Morgunblaðið - 18.12.1966, Page 19
Sunnudagur 18. Ses. 1966
MORGUNBLADIÐ
19
Nokkurskonar þjóðarafplánun
virtist eiga sér stað.
Slíkar voru hræringarnar með
indónesísku þjóðinni, að hinir
myrtu hershöfðingjar auk Nasu-
■tion og Sulharto voru umsvifa-
laust gerðir að frábærum hetj-
um og herinn virtist almenningi
þeir risar, sem bjargað hafði
hálfguði hans, Sukarno, úr hönd
utn samsærismannanna og kom-
ið aftur á hinni heilögu indónes-
ísku byltingu.
Sögu þessara dramatísku daga
mátti greinilega lesa á veggjum
Jakarta. Fyrir samsærið mátti
lesa þar slagorð eins og: Lengi
lifi Untung, niður með herinn,
niður með CIA. J>essi gömlu
slagorð viku fyrir öðrum svo-
hljóðandi: Lengi lifi Nasution,
lengi lifi Suharto. Það slagorð,
sem sagði skýrasta söguna var:
Cantung Uuntung (Ihengið Un-
tung) — manninn að baki sam-
særisins. Og nú í fyrsta sinni
mátti lesa slagorðin: Hengið
Aidit; Bannið P.K.I.; Krossfestið
Aidit.
Aidit sá hættur steðja
að sér úr öllum áttum. Hann
ákvað að „hverfa aif yfirborð-
inu“, og safna saman á ný hinni
tvístruðu fylkingu sinnL
{ í>að virðist ómögulegt, að jafn
þekktur maður og Aidit gæti fal
Lð sig fyrir hernum. En Indó-
nesía samanstendur af um 7.000
eyjum, og helmingur þeirra eru
strjálbyggðar. Meginhluti lands-
ins er hulinn þétturn frumskógL
Herstjórnin réði Sarwo Edhie,
nú hershöfðingja, sem hefur
mikið orð á sér fyrir að finna
pólitíska flóttamenn, til að „ná
Aidit lifandi eða dauðum“, með
þessari napurlegu viðbót:
„Helzt dauðum.“
Sarwo Edlhie rakti slóð Aidit
frá Jakarta til Mið-Jövu. 2. októ
ber fór hann með herflugvél til
> Jogjakarta, þar sem hann varð
að ná til aðalstöðva flokksins.
i Hana svaf aldrei tvær nætur
j undir sama þaki. í endaðan októ
• ber var leyniþjónusta hersins
. þess fullviss, að bráð þeirra
. væri á hraðieið til Solo á Mið-
1 Jövu. Orðrómur var uppi um,
•ð hann hefði sézt í Surabaya,
JWadiun, Malan og jafmvel í hinu
fjarlæga Makassar, á Celebes og
Palem'bang á Sumötru. Róman-
tískasta sagan var sú, að kín-
verskur kafbátur hefði skyndi-
lega birst skammt frá Surabaya
og farið með Aidit til griðastað-
®r í Peking.
22. nóvember bárust leyniþjón
ustunni upplýsingar um, að dval
arstaður Aidit væri heimili höf-
uðsmannsins í Sambeng-þorpinu.
SH'öfuðsmaðurinn - var stækur
fylgismaður kommúnista. Sagan
um handtökuna sem á eftir kom
•ýnir ljóslega þann hæfileika
Indónesíumannsins að taka al-
varlegum hlutum léttilega.
Herflokkar umkringdu húsið
og nokrrir hermenn undir for-
ystu liðsforingja stormuðu inn
í húsið. Þeir leituðu hátt og lágt
•n fundu ekki manninn. Þeir
eneru til dyra vonsviknir. Þá
benti einn hermannanna æstur
á nokkuð, sem hann hafði fund-
ið: par af tréskóm snyrtilega
iögðum upp við fataskáp. Her-
imennirnir brostu, þegar ljós
rann upp fyrir þeim, síðan fliss-
uðu þeir aulalega og loks hlógu
þeir móðursýkislega í nokkrar
mínútur. Þegar þeir höfðu jafn-
að sig opnuðu þeir dyrnar og
Aidit gekk út úr skápnum, fór
í skóna, og var leiddur á brott..
IHann var tekinn af lífi samdæg-
urs. Dauði hans var aldrei til-
kynntur opinberlega. Én indónes
ískir kommúnistar sögðu rólega,
að 2i2. nóvember 1965 yrði
minnzt sem þess dags, er „virki
Indónesíu“ félL „Deepa Nusan-
tara“ — fornafn Aidit þýddi ein-
mitt það.
Meðan eltingarleikurinn við
Aidit stóð ýfir hófust fjölda-
morð, sem fóru stigvaxandi, er
Kamadan-mánuðurinn nálgaðist.
í fyrstu takmörkuðust morðin
við Austur- og Mið-Jövu, en í
desemlber höfðu þau smitað frá
•ér til Baii, Makassar, Súmötru
og Celebes. Álitið er, að á fimm
mánuðum hafi 300.000—500.000
þúsund manns verið myrtir.
PjogjaKarta
I fí D I A N 0 C E A N
í fyrstu var ráðizt gegn stuðn
ingsmönnum P.K.I. og auk þess
þeim deildum hersins í Indó-
nesíu, sem reyndu að hamla
gegn andkommúnisbískri stefnu
Súhartos. Margir óttuðust lang-
vinnt borgarastríð, sem stutt
væri af Waahington og Peking.
Herinn gerði skjótar ráðstaf-
anir til að bæla niður uppreisn-
ina. Þar eru hermenn Suharto
höfðu töglin hagldirnar í land-
inu kusu margir foringjar upp-
reisnarinnar að veita ekki við-
nám. Aðeins fáeinir eins og til
að mynda Supardjo hershöfðingi
veitti viðnám í nokkrar vikur.
Hann er enn á lífL Foringjar
P.K.I. vissu að samsærið hafði
mistekizt og Sukarno forseti
hafði, þvert á móti vonum
þeirra, tekið sér stöðu við hlið
Nasution og Suharbo. Þeir gáfu
mönnum sínum skipanir um að
hafa ihægt um sig.
Á fyrstu þremur vikunum í
október féllu flestir í vopnuð-
um átökum. í endaðan október
kom nýr her fram á sjónarsvið-
ið: ofstækisfullir Múhameðstrú-
anmenn, sem sögðu að það væri
trúarlag skylda þeirra að
hreinsa Indónesíu Múhameðstrú
armanna af guðleysingjum. í
sveitahéruðunum sáu meðlimir
hins niðurbælda Masjumi flokks
og áhangendiu: Darul Islam
hreyfingarinnar langþráð tæki-
færi til að grundvalla sínar eig-
in sérstöku dulhyggjustefnu.
Ofstækismennirnir kornu fram
updir fána Nahdatul Ulama, hins
stóra, löglega flokks Múhameðs-
trúarmanna og gerðu árásir á
kommúnista og félaga þeirra,
sem jukust á fimm mánuðum
svo, að af þessu urðu hvað við-
bjóðslegustu fjöldamorð sögunn
ar. Slátrunin var hátíðlega köll-
um „Heilagt stríð.“
Ulamarnir — trúarkennararn-
ir — kenndu að kommúnista
bæri að skoða sem trúleysingja
og stríðsæsingamenn, sem í sam
ræmi við hefð, ætti að strá-
drepa miskunnarlaust. Þeir
kenndu einnig, að dauði með
byssuskoti væri of góður fyrir
trúleysingjana og að kris og
hinir hvössu golok væru þau
vopn sem giltu. Lokakehningin
var sú, að Múhameðstrúar-
manni væri stranglega bannað
að grafa dauðan trúleysingja.
Þegar hið „heilaga stríð“ náði
sínu blóðuga hámarki í nóvem-
ber var því gefið nýtt nafn:
„Stormking aftökunnar“.
(„Stormking" var vörumerki
olíulampa, sem fluttir voru inn
frá Hollandi.)
Skyndilega að næturlagí sá
eiríhver í einhverju þorpi gult
luktarljós úti á akrinuin, eða
inni í frumskóginum. Allir
þorpsbúar hlupu í áttina til ljóss
ins til að horfa á þann viðburð,
er fórnarlömbin voru bundin
við tré undir draugalegu lampa-
ljósi, og böðlarnir stóðu um-
hverfis þau og ráku hnífana í
hálsæðar þeirra.
Vitni að nokkrum slíkra at-
burða sagði að áhrifaríkast við
aftökurnar hefði verið það, að
mörg fórnarlömbin dóu án þess
að gefa frá sér hljóð — og hann
útskýrði það með stolti föður-
landsvinarins, að það væri ekki
aðeins vegna þess að þeir væru
kommúnistar, heldur líka Jövu-
búar. „Við höfum lært að beygja
okkur fyrir forlögunum", sagoi
hann. Líkin voru skilin eftir og
rotnuðu við trén eða kastað í
næsta síki eða fljót. Ég hef marg
ar áreiðanlegar sagnir um fljót
í Solo, Súmatra og Madiun, sem
stífluðust af rotnandi mannsbúk
um í nóvember- og desember-
mánuði.
Það kom fyrir, að „trúleys-
ingjarnir“ á dauðastundinni
fóru með Kalimat Sjahadat,
hina heilögu bæn, sem formlega
gefur til kynna trúna á Allah
og spámann hans Múhammeð.
Böðlunum féllust ætíð hendur
er þetta kom fyrir. Maðurinn
var kommúnisti, — en hann var
lífca Múhammeðstrúarmaður og
þeir áttu að koma honum fyrir
kattarnef. Hvernig gætu þeir
ráðið í þessa þverstæðu?
Krossfararnir fóru til þeirra
kennara, sem kenndu Islam er
báðu þá um ráðleggingar. Kenn
ararnir lofuðu að hugsa málið
og láta þá síðan vita innan
fárra daga. Vikum saman var
dauðadómum frestað. Hinir
vísu menn sökktu sér niður í
hugleiðingar um þetta guðfræði
lega vandamál. Loks komust
þeir að niðurstöðu:
„Skylda vor, sem Múhameðs-
trúarmanna er að útrýma trú-
leysingj unum. Það er satt að
þeir fara með sjahadat og þess-
vegna í samræmi við hinn
stranga bókstaf laganna, ættu
þeir að skoðast Múhameðstrúar-
menn. En við vitum ekki hversu
einlægir þeir eru og við höf-
um engin ráð til að ganga úr
skugga um það. Þess vegna er
augljós skylda okkar að drepa
þá alla. Guð veit bezt. Ef okk-
ur hafa orðið á mistök mun guð
fyrirgefa þeim. Og okkur.“
Blóðbaðinu var haldið áfram
af endurnýjuðum kraftL
Það er almennt álitið, að á
Bali einni, hafi 50.000 manns
konur og börn. Seint í desember
sendi Suharto Sarwo Edhie þang
að með öflugt herlið til að koma I m
á lögum og reglu. Sarwo Edhie
sagði fréttamönnum, áð morð-
unum hefði verið lokið er þeir
komu þangað. Aðrar fréttir
herma, að þeim hafi verið hald-
ið áfram löngu eftir að þeir
voru komnir.
Frú N-Súmatra komu þær
hroðalegu fregnir, að 10.500
föngum hefði verið slátrað, er
handteknir höfðu verið fyrir
starfsemi í P.K.I. Líkum þeirra
var kastað í næsta fljót.
1 janúar fór sendinefnd frá
ríkisstjórninni í könnunarferð-
um eyjarnar. Nefndin gaf þá
yfirlýsingu, að 87.000 manns
hefðu látizt í átökunum, en í
einkafrétt til Suharto hershöfð-
ingja og vina sinna sögðu þeir,
að talan væri „líklega yfir
300.000.“
Þessi hvirfilvindur blóðs og
manndrápa fór að mestu fram
hjá umheiminum vegna þess að
erlendir fréttamenn voru útlæg-
ir gerðir frá Indónesíu eða þeim
gert sérstaklega efitt fyrir. Mik-
ið fleiri dóu í Indónesíu á þess-
um fimm mánuðum en hjá báð-
um aðilum i Vietnam stríðinu
á fimm árum.
Það er ein hinna einkennilegu
staðreynda í lífi mannanna, að
í kjölfar slíkrar hroðalegrar
blóðtöku. hversu grimmileg og
þjáningfull hún er á mannlega
vísu, fylgir venjulega batnandi
stjórnmálaleg heilbrigði þeii-ra,
sem eftir lifa. Krossferðin gegn
svikurunum olli mikilli eymd
og örbrigð, og eftir 15 ár má
einhver búast við ó-
hjákvæmilegum hefndarþorsta
þeirra tveggja milljóna munað-
arleysingja, sem skildir voru eft
ir undir Stormkingluktunum.
Stjórnmálalega séð, virðast
þessir atburðir samt sem áður
hafa orkað eins og búkhreins-
andi lyf, sem gerði Indónesíu
mögulegt, að snúa aftur til laga
og réttar.
Um það hvernig þessi um- -
myndun varð er áhrifarík stjórn
málasaga.
Maður nokkur ákærður fyrir
undirróður í henum sagði ný-
lega, að Súkanó forseti hefði
gefið blessun sína slátruninm á
sex hershöfðingjum, sem myrt-
ir voru af leiðtogum bylting-
arinnar, sem var á síðastliðnu
hausti en fór út um þúfur. Hinn
ákærði, Omar Dhani, sagði, að
forsetinn hefði ekki vítt morð-
á hershöfðingjanum, þegar
hann frétti fyrst af þeim 1. okt-
óber 1965.
Súkarnó á að hafa sagt: Agætt
Þetta er viðburður í bylting-
unni. Stórkostlega bylting eins
og byltingin í Indónesíu hiýtur
að hafa margar hliðar góðar og
slæmar með blóðsúthellingum.
Bylting getur ekki tekið enda.
Það sem ég vil núna er kyrrð.
Ég vil ekki meiri blóðsúthell-
ingar.
Omar Dhani lét einnig í það
skína, að Súkarnó hefði ekki
haldið, að um kommúnistíska
byltingu hefði verið að ræðcU
Súkarnó lét hafa eftir sér, að
það væri ekki líklegt að kómm-
únistar stæðu að baki bylting-
unni þar eð aðeins þrír komm-
únistar voru í Byltingarráðinu.
★
(Niðurlag þessarar greinar
birtist í Mbl. innan tíðar, en þar
er greint frá lokaþáttum þess-
ara atburða. Greinin er þýdd og
endursögð úr The Sunday Tim-
es).
BiLAKAUR
Vel með farnir bílar til sölu
og sýnis í bílageymslu okkar
að Laugavegi 105. Tækifæri
til að gera góð bílakaup.. —
Hagsfæð greiðslukjör. —
Bílaskipti koma til greina.
Volkswagen, árgangur ’62.
Mercedes-Benz 220 S, árg.
’60 og ’63.
Cortina, árgangur ’66.
Opel Karavan, árg. ’60.
Renault Dauphine ’62, ’63.
Opel Kapitan ’5ð og ’60.
Chevrolet Impala ’62.
Taunus li7 M, 4 dyra, árg.
1961.
Commer sendibílar ’64, ’85
Chevrolet sendibíll ’6I5.
Austin Gipsy ’63.
Zephyr ’06.
Volvo, station, ’62.
Tökum góða bíla f umboðssölu
Höfum rúmgott sýningarsvæði
innanhúss.
UMBOÐIÐ
SVEINN EGILSS0N H.F.
LAUGAVEG 105 SIMI 22466
Heildspjubirgdir:
0.Johnson ^.Kaaber hf.