Morgunblaðið - 03.01.1967, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1967.
1T
Guðni Jónsson Sandgerði
Minningarorð
¥. 29. apríl 1905. D. 24. des. 1966.
í DAG, 3. janúar Ii9©7, er Guðni
Jónsson, skijJstjóri, í Sandgerði
til moldar borinn að Hivalsnesi
f Miðneshreppi.
Guðni Jónsson andaðist í
Bjúikrabúsinu í Keflaivik á að-
íangadag jóla eftir stutta en erf-
iða legu þar og á Landspítalan-
um.
Guðni faeddist að Bæjanskerj-
om í Miðnesh reppi 2Ö. april
»905.
Foreldrar Guðna voru Jón
Pálsson, útvegsbóndi, og kona
Ihans Guðfinna Sigurðardóttir,
eem bæði eru látin fyrir mörgum
érum, og þó Jón mikliu fyrr.
Þau fluttiu að Flankastöðum í
Miðneslhreppi þrem árum eftir
fæðingu Guðna, sem ólst þar upp
*>g bjó síðan ti'l 37 ára aldurs,
enda var Guðni lengst af kennd-
ur við Flankastaði.
Guðni hóf sjómennsiku á vél-
bátum vorið sem hann fenmdist
[(íhafði áður róið með föður sín-
um á opmum bátum). Var fynst
é „Henu“, 10 lesta vélbát, með
Guðmundi Erlendssyni, en Hera
fórst í febrúar árið 1922, og næst
hjá Ólafi Magnússyni, lands-
þekktum manni, á „Geir goða“
40 lesta báti sem matsveinn.
Guðni stundaði nám við Flens-
borgarskóla veturinn 1920—1921
og lærði óvenju milkið á svo
Bkömmum t'»9, enda var hann
mjög eðlisgreindur.
Um trvítugsaldur varð Guðni
ekipstjóri hjá Haraldi Böðvars-
syni, sem átti þá aðra útgerðar-
etöðina í Sandgerði. Fyrst var
Guðni skipstjóri á „Stíganda",
9 lesta báti, næst á „Víiking“ 10
lesta, og síðan á „Agli Skalla-
grímssyni", 12 lesta báti. Harald-
ur átti alla þessa báta (og marga
fieiri þá).
Egil Skallagrímsson keypti
Guðni síðan af Haraldi og gerði
út í nokkur ár. f»á sannaðist $
Guðna — sem og hefur átt sér
Btað um marga ágæta aflamenn
— að honum gekk betur að afla
á vegum annarra en sjálfs sín.
Guðni tapaði á útgerð Egils, sem
að vísu flestir gerðu á þeim ár-
wm kreppu og þrenginga, og
*eldi bátinn því.
Árið 1936 tók Guðni við skip-
rtjórn á mb „Munin“, 22 lesta
báti, eign Har. Böðvarssonar &
Co. Síðar, 1940, við „Munin 11“
318 lesta og 1956 við „Munin“ 54
lesta. Þessir bátar voru smíðaðir
f Danmörku, tveir síðast nefndu
eign hf Miðness, Sandgerði, og
eótti Guðni þá til Danmerkur.
Var hann með Munin þar til hann
hætti skipstjórn fyrir 5 árum.
Á vetrar- og haustvertíðum reri
liann frá Sandgerði, aflaði ætíð
vel og var oft aflahæstur. Á
iumrum stundaði hann síldveið-
•r, einnig þá var hann oftast „í
toppinum" miðað við stærð bát-
anna.
I»egar Guðni lét af skipstjórn,
Btundaði hann ýmis störtf í landi
og á sjó, þó einfcum á sjó, því
hann kunni ætíð bezt við sig á
ejónum. Hann var m. a. stýri-
maður hjá Hafsteini syni sínurn
háseti og matsveinn. Guðni gat
tnnt af hendi öll störf til sjós.
„Allt lék honum í lyndi“ og
hafði af öllu yndi. Hann sagði
við mig — og hló við — er ég
hafði spurt hann um starfið: „Já
Öli minn, ég byrjaði sem kokfcur
Og það er bezt að enda eins".
Menn sem Guðni Jónsson eru
tnáttanstólpar fyrirtækja, er þeir
vinna við, jafnframt eru þeir
ttoðir ofclf.r fámenna þjóðfélags
og á störíum slí’kra manna bygg-
Ist afikoma þjóðarinnar fyrst og
fremst, þeim ev sjaldan þakikað
•em skyldi — og jafnvel stundum
vanþakfca I af ráðamönnum okk-
ar.
Guðni Jónsson var gæddur sér-
•töku skaplyndi. Hann var mjög
dagfansprúður, glaðvær þó með
•íbrigðum og hrókur fagnaðar í
vinalhópi. Enginn, er kynntist
bonum, mun gleyma hans hvella
og innilega hlátri, og það var
dauður maður, sem ekki gladdist
í návist Guðna. Þá var Guðni
og mjög skapfastur og ákveðinn
í samibandi við störfin á sjónum,
enda var hann afiburða skipstjóri,
veðurglöggur mjög og hlekktist
aldrei á né missti mann, þótt otft
væri fast sótt.
Ég held, að Guðni hafi verið
gæddur undirmeðvitund — eða
„sjötta sans“ sem sumir nefna —
er vísaði honum leið til fanga
og varaði við hættum og veitti
vitneskju uín ýmisa óorðna h'luti,
þótt lítt flikaði hann þessu, nema
undir sérstökum krinigumstæðum
við sína nánustu og einkaivini.
Ég minniist þess ekki að Guðna
hafi nofckurn tíma orðið „mis-
dægurt" sem kallað er, a.m.k.
ekki svo hann væri frá verki, þar
til hann kenndi sér þesis meins,
er leiddi til dauða á mjög skömm
um tíma, eftir að hann lét til
leiðast að fara til læknis í rann-
sófcn, SMkt er að jafnaði mjög
þungt skref fyrir atiorku og
hraustleikamenn, sem Guðni var.
Þegar félagi minn og fyrrver-
andi húsbóndi Guðna — sem nú
mun frekar kallaður samstarfs-
maður — Sveinn Jónsson — sér-
stakur vinur Guðna — var jarð-
aður 21. okt. 1966, þá var Guðni
þar, frískur og kátur, að því er
virtist, en ég og fleiri, er þekktu
hann bezt, fiundum, að hann var
ekki samur og áður. f»á hafði
hann nýlega samþykkt að lækn-
isrannsókn færi firam vegna und-
anfiarandi vanlíðunar.
Þessi rannsókn leiddi til upp-
skurðar, sem sýndi, að versti
núverandi óvinur líkama Islend-
inga (o. fl. „menningarþjóða")
hafði þegar fengið svo fasta ból-
festu í vini ofckar, að eigi varð á
brautu rokinn og vann lokasigur
á óvenju Skömmum tíma — firá
rannsókninni.
Guðni vissi að hverju fiór, þótt
eigi léti hann á því bera. Til
sönnunar skal þess getið, að
nokkru áður en hann fór í um-
rædda rannsókn, þaulspurði hann
Jón bróður minn — margra ára
vin og samstarfismann — hvern-
ig það hefði verið með Þórð
Sigurðsson, hve lengi hann hefði
kennt sér meins, áður en hann
fór í rannsókn og um tímann,
sem leið frá rannsóikn til dauða.
Síðan sagði hann: „Ég veit þetta
verður svipað með okkur Þórð,
við vorum sagðir líkir um margt,
og ég er nú á sama aldri og þeg-
ar hann fór“. Þórður Sigurðsson,
skipstjóri á Akranesi, var ekki
ósvipaður Guðna, fuTllhugi, fram-
úrskarandi aflamaður. og fiíl-
hraustur fram að banameininu,
sem var það sama og hjá Guðna
— of seint afihugað og stutt en
kvalafull banalega.
Eins og áður sagt, var Guðni
Jónsson gæddur sérstöfcu „skap-
lyndi" og mættu margir öfunda
hann af því. Guðni átti kannske
öfiundarmenn — svo aumur var
hann ekki (eins og sá góði mað-
ur sagði á 90 ára afimæli sínu)
— en hatursmenn held ég, að
hann hafi enga átt.
Fjölda vina og velunnara átti
Guðni, og hygig ég, að þá sé að
finna á flestum vífcum og fjörð-
um landsins, svo og í sumum
sveitum, því Guðni stundaði bú-
skap — jafnframt sjómennsk-
unni — um árabil á Flankastöð-
um. Skipstjórn fór honum sér-
staklega vel — útgerð og búsýsla
ekki að sama skapi.
Nú er ég kveð vin minn Guðna
Jónsson, eftir i|n 40 ára kynni
og vináttu, sem ég minnist ekki
að hafi borið skugga á, þá er
mjög margs að minnast: Skap-
lyndið, drengskapurinn, gæðin
og umhyggjan fyrir sínum nán-
ustu og „húsbændum“ bera hæst,
vináttan og glaðværðin næst; þá
kemur nýtnin og sparsemin, sem
ég þefcki engan samanburð um,
nema ef vera skyldi hjá fiöður
minum, og gæfi ég þar um nefnt
ýmis dæmi, en sleppi hér.
Eigi verður skiMzt við þessi
minningarorð án þess að geta
hinnar ágætu konu Guðna. Hann
kvæntist Guðríði Guðjónsdóttur
14. maí 1927, reyndist hún Guðna
og börnum þeirra sérstaklega
vel. Hún var þeirn nærgætin og
umhyggjusöm, enda prýða hana
margir kostir góðrar húsmóður,
sem sérstakiega gætti, er þröngt
var í búi, sem stundum var og
er veikindi og erfiðleifca bar að
höndum.
Börn og tengdábörn reyndust
Guðna einnig mjög vel, sem hann
og mat að verðleikum. Þau eign-
uðust 9 börn, misstu það elzta,
3 ára dreng. Hin eru: Guðjón,
bryti, 36 ára, kvæntur Stein-
unni Gunnlaugisdóttur, búsettur
í Rvík; Guðrún, 34 ára, gift Birgi
Axelssyni, skipstj., í Reykjavik;
Sigurður, rakari, 29 ára, kvænt-
ur Lilly Walderhaug, í Keflavík;
Hafisteinn, skipstjóri, 27 ára,
kvæntur Eydísi Eyjólfsdóttur, í
Sandgerði; Karólína, 26 ára, gift
Friðrik Óskarssyni, sjómanni,
Keflavík; Guðfinna, 23 ára, gift
Birki Baldvinssyni, flugm., Glas-
gow; Aðalsteinn, sjómaðuir, 21
árs, kvæntur Sigrúnu Valtýsdótt-
ur, í Keflavík; Maria Gréta Sig-
urðardóttir, 40 ára, gift Roy
Abby, ljósm. hjá General Electric
í New York, dóttir Guðríðar,
óist upp hjá Guðna og móður
sinni, og unni Guðni henni eigi
síður en sínum eigin börnum.
Nú, þegar Sandgerði hetfur á
bak að sjá einum af sínum mestu
pensónuleikum, minnast sam-
borgararnir margra samveru-
stunda. Flestar eru þær Ijútfar
— þó sumar tregablandnax —
það er gangur Mtfsins.
Guðna mun ætíð minnst sem
mikilihæfis manns, er setti svip á
samtíð sina og umhvertfi og
mætti — og ætti — vera fýrfex
mynd yngri kynslóðar.
Ég færi konu hanis, börnun^
öðrum ættingjum og venzla«
mönnum hans, innilegustu sam-
úðarkveðjur frá mér og fjöfe
Skyldu minni og Sveins heitin*
félaga míns. Guð veiti ykkur náð
og styrk.
Guðna þökkum við samstarfið
og vináttuna og biðjum sáki
hans friðar og þroska hjá GuðL
Vertu sælL
Ólafur Jónsson.
(STBTTO MÁU
Madrid — NTB
DóMSTÓLL í Madrid dæmdi 1
dag spánska rithöfundinn Isaac
Montero í 6 mánaða fangelsi fyr
ir að hafa rekið ólöglegan áróð-
ur, í bók hans „Apríldagur". Bók
in var gerð upptæk í ágúst sL
áður en hún kom í bókaverzlan-
ir. Bókin fjallar um Mtinn dreng.
sem bandarísk hjón taka 1 fóst-
ur á Spárn, og segir höfundur
á kápusíðu að hann hafi ekki
treyst sér til að sleppa úr bók-
inni 24 atriðum, sem ritskoðun
landsins krafðist að harui gerðL
STÚRKOSTLEGT B0Ð
FRA GILLETTE
nýtízku rakvél
“SUM TWISf’
Gefur yður auðveldasta
og þægilegasta rakstur
lífs yðar.
Rakvélm, sem opnast
og lokast meí einu
handtaki.
Langt mjótt handfang
fyrir fuHkomið1 jafnvægi
og auðvelda meðferð*.
Kemur komplett í
faJIegura kassa.
AB AUKI
handhægt hylki með
Gillette Super Silver,
sem gefa fleiri
rakstra en nokkur
önnur blöð, sem
þér hafið notað
Kostar yður AÐE/NS
fyrir hina einu fullkomnu rakstra Kr.
74.00