Morgunblaðið - 03.01.1967, Page 24
Lang stærsta
og fjölbreyttasta
blað landsins
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1967
7 ára drengur bíöur
bana viö brennu
— er hann og félagar hans veltu
tómri olíutunnu á glæður báls
HÖRMUIÆGT banaslys varð á
nýjársdag í Reykjavík, afleiðing
af áramótabrennu. Beið bana 7
ára drengur, Halldór Guðjón
Björnsson, Ásgarði 139, en jafn-
aldri hans, Bjarni Jónsson í
Langagerði 97 slapp naumlega
en ómeiddur.
Á gamlárskvöld var bálköst-
ur norðan við hitaveitustokkinn
við Ásgarð og logaði enn Mtiis-
háttar í brunarústunuim á nýárs-
morgun. Um 11 leytið komu
þrír drengir, einn 9 ára og tveir
7 ára þama að. í noítókurri fjar-
lægð frá brennunni var oMu-
tunna, sem motuð hafði verið er
bálið var tendrað kvöldið áður
og hafði hún síðan verið skilin
eftir tóm.
Drengirnir tólku nú upp á
þvl að velta tunnunni á glæð-
urnar og stóðu tveir yngri
drengirnir við tunnuna, er hún
sprakk. Lézt Halldór Mtii sam-
stundis. En Bjarai slapp ómeidd-
ur, en þó svo naumlega að gat
var höggvið á hægri öxl á ný-
lega kuldaúlpu, sem hann var
í og hann toom heim sótugur og
rauður á hægri kinn. Drengur-
inn, sem fórist, var sonur hjón-
anna Björns Jónssonar og Mar-
grétar Hallgrímsdóttur í Ásgarði
139.
Tunnur sem þessi voru notað-
ar við flestar brennurnar í
Reykjavík. Þegar slysið var
orðið, fóru lögreglumenn og bæj
arstarfsmenn að brennunum, en
einihvers staðar í nánd við þær
flestar höfðu tunnumar verið
skildar eftir og fjarlægðú þeir
þær. Sá háttur hefur verið á
hafður, að lögreglan hetfur alla
jafna fengið einhverja fullorðna
menn í nágrenni við brennurnar
til að hafa eftirMt með þeim.
Var það og á gamlársfcvöld nú
við margar þeirra en enginn
hafði eftirlit með brennunni við
Ásgarð að þessu sinni, henni
aðeins stjórnað af unglingum og
börnum, samfcvæmt upplýsing-
um rannsóknarlögreglunnar, sem
sagði að það hefði reyndar eikiki
þurft til, þvi samskonar tunnur
voru við nær allar brennumar.
Gosið í nýja gígnum í Surtsey. Myndin tekin í gær, og sýnir hvernig hraunið er að fylla
lónið framan við Surtseyjarhúsið, sem sést til hægri í brekkunni, og nálgast það.
Surtsey fagnar
'67 með nýju
SurtseyJarhúsiÖ í hættu
ármu
hraungosi
SUŒtTSEY fagnar nýju ári á
sinn hátt. í fyrsta blaði á ár-
inu 1966 gátum við skýrt frá
nýju gosi í Surtsey og nú
getum við aftur í fyrsrta blað-
inu á þessu ári flutt íréttir
af nýju hraungosi 1 eynni
Það hófst á nýjársdag og er
nýi gígurinn norðaustan í
Surtsey sjálfri. Slær það sjón
arspil með rauðglóandi hrauni
og tilheyrandi gufustrókum á
snjófölvaðri eynni áreiðan-
lega út flest sviðsett áramóta-
fíverkerí. í>að sannfærðust
blaðamenn um, sem í gær
flugu með Sif, flugvél Land-
helgisgæzlunnar yfir staðinn.
Ekiki er þó ánægjan yfir
nýju gosi óblandin. Hið dýra
Surtseyjarhús vísindamanna
er nú í hættu. Hraunstraum-
urinn, sem kemur frá gíg
uppi i fjallshMðinni ofan við
hvamminn þar sem það stend-
ur, rennur út í lón er þarna
myndaðist á sínum tima og
er komið langleiðina með að
fyMa það. Skríður glóandi
hraunröndin markvisst áfram
yfir lónið og vatnið í því rýk-
ur upp í gufu. Húsið stendur
nokfcuð uppi í hlíðinni hinum
megin og virðist það sem eftir
er af vatninu í lóninu færast
undan hrauninu nær hlíðinni.
Sýnist okfcur varla meira en
svona 50—100 m. upp að hús-
Frambald á bls. 3.
Moí kominn
með hillfenni
TOGARINN Maí kom í gærdag
til Hafnarfjarðar með tæpar 500
lestir af karfa af Nýfundnalands
miðum. Er þetta í annað skipti
á rúmum hálfum mánuði að tog-
arinn kemur með fullfermi af
þeim miðum. Aflinn fer til verk-
unar í frystihúsi Bæjarútgerðar-
innar í Hafnarfirði.
5 f jölskyldur missa
ili sín í eldsvoðum í
heim-
Eyjum
23 MENN misstu heimili sín í
Vestmannaeyjum á nýársdag og
í fyrrnótt, er eldur kom upp í
tveimur húsum í kaupstaðnum.
Er hér um að ræða 5 fjölskyldur,
sem varla eiga fötin sem þær
standa L
Um kl. 15.55 á nýársdag kom
79mannsfórustaf
slysförum á sl. ári
upp eldur í húsinu nr. 69 við
Vestmannabraut, sem gengið
hefur undir nafninu Hjarðar-
bolt. BJuggu þar tvær fjölskyld
ur, 7 manna fjölskylda á efri
hæðinni, en á hinni neðri ung
hjón með eitt ungt barn. Húsið
er steinhús með tréinnréttingu
og talið er að kviknað hafi í
út frá rafmagni. Innbúið á efri
hæðinni var vátryggt, en óvá-
tryggt hjá ungu hjónunum.
í fyrrinótt kl. 04.25 kviknaði
svo í húsinu nr. 3 A við Vest-
urveg, en það hús hefur verið
nefnt Landamót. í húsinu
bjuggu þrjár fjölskyldur, sú
stærsta fimm manns, hjón með
þrjú börn, en hinar tvær fjög-
urra manna fjölskyldur, hjón
með tvö börn í hvorri fjölskyldu.
Mbl. hafði f gær tal af Jóni
Kjartanssyni, er bjó í Hjarðar-
holti og spurði hann um brun-
ann. Jón sagði:
— Jú við bjuggum þarna
tvær fjölskyldur, ég með konu
minni og fimm börnum og ung
hjón á neðri hæðinni með eitt
barn innan við hálfs árs. Húsið
er mjög skemmt og ekki íbúðar-
hæft að sinni. Húsið var vá-
tryggt fyrir um eina milljón og
innbúið mitt fyrir um 200 þúsund
og er það heldur lágt. Við misst
um allt, en eigum þó föt til skipt
anna. Börn mín eru á aldrinum
3ja til 17 ára og er elzti dreng-
urinn í Kennaraskólanum, en
hafði komið heim um hátíðarnar.
Hann missti allt sitt, og fór hann
altur til Reykjavíkur í dag,
blessaður.
— Nei, við vitum ekki hvernig
eldurinn kom upp, en við erura
að geta okkur til að kviknað
hafi í jólahúsi, sem upplýst var
með rafmagni. Þó minnumst við
þess ekki að logað hafi á per-
unni, þegar við fórum að heina-
an.
— Við höfðum farið í næsta
hús til þess að horfa á sjónvarp-
ið, og höfðum ekki verið að
heiman nema um það bil hálf-
tíma, þegar okkur barst fréttin.
— Jú, við höfum þak yfir
höfuðið nú. Það vildi svo vrf
til að til mín hringdi maður,
sem ég var aðeins málkunnugur
og bauð hann okkur herbergi
með eldhúsi, sem hann að vísu
ætlaði að fara að nota sjálfur,
því að hann ætlaði að fara að
standsetja íbúðina sína, en hann
frestaði því, meðan við þyrftum
á húsnæðinu að halda.
Fr am'h. á bls. 23
14 banaslysum fœrra en 1965 — 149
mannslífum bjargað úr lífsháska
Mikil ófœrð á Vestfjörð-
um, norðan og austan
Á ÁRINU 1966 urðu 79 banaslys
á landinu, samkvæmt upplýsing-
um er Mbl. fékk hjá Slysavarna-
félagi íslands, og er það 14
banaslysum færra en árið áður.
149 mannslífuan var bjargað á
árimr, en árið 1965 108. Slysa-
hæsti mánuðurinn varð á sl. ári
í jú'M með 16 banaslys, og veldur
þar mestu um að í þeim mánuði
drufcknuðu 8 menn við land og
þrír biðu bana á dráttarvélum.
í júní og júM mánuðum einum
urðu samtals 2t7 banaslys, eða
rúmlega þriðjungur allra bana-
slysanna á árinu.
Samtals urðu 33 drufcknanir á
árinu, 6 fórust með skipi, 10
fél'lu útbyrðis og 17 drukknuðu
við land, í vötnum eða í höfn-
um. Árið 1965 druikknuðu sam-
tals 34 manns. Samtals fórust 27
manns í umferðarslysum, í átta
tilfelluim var ekið á vegfarendur,
13 í bifreiðaáretostirum og 6 í
dráttarvélaslysum, en árið 1966
fórust 24 í umferðarslysum. 19
manns létust af ýmsum orsökum,
og eru þar slysahæstu liðirnir:
Vinnuslys, hrapað og af byltu og
voðaskot með fjögur bánaslys
hver. Árið 1965 fórust 34 af ýms-
um arsökum.
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér I
gær til Hjörleifs Ólafssonar hjá
Vegaskrifstofu ríkisins og leitaði
upplýsinga um færð á þjóðveg-
um Iandsins.
Hjörleifur kvað ástandið vera
mjög svipað sunnanlands og ver-
ið hefði fyrir áramót, fært væri
austur um þrengslin og yfirleitt
um Suðurlandsundirlendið, en
gat þess að færð hefði þó þyngst
talsvert í uppsveitum Árnes-
sýslu. Færð væri einnig sæmi-
leg um Hvalfjörð og Borgar-
fjörð, en upp frá því færi hún
mjög að þyngjast. Hann gat þess
að í dag stæði til að aðstoða
stórar bifreiðar um Snæfellsnes,
Dalasýslu, norður yfir Holta-
vörðuheiði til Blönduóss, og norð
ur Strandir til Hólmavíkur.
Hjörleifur sagði ennfremur, að
mesta ófærð væri á Vestfjörð-
um, en þar lokaðist allt á gaml-
ársdag. Þó er fært frá ísafirði að
flugvellinum, og unnið að
mokstri fré kaupstaðnum til Bol
ungavíkur.
í Skagafirði, Eyjafirði og Þing-
eyjarsýsluð er sama ástand og
á Austfjörðum, alls staðar gífur-
legt fannkyngi og ófærð, og vart
fært nokkurs staðar. Sagði Hjör
leifur að meðan sama ástand
héldist, og snjó festi hvergi,
væri þýðingarlaust að reyna snjó
mokstur á vegunum, og það ekké
reynt.