Morgunblaðið - 03.01.1967, Page 3

Morgunblaðið - 03.01.1967, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1967. 3 : i ! — Surtsey Framhald af bls. 24. inu. En hvað hraunið gerir eftir að lónið er fyllt og hlíð- arfóturinn veitir mótstöðu, er ekki gott að segja. Kannski beygir það þá með hlíðinni og yfir lága sandfjöruna nið- ur í sjó. Þetta er einmitt á þeim stað, sem hingað til hef- ur verið sandfjara og þar sem Surtseyjarfarar hafa getað lent. Hlaði nýja gosið þar einnig kraga, getur farið að verða erfið landtaka á eynni, en aftur á móti verður eyjan þá varin allt um kring fyrir ágangi sjávar. Vísindamenn flugu í gær yfir staðinn, og svo aftur til Vestmannaeyja síðdegis. Ætl- uðu þeir að freista þess að komast út í eyna, skoða gos- ið og athuga aðstæður. Gosið í gamla gígnum held- ur áfram sem fyrr, álíka öfl- ugt og það hefur verið, að því er Þröstur Sigtryggsson skipherra á landhelgisflugvél inni tjáði okkur, en þeir Sifar menn fljúga ósjaldan yfir Surtsey og þekkja vel gosið þar. Eldri gígurinn sendir sem sagt hraun í suðvestur átt, mest undir eldra hrauni, þar til glóandi lænurnar koma fram við sjávarborðið og sjást þar hraunfossar, þar sem Nú gýs báffum megin í Surtsey. Nýja gosiff er aff norffaustan og sézt hægra megin á mynd- inni, þaff eldra aff suffvestan og sézt til vinstri. mætist haf og eldur. Hraun- ið sjálft gægist upp úr hraun- fölinu með sínum fallegu lín- um og víða rýkur úr því enn. Og úti fyrir bólar rétt aðeins á Jólni, gosinu frá í fyrra, sem myndaði dágóða eyju og hvarf. Ef flogið er yfir Surtsey má því sjá beggja vegna við hrygginn með hæstu tindun- um hraungos, það eldra að suðaustan og það nýja norð- vestan í og rennur það í norð urátt. Vestan í hryggnum mátti svo í gær greina dökk- an blett í snjófölinu. Ef til vill er þar að brjóast út gígur? Einhver hiti var að minnsta kosti undir þarna utan í öxlinni. Surtseyjargosið er nú orðið alldjúpt. Það hefur haldið á- fram nær óslitið í 2 ár og hálfan annan mánuð. Og með hverju nýju hraungosi eflist eyjan og stækkar. Víða mjög slæmt veður um hátíðarnar í bátinn. Færðin var svo slæm að ýtan sem átti að fara að brennunni varð frá að hverfa. Rakettur voru einnig úr sögunni. í stuttu máli er hér ófært innan bæjar, innan fjarðar og milli fjarða. MORGUNBLAÐIÐ hafffi í gær tal af nokkrum fréttariturum sínum úti á landsbyggffinni og fékk helztu fréttir af áramótun- um. Stykkishólmur. Veðrið var ágætt, logn en dá- lítið frost. Nokkrar áramóta- brennur voru kveiktar og rak- ettum skotið upp. Svo var einnig dansleikur í samkomuhúsinu. Þar var mikið fjölmenni og allt fór vel og prúðmannlega fram. Seyffisfjörffur Veðurguðirnir voru ekki í góðu áramótaskapi að þessu sinni. Það var stórhríð bæði á gamlársdag og nýársdag og háv- aðarok. Brennan tókst illa og var lágkúruleg þótt kösturinn hefði verið rennvættur með benzíni og olíu áður en í var kveikt. Þetta fór samt allt slysalaust fram og ágætis dansleikur var haldinn í samkomuhúsinu. Snjó- þyngsli eru mikil þarna um slóð- ir, Fjarðarheiðin ófær öllum bíl- um nema snjóbílum, og jafnvel þeim gengur erfiðlega að komast áfram. Siglufjörffur Snjór er nú svo mikill á Siglu- firði að vart er bílfært um göt- urnar þar. Finnst Siglfirðingum éstandið slæmt og kalla þeir þó ekki allt fyrir ömmu sína, þegar snjór er annars vegar. Að venju var búið til logandi ártal í fjalls- hlíðina fyrir ofan bæinn og Hvanneyrarskálinri lýst fagur- Samkomur voru í tveimur hús- um og ríkti þar glaumur og gleði, þrátt fyrir leiðinlegt veð- ur. Patreksfjörffur. Hér var indælt veður um ára- mótin og hátíðin reglulega skemmtileg. Sjálfstæðisfélagið Skjöldur gekkst að venju fyrir dansleik sem fór hið bezta fram. Rakettum var skotið upp og stór brenna lýsti upp nágrenni bæj- erins, sem var fagurlega Bkreyttur. Að venju var ártal 1966, myndað með blysum í hlíð- inni fyrir ofan bæinn er breytt í 1967 á miðnætti. Lionsklúbb- urinn hafði látið reisa tvör stór jólatré, og bifreiðastjórar á staðnum gáfu enn eitt sem sett var upp fyrir framan sjúkrahús- ið. Sjúkrahúsinu barst fæðinga- rúm að gjöf skömmu fyrir jól, frá Lionsklúbbnum og kvenfé- laginu Sif. Og í því fæddist svo nýársbarn Patreksfjarðar að þessu sinnL Nesk aupstaff ur. Veður var með eindæmum vont. Hífandi rok og sjókoma gerðu brennuna að engu, svo að ákveðið var að geyma hana fram á þrettánda. Þeir fáu sem þrjósk- uðust við og skutu upp rakettum misstu af þeim sjónir eftir nokk- urra metra flug. Sumar höfðu sig ekki einu sinni á loft. Raufarhöfn. Þar var þreifandi bylur yfir hátíðarnar og á aðfangadag jafn vel ófært milli húsa. Á gamlárs- kvöld kom veðrið í veg fyrir öll rakettuskot, brennur og jafnvel dansleiknum varð að aflýsa. Á Raufarhöfn er eiginlega ófært um allar jarðir. Þrjátíu sm. snjó- lag er á flugvellinum svo að þar getur engin flugvél lent. Hreins- unartæki eru engin til á staðn- um, og verða ekki flutt þangað í bráð vegna ófærðarinnar. Ólafsvík. Hér snjóaði nokkra síðustu daga fyrir jól, en var ágætt um hátíðarnar. Nýársfagnaðir fóru fram samkvæmt áætlun og einu óþægindi af völdum veðra eru erfiðleikar með mjólkurflutn- inga. Hinsvegar hafa áætlunar- ferðir gengið þolanlega. Vertíðin er ekki hafin ennþá en búist er við að nokkrir bátar verði á línu fram í janúar, áður en byrjað verður að hugsa um net. Fáskrúffsfjörffur. Hér hefur allt verið ófært síð- an 22. desember. Svo til stöðugur blindbylur og hávaðarok. Hald- inn var dansleikur á gamlárs- kvöld en ekki varð af brennu. Búið var að reisa köst mikinn hinum megin fjarðarins, en þegar kveikja skyldi í henni kom babb Akureyri. Áramótin voru stórtíðindalítil hér um slóðir. Á gamlárskvöld var leiðindaveður, norðan sex vindstig og skafrenningur fram undir miðnætti en lægði þá og gerði bezta veður. Kvöldið var rólegt og friðsamlegt, ólæti eng- in eða óspektir. Kveikt var í 5 bálköstum í útjöðrum bæjarins, en í öðrum var ekki fært að kveikja vegna veðurs og munu sex til sjö kestir óbrunnir enn. Mikið var um flugelda og skraut ljós að vanda. Að sögn lögregl- unn er þetta eitthvert rólegasta gamlárskvöld sem hún man. Hins vegar bar mikið á ölvun í sam- komuhúsum þegar líða tók á nóttina. Þá urðu engin stórillindi eða óhöpp af völdum ölvunar. Tuttugu og fjögurra gamall mað ur varð fyrir því óhappi á nýárs dagsmorgun þegar hann var að fá sér árbít, að hluti úr gerfi- góm hrökk ofan í hann og stóð í honum. Var farið með manninn í sjúkrahús þá þegar, og um há- degisbilið var hann svo fluttur með flugvél Norðurflugs til Reykjavikur og lagður þar inn á sjúkrahús. Úlönduós. Tiðarfar hefur verið mjög óstöðugt síðan veturinn lagðist að, aldrei gert góða hláku, en blotar og rigningar, frost og fann koma skipzt á að spilla jörð. Er nú sums staðar orðið hag- leyst. Frá jóladegi fram á gaml- árskvöld var snjókoma alla daga, en aldrei verulega kalt. Allir vegir urðu ófærir. Á miðviku- daginn 28. desember var snjó ýtt af nokkrum aðalvegum, en á gamlaársdagsmorgun voru þeir allir orðnir gjörsamlega ófærir. Þann dag var mikil snjókoma fram undir kvöld, og lítt fært bílum um götur á Blönduósi. Seint um kvöldið lægði og létti til. Þá var snjó ýtt af götunum. Síðan hefur verið kyrrt veður og úrkomulaust. í dag er verið að ýta snjó af nokkrum vegum. Á Blönduósi átti að kveikja í tveimur bálköstum á gamlaárs- kvöld. Því var frestað til þrett- ándans og yngstu borgararnir spyrja: Hvenær kemur hann þessi þrettándi. Óspektir og spell virki hafa aldrei tíðkast á Blöndu ósi um áramót. í dag kom flugvél frá Birni Pálssyni með sjúkling, sem á að leggjast á sjúkrahúsið hér, og lenti á flugvellinum við Blönduós. Sex farþegar ætluðu suður með vélinni, en skömmu eftir að hún lagði af stað varð hún að snúa aftur til Blönduós, því flugvellinum í Reykjavík var lokað vegna þoku. Mun vélin fara suður við fyrsta tækifærL Á morgun verða ferðir frá Flugsýn milli Reykjavikur og Blönduós ef flugveður gefst, og einnig ferðir frá Tryggva Helga- syni á milli Abureyrar og Blöndu óss. Á Þorláksdag bilaði flutninga- bíll sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur með 400 kassa af Thule-lageröli. Var ölinu komið í svo góða geymslu á Blönduósi, að það hefur hvorki frosið né farið hina leiðina, og verður flutt, á fyrirfram ákveð- inn áfangastað jafnskjótt og fært verður suður. — Björn. Húsavík. Síðasta dag ársins 1966 kyngdi hér niður miklum snjó, sem hef- ur látið mikið á sér bera hér á liðnu ári. Veturinn fyrri hluta ársins var mjög snjóþungur og fyrstu snjóana á þessu ári hefur ekki tekið upp, sem er óvanalegt á sl. árum. Aftansöngur sem átti að vera í Húsavíkurkirkju á gamlárs- kvöld féll niður, meira vegna ófærðar um bæinn en vonds veður. Áramót«brennur áttu að vera tvær en eldur var ekki að þeim borinn, enda önnur að mestu fennd í kaf. Dansleikir voru í báðum samkomuhúsun- um, og lét unga fólkið sig ekki þar vanta, en færra var af hinu eldra vegna ófærðarinnar. Sprengingar á götum og flug- eldaskot voru engin. Mikil kyrrð hvíldi því yfir kveðjuctund liðna ársins, og komu hins óþekkta sem í garð gekk. — Fréttaritari. Peking — NTB HOLLENZKUR sendiráðsmaður við sendiráðið 1 Peking, sem set ið hefur í stofufangelsi þar í fimm mánuði, var í dag leyft að fara úr landi, eftir að Hollend- ingar höfðu gefið 8 Kínverjum í sendiráðinu í Haag leyfi til heim farar. STAKSTEIWIÍ Næstu verkefni Pétur Pétursson forstjóri, sem sæti hefur átt í stóriðjunefnd hefur ritaff grein í blaðiff „Skag- ann“, sem gefiff er út á Akra- nesi, þar sem hann fjallar um næstu verkefni á sviði stóriffju. Þar segir greinarhöfundur m. a.: „Nú þegar gengiff er frá öllum samningum varðanði þau tvö fyrirtæki, sem aff ofan greinir, liggur næst fyrir að gera sér grein fyrir því, hvort ekkl sé tímabært að fara að hugsa aff næstu verkefnum á sviði stórra iðnfyrirtækja, sem hafi þaff hlutverk að efla atvinnu- og efnahagsafkomu landsmanna. Ég tel vafalaust, aff svipuð upp- bygging og hefur veriff viffhöfff varðandi kísilkúrverksmiff juna sé heppileg aðferff viff uppbygg- ingu annarra fyrirtækja, svo sem sjóefnaverksmiðju, olíuhreinsun- arstöffvar og e.t.v. biksteins- vinnslu og vikurvinnslu. Eflaust kemur fleira til greina þar sem þátttaka erlends fjármagns og erlend þekking er æskileg". S j óef naverksmið j a T.Rygging Sjóefnaverksmiffju hér á landi er ennþá fyrst og fremst hugmynd. I slíkri verk- smiðju væri hægt aff framleiða m. a. magncsíumálm, magne- siumovid og salt svo aff eitthvaff sé nefnt. Skilyrffi til fram- leiðslunnar er ódýr raforka, skeljasandur, stór og jarffhitL Rannsóknarráð ríkisins mun nú vera aff hugleiða þetta mál meff þaff í huga aff e.t.v. sé rétt aff láta fara fram nánari athugun verkefnisins, bæði tæknilega og fjárhagslega. Undirbúningur slíkrar verksmiffju ef æskilegur þætti, tekur þrjú til fimm ár. ís- lenzkir vísindamenn, svo sem Baldur Líndal, gætu vafalaust unniff aff þessari fyrstu athugun. Þessi undirbúningsathugun, sem er ekki undirbúningurinn sjálf- ur, kostar e.t.v. 3—4 millj. Mín skoffun, byggff á reynslu minni kisiliðjunni, er aff undirbúnings starfið taki allt of langan tíma og sé jafnan dýrt. Undirbún- ingurinn verffur hins vegar aldrei of góður. í því efni höfum viff íslendingar oft ekki hagaff okkur rétt og brennt okkur ilia“. Olíuhreinsunarstöð „Um olíuhreinsunarstöff hefur taisvert veriff rætt og ritaff. Margir hafa haft áhyggjur af því, aff þar sem mestur hluti olíu- viðskipta okkar fara fram á jafn keypisgrundvelli viff Rússland, þá sé ekki rétt aff ráðast í þá framkvæmd strax. Viff kynnum aff missa af verffmætum mörkuð- um þar, ef viff keyptum olíu annars staffar. Um þetta skal ég ekki dæma, enda þótt ég telji ekki nauffsynlegt aff svo þyrfti aff fara, ef rétt væri á málum haldiff. Hins vegar finnst mér, aff nokkuð undirbúningsstarf maetti inna af hendi, þótt ekki væri ákveffiff, hvenær koma skuli til framkvæmda. Undirbún ingsstarf þarf alltaf aff vinna vegna slíks fyrirtækis, og ein- hvern tíma hlýtur aff koma til framkvæmda meff byggingu oliuhreinsunarstöðvar. Ýmis aukaefni kom frá slikri stöð, svo sem asfalt og fleira, sem miksvert væri að yrðu fram- lei ’.d í landinu'*.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.