Morgunblaðið - 03.01.1967, Síða 20

Morgunblaðið - 03.01.1967, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1967. Lydia Eftir ■ £. V. Cunningham — Það er vel að orði komizt, sagði Finney. — Ég býst þá við að það eina, sem á áhuga yðar, sé hálsmenið? — Rétt. — Jæja, ég veit nú annars ekkert um það — nema svona rétt undan og ofala af. — Ég var að vona, að þér vær uð með það á yður og þér ætl- uðuð að afhenda mér það. — Það verða víst bara von- brigði úr því. Nei, ég veit ekki, hvar menið er, en ég veit hver drap hann Davíð Gormann— svona nokkurn veginn. Ég hugsaði um þetta stundar- korn — Nokkurn veginn. Hvern ig vitið þér svona nokkurn veg- inn, hver hafi drepið hvern: — Ég hef enga sönnun. — Mér finnst nú samt, að þér ættuð að fara með það í lög- regluna. — Mig langar ekkert í lögregl una, Krim, En ef þér viljið hlusta á mig, þá hlustið. Mig langar ekkert til að luma á því. Yður er áríðandi að niá í menið, og þetta stendur að vissu leyti í sambandi við menið, svo að þess vegna gætuð þér kannski haft ábuga á því. —• Sannarlega hef ég það, sagði ég. En ég vil vera hrein- skilinn við yður. Ég vil fá men- ið, en ekki morðingjann hans Gormans. En ef þér gefið mér upplýsingar, sem srtanda í sam- bandi við dauða Gormans eða morð, eða hvað það nú var, þá verð ég að láta það ganga boð- leið til lögreglunnar. — Það var morð. — Jæja, hvað sem það var, verður það að ganga boðleið. Ég get hilmað yfir þjófnaði, til þess að ná aftur í þýfið, en ekki yfir morð. Ég get ekki geymt upp- lýsingar um morð og þagað yf- ir þeim. — En hvernig er með gróða- bragð, sem leiðir af sér morð? — Ég yppti öxlum. — Við sjá um nú til. Hversvegna segið þér mér ekki frá þessu með hann Gorman, hvað sem það nú kann að vera? — Gott og vel. Sjáið þér nú til. Davíð var vinur minn og gekk mér næstum í föðurstað, og mér þótti vænt um hann. Hann kom mér fyrst á framfæri sem leikstjóra. Hann treysti mér. Hann kenndi mér margt. Hann var góð og vingjarnleg sál. Ég veit ekki, hversu mikið þér þekkið til leikstjóra á Broad way, af afspurn eða öðruvisL Þeir eru nú allra tegunda, en Dave Gorman var af heiðarlegu gerðinni. Ég gæti sagt yður frá leikritum, sem voru leikin fyrir fullu húsi í tvö ár, og kostnaðar mennirnir fengu tuttugu af hundraði af framlaginu sínu. En þannig var það ekki hjá Gor- mann. Kostnaðarmennirnir fengu það, sem þeir áttu að fá og stórgræddu. Leikararnir sættu mannsæmandi meðferð, og hann hafði til að bera smekk og almenna skynsemi, sem er sjaldgæf 1 leikhúsheiminum. Ég ætla nú ekki að fara að halda neinn fyrirlestur um leikhúsin í New York — þau geta verið atvinnugrein og hún góð, en að mestu er þetta þefillt svínabæli. Þessvegna misstum við mikið með Davíð Gorman. — Nú var það þarna eftir þetta kvöldiboð á sunnudags- kvöldið, þá fórum við konan mín og Dave í leigubíl, og hann sleppti okkur út. Ég man ekki eftir neinu óvenjulegu, en eitt- hvað nefndi hann samt háls- menið. Ég man nú ekki, hvað það var, en þó minnir mig, að hann spyrði hana Jean, konuna mína, hvort hana langaði ekki að eiga annað eins. IÞað er að segja demanta-hálsmen. Hún sagði, að ef hún eignaðist það, mundi hún bara selja það og svo mundura við lifa á andvirðinu og draga okkur í hlé frá störf- um. Dave svaraði því einhverju, ég man ekki hverju, en það var víst eittlhvað á þá leið, að það mundum við ekki gera. Ég hlust aði ekkert sérstaklega á þetta. — Þetta var á sunnudag. Dag- inn eftir — í fyrradag — hringdi hann til mín og sagðist vilja tala við mig um hálsmenið. Ekki hvað hann ætlaði að tala um það en hann ætlaði bara að tala við mig. Og svo sagði hann dálítið skrítið — héldi ég, að Mark Sarbine væri Þýzkari. Þar sem ég væri amerískur, þá mundi ég hafa gleggra eyra fyrir erlend- um hreim en hann hefði sjálfur. Sagði ég þér annars nokkuð um Dave? Hann var þýzkur Gyðing ur — og varð fyrir ýmsu mót- 16 læti áður en hann slapp úr landi. Það heyrði ég hjá öðrum, en ekki hjá honum sjálfum. Svo að þegar hann spurði mig um Sarbine, fór ég að hugsa mig um — þú veizt hvernig þetta er .... það getur verið ofurlít- ill málhreimur, og ef maður tek ur ekki sérstaklega eftir hon- um, þá gleymir maður honum aftur. Ég þekkti nú Sarbine ekk ert sérlega mikið — hafði að- eins hitt hann einu sinni áður — en hann er einn þessara manna, sem virðist hafa eitt- hvað upp úr sambandi sínu við leikhúsin og hann bauð okkur Jean, fyrir miiligöngu Hart- manns, sem hefur sett mikið fé í þessa sýningu. Þau hjónin voru þarna lika, eins og þú manst. Svo að ág get ekki sagt, að ég hafi neitt verið að hugsa um, hvort Sahbine væri Þýzk- ari eða ekkL — En þú mannst þó eftir ein hverjum málhreim? — Það held ég næstum, sagði Finney, — en þó man ég það ekki fyrir vist. En mér tókst ekki að hitta Dave, hvorki mánu dag né þriðjudag. Æ, hjálpi mér, ég er einn þessara náunga, sem hef alltaf svo mikið að gera. Það er ekki til neinn maður jafn eigingirnislega önnum kafinn og upprennandi leikstjóri, en það er ég. Ég hringdi til hans á þirðjudag, til að aflýsa stefnu- móti í mat, x dag, miðvikudag. Svo að ég hef ekki talað við hann nema í síma, og hann sagði þá eitthvað, sem ég tók sem ein kennilega gamansemi, þegar hann sagði það. Hann sagði — ég held með þessum orðum — „Ef Sarbine verður ekki búinn að myrða mig áður, hitti ég þig á morgun, Jackie“. Ég vissi ekkert um hvað hann var að tala, og þegar ég gekk á hann, sagðist hann hafa verið með bjánalegar fyrirspurnir, og hann ætti að vera búinn að læra að halda sér saman, en hann skyldi segja mér frá þessu við hádeg- isverðinn daginn eftir. En hann spurði mig um eitt: Vakti nafn- ið „von Kesselring" nokkrar end urminningar hjá mér? Ég sagði nei... ætti það að gera það? Hann sagði nei, svo væri guði fyrir að þakka og það væri eldri saga en svo, að ég gæti munað hana. Svo hló hann og fór eitt- hvað að tala um alla vitleysuna, sem gömlum mönnum gæti dott ið i hug. En svo, í morgun, ætl- aði hann að ganga yfir þvera götu og beið bana. — Var Sarbine þar að verki? — Það veit ég ekki, andvarp- aði Finney. — Ef ég færi til lög- reglunnar, hvað gæti ég þá sagt henni? Að Dave hafi eitthvað verið að gera að gamni sínu um, 1*6? Peugeot 404 U 1967 404 5 manna kr. 242 þús. 7 manna station kr. 265 þús. Sterkbyggðir Sparneytnir Háir frá vegi 204 Frábærir aksturseiginleikar — Odýrastir sambærilegra bíla 204 5 manna station kr. 225 þús. 5 manna kr. 208 þús. HAFRAFELL HF. Brautarholti 22. Símar 23511 og 34560. að Sarbine mundi drepa hann? yrði nokkurt mark tekið á öðru eins? — Ég veit svei mér ekki. Kart öflusúpan var orðinn eitthvað þung í maganum á mér. Ég var gramur yfir að hafa ekki haft upp úr ferðinni hingað annað en þessa reyfarasögu. — Ég veit ekki, sagði ég. — Hundruð manna er ekið á árlega. Það er ekki nema einn þáttur í brjál- æði þessa heims, sem við lifum í. Og hver veit nema Gorman hafi farizt þannig. Hvernig. ætti maður að vita það? Finney horfði á mig með eftir tekt. — Þú veizt, Krim, að þeta kemur ekki nokkurn skapaðan hlut við þig. Þér er vitanlega fjandanssama, hver drap Dave Gorman, eða yfirleitt, hvort hann var myrtur eða ekki. — Ætti mér ekki að vera sama um það? — Jú, líklega, svaraði Finney lágt. — Það er engin ástæða til þess, að þú sért að fárast um ör- lög óviðkomandi manna. Aldrei þekktir þú Gorman neitt. — Við þekkjumst nú heldur ekki neitt, sagði ég, — og höfum aldrei sézt fyrr en í kvöld. Ég er engin engill hefndarinnar, heldur bara venjulegur náungi, sem er að reyna að vinna fyrir sér — og það heldur vesældar- lega, ef að vanda lætur. Hvað finnst þér þú vilja, að ég geri? Á ég að finna morðingja vinar þíns — ef hann þá er til? Finney hristi höfuðið. — Þú ert greindari maður en ég, Finney. Ef ekki væri svo, þá væri ég að stjórna leikriti og þú værir að slíta skónum þín um á því að finna eitt hálsmen. Heldurðu, að Gorman hafi stol- ið því? — Þetta er heimskulega spurt, sagði Finney. — Gott og vel. Látum það vera heimskulegt. Ég kem með heimskulegar spurningar. Hann seldist eftir reikningnum, en ég varð fljótari til. Hann heimtaði að borga reikninginn, þar eð hann hefði boðið mér, og mig langaði að segja honum að fara fjandans til, en stillti mig samt, lagði einn dal á borðið í drykkju peninga og greiddi síðan reikn- inginn hjá gjaldkeranum. Finn- ey sat eftir við borðið og horfði á mig, eins og utan við sig. Ég gekk áleiðis til miðborgar- innar, og velti stykkjunum i myndgátunni fyrir mér í hugan- um, en reyndi um leið að sann- færa sjálfan mig, að ég væri ekki einhver hundingi. Hvort- tveggja mistókst og loks náði ég í leigubíl og ók til skrifstofunn- ar. Eftir klukkan sex eiga menn að skrifa sig inn niðri. í skrif- stofunni var engin sála nema hreingerningakonan, og ég fékk ofurlítinn hroll, er ég gekk fram hjá öllum mannlausu skrifborð unum, inn í litlu kompuna mína. Ég hafði nú aldrei verið hrifinn af þeirri skrifstofu, en sízt af öllu þegar hún var mann- tóm. Ég settist við skrifborðið mitt og hugsaði dálítið málið, en svo hringdi ég til Lucille Dempsey, bókavarðarins. Sízt af öllu lang aði mig til að vera aleinn í kvöld. Hún var með annan fót- inn í baðkerinu, að þvi er hún sagði mér. Hvað gæti hún gert fyrir mig? — Haltu í höndina á mér, af því að skuggar næturinnar lykj- ast um mig. Mér væri ánægja að fara með þig í bíó eða leikhús eða á ballet, eða hvað það nú kynni að vera, sem hjarta þitt girnist. — Þú komst of seint, Harvey, ég er boðin út í kvöld. — Svo er lífs míns saga! En hefurðu ekki mínútu til umráða núna? — Æ, Harvey, ég stend hér með handklæði utan um mig og baðkerið bíður og svo er þetta boð kortéri fyrir átta. Ég skal vera stuttorður. Þd veizt allan skrattann. Hvaða samband sérðu með þýzkum flóttamanni og demöntum? — Ertu að gantast við mig, Harvey ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.