Morgunblaðið - 28.12.1966, Side 12
' 12
MOHGUHBLAÚIÐ
AUðvikudagur 28. des. ÍMC
JltafgUttMftfrifr
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
r Matthía* Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Bitstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kxistinssoa.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480.
í lausasölu kr. á mánuði innanlands.
Áskriftargjald kr. 105.00 7.00 eintakið.
HEIMILDIN TIL VERÐ-
STÖÐVUNAR NOTUÐ
17yrir Jólin tíl'kynnti ríkis-
* stjórnin, að hón hefði
ákveðið að beita strax heim-
ildarákvæðum laganna um
verðstöðvun þannig, að ekk-
ert vöruverð má vera hærra
en það var 15. nóv. sl. nema
með sérstöku samþykki, enda
verði engin hækkun vöru-
verðs leyfð nema alveg sé tal-
ið óhjákvæmilegt.
Jafnframt er svo ákveðið
að verðhækkanir, sem átt
hafa sér stað frá 15. nóv., séu
ógildar og sé hlutaðeigandi
aðilum skylt að lækka verð-
ið, svo að það verði ekki
hærra en það var hinn 15.
nóv. s.L
Eins og kunnugt er taka fyr
irmæll laganna um verð-
Stöðvun til seldrar þjónustu
og framlags í hvaða formi
sem er, þar á meðal tii þjón-
ustu sem ríki eða svedtarfélög
iáta í té, og á sama hátt er
öheimilt að hækka skattstiga
útevars- og aðstöðugjalds frá
því sem var ákveðið 1&66.
Með þessari tilkynningu
rí'kisstjórnarinnar er verð-
artöðvun sú, sem hún hefur
beitt sér fyrir og unnið fylgi
undaníarna mánuði, orðin að
veruleika, enda nýtur þessi
stefna ríkisstjórnarinnar ai-
menns og öflugs stuðnings
manna í öllum stéttum og öll-
um flokkum.
Landsmenn eru orðnir lang
þreyttir á hinum stöðugu
víxlhækku num verðlags og
kaupgjalds, aem hér hafa
lengst af átt sér stað síðustu
áratugina. Að vísu má segja,
að hæfekanirnar allra síðustu
árin hafí verið nokkuð ann-
ars eðlis, því að þær byggð-
ust að verulegu leyti á aukn-
ttm aflaíbrögðum og hækk-
andi verðlagi útflutningsaf-
urða, svo að unnt var að
atanda undir hækkununum
á»i þess að efnahagsörygginu
væri stofnað í voða.
Viðhorfin breyttust hins
vegar, þegar verðlag tók að
feekka á útflutningsafurðun-
um og sýnt var að sjávarút-
veginum væri um megn að
standa undir nýjum hækkun-
um, og full erfitt yrði að
treysta hag útflutningsfram-
leiðshmnar, þótt enn kæmi
ekki til ný hækkunarskriða.
Kaunar telja forystumenn
sjávarútvegsins að verðstöðv-
unin ein nægi ekki, en hún er
þó þess eðlis að hún auðveld-
ar mjög lausn vandans, og
engin ástæða er til að ætla
annað en að happasæl lausn
finnist, þegar allir leggjast á
eitt og hver um sig gerir sér
grein fyrir því, að hann verð-
ur að axla sínar byrðar til að
komist verði yfir erfiðleika
þá, sem óhjákvæmilega eru
samfara lækkandi verðlagi á
erlendum mörkuðum.
Um hver áramót þarf að
vinna að lausn ýmissa vanda-
mála og tryggja rekstur út-
flutningsatvinnuveganna, og
á tímum vinstri stjórnarinn-
ar var þetta gert með stór-
feldum skattaálögum, sem
eitt sinn komu rétt fyrir jól-
in og gengu undir nafninu
„jólagjöfin“. Verðstöðvun nú
verandi ríkisstjórnar er vissu
lega kærkomnari jólagjöf
landsmönnum öllum en him-
inháir skattar vinstri stjórn-
arinnar voru á sínum tíma.
Flestar vestrænar þjóðir
búa við verðbólguþróun, þótt
hún h-afi ekki verið eins mik-
il og hér á landi. Þar glíma
stjórnarvöM við að stöðva
verðlag, en gengur heldur
erfiðlega. Það er þess vegna
Síður en svo að það sé lítill
atburður, þegar hér tekst að
koma á allsherjar verðstöðv-
un, þótt stjórnarandstæðing-
ar vilji svo vera láta.
Viðreisnarstjórnin hefur
sannarlega með undirbúningi
verðstöðvunarlaganna og
framkvæmd þeirra aýnt, að
hvorki skortir framsýni,
dugnað, né heldur lipurð við
að koma í framkvæmd þeim
málum, sem nauðsynlegust
eru. Sú stjóm, sem jafnvel
tefcst í jafn erfiðu og við-
kvæmu máli, eins og verð-
stöðvunin er, bæði hér og
annars staðar, er vissulega
sterk stjórn.
Fásinna væri samt sem áð-
ur að ætla að með verðstöðv-
uninni væru öll vandamál
leyst. Viðfangefnin bíða stöð-
ugt úrlausnar, og stöðugt er
að þeim unnið. Einmitt þess
vegna er nauðsynlegt að ætíð
séu í stjórn menn, sem við
vandamálin ráða og fylgja
þeirri stefnu, sem bezt gefst.
Þess vegna er heldur ekki á
það hættandi að fela þeim
mönnum forystu á ný, sem
ekki hafa valdið viðfangsefn-
unum, eins og ferill vinstri
stjórnarinnar sannaði, og enn
vj.lja sömu stefnu og þá Þetta
/egna mun fyigi við stjórn-
ars+efnuna aukast, e;i ekki
m.irnka, eins og forystumenn
stjcrnarandstóðunnar þykjast
halda.
Þessi vissi ekki um neitt vopnahlé.
Vissu ekkert um vopnahlé
Einn af fréttamönnum AP
Peter Arnett fór um Suður-
Vietnam á aðfangadag, til þess
að kynna sér hvernig fólkið
brygðist við vopnahléinu um
jólin. í skeyti hans segir:
Flestir höfðu enga hugmynd
um að vopnahlé stæði yfir.
í norðurósasvæðinu sat ó-
hreinn tólf ára drengur á baki
vatnauxa. Brennheit sólin
bakaði berar axlir hans og
hann pírði augun þegar hann
var spurður hvort hann væri
feginn að byssurnar væru
hættar að skjóta.
Hann benti á litla lest af
bandarískum herjeppum sem
ók framhjá. V élbyssuskytturn
ar sátu allar með fingurnar
á gikknum og skimuðu í sí-
fellu í kringum sig, eins og
þeir byggjust við árás.
— Bíddu augnablik og þá
munu byssurnar byrja aftur,
sagði drengurinn það gera
þær alltaf.
Við ókum tuttugu milum
innar og hittum miðaldra
bóndakonu sem burðaðist með
stóran rísbagga á bakinu. Það
hafði enginn sagt henni að það
væri vopnahlé, og hvað var
eiginlega vopnahlé? Var ekkl
alltaf stríð í Viet-Nam?
Aðrir „uxadrengir" og aðrir
bændur voru undrandi og van
trúaðir þegar þeim var sagt
að báðir stríðsaðilar hefðu sam
þykkt að hætta að berjast í
fjörtíu og átta klukkustundir.-
Flestir ypptu bara öxlum
og héldu áfram með uppsker
una. Það er talið að Viet-
Kong menn fái fjörutíu pró-
sent af henni á þessu svæði.
Bandarískur ráðgjafi um borg
arahjálp sagði að það væri
tilgangslaust að vona að jóla
vopnahléð yrði einhver upp-
lyfting fyrir hinn almenna
borgara í Viet Nam. Þeir
vissu ekki einu sinni um það,
enginn hefði sagt þeim frá
þvi Þeir hafa búið við stríð
í tuttugu ár. Þeir einu sem
vita um vopnahléð eru hinar
stærri hersveitir andstæðing-
anna sem geta haft samband
við aðalstöðvar sínar, her-
menn Suður-Vietnam og svo
auðvitað allir bandarískir her
menn.
Veitingamaður í krá einni
í litlu þorpi sem stendur við
aðalbrautina gegnum ósasvæð
ið vissi um vopnahléð. Hópur
af vietnömskum hermönnum
sem höfðu komið þangað til
þess að halda upp á daginn,
sögðu honum það. Hann var
ánægður yfir þessum auknu
viðskiptum en var í vafa um
friðinn. — Þeir verða aftur
byrjaðir að berjast á morgun
er það ekki? Þetta hlé hefur
bara gefið hermönnum Viet-
Kong tækifæri til að komast
nær okkur. Aðalástæðan fyrir
því að fólkið skeytir ekki um
vopnahléð er sú að stríðið í
Viet Nam er alls ólíkt stríð
inu í Evrópu fyrr á þessari
öld. í sumum héruðum geta
liðið margir dagar án þess
að hleypt sé af skoti. og svo
skyndilega hafist stórorrust-
ur. Fólkið í Viet-Nam er orðið
vant þessum tíðu hléum. En
bandarískir og vietnamskir
herforingjar sögðu að þeir
drægju ekki úr árverkni sinni
meðan vopnahléð stæði yfir.
Nú er því lokið og orrustur
hafnar aftur eins og ekkert
hefði í skorist.
ÁRANGURSLAUS
LEIT
Ifíðtæk leit að vélbátnum
^ Svan, sem gerður var út
frá Hnífsdal hefur ekki borið
árangur. Sorg og kvíði hefur
grúft yfir heimilum fólksins
í þessu litla vestfirzka sjáv-
arþorpi, þar sem svo að
segja hver starfandi hönd er
tengd sjósókn og fiskvinnslu.
gerir fólkið sér ljóst og þess
6 menn á bezta aldri, sumir
kornungir eru horfnir. 8 börn
hafa misst feður sína, sem
fóru í sína síðustu sjóferð rétt
fyrir jólin.
Þessi jól voru dapurleg hjá
fólkinu í HnífsdaL. Þar var
skarð fyrir skildi á mörgum
heimilum.
Þannig endurtekur sagan
sig. Það hefur komið fyrir áð-
ur í Hnífsdal að bátur hefur
ékki komið að landi. Harð-
fengir og dugandi sjómenn
hafa horfið. Eftir stendur að-
eins minningin um góða
drengi.
Skipin stækka og verða full-
komnari að öllum búnaði. En
vald „Ægis“ hefur þó ekki
verið brotið á bak aftur. Á-
hættu sjósóknarinnar verður
aldrei eytt með öllu þó vél-
ar og skip verði stærri og
traustbyggðari.
Hljóðlát samúð streymir til
þess fól'ks, sem nú á um sárt
að binda
Myndarlegt jóla-
blað Vesturlands
VESTURILAND, blað sjálfstæð-
ismanna á Vestfjörðum kom úfc
48 síður fyrir jólin. Þar ritar
séra Andrés Ólafsson prófastur
í Strandasýslu jólahugleiðingu,
samtal er við séra Jón Ólafs-
aon fyrrum prófast í Holti í Ön-
undarfirði, Gísli Jónsson fyrr-
um alþingismaður ritar grem
um strandferð sem tók 7 vikur
árið 1914, samtal er við Sigurð
Bjarnason alþingismann frá Vig
ur, og ýmislegt fleira er í blað-
inu, sem er hið myndarlegasta
að öllum frágangi. Ritstjóri Vest
urlands er Högni Torfason.