Morgunblaðið - 28.12.1966, Síða 10
10
MORG U N B LADIÐ
Miðvikudagur 28. dea. 1964
Sigurðsson skrifar um
Austurbæjarbíó
MY FAIR LADY er komin aft-
ur til Reykjavíkur, í þetta sinn
sem kvikmynd, og eins og áður
ber að fagna því.
My fair lady er í rauninni öll-
um allt, og því harla merkilegt
fyrirbæri í leiklistarheiminum.
Fyrir þá sem elska tónlist, er tón
Jáetin frábær, og skiptir ekki
öllu fyrir hvernig tónlist menn
hafa áhuga. Fyrir þá sem hafa
áhuga fyrir bókmenntum, er
snilli George Berard Shaw í
fullu gildi. Fyrir unnendur leik-
listar er leikur Rex Harrison ó-
gleymanlegur. Fyrir þá sem
hafa gaman af ástarsögum, er
ihjartnæm ástarsaga. Fyrir þá
sem elska pomp og pragt hefur
sniilingurinn Cecil Beaton
'teiknað einihver glaesiiegustu
Til sölu
Ford Fairline 1965
Nýinnfluttur frá Bandaríkjunum.
Uppl. í síma 40962. Eftir kl. 6.
Ráðningarstofa
hljóðfæraleikara
Félag íslenzkra hljómlistarmanna hefur
opnað ráðningarstofu hljómlistarmanna
að Óðinsgötu 7 frá kl. 14—19 alla virka
daga. Sími 20255.
Skrifstofan útvegar félögum, starfs-
mannahópum, skólum og öðrum, sem
þuffa á hljómlist að halda hvers konar
hljómsveitir.
Þeir hljóðfæraleikrar og hljómsveitir, sem
enn hafa ekki látið skrá sig hafi sem fyrst
samband við skrifstofuna.
FÍH.
Hemlaverkstæðið
Stilling hf.
verður lokað til áramóta vegna flutninga.
Opnar aftur 3..jan. í Skeifan II. (Iðngarð-
ar).
Stilling hf.
leiktjöld og búninga, sem séat
hafa. Fyrir 'þá sem unna hinu
talaða máli, er meðfer'ð Stanley
Holloway, Wilfrid Hyde-White
og Rex Harrison á enskri tungu
ógleymanleg. En öllu öðru frem-
ur, fyrir þá, sem elska góða
kvöldskemmtun, er hér skemmt-
un, sem erfitt verður við að
jafnast
Ferill þessa verks er næstum
ótrúlegur. Sigurförin hófst, þeg-
ar leikrit Shaw, Pygmalion, var
sýnt árið 1912. Var það jafnan
síðan eitt af vinsælustu leik-
ritum hans.
Og árið 1955 tóku þeir Alan
Jay Lerner og Frederico Loewe
að gera söngleik eftir leikrit-
inu. Gerði Lerner textann en
Loewe tónlistina. Söngleikurinn
var frumsýndur í marz 1956 og
sló svo rækilega í gegn, að
hann var sýndur í New York
í 2717 skipti, sem er algert met
á Broadway. Tveim árum eftir
frumsýningunna var hann frum
sýndur í London og síðar í hverri
borginni af annarri, allstaðar
við frábærar undirtektir.
Upphaflega voru aðalhlutverk-
in leikin af Rex Harrison og
Julie Andrews og þótti báðum
takast jafn vel. I>áð vakti því
nokkra furðu, þegar gera átti
kvikmyndina, að Audrey Hep-
burn var fengin í hlutverk
EIizu Dolittle. Um það má deila
hvor hefði verið betri. Ég sá
Julie Andrews í hlutverkinu í
New York og er mér næst að
halda að hún hafi verið betri
sem ódannaða blómastúlkan, en
Audrey Hepburn sé betri, sem
í'iefðtardaman, sem úr blóma-
:túlkunni verður. Það er sagt að
t .eim hafi þótt lítið til cockney
imálhreims Hepburn koma, þeg-
ar myndin var sýnd í Londom,
bn hvaða máli skiptir það okk-
;ur fslendinga. Hún leikur hlut-
verkið að öðru leyti með prýði.
Leikur Rex Harrison er afrek.
I’^ann leikur hinn sjálfumglaða
og sjálfstæða prófessor Higg-
I :s af einstæðu öryggi. En þeg-
rnr hann stendur fyrir uitan hús
sitt, þegar Eliza hefur yfirgefið
hann,hann, skín örvæntingin úr
hverri hreyfingu og þó sérstak-
lega úr augunum. Það er eitt af
þeim augnalblikum, þegar leikur
hans stígur svo langt upp fyrir
meðalmennskuna, að það verð-
ur lengi minnisstætt.
Leikur Stanley Holloway,
Wilfrid Hyde-Whity og Gladys
Cooper er einnig frábær ,allt
mjög ólíkar persónur, en öll eru
svo „ensk“ að þau gætu að engu
öðru þjóðerni verið.
Warner Brothers hafa ekkert
til sparað að gera myndina sem
bezt úr gar'ði. Jack L. Warner,
forstjóri fyrirtækisins, er sjálfur
framleiðandi myndarinnar. Einn
af reyndustu leikstjórum í
Bollywood, George Cukor, stjórn
ar. Lerner gerði sjálfur kvik-
myndahandritið og þar sem bæta
þurfiti við tónliist var hún sam-
Leyndardómur ánægjulegra nýrra og mildari reykinga
PERFECTC
FILTER VINDLAR
H54 filter^
Crvals miit vindlatóbak ^
PAKKI MEÐ FIMM KR. 35.50
in af Loewe. Tónlistarstjóri er
Andre Previn og eins og fyrr
segir teiknaði Cecil Beaton svið
og búninga.
Söguþráður hefur ekki verið
rakinn hér, enda varla þörf á
því. Verkið er orðið svo kunn-
ugt íslendingum. Þeir sem ekki
vita neitt um þráðinn eiga að
fara og kynna sér málið og nú
er tækifærið.
Mynd þessi hlaut á sinum
tíma átta Oscarverðlaun og er
mér nær að halda að hún hafi átt
þau öll skipið. Þáð er leið árátta,
sem er orðin nokkuð almenn á
fslandi, að telja ekkert. snilld-
arverk, nema það sé torskilið
og þungL My fair lady er auð-
skilin mynd, falleg og rennur
léttilega niður, og veitir ham-
ingju þeim sem á horfa. Verður
snilli beitt á betri veg?
Háskólabíó
EIN f HENDI. TVÆR Á FLUGI.
(Boeing — Boeing)
MYND þessi er gerð eftir gaman
leiknum Boeing Boeing, sem hef
ur orðið svo vinsæl í London, að
hann hefur gengið þar stanz-
laust í sex ár og gengur enn.
Myndin fjallar um Parisar-
fréttaritara alþjóðlegrar frétta-
stofu (Tony Curtis). Hann er
maður sem hefur mikla kven-
hylli. Hann hefur fundið upp
kerfi, sem vafalaust fleiri vildu
geta notað, að búa með þremur
flugfreyjum til skiftis. Því mið-
ur fyrir íslenzka áhugamenn,
eru áætlanir flugfélaganna hér
ekki heppilegar til þessa. Vinnu
stúlknanna hagar þannig, að
aldrei er nema ein heima í eiuu.
Þær telja sig allar vera trúlof-
aðar honum og veit engin þeirra
um hinar. Þegar ein fer og önn-
ur kemur heim, verður ráðskon-
an (Thelma Ritter) að skifta um
öll nærföt í skúffum, föt í skápn
um og muna eftir breyttu matar
æði.
Þetta gengur allt vel, þangað
til kunningi mannsins kemur í
heimsókn og kemst að kerfinu.
Hann (Jerry Lewis) vill verða
meira en þátttakandi og þar
byrja erfiðleikarnir. Um svipað
leiti taka flugfélögin upp hrað-
fleygari flugvélar og allar áætl-
anir breytast. Allar vilja stúlk-
urnar koma Tony Curtis á óvart
með þær gleðifréttir, að nú geti
þær eytt miklu meiri tíma með
honum en áður. Og svo framveg
is.
Flugfreyjurnar eru frá Air
France (Dany Saval), British
Únited (Suzanna Leigh), og
Lufthansa (Christiane Schmidfc.
mer). Allt eru þetta föngulegar
stúlkur, þó vafalaust muni mena
greina á um hver er fegurst.
Mynd þessi er bæði létt og
skemmtileg og á köflum bráð-
fyndin. Það sem atihyglisverðast
er þó um hana, er leikur Jerry
Lewis. Hann er vanur að vera
úr hófi afkáralegur og leika hlut
verk, sem engu fólki líkjast,
nema vera kynni vanþroskuðum
fábjánum. Þó hefur hann að öllu
jöfnu ekki skilið nógu rækilega
við raunveruleikann, til að
verða að trúði, sem myndi vera
skemmtilegt, því til þess hefur
hann ótvíræða hæfileika.
Þeim sem séð hafa fyrri
myndir hans, hefur þó ekki dul-
ist, að hann væri til margs ann-
ars fær. f þessari mynd kemur
loks að því að hann leikur venju
legan mann. Hann ranghvolfir
augunum í mesta lagi tvisvar og
dettur aldrei um fæturna á sjálf
um sér. Hann leikur þarna uppa
þrengjandi og ágengan mann.
Gerir hann hlutverkinu óvenju-
lega góð skil og ekki er mér
grunlaust að hann hefði getað
gert hlutverki Tony Curtis ein#
góð skil og sínu.
70,000 svaknir
dollarar
Melbourne, Ástralíu,
26. des. AP.
FRANK I.arrisey var á leið til
vinnu sinnar sl. mánudag, þegar
hann sá hvar peningaseðill
flaug fyrir fætur honum. Hann
tók seðilinn upp, sá að það var
tíu dollara seðill og hélt, að hann
væri smágjöf frá forsjóninni.
Hann hélt áfram glaður 1
bragði, en nokkru síðar sá hann
hrúgu af slíkum seðlum í götu-
ræsi — þeir reyndust 40 talsins
og fannst nú Larrisey, að réttast
væri að afhenda þá lögreglunni.
Á lögreglustöðinni var honum
sagt, að seðlarnir væru sviknir,
að lögreglan hefði fundið 70.000
dollara. í sviknum 10 dollara
seðlum á Þorláksmessu og hand-
tekið sjö manns. Væri búizt við
fleiri handtökum, en beðið eftir
því, að verzlanir opnuðu eftir
jólin, til þess að kanna hversu
mikið væri í umferð af sviknu
seðlunum. .
Að sögn lögreglunnar hefur
hún aldrei fengið eins vel gerða
svikna peningaseðla í hendur og
þessa.
Samkvæmt
samþykkt
aðlfundar Loftleiða h.f., sem haldinn var 3. júnf,
1966, og að fengnu samþykki ríkisskattstjóra hafa
jöfnunarhlutabréf verið gefin út og hlutafé félags-
ins hækkað úr kr. 4.000.000,00 í kr. 12.000.000,00.
Hluthafar eru beðnir um að sækja jöfnunarhluta-
bréf sín á skrifstofu Loftleiða hf. á Reykjavíkur-
flugvelli til Ólafs Briem, fulltrúa, dagana 29. og
30. desember, n.k. Verða jöfnunarhlutabréfin þá
afhent gegn framvísun eldri hlutabréfa samkvæmt
hluthafaskrá.
Stjórn Loftleiða h.f.