árinu er fyrirhugað að ljúka II. áf. Gagnfræðaskóla verk- náms, sem er 10 stofur og hefja jafnframt byggingu III. áf. (8.100 rúmm.) og verja til þeirra áfanga beggja 11.5 m. kr. í stað 10 m. kr., sem gert var ráð fyr- ir í fyrri áætlun. Byggingu n. áf. Langholts- skóla verður lokið á árinu fyr- ir 7 m. kr. svo sem ætlað var Þar fást 4 alm. stofur, eðlis- fræðistofa og kennslueldhús. í undirbúningi er að hefja byggingu Vogaskóla, en fram- kvæmdir þar hafa dregizt mjög. vegna þess að teikningum og útboðslýsingu hefur seinkað. Gert er ráð fyrir, að útboðss- lýsing verði tilbúin upp úr ára- mótum og er ætlunin að verja 13 m. kr. í byrjun IV. áf. Hér er um 15000 rúmm. hús að ræða og er ætlunin að reisa hann í tveimur byggingarstigum og taka hið fyrra í notkun áður en byrjað verður á hinu síðara að ráði. Til Hlíðaskóla verður varið 2 m. kr. í>að eru byrjunarfram- kvæmdir við IV. áf. Þetta bygg- ingarstig er í teikningu, én ekki eru líkur á því að þessi áf. fari í útboð fyrr en þá síðast á ár- inu. Til Arbæjarskóla er fyrirhug- að að verja 12 m. kr. og fást þar 5 stofur ásamt húsnæði skóla stjórnar, tilbúið fyrir næsta kennsluár. Loks er áætlað skv. áætlun- inni um skólabyggingar 2 m. kr. til byrjunarframkvæmda við Breiðholtsskóla. En fyrirsjáan- legt er, að eigi verður flutt að neinu ráði í það hverfi, fyrr en 1968 og því gert ráð fyrir að hægt verði að taka þar nokkr- ar kennslustofur í notkun það haust. Varðandi æfingaskóla Kenn- araskólans er það að segja, að ætlað er til hans ca. 2.5 m. kr. Fyrsti áfangi verður ca. 8700 ferm. að stærð. En samkvæmt samningi við Menntamálaráðuneytið greiðir borgarsjóður 40% í þeim skóla. Framkvæmdirnar eru á vegum ríkissjóðs og verður byggingar- kostnaður væntanlega greiddur með uppgjöri við hann vegna þátttöku í byggingarkostnaði við barna- og gagnfræðaskólann. Skv. því fellur ekki kostnaður vegna þeirrar byggingar fyrr ei árið 1968 á borgarsjóð, ef fram- kvæmdir verða hafnar á næstí árL Heildsölubirgdir: 0.Johnson & Kaaber hf. ALMENNAR W' TRYGGINGAR HF PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 Um leið og jölahátiðin gengur i garð, viljum yér minna á nauðsyn heimilis trqggingar. Gledlleg jól, gæCuriKt komandi ár! Ánægjulegast að hjálpa gamal- mennum og einstæðum mæðrum ViBtal við Magnús Þorsteinsson, forstöðumann Vetrarhjálparinnar í Reykjavik Magnús Þorsteinsson forstöðumaður Vetrarhjálparinnar i Reykjavík. STARFSEMI Vetrarhjálpar- innar í Reykjavík stendur nú sem hæst, en eins og alþjóð er kunnugt er höfuðsjónarmið hennar, að veita sérhverjum sem til hennar leitar og er aðstoðar þurfi, einhverja úr- lausn. Hún styrkir einstakl- inga, hjón sem einstæðar mæð ur, karla sem konur. Sk jólin nálgast og flestir gera sé dagsunun vill það oft 1 gleymast að til er fólk, sem er bágstatt, fólk, sem ekki getur á neinn hátt gert sér dagamun nema með aðstoð einhverja góðgerðarsamtaka. Við brugðum okkur í gær í höfuðstöðvar Vetrarhjálpar- innar að Laufásvegi 41 og ræddum við Magnús Þor- steinsson, forstöðumann henn ar, en harm hefur gegnt því starfi aBt frá árinu 1055. __Okkur hefur borizt þó nokíkuð af fatnaði frá ýmsum aðilum og er hann bæði not- aður og nýr, segir Magnús, er við berum upp fyrstu spurn inguna. — Til þessa höfum við úthlutað til um 300 heim- ila og einstaklmga, sem til okkar hafa leitað. f fyrra varð tala þessa fólks orðin 700 við áramót, en þá er átt við af- greiðslur umsókna er bárust stofnuninni. — Nei, enn er ekki unnt að segja, hvort því fóiki, sem til okkar leitar fæfekar eða fjölgar frá því í fyrra, en í fyrra urðu niðurstöðureikn- ingar Vetrarhjálparinnar tæp lega 772 þúsund krónur, og í ár býst ég við, að velta stofn unarinnar verði um 1 milljón króna. Við verðlagningu höf- um við komið okíkur upp sér- stökum viðmiðunarskala og meðalstyrkur, sem stofnunin veitir er 1600 krónur á ein- stakling. — f>au skilyrði til þess að geta orðið styrkþegi hjá Vetr arhjálpinni eru að vera á manntali í Reykjavík, en síð- an göngum við úr skugga um hvort umsækjandi er svo bág- staddur að réttlætanlegt sé að hann hljóti styrkinn. Stofnunin kaupir nokkuð af nýjum fatnaði ár hvert og einnig fær hún að gjöf bæði nýjan og notaðan fatnað. ÖB nærföt eru t.d. ný, og iðu- lega kiemur fyrir að við veit- um fólki tvennt af þeim, svo að það geti haft til skipt- anna. — Jú við hlið Vetrarhjálp- arinnar starfa einnig önnur félög, sem starfa á líkum grundveBi, þótt þær hafi þrengra starfssvið. Er það Mæðrastyrksnefnd, Vernd og Hj álpræðisherinn. Þessar stofnanir gera það sem þær geta, en heldur finnst mér samstarf milli þessara aðila of lítið. >að er bráðnauðsyn- legt að ein stofnunin viti hvað hin gerir, því að margir sem senda inn mnsóknir ganga á lagið og þiggja styrk af öll- um aðilunum, og getur það þá valdið því að færri fá úrlausn, en ella. Reynt er þó að gera öllum einhverja úr- lausn, og mesta ánægju hef ég af því að hjálpa gamal- mennum og einstæðum mæðr- um. — f lokin vildi ég sérstak- lega færa skátum þakkir fyrir hið ósérhlífna starf, sem þeir hafa unnið við söfnun fyrir Vetrarhjálpina, og einnig til alls þess fólks, sem látið hef- ur eitthvað af hendi rakna. Söfnun skátanna hefur ávallt borið árangur, þótt ég hafi grun um að hún nái ekki eins hárri upphæð nú og oft áður og vil ég þar kenna þv£ að strangari viðurlög eru nú við því, að börn megi vera úti eftir kl. 20 á kvöldin. Skát- arnir sem safna, hafa undan- farin ár safnað á tímabilinu frá 20—22 á kvöldin, en vegna breytinga á útivistartíma barna höfum við orðið að láta þá safna frá kl. 18—20, sagði Magnús Þorsteinsson að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.