Morgunblaðið - 28.12.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 28.12.1966, Síða 4
4 MORCUNBLADIÐ Miðvikudagur 28. des. 1966 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 DaggjAld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM MAGMÚSAR skipholti21 símar21190 eftir lokun simi 40381 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigon Ingólfsstrætí 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 3,00 ekinn kílómeter. Benzin innifalið í lelgugjaldi Sími14970 BÍIALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftír lokun 34936 og 36217. K-7==*BllALf/SÍA/r RAUOARARSTÍG 31 SÍM1 22022 ÞÓRÐUR G. HALLDÓRSSON Ingólfsstræti 9. Sími 19540 og 19191 Milli kL 7,30—6 í síma 20446 Fjaðrir, fjaðrablóð. hljoðkútar púströr o.fl. varahlutir J margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 16«. — Simi 24180. Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406. Benedikt Sveinsson héraðsdómslögmaður, Austurstræti 17. Sími 10223. NÝKOMIÐ Hamilton Beach hrærivélar. Armstrong strauvélar. BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Lágmúla 9. Sími 38820. Gestagangur í sveitinni Sveitakona skrifar: „Kæri VelvakandL Að undanförnu hefir verið skrifað töluvert um gestagang á heimilum. Tvær konur, önn- ur úr borg, hin úr sveit, hafa kvartað sáran en aðeins ein rödd úr kaupstaðnum hefur andmælt þessum ósköpum. Því þótti mér hlýða að önnur heyrð ist úr sveitinni og tæki í þann sama streng. Ég hef verið að íhuga þessi skrif og satt að segja undrar mig ef lengi verður mikill gesta gangur á því heimili þar sem húsmóðir er svo reið yfir hon- um að hún sezt niður og skrif- ar í blöðin. Gretur hún virki- lega dulið þetta svona vel fyr- ir gestunum og ef hún getur það ekki, hvern langar þá til að koma á slíkt heimili? Ég veit að gestagangur er mjög misjafn á heimilum og ekki þekki ég svo vel annars staðar til að ég ætti neitt um það að segja hvort hann er meiri eöa minni hjá mér en gerist og gengur. Ég hef aldrei átt gesta bók. Þó hefir komið fyrir að ég hef að gamni mínu skrifað nið ur þá sem komu og stun-dum komst talan upp i fimmtíu á viku. Stundum upp í 20 einn og sama daginn. Ekki þarf ég að taka það fram, að þetta heyrir auðvitað til undantekn inga að það sé svona margt. Ég held líka að sumt fólk kunni varla orðið að taka á móti gestum. >að hefir eitt- hvert óskapa umstang sem ég held að engum sé þægð í, en iþreytir auðvitað húsmóðurina mikið meir en þörf er á. Ég segi stundum að ég hafi aldrei neina „gesti“, bara mismun- andi margt í heimili. Ekki veit ég hvernig fólk það er sem (heimsækir hana frú E. En aldrei hef ég fengið fólk í heim sókn sem hefir ætlazt til þess að maður gengi úr rúmi fyrir það. Það fólk sem hér kemur kemur margt með sængurföt með sér eða svefnpoka og er yfir sig þakklátt að fá að leggja inni meðan einhvers staðar finnst teppi eða gólfblettur að liggja á ef svefnbekkir eru þegar uppteknir. Að visu færi ég oft unglingana ínn í her- bergi okkar hjónanna þegar þröngt er, og sofa þeir þá 1 flatsæng á gólfinu. Það hefir aldrei verið kvartað yfir þvL — Eitt kvöld í haust fékk ég 17 gesti í kvöldmatinn. Sem betur fór vissi ég af því nógu snemma til þess að ég gat lát- ið svolítið meira kjöt í pottinn en ég annars hefði gert, og þar með var vandinn leystur. Mér finnst ég eiga mjög skemmti- legar minningar frá þessari kvöldstund, minningar, sem ég ekki vildi vera án. Þetta var allt svo elskulegt fólk. Að vísu er ég oft þreytt, stundum út- keyrð, en ekki dettur mér í hug að skella allri skuldinni á gest- ina. Gestamóttakan er, þegar öllu er á botninn hvolft, minnst af því, sem ég hef þurft að starfa um dagana. Það er líka alrangt hjá frú E að halda að allur vandi sé leystur með því að vísa fólki á hótelin. Ég bý Ihér ekki langt frá stóru hóteli, og hingað kemur samt á hverju sumri fólk i vandræðurti og vantar gistingu af því að hótel og aðrir gististaðir eru yfir- fullir. Stundum er þetta eldra fólk, uppgefið eftir langt ferða lag og á enniþá langa ferð fyrir höndum. Stundum eru smá- börn með, sem ekki er hægt að vera með í tjaldi ef góða veðr- ið hefir brugðizt, sem oft vill verða. — Þetta fólk býður alltaf borgun — og þegar það er fólk sem ég veit engin deili á og hef aldrei séð fyr, tek ég venjulega eitthvað, ekki okurfé vona ég samt, enda er stundum ekki hægt að komast hjá að taka við meiru. Þetta fólk er svo sem ekki að biðja að gefa sér neitt. Það er bara í vandræðum, og er ósköp þakk- látt fyrir veittan beina. Ekki hef ég orðið vör við annað. NeL við íslendingar erum of fáir til að mega við þvi, að hver höndin sé alltaf upp á móti annarrL — Ég held að vandinn verði helst og bezt leystur með því að við reynum það sem við getum, reynum að leysa hver annars vandræði. — Sjálf hef ég mjög gaman af að ferðast ef tími og aðstæður leyfðu, sem sjaldgæft er, og það verð ég að segja, að fegin er ég að þurfa ekki að búa á hóteli þó ég skreppi til borgar- innar. Því fyrir utan þetta með budduna er það nú ólíkt skemmtilegra að sitja í glöðum vinahópi að kveldi en að fara aleinn inn 1 einmanalegt hótel- herbergi Ég vil eindregið taka undir það, að óskemmtilegt væri, ef aldrei bæri gest að garði og hver sæti í sínu horni. Það heyrist oft talað um átroðning kaupstaðarfólks í sveitinni um mesta annatímann, en gleym- ist þá kannski stundum að við sveitafólkið búum oft hjá þessu sama fólki þegar við komum í borgina, til dæmis í lækniserindum og m. fL Að lokum bið ég að heilsa henni Björgu Ivarsdóttur, Velvakandi minn, með kærri þökk fyrir línurnar, sem þú birtir um daginn. Það er ekki gott að segja nema ég líti inn til hennar næst þegar ég kem í borgina, ef ég vissi hyar hún ætti heima, þó erindið yrði ekkert annað en segja henni, að hún skyldi bara renna við og fá sér kaffisopa ef hún æUi leið um sveitina seinna meir. Þín einlæg Sveitakona". Sjúkum til styrktar Lesandi skrifar: „Kæri VelvakandL Villtu nú ekki koma á fram- færi fyrir mig dálítilli hug- mynd. Það er að verða algengt að börn þurfi að komast til lækn- isáðgerða til annarra landa. Þetta mún vera lítt viðráðan- legt efnalega fyrir almenning. Fólk er fljótt að hjálpa, þegar leitað er til þess. Og stórar upphæðir safnast handa þeim, sem fyrir böli verða. Nú hefur mér dottið í hug, hvort Hjarta- og æðasjúkdóms- félagið vildi ekki beita sér fyrir stofnun, sem hefði það verk- efni að styrkja slíkar ferðir. Flestar eru þær viðkomandi hjarta aðgerðum, sem læknar hafa ekki aðstöðu til að fram- kvæma hér heima. En vonandl er ekki langt að bíða þess að það breytist. Nú vil ég skýra frá þvi hvernig sjóður slíkur gæti orð- ið til. Allir, sem flytja fólk, hvort heldur er í lofti, á jörðu eða legi (þó ekki strætisvagn-) ar) fengju leyfi til að mega hækka fargjöld um 1.00 kr. og skiluðu þvl til sjóðsins. Þetta yrði myndarleg upphæð á árl hverju, því mikið er ferðazt og engan munar um krónu. Kvittun fyrir framlagið gæti orðið merki, líkt og laufblaðiS á sígarettunum og hækjan á eldspýtunum. Nú er komið að jólum og gott að hugleiða þetta, þegar slappað er af um hátíðarnar. Sigmar Benediktsson. Timburiðjan hf. auglýsir: Tökum að okkur: fataskápa — eldhúsinnréttingar — gluggasmíði — bílskúrshurðir — útihurðir — svalarhurðir — veggklæðningar — sólbekkir. Spónieggjum fyrir fyrirtæki og einstklinga. Timburiðjan hf. Við Miklubraut, sími 36710. Bókhaldari — Sölustjóri Óskast að vel stæðu fyrirtæki. Góð kjör. Ágætt tækifæri fyrir áhugasaman og reglusaman mann eða konu. Smávegis meðeign eða ágóðahlutur gæti komið til greina. Uppl. hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda. Stenbergs trésmíðavélar Sambyggöar trésmíðavélar fyrirliggjandi. Jónsson & Júlfusson Hamarshúsinu — vesturenda. Sími 15430.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.