Morgunblaðið - 11.01.1967, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAgUR 11. JANtlAR 1&67.
Ólafur Kristirm
Steinsson, Minning
Sira Pétur Magnússon:
Þeim láöist aö
líta á kortið
ÓLAFUR Kristinn Steinsson var
fæddur að Hálshúsum 1 Vatns-
fjarðarsveit 5. apríl 1894. Hann
var sonur hjónanna Steins
Bjarnasonar og Ingibjargar í>or-
valdsdóttur, er þar bjuggu lengi,
en fluttust síðar að Vatnsfjarð-
arseli. Ólafur ólst upp í foreldra-
húsum í hópi margra systkina.
Þar var stundum knappt um
heimsins gæði en því meira af
auðlegð andans. Voru þau for-
eldrar Ólafs bæði vel greind og
móðir hans hagmælt og sagna-
t
Siystir okkar
Sigríður Halldórsdóttir
andaðist að fcvöfldi 9. þ.m. —
Jarðarförin ákveðin síðar.
Marel Halldórsson,
Þorsteinn Halldórsson
t
Jarðarför bróður okkar,
Jóns Einarssonar,
Borgartúni 20 (Defensor)
fer fram frá Fossvx>gskirkj u
fimmtudaginn 12. jan, fcL 3.
Jónína Einarsdóttir,
Pétur Einarsson.
t
Maðurinn minn og faðir ofldkar
Gústaf R. Hákonsen
verður jarðsunginn fná Foss-
vogskkfcjiu Æöstudoginn 13.
janúar kfl. 10.30 árdegis. Blóui
vinsamlegast aflþökfcuð en
þeim sem víldu heiðra minn-
ingu hans er bent á Sjáilfls-
björg, féflag lamaðra o^g fllatl-
a'ðra.
Þórný Gissursdóttir Hákonsen
og dætur.
t
Þökfcum innilega samúð og
hluittekningu við andliát og út-
för eLskuLegrar fconu minnar,
rnóður og ömmu
Jóhönnu Pálsdóttur,
Hellisgötu 21.
Guð blessi yfckur ölfl.
Guðjón Jónsson,
Börn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð vfð andillát og
jarðarflör mannsins míns, íöð-
ur okfcar, tengdaflöður og afa,
Péturs Sigurbjörnssonar,
Höfðabraut 8, Akranesi.
Guð ble&si ykkur öll.
Helga Jónsdóttir,
Börn, tengdaböm og
baraaböm.
fróð svo að orð var á gert. Mun
Ólafur hafa verið mjög hand-
genginn móður sinni og numið
af vörum hennar kjarnyrt mál
og lífsreynslu liðinna tíða, auk
alls kyns fróðleiks, sem næmur
barnshugur svalg í sig. En skóla
göngu var þá ekki kostur, utan
þess hversdags skóla, sem kenndi
sparsemi, hófsémd og nýtni, svo
að það gleymdist aldrei síðan.
Þegar dró til fullorðinsára var
Ólafur við búskap, fyrst í Vatns-
fjarðarseli með Valdimar bróð-
ur sínum, síðar á Eyri í ísafirði
með Sigurði bróður sínum. Árið
1928 kvæntist hann Kristínu
Önnu Gunnarsdóttur og voru
þau þá í Hörgshlíð. Dóttur áttu
þau eina, Kristínu Ólöfu Ólafs-
dóttur, sem gift er Borgari Hall-
dó.rssyni stýrimanni á ísafirði
og eiga þau þrjú börn. Konu
sína missti Ólafur sama ár, þrí-
tuga að aldri.
Árin eftir lát konu sinnar var
Ólafur á ýmsum stöðum, við bú-
skap og í húsmennsku meðal
annars í Svansvík Reykjarfirði
t
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför
Þórðar Þorgrímssonar.
Anna Þorgrimsdóttir,
Biraa Jónsdóttir,
Pétur Pétursson.
t
Þökk.um inniflega vinarbug,
auðsýnda samúð og Muttekn-
ingu við útflör sonar mins og
bróður okkar,
Finns Kolbjörns Nilssen.
Julranna Marie Nilssen
og systkini.
t
Innöegustu þakkir færum við
öllum þeim er sýnt hafa okk-
ur samúð og vináttu við and-
lát og jarðarflör móður okkar,
tengdamöður og ömmu,
Þorsteinínu Þorkelsdóttur.
Fyrir hönd vandamanna.
Marinó Sólbergsson.
t
Ykkur 511 um, sem auðsýnduð
minning,u,
Sigurlaugar Erlendsdóttur
frá Xorfastöóum,
virðingu og okkur samúð og
vinarlhug við andúát hennar og
útflör. flærum við einlægar
þakkir og óskum yfckur far-
sældar á nýbyrjiuðu árL
Gæfan fyflgi Biskuipstung-
unum, sem hún unni svo mjög.
Böra, tengdabörn og
barnaböra.
og Vatnsfirði. Árið 1936 kvænt-
ist hann svo eftirlifandi konu
sinni, Guðrúnu Ólafsdóttur og
hófu þau búskap tveim árum
síðar á Keldu í Mjóafirði og
bjuggu þar ávallt síðan. Á
Keldu liggur alfaravegur um
hlað. Þótti þar mörgum notalegt
að koma, enda var þeim hjón-
um ljúft að veita gestum sínum
vel. Voru þá oft gamanmál á
vörum, því að húsbóndinn var
glettinn og spaugsamur. En
hann gat líka verið stórlyndur,
ef honum þótti á sig leitað og
jafnan var hann einarður í máli
við hvern sem var. Það var
fróðlegt að eiga tal við Ólaf,
einkum ef talið barst að fyrri
tíðum, verkmenningu og við-
horfum eldri og liðinna kyn-
slóða. Á því sviði átti hann
gildan fræðasjóð, studdan
óbrigðulu minni og næmri at-
hyglisgáfu. í þeim sjóði mátti
finna brotasilfur, sem gengið
hefur í arf frá gengnum feðr-
um.
Síðustu árin var Ólafur ekki
heill heilsu en bar það vel. Naut
hann þá sem ávallt umhyggju
og skilnings Guðrúnar konu
sinnar. Dóttursonur hans, Ari
Sigurjónsson, var þá einnig elli-
stoð hans og vann ötullega að
búi þeirra hjóna, að fyrirmynd
afa síns, en Ólafur var einstakur
snyrtimaður og verklaginn við
öll störf. Jörðina Keldu sem er
frekar kostarýr, hafði hann bætt
mikið á seinni árum.
Hann andaðist að heimili sínu
hinn 27. nóvember 1966 eftir
stutta legu. Hinn 3. desember
var hann jarðsunginn í Vatns-
firði og hvílir þar nú í þögulli
hirð frænda og fornra sveitunga.
Á. S.
t
Ininilegar þafckir fyrir alla
samúð og vinarhug mér sýnda
við flráfaM sonar máns,
Péturs Kolbeinssonar.
Fyrir hönd ættingja.
Þóra Pétunsdóttir.
t
Þöfckum innilega aflla samúð
og vinarhug við fráfa'll og
jarðarflör móður ofltkar,
tengdamóður og ömmu,
Kristínar Guðríðar
Jónsdóttur.
Guðmundur Torfason,
Jón Magnússon,
Elías Magnússon,
Helga Magnúsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
SÍÐASTA nóvemberhefti Kirkju-
ritsins byrjar á frásögn undir
fyrirsögninni: „Gjörðir Kirkju-
þings 1966“. Fyrsta málið, sem
þarna er hermt frá er frv. það
til laga, um skipun prestakalla
og prófastsdæma, er nú liggur
fyrir Alþingi. Er frumvarpið upp
runalega samið af þar til skip-
aðri nefnd, en síðan yfirlitið og
umrætt bæði af prestastefnu og
Kirkjuþingi.
Á fyrstu síðu frumvarpsins er
meðal annars greint frá hvernig
þessum málum skal skipað á
Upphéraði. Lagt er til að Valla-
nes- og Valþjófsstaðaprestaköll
verði sameinuð — og að prestset
ur hins nýja prestakalls verði að
Valþjófsstað. — Þetta síðar
nefnda ákvæði frumvarpsins er
svo furðulegt, að ég ætlaði fyrst
í stað, að þarna myndi bara vera
að ræða um prenbvillu. — En
nú hafa mér borizt bréf úr hin-
um gömlu sóknum mínum, er
sýna, að þetta um staðsetningu
prestsetursins er ekki prentvilla,
heldur bláköld alvara þeirra, sem
að frumvarpinu standa,
Umrædd bréf _hafa að geyma
áskorun til mín um að skrifa um
þetta. Og þar eð svo stendur á,
að enginn núlifandi prestur mun
vera kunnugri en ég aðstöðunni
til prestþjónustu þarna á Upp-
héraði, finnst mér að ég geti
trauðla skorast undan því, að
láta uppi álit mitt um málið.
Ákvörðun um staðsetningu
prestseturs í stóru prestakalli,
þar sem miklu vetrarríki getur
verið að mæta, er viðkvæmt mál
fyrir þá, sem henni eiga að
hlýta. Ef aðsetursstaður prests-
ins er á mjög óhentugum stað,
getur það haft í för með sér,
bæði það, að allir aðdrættir til
prestsheimilisins verði erfiðari
og kostnaðarsamari en vera þarf,
og eins hitt, að ferðir prestsins
á messustaði og til' annarra
þjónustustarfa baki honum
óþarfan kostnað, erfiði — og
áhættu, einkum þegar um er að
ræða vetrarferðir. — Ekki er
síður á það að líta, að mjög
óhentug lega prestssetursins bak
ar þeim sóknum, sem verst
verða úti, ekki einasta stórum
meiri kostnað en ella, þá ér
kveðja þarf prestinn til auka-
verka, beldur hlýtur það lika
að leiða til hins, að preisturinn
geri þar minna að um húsvitjan
ir en í þeim sóknum sem nær
liggja. *
Ef umræddur liður prestakalla
frumvarpsins, um staðsetningu
prestsseturs á Upphéraði, verð-
ur að lögum, munu allir þeir
annmarkar, er ég hefi nú nefnt,
mæða um ófyrirsjáanlegan tima
á prestinum þar og stórum
meirihluta sóknarbarna hans —
og valda í senn miklum erfið-
leikum og óánægju.
— Fyrstu árin, sem ég var
prestur í Vallanesi, hafði ég
jafnframt á hendi þjónustu í
Valþjófsstaðaprestakalli. Valla-
nes er svo nærri miðju Upp-
héraðs, og liggur svo vel við
vegakerfinu, að þjónustan varð
mér yfirleitt mjög auðveld, og
hafði ekki í för með sér neinn
alvarlegan ferðakostnað fjrrir
sóknarbörn mín, þá er um var
að ræða greftranir eða önnur
aukaverk. — Á þessum árum
gerði ég mér vel ljóst, hversu
stórum erfiðara hefði verið fyrir
mig að þjóna þessum fjórum
sóknum, ef ég hefði búið á Val-
þjófsstað — og jafnframt hve
þjónustan hefði krafizt langtum
meiri ferðakostnaðar. — Jafnvel
Ássókn, er heyrir þó til Val-
þjófsstaðaprestakalli, er talsvert
auðveldara að þjóna frá Valla-
nesi en Valþjófsstað. — Og sá
aðstöðumunur hlýtur að ágerast
með árunum, vegna fyrirsjáan-
legrar þorpsmyndunar við norð
urenda Lagarfljótsbrúar. — Um
aðstöðu prests á Valþjófsstað til
að þjóna Þingmúlasókn, er það
að segja, að vegna legu Hall-
ormsstaðahálsins, yrði prestur-
inn fyrst að aka bíl sínum svo
að segja út að Vallanesi, og hefja
þaðan ferð sína, uppeftir aftur, I
áttina til Skriðdalsins. Ferðir til
aukaverka, alla þessa leið, myndu
iðulega verða svo tilfinnanlega
kostnaðarsamar og tímafrekar,
að ólíklegt er að Skriðdælingar
myndu sætta sig við, að hafa
prestssetrið á stað, sem hefði
svo mikið óþarfa óhagræði og
óþarfa kostnað í för með sér,
Um Vallaness- og Vaþjófs-
staðasóknir er, af skiljanlegum
ástæðum, óþarft að ræða. Hvor
söfnuður fyrir sig myndi auð-
vitað kjósa að halda prestinum.
— En til þess ber að ætlast, engu
að síður, að allir geti sætt sig
við að presturinn búi þar, sem
sanngjarnast er að hann sé og
bezt hentar fyrir heildina.
Um byggingar á þessum tveim
prestsetrum, Vallarnesi og Val-
þjófsstað, er það að segja að
kirkjurnar mega báðar teljast
veglegar, miðað við kirkjur úti
á landsbyggðinni — einkum þá
Vallarneskirkja, sem ég hefi
heyrt marga ferðalanga telja
eina af fegurstu sveitakirkjum
á landinu. — íbúðarhús prestsins
var á hvorugum staðnum alls
kostar hentugt. — En nú hefur
mér borizt frétt um að hin ungu
og áhugasömu prestshjón í
Vallarnesi séu þegar búin, af
eigin ramleik, að gera miklar
breytingar á íbúðarhúsinu þar,
sem hljóta, etfir því sem mér
hefur verið tjáð, að vera til mik-
illa hagsbóta. Gripahús fyrir kýr,
hesta og kindur — svo og safn-
hús og heyhlöður, eru alveg ský-
laust stórum betri í Vallarnesi
en á Valþjófsstað, og bvíla á
prestinum með litlu afgjaldi
vegna þess, að þeim var komið
upp með óvenjulega litlum kostn
aði. — Og eins er um girðingar
til geymslu búpenings í heima-
högum. í Vallarnesi eru þær á
járnstaurum og án afgjalds.
Um aðstöðumuninn á þessum
umræddu prestssetrum til að-
drátta, nægir að vísa til upp-
dráttar af Islandi útgefnum af
einhverju ferðafélaganna. Að
sumarlagi tekur ekki nema 25
mínútur að aka frá Vallarnesi
út í Egilsstaðakauptún. Ferð á
milli kauptúnsins og Valþjófs-
staðar tekur þrefalda þá tíma-
lengd. — Það hefði satt að segja
verið mjög viðeigandi, að ein-
hverjum af öllum þeim, sem hafa
fjallað um þetta mál, hefði hug-
kvæmst að líta á kortið, áður
en shann tók afstöðu til væntan-
legs aðsetursstaðar prestsins á
Upphéraði. Kortið hefði þegar í
stað fært honum heim sanninn
um, að Vallarnes er nærri miðju
héraðsins, en Valþjófsstaður svo
nærri botni þess, að ekki veltur
nema í fáum kílómetrum, að það
sleppi við að kallast afdala-
prestssetur.
Ef Alþingi fellst á að sam-
eina Vallarnes- og Valþjófsstaða
prestaköll, er þess að vænta, að
fengnum þessum upplýsingum,
að það breyti umræddum lið
frumvarpsins, og ákveði, að
prestssetrið í hinu nýja presta-
kalli s'kui vera í Vallarnesi. —
Trúi ég ekki öðru, en að Alþingi
vilji í svona máli hafa það sem
sannara reynist og réttmætast,
og afgreiða málið á þeim grund-
velli. — Ætti og minningin um
þjóðskáldið séra Stefán Ólafs-
son — íslands Horatius — er bjó
í Vallarnesi alla sína prestsskap-
artíð, ekki að spilla fyrir réttri
lausn málsins.