Morgunblaðið - 28.12.1966, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAOIÐ
MiSvikudagur 28. des. 1966
hjá þér koma upp um þig. Og
að vera berfætt, það tilheyrir
fjallabúum en ekki stand/búum.
I>að er nógu erfitt að vera mað-
ur sjálfur og ennþá erfiðara að
vera einhver annar. Tökum til
dæmis can’t. Þú berð það fram
caynt. Ég hef komið til Texas og
tekið eftir ýmsu. Þetta eina orð
gæti komið upp um þið. Suð-
rœnn málhreimur er ekki auð-
veldur viðureignar. Þegar ég var
strákur fór ég gangandi um Suð
urríkin. Ég bar svo saman mál-
hreiminn á hinum ýmsu stóð-
um, bara að gamni mínu — og
tilbreytnin er óendanleg á hin-
um ýmsu stöðum i iandinu.
— Viljið þér ekki bara fara,
herra minn, sagði hún, en án
ails æsings og virtiat ekkert
reiðast. Hún var seig og hafði
gott vald á sjálfri sér.
— Hugsaðu nú málið, Lydie.
Ég imynda mér, að þú getir hugs
að kcdt og róiega — hugsaðu
þessvegna um þetta. Eins og
stendur hefurðu ekki við mér og
þegar maður hefur ekki við ein-
hverjum, þá fæstu við það ein-
hvern veginn öðruvísi, e< þú ert
hyggin. Ég veit, að þú ert ekki
sú, sem þú læzt vera og ef ég
fer í lögregluna með þá vitneskju
mína, geturðu orðið heldur bet-
ur illa stödd. Þessvegna er þér
hentugra a?J ræða málið viö mig
heldur en skipa mér út, sem pú
annars ert í fullum rétti að gera.
Hún hugsaði sig um að
minnsta leosti í heila núnútu áð-
ur en hún stóð upp og tók kaffi
könnuna. En svo lagði hún frá
sér þetta hræðilega málfar, án
þess að beiðast afsökunar.
— Langar yður í meira kaffi,
hr. Krim?
— Já, takk.
Hún hellti 1 bollana handa
okkur báðum.
— Eigið þér nokkra sígarettu?
spurði hún.
Ég reyki nú sjaldan en ber
jafnan vindlinga á mér. Ég bauð
henni einn, en afsakaði, að hann
mundi kannski vera orðinn
nokkuð leginn. — Það er þá líkt
á komið með kaffinu og sígarett-
uman, sagði hún. Ég kveikti í
hjá henni og hún sogaði djúpt að
sér reykinn, lokaði augum og
héit áfram að hugsa sig um. Svo
fékk hún sér stóran sopa af kaff
inu og sagði;
— Ég veit ekki, hvort ég er
hrifin at svokölluðu góðu fólki,
hr. Krim, og ég trúi ekki á það,
se*n heiðarlegt er kallað. En svo
er aú tii allskonar fólk. Hvernig
maður eruð þér?
Hún var betri eftir að rnunn-
urinn varð harður og einbeittur.
Hún var ekki lagleg, en andlitið
á henni var eitt þessara, sem
ekki er þreytandi að horfa á.
— Ég er búin að segja yftur
aílt, sem ég veit.
— Hversvegna eruð þér ekki
kaJdranaleg við mig?
— Ég veit heldur ekki, hvað
það er.
— Hvað áttuð þér við áðan,
þegar þér sögðuð, að ef ég segði
lögreglunni frá mér, gæti ég
komizt í hann krappan? Að því
er ég bezt veit er það ekki neinn
glæpur að segjast vera frá Tex-
as. Og það er heldur ekki glæp-
ur að nota framandi móKhreim
eins klaufalega og þér sögðuð, að
ég gerði — og ég skal taka það
fram, að hann hefur ekki farið
neitt í taugarnar á neinum öðr-
um. Ég kynni að missa atvinn-
una mína, en það er heldmr ekki
glæpur, eða hvað?
— En það vill nú svo til, að
það er glæpur að stela þrjú
hundruð og fimmtíu þúsund
dala virði í skartgripum.
— Haldið þér þá, að ég hafi
stolið meninu?
Ég horfði á hana stundarkorn
og kinkaði svo kolli — Já, það
13
held ég. Stáluð þér því ekki?
— Nú, ef þér eruð þegar viss
um það, þá ....
— Ég spurði þig, Lydia. Á ég
annars að halda áfram að kalla
þig Lydiu? Eða er ungfrú And-
erson betra?
— Lydiu.
— Kallaðu mig þá heldur ekki
hr. Krim. Ég heiti Harvey.
— Það sögðuð þér mér áðan.
En munurinn er bara sá, að ég
er vinraukona, en þér eruð einka
spæjari.
— Jæja, við skulum nú ekki
fara að rífast um það. Kallaðu
mig Harvey ef þú vilt, eða hvað
annað, sem þú vilt.
— Gott og vel, Harvey. Nei, ég
stal ekki meninu. En þú trúir
mér bara ekki.
— Nei, það geri ég ekkL
— Hversvegna? Geturðu sann
að, að ég hafi stolið því?
— Nei.
— Er það þá bara hugfooð?
— Sumpart, en mest þó rök-
vísi. Þú ert nú búin að vinna
hjó Sarbine hjónunum 1 átta
mánuðL Á þessum átta mánuð-
um hlýturðu að hafa haft hundr
uð tækifæri til að stela meninu.
En þú beiðst með það þangað til
á sunnudagskvöldið var, og hvers
vegna? Af því að þetta þurfti
að vera hinn fullkömni giæpur.
Af því að það þurfti að vera
„innaníhússverk‘< — ég held, að
þú sért of sniðug til þess að fara
að brjóta upp hurðir og stinga
upp læsingar, eða gera aðra slika
vitleysu. Það varð sem sagt að
vera innanhússverk, með nógu
mörgum hugsanlegum viðstödd-
um, sem allir höfðu sama mögu-
leikann á að stela meninu. Rots-
child lautinant í lögregustöð-
inni hérna sagði, að þetta væri
fábjána glæpur, en þar er ég
ekki á sama máli. Mér finnst það
vera einhver sniðugasti glæpur,
sem ég hef nokkurntíma komizt
í tæri við, og ég held, að þú
hafir framið hann, vegna þess
að öll rök hníga að því, að svo
sé.
Hún hallaði sér aftur og glotti.
Hún hafði fallegt bros, prakkara
strákabros, opinskátt, ánægt og
illkvittið. Hún tók diskana af
borðinu. Setti svinafeitina og
smjörið inn í kæliskápinn. Svo
glotti hún aftur og sagði:
— Þú ættir raunverulega að
skammast þín, Harvey. Þetta er
busarökfræði. Þú setur sjálfur
upp forsendurnar, byggir svo
FSANSKA
VIBRO
NUDDTÆKIÐ
MODÉLE 761
Vibro-nudd eyðir óæskr
legri íitu og eykur vel-
ííöan.
CALOR vibro-nuddtæki
er viðurkennd frönsk
gæðavara.
Kaupið CALOR —
Gefið CALOR.
STYRMIR HF. PÚSTHÖIF 33b
NUDDTÆKIÐ 761
KOSTAR AÐEINS KR.819-
vandlega á þeim fjölda ályktana
sem hver um sig á við upprúna-
legu forsendurnar — og þá
sannarðu auðvitað forsendurnar
þínar. Og þú gerir það vel. Hef-
ur þér aldrei dottið í hug að
leggja fyrir þig kennslu?
Ég andvarpaði og hristi höfuð
ið. — Nei, það er víst það eina,
sem mér hefur aldrei dottið I
hug.
— Þú ættir samt að gera það,
af því að þú hefur hæfileikana
til þess. En þú verður víst að
hverfa frá þessari snyrtilegu
uppbyggingu þinni, af þvi, skil-
urðu, þá stal ég aldrei demönt-
unum. Og þú getur ekki sannað
á mig það, sem ég hef aldrei
gert, eða hvað, Harvey?
— Annað eins hefur nú verið
gert, en það heyrir ekki undir
mitt starf. Mig langar ekki einu
sinni til að sanna á þig það,
sem þú gerðir í raun og veru.
Ég er enginn lögreglumaður.
Ég hef áhuga á demöntunum, og
þeim einum.
— Það finnst mér dálítið flók
ið — að þú skulir hafa áhuga á
eða ekki áhuga á mér sem glæpa
manni. Glæpamaður er hátíðlegt
orð, Harvey og ég er ekki glæpa
maður og iýg heldur ekki.
— Allir ljúga, Lydia, og það
veiztu vel. Vistin þín hérna var
lygi.
— Það er allt annað. Þú komst
með spurningu og ég sagði þér,
að svarið við henni væri sann-
leikur. Það er þesskonar lygi,
sem ég legg ekki fyrir mig.
Ég hristi höfuðið. — Nei, þetta
dugar ekki við mig.
— Þú ert þá alveg sannfærð-
ur um, að ég háfi stolið men-
inu?
— Fullkomlega sannfærður.
— Ég horfði gaumgæfilega á
hana um leið og ég sagði þetta.
Hún var á engan hátt ringluð, og
heldur ekki reið og fyrrtist ekki
einu sinni við mig og ég spurði
hana, hversvegna.
— Það varst þú, sem gerðir
okkur dús, Harvey, svo að ég er
orðin aðili að málinu. Og þú
'hefur svo mikla þörf á.....
— Á hverju?
— En á fimmtíu þúsund döiun
um! En hvaða gagn heldurðu, að
þeir geri? Hverju gætu þeir
breytt?
— Það kostar nú nokkra um-
hugsun að svara því.
— Og það er miklu auðveld-
ara að hugsa sig um með pen-
inga í bankanum, er það ekki,
Harvey? Og úr því þú ert svona
viss um, að ég hafi stolið men-
inu, þá veiztu auðvitað líka,
hvar það er niður komið?
— Ég gæti getið upp á að það
væri bara hérna í húsinu.
— Já, en lögreglan leitaði I
allri íbúðinni, Harvey. Hún
brosti blíðlega.
— Það veit ég.
— Jó, en það er bara stað-
reynd. Forsendan þín getur
staðið óháð staðreyndinni.
— Ég vil gera þér tilboð, Lyd-
ia. Afhentu mér menið og við
skulum skipta verðlaununum tii
helminga. Þú færð tuttugu og
fimm þúsund dali í þinn hlut.
Hún blístraði lágt.
— Það má margt fá fyrir þá
upphæð, Lydia.
— Hvernig veit ég, að þú
standir við loforð þitt?
— Jó, hvernig getur nokkur
maður vitað það? Skátaheiður.
Ég gef þér mitt æruorð og stend
við það.
Hún hugsaði málið og horfði á
mig á meðan, með þessum dökk-
bláu augum. Það var eins og
hún vissi ekki, hvort hún ætti að
kunna vel eða illa við mig.
— Ég býst við, að fólk snúigt
þannig gagnvart þér, Harvey. Þú
átt til göfugmennsku í þér. Þetta
var vel boðið af þér, að vilja
láta mig fá helminginn af ágóft-
anum. Þú hefðir vel getað boftið
fimm eða tíu þúsund, eða þé
hefðir getað komið ruddalega
fram við mig og hótað að a*»
henda mig lógregiunni og láta
foana berja út ér mér játning-
una ......
— Þú art að piata.